Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVBMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eignatjón að minnsta kosti
700-800 milljónir kr.
ÁÆTLA má að tjón á eignum í
aftakaveðrinu í síðustu viku hafi
numið að minnsta kosti 700-800
milljónum kr. Mesti kostnaðurinn
er vegna skemmda á rafmagnslín-
um á Norðurlandi og Vestfjörðum
og á eignum á Flateyri vegna snjó-
flóðanna.
Talið er að tjón Rafmagnsveitna
ríkisins, Orkubús Vestfjarða og
Landsvirkjunar vegna tjóns á raflín-
um, staurum og öðrum mannvirkj-
um nemi um 380 milljónum kr.
Talið er að um 1.300 staurar og
staurasamstæður hafi brotnað,
laskast eða skekkst. Innifalinn í
þessari kostnaðartölu er áætlaður
kostnaður við keyrslu díselraf-
stöðva. Raforkufyrirtækin eru ekki
tryggð fyrir skemmdum á raflínum.
Snjóflóð á Vestfjörðum
Eignatjón á Flateyri hefur ekki
verið metið en matsstjóri Viðlaga-
tryggingar íslands hefur slegið á
að það geti verið á bilinu 200-300
milljónir kr. Viðlagatrygging greið-
ir tjón á fasteignum og því innbúi
sem er brunatryggt. í þessarri upp-
hæð er ekki kostnaður við björgun-
arstarf og þau hús utan snjóflóða-
svæðisins sem í kjölfar snjóflóðanna
verða talin óíbúðarhæf vegna snjó-
flóðahættu.
Minna tjón varð í öðrum snjóflóð-
um sem féllu á Vestfjörðum. Aætlað
er að tjón vegna snjóflóðs sem féll
á sorpbræðslustöðina Funa á
ísafirði nemi tugum milljóna kr.
Nokkurt tjón varð einnig í Súganda-
firði af völdum flóðbylgju sem snjó-
flóð norðan fjarðarins kom af stað.
20 milljóna vanhöld
Auk þessa hefur fjöldi sauðfjár
farist í óveðrinu. Öll kurl eru enn
ekki komin til grafar í því efni en
búast má við að vanhöldin nemi
hátt í 2.000 fjár. Einnig hefur nokk-
ur fjöldi hrossa farist. Hver kind
er metin á 7.500 krónur og má því
búast við að verðmæti kinda og
hesta nemi hátt í 20 milljónum kr.
samtals. Bjargráðasjóður greiðir
5.000 kr. vegna hverrar kindar sem
ferst en eins og fram hefur komið
er lítið eftir af peningum í sjóðnum.
Auk þess verða margir fjáreig-
endur fyrir afurðatjóni en erfitt er
að meta það. í fyrsta lagi eru æm-
ar ekki famar að mynda afurðir
og svo kemur afurðatjónið í raun
ekki fram fyrr en næsta haust þeg-
ar í ljós kemur hvernig viðkomandi
bændur nýta kvóta sinn.
Þá er ótalið ýmislegt annað
eignatjón, til dæmis skemmdir sem
urðu á húsum vegna roks á nokkr-
um stöðum á Norðurlandi, skemmd-
ir á hafnarmannvirkjum á nokkrum
stöðum, vegum og öðmm mann-
virkjum.
Fjöldi göngumanna í blysförinni kom skipuleggj endum í opna skjöldu
Fjölmennasta
gangan á
Laugavegi
MILLI tuttugu og þijátíu þús-
und manns tóku þátt í blysf ör
Félags framhaldsskólanema frá
Hlemmi niður Laugaveg og að
Ingólfstorgi, þar sem þeirra var
minnst sem fórust í snjóflóðinu
á Flateyri. Að mati lðgreglunnar
er þetta fjölmennasta ganga
sem farin hefur verið niður
Laugaveg.
„Við áttum aldrei von á þess-
um fjölda," sagði Sigurður Orri
Jónsson formaður Félags fram-
haldsskólanema. „Svartsýnustu
menn í hópnum sögðu að þrjú
til fjögur þúsund manns mundu
koma en ég var alltaf með þá
tölu í kollinum að þetta yrðu um
10 þúsund manns í mesta lagi.
