Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 45 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Helstefna Frakka í Tahiti-Pólinesíu Frá Einari Má Guðvarðarsyni: FORHERÐING Chiracs og frönsku stjórnarinnar í kjarnorku- málum kallar á fordæmingu alls heimsins. Margar ríkisstjórnir hafa sýnt andúð sína í verki og fjölmargar í orði. Nóbelsverð- launanefndin veitti nýlega Joseph Rotblat, einum ötulasta baráttu- manni gegn kjarnorkuvánni, og Pugwash-ráðstefnunni friðarverð- launin í ár og sagði Francis Sej- ersted, formaður verðlaunanefnd- arinnar, að í valinu fælust skýr skilaboð til Frakka um að hætta kjarnorkutilraunum í Pólínesíu. Rotblat tók undir þau orð og sagði meðal annars að kjarnorkutilraun- ir Frakka væru pólitískt sjónarspil án nokkurs eiginlegs hernaðarlegs gildis. íslenska ríkisstjórnin hefur tekið skammarlega afstöðu í þessu afdrifaríka máli með því aðeins að „harma“ þessar kjarnorku- sprengingar. Davíð Oddsson for- sætisráðherra leyfir sér að segja opinberlega að við höfum varla efni á að mótmæla þeim þar sem fylgni við mótmæli og aðgerðir Grænfriðunga í Pólínesíu, helstu andstæðinga þjóðarinnar í hval- veiðimálum, sé okkur ekki til fram- dráttar í þeim málum. Afstaða forsætisráðherra og orð hans dæma sig sjálf og lýsa vel þeim heimóttarskap sem því miður virð- ist allt of oft vera eitt af han^ helstu aðalsmerkjum. Lífríki Kyrrahafsins og líf og heilsa Pólínesa og annarra Kyrra- hafsþjóða er samkvæmt orðum forsætisráðherra minna virði en hvort íslendingar séu í „slæmum félagsskap Grænfriðunga" í þessu máli sem gæti hugsanlega haft áhrif á ráðagerðir ríkisstjórnarinn- ar um að hefja aftur hvalveiðar!! Hvað um samstöðu þjóða gegn kjarnorkuvánni? Hvað um for- dæmi Frakka og gælur annarra þjóða t.d. Rússa við að hefja til- raunasprengingar í kjölfarið eða þá réttlætinguna fyrir því að koma sér upp kjarnorkuvopnum sem Pakistan'ar og aðrar Asíuþjóðir sjá í kjarnorkutilraunum Frakka? Einnig er það ljóst að Kínverjar hafa komist upp með sínar til- raunasprengingar nær óáreittir vegna sprenginga Frakka. Sá skortur á hugrekki, víðsýni, mann- úð og samstöðu með kúgaðri smá- þjóð sem er álíka ijölmenn og ís- lendingar sem birtist í afstöðu for- sætisráðherra og „harmi“ ríkis- stjórnarinnar er ámælisverður og skora ég á þá þingmenn sem hafa í sér einhvern dug og manndóm að taka þetta mál upp á Alþingi sem fyrst, ekki síst til að kanna hug þingmanna í þessu mikilvæga máli, sem varðar ekki aðeins Pólí- nesa og Frakka en alla heims- byggðina. ítök og nýlendukúgun Frakka í Tahiti-Pólínesíu er ekki aðeins brot á 13. kaflanum í sátt- mála Sameinuðu þjóðanna um sjálfstæði og sjálfræði þjóða held- ur eru tilraunasprengingar þeirra glæpur gegn Kyrrahafsþjóðum og mannkyninu öllu. Það er skoðun mín að ef Islend- ingar vilja telja sig meðal full- valda, sjálfstæðra og siðmennt- aðra þjóða þá beri okkur að sýna það í orði jafnt sem á borði að tilraunasprengingar Frakka eru glæpur sem ber að stöðva strax' með öllum tiltækum ráðum og aðgerðