Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 ÞÁ BYRJUM við aftur,“ sagði kona sem klöngr- aðist upp þrepin á kjör- stað í Montreal á mánu- dag. „Og við verðum hérna aftur eftir ár eða þar um bil, þið getið verið viss um það“. Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, hvatti í gær til sátta en sé eitthvað að marka ummæli forystumanna að- skilnaðarsinna í Quebec hefur umrædd kona líklega rétt fyrir sér. Þeir sögðu sigurinn innan seil- ingar og efna vafalaust aftur til þjóðaratkvæðis eins fljótt og þeim þykir henta. Richard Martineau, ritstjóri eins af blöðum frönskumælandi manna í Montreal, sagði fyrir kosningam- ar að yrði sjálfstæðinu hafnað naumlega, eins og reyndin varð, gæti það orðið hörmulegt fyrir Quebec. Þá myndu þrotlausar deil- umar halda áfram af auknum ___________________ERLEIMT Langt þrátefii gæti lamað Quebec íbúar Quebec-fylkis í Kanada felldu á mánudag óljóst orðaða tillögu um sjálf- stæði en atkvæðamunurinn var sáralítill. Talið er að úrslitin geti orðið til að auka enn óvissuna um framtíðina Sjálfstæðissinnar náðu völdum í Quebec á ný í fyrra og hétu því að efnt yrði til nýs þjóðaratkvæðis um sjálfstæði eða öílu heldur að- skilnað á forsendum Quebecmanna innan árs. Fyrir nokkram vikum virtist sem úrslitin væru þegar ráðin. Kannan- ir gáfu til kynna að tillagan yrði kolfelld. Er langt var liðið á kosn- ingabaráttuna og aðskilnaðarsinn- ar höfðu sótt mjög í sig veðrið lét Chretien forsætisráðherra, sem er frá Quebec, í ljós stuðning við kröf- una um sérstöðuákvæði fyrir Que- bec og neitunarvald er fjallað væri um ákvæði í stjómarskránni sem gætu ógnað menningu fylkisins. Niðurgreiðslur og óþolinmæði Það kom flatt upp á marga hve litlu munaði að Kanada klofnaði. „Það ætti að duga til að vekja UNGIR stuðningsmenn sjálfstæðis Quebec fylgjast með kosningatölum og sjá að andstæðingarnir eru komnir yfir í fyrsta sinn í talningunni. krafti og lama fylkið. Hann sagð- íst því styðja aðskilnaðartillöguna. Áf 28 milljónum Kanadamanna mæla um 7 milljónir á frönsku, hinir nota langflestir ensku. Indj- ánar og nýir innflytjendur af öðra þjóðemi era nær alltaf hlynntir sambandsríkinu, í fátækrahverfum Montreal era þeir yfirleitt allir á móti sjálfstæði Quebec en fátækir, frönskumælandi grannar þeirra ákafír sjálfstæðissinnar. Djúparrætur Deilumar um sjálfstæði Quebec- fylkis, þar sem rúmlega 80% íbú- anna era frönskumælandi, hafa þjakað Kanadamenn frá sjöunda áratugnum og ágreiningur milli frönskumælandi og enskumælandi Kanadamanna á sér enn dýpri rætur. Það hefur ekki nægt þótt forsætisráðherra Kanada hafí undanfarna þijá áratugi nær ávallt verið frá Quebec. Óánægja kraumaði víða undir niðri allt frá því að Quebec komst undir bresk yfirráð skömmu eftir miðja 18. öld og frönskumælandi menn í héraðinu gerðu árangurs- lausa uppreisn 1837. Kanada varð sjálfstætt sambandsríki innan breska heimsveldisins 1867 og er á leið vildu flestir Quebecbúar að friðsamlegra lausna yrði leitað. Upp úr 1960 varð breyting á. Þá hóf síðan lítill hópur harðlínu- manna að koma fyrir sprengjum og kveikja í eignum manna til að leggja áherslu á kröfur um sjálf- stæði fylkisins. Þorri íbúanna studdi hins vegar harkalegar gagn- aðgerðir stjórnvalda í Ottawa gegn öfgamönnunum. Quebecbúinn Pierre Elliott Tradeau varð forsætisráðherra á sjöunda áratugnum. Hann gerði það að forgangsverkefni sínu að treysta böndin milli Quebec og sambandsríkisins en átti við harð- vítugan andstæðing að etja. Hann var Rene Levesque, forsætisráð- herra Quebec, er lýst var sem „keðjureykjandi, óskipulögðum og uppstökkum" manni með ríkar til- fínningar. Levesque hvatti Que- becbúa til að varpa af sér enska okinu. Trudeau lét árið 1982 sam- þykkja stjómar- skrá án þess'að fá áður sam- þykki Quebec. „Þetta voru hræðileg mis- tök,“ segir Guy La Forest, pró- fessor við Laval- háskólann í Quebec-borg. Hann segir að aukið vald hafi verið fært í hendur sambandsstjóminni í Ottawa og Tradeau hafí grafið undan einingu landsins með þess- ari ákvörðun sinni sem frönsku- mælandi Quebecbúar hafí aldrei getað fyrirgefíð. „Vive le Quebec Libre“ Árið 1967 kom Charles de Gaulle Frakklandsforseti í opin- bera heimsókn til Montreal og hyllti íbúana með því að hrópa óvænt „Vive le Quebec Libre!