En milli tuttugu og þrjátíu þús-
und -það er alveg ótrúlegt. Við
trúum þessu ekki ennþá.“
Allt ungt fólk átti
hugmyndina
Sigurður vildi ekki upplýsa
hver hafi átt hugmyndina að
göngunni en sagði: „Við áttum
öll hugmyndina, allt ungt fólk
og við munum aldrei gefa það
upp hver varð fyrstur til að
nefna göngu. Það eru fjölmargir
sem hafa þakkað okkur fyrir
framtakið. Það hafi verið vel að
öllu staðið og skipulagið gott.
Ekkert kom uppá og allt var
eins og best verður á kosið.“
Blysin seldust öll upp enda
ekki miðað við allan þennan
fjölda og sagði Sigurður að tíu
sinnum fleiri blys hefðu jafnvel
ekki dugað til. Ekki komust all-
ir göngumenn inn á Ingólfstorg
og gátu því ekki fylgst með því
sem þar fór fram á sviðinu, en
Sigurður sagði að hljóðkerfið
hef ði verið það gott að þeir sem
stóðu aftast og efst í Banka-
stræti hefðu heyrt ágætlega í
bæði söngfólki og ræðumönn-
um.
Samfelldur straumur
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu var samfelldur straumur
fólks frá Hlemmi niður á
Ingólfstorg og minntust menn
þess ekki að það hefði gerst
áður. Að vísu hefðu fleiri verið
samankomnir í miðbæ Reykja-
víkur 18. ágúst 1986 þegar hald-
ið var upp á 200 ára afmæli
borgarinnar, en þá var gengið
úr tveimur áttum, frá Hlemmi
og úr Vesturbænum.
Morgunblaðið/Sverrir
SKIPULEGGJENDUR göngunnar. Myndin er tekin í Hinu húsinu í gærkvöldi. Fremri röð frá vinstri:
Hjörtur Einarsson, Þorkell Máni Pétursson, Ásdís Björg Pálmadóttir, Amar Ægisson, Elín Halla
Ásgeirsdóttir, Katrin Jakobsdóttir, Sigurður Ari Jónsson, Gissur Páll Gissurarson, Andrea Tryggva-
dóttir, Þórlindur Kjartansson, Sólveig Halldórsdóttir, Ólöf Embla Einarsdóttir og Brypja Baldurs-
dóttir. Aftari röð frá vinstri: Sigríður María Tómasdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Guðjón Óskar
Guðmundsson, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Friðjón Hermannsson, Ævar Rafn Björnsson, Hreinn
Pálsson, Jón Einar Sverrisson, Úífar Jónatansson og Þórarinn Óli Ólafsson.
Tíu pólskar fiskvinnslustólkur vinna á Flateyri og fieiri eru á leiðinni
Flateyri. Morgunblaðið.
ENGIN af þeim 10 pólsku stúlkum,
sem vinna í Fiskvinnslunni Kambi,
ætla að fara frá Flateyri þrátt fyrir
þær hörmungar sem yfir sveitarfé-
lagið hafa dunið. Fjórar stúlkur frá
Póllandi koma til Flateyrar í lok vik-
unnar.
„Ég varð ekki vör við snjóflóðið
þegar það féll. Ég vaknaði bara eins
og ég er vön og fór í vinnuna í
Kambi snemma um morguninn. Þeg-
ar ég kom þangað var mér sagt að
það hefði orðið mikið slys og fólk
hefði farist,“ sagði Krystyna Kord-
ek, sem unnið hefur í físki á ísafírði,
Grundarfirði og Flateyri síðastliðin
þijú ár.
Kordek á systur og móður I Pól-
landi, en faðir hennar starfar með
henni í fiskvinnslu hjá Kambi. Hún
sagði að ættingjar í Póllandi hefðu
haft samband við sig og væru mjög
áhyggjufullir. Þeir hefðu þó ekki
lagt að sér að koma heim enda
væri hún fullfær um að taka ákvörð-
un um það sjálf.
Velti fyrir sér áð fara
Kordek sagði að fyrst eftir slysið
hefði hún velt fyrir sér að fara frá
Flateyri. Snjóflóðið hefði haft tals-
verð áhrif á sig, en hún væri núna
ákveðin í að vera áfram hjá Kambi.
Morgunblaðið/Þorkell
KRYSTYNA Kordek og Ewa Malinowska voru að ljúka við að
ganga frá i fiskvinnslusalnum þjá Kambi eftir hádegið í gær,
en vinna lagðist af á meðan minningarathöfn um þá sem létust
í snjóflóðinu var haldin á Isafirði.
Ættingjar í Póllandi
eru áhyggjufullir
Hún sagðist ekki vera hrædd þrátt
fyrir að hús hennar væri aðeins í
um 15 metra fjarlægð frá jaðri snjó-
flóðsins. „Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem ég dvelst k Flateyri og ég hef
líka unnið á ísafirði og ég þekki
aðstæður hér því vel. Ég veit að hér
geta komið vond veður og er þess
veg^na viðbúin." Kordek sagðist vera
ánægð í vinnunni og vonaði að fisk-
vinnslan gæti komist í fullan gang
sem allra fyrst. Hún sagðist vera
ánægð með að fleiri stúlkur væru
að koma frá'Póllandi því mikill skort-
ur væri á vinnuafli hjá Kambi. Allir
yrðu því að leggja hart að sér.
Ewa Malinowska hefur dvalist á
íslandi í átta mánuði og allan tímann
hefur hún unnið í fiski hjá Kambi á
Flateyri. Eiginmaður hennar er með
henni og starfar hjá Kambi. Hún
sagði að þau hjónin væru ákveðin i
að vera áfram á Flateyri þrátt fyrir
þetta mikla slys. Hún sagðist vera
dálítið hrædd við snjóinn, en vera í
húsi á öruggu svæði og þyrfti því
ekki að óttast snjóflóð. Þau hjónin
hefðu í sameiningu tekið þá ákvörð-
un að láta þetta hörmulega slys
ekki raska þeirri ákvörðun þeirra,
að vinna í fiski í vetur hjá Kambi á
Flateyri. Nokkrar stúlkur frá Fær-
eyjum störfuðu hjá Kambi fyrir snjó-
flóð, en þær eru flestar farnar. Ein
er þó eftir. Fréttaflutringur af snjó-
flóðinu hefur verið mikill í Færeyjum
og miklu meiri en í Póllandi. Áhyggj-
ur ættingja í Færeyjum voru mjög
miklar og samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins munu sumir ætt-
ingjar beinlínis hafa krafist þess að
stúlkurnar kæmu strax heim.
Mjólkárvirkjun
Flateyri
komin í
samband
Flateyri. Morgunblaðið.
STARFSMENN Orkubús Vest-
fjarða stefndu að því að ljúka
bráðabirgðaviðgerð á Flateyri í
nótt þannig að hægt yrði að
hætta keyrslu díselvéla. Við-
gerð á aðalraflínupni frá Mjólk-
árvirkjun lýkur ekki fyrr en
eftir eina til tvær vikur og þang-
að til verður að keyra díselvélar
á ísafirði og Bolungarvík.
Stefnt er að því að ljúka við-
gerð á Suðureyri í þessari viku.
Tjónið, sem varð á raflínum
í óveðrinu i síðustu viku, er það
mesta í sögu Orkubús Vest-
fjarða. Á annað hundrað staur-
ar brotnuðu og lögðust undan
veðrinu. Báðar línumar frá
Mjólkárvirkjun skemmdust og
þess vegna varð um tíma að
keyra varaaflsstöðvar á öllum
þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum.
í gær og fyrradag var lögð
öll áhersla á að koma Flateyri
í samband við orkuflutning-
skerfi Orkubús Vestfjarða.
Spennistöð á eyrinni eyðilagðist
þegar snjóflóð féll á þorpið og
þess vegna þurfti að setja nýja
stöð upp til bráðabirgða. Raf-
línan fór einnig í sundur við
Hvilft og var lagður jarðstreng-
ur ofan á snjóinn, en áformað
er að grafa hann í jörðu næsta
sumar.
Línan til Suðureyrar
lagfærð
I gær hófst vinna við að
koma rafmagni á línuna til
Suðureyrar og standa vonir til
að það takist fyrir helgi. Búið
er að gera við minní raflínuna
frá Mjólkárvirkjun, en það var
gert með því að tengja jarð-
kapal við línuna í Arnarfirðin-
um. Línan hefur ekki nægilega
mikla flutningsgetu til að anna
öllum Vestfjörðum og þess
vegna þarf að keyra varaafls-
stöðvar á ísafírði og Bolungar-
vík yfir daginn. Mikilli vinnu
er ólokið við stærri línuna og
lýkur henni að öllum líkindum
ekki fyrr en eftir eina til tvær
vikur. Tugir manna vinna að
viðgerð, m.a. bændur af Vest-
fjörðum og línuflokkur frá
Landsvirkjun.