“ (Lifí fijálst Quebec!). Ef til vill var það aðeins ætlun forsetans að skjalla íbúana með þessu dæmalausa framferði en stjómvöld í Ottawa vora lítt hrifín og forsetinn varð að binda skjótan enda á heimsókn sína. Sjálfstæðissjnnar færðust nú allir í aukana. í október 1970 rændi einn öfgahópur þeirra tveim ráð- herram, öðrum frá Quebec, hinum breskum, hinn fyrmefndi var síðar myrtur. Trudeau sendi herlið á vettvang til að lægja öldurnar í fylkinu. Helsti flokkur sjálf- stæðissinna, Parti Quebecois (PQ), náði völd- um í fylkinu 1976 en er efnt var þar til þjóð- aratkvæðis 1980 var sjálfstæði- stillaga felld með miklum mun, 60% gegn 40%. Rösklega helmingur frönskumælandi manna var talinn hafa greitt atkvæði gegn tillögunni og þorri þeirra ensku- mælandi. Um 1990 óx sjálfstæðissinnum ásmegin á ný eftir að tvær árang- urslausar tilraunir höfðu verið gerðar til að fá samþykkt ákvæði í stjómarskránni um sérstöðu Que- bec og frönskumælandi Kanada- manna. Um 20% þeirra, nær ein og hálf milljón manna, býr í hinum fýlkjunum níu. okkur af værum blundi að sjá hve litlu munaði,“ sagði Preston Mann- ing, leiðtogi Umbótaflokksins, sem er hægrisinnaður. Enskumælandi íbúar Kanada era þó margir tvíbentir í afstöðu sinni. Þeim finnst að Quebec njóti þegar svo mikilla sérréttinda og fríðinda að nóg sé komið, benda á að Quebec njóti niðurgreiðslna er nemi um 3.500 milljónum dollara árlega til að halda uppi miðstýrðu efnahagslífi fylkisins sem einkenn: ast af öflugum ríkisafskiptum. í vesturfylkjunum, þar sem menn era tortryggnir í garð sambands- stjómarinnar í Ottawa, vildu marg- ir helst útkljá sjálfstæðismálið strax og láta Quebec einfaldlega róa. Það bætir ekki stöðu mála að Qubecbúar virðast ekki geta gert upp við sig hvort þeir vilji raun- veruiegt sjálfstæði, flestir vilja eitt- hvert óskilgreint millistig. Tals- menn aðskilnaðar höfðu þetta í huga er þeir orðuðu spurninguna um sjálfstæði með einstaklega loðnum hætti. í könnunum kemur fram að Quebecbúar vilja flestir vernda menningarlega sérstöðu sína, franska eyju í enska hafínu, njóta alls þess sem sambandsríkið veitir en losna við afskipti þess þar sem þeim hentar. Forsætisráðherra Nýfundnalands, Clyde Wells, túlk- ar óþolinmæði margra enskumæl- andi Kanadamanna er hann bendir á þessa ósamkvæmni. „[Quebec] getur ekki samtímis verið fylki og erlent ríki,“ segir hann. Kanada / Quebec Bandaríkin ' £ CTIITT STUT • • Oruggur sigur Tudjmans FLOKKUR Franjo Tudjmans Króatíuforseta vann öruggan sigur í þingkosningunum um síðustu helgi. Þegar búið var að telja 99% atkvæða í gær var ljóst að þjóðernisflokkur hans hafði hlotið 44,8% atkvæða og þar með meirihluta þingsæta. Tudjman tókst þó ekki að ná tveimur þriðju þingsæta líkt og hann hafði gert sér vonir um. Næstmest fylgi hlaut stjórnar- andstöðufylking undir forystu Bændaflokksins, um 18,4% at- kvæða. Dauðadómur vekur furðu SONUR Ken Saro-Wiwa, sem dæmdur var til dauða af her- dómstól í Nígeríu á mánudag, sagðist í gær vera furðulostinn vegna þessa dóms. Saro-Wiwa, sem er leiðtogi samtaka Ogoni- manna, var ásamt þremur öðr- um dæmdur fyrir að hafa myrt fjóra hófsama leiðtoga í Ogoni- landi. Sonur hans, Ken Wiwa, sagði þetta ótrúlega niðurstöðu þar sem að faðir hans hefði ekki einu sinni verið í þessum landshluta er morðin vora framin. ' Deneche vís- að úr landi SÆNSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að vísa Alsírbúanum Abdelkrim Deneche úr landi. Deneche hefur verið í gæslu- varðhaldi frá því að Frakkar sökuðu hann um að hafa átt aðild að sprengjutilræði í París í sumar. Svíar segja að hann hafí haft fullnægjandi fjarvist- arsönnun á umræddum tíma. Deneche verður þó ekki vísað úr landi þegar í stað þar sem Svíar vita ekki hvert.eigi að senda hann. Walesa eykur fylgið MUNURINN á fylgi Lech Wal- esa Póllandsforseta og Aleks- ander Kwasniewski vegna for- setakosninganna á sunnudag verður stöðugt minni, sam- kvæmt nýjum skoðanakönnun- ■ um. Kwasniewski hefur lengi vel haft örugga forystu í könn- unum, 26% atkvæða en í gær birtist könnun þar sem Walesa hafði aukið fylgi sitt úr 15% fyrir tyeimur vikum í 24%. Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta á sunnudag verður haldinn önnur umferð milli þeirra tveggja efstu þann 19. nóvember. Skammarlegt verkfall RICCARDO Muti, aðalstjórn- andi Scala-óperunnar í Mílanó, hefur hvatt Lamberto Dini for- sætisráðherra til að koma í veg fyrir að tónlistarmenn og sviðs- menn fari í verkfall, 7. desem- ber nk. Hann sagði forstöðu- menn óperuhúsa ekki geta bjargað óperuhúsum Ítalíu. Þau væru öll ríkisrekin og háð fram- lögum hins opinbera er stöðugt drægjust saman. „Við erum nú í einhveiju versta skeiði áhuga- leysis á tónlist og listum á ítal- íu. La Scala er tákn um allan heim og verkföllin eru Ítalíu til skammar," sagði Muti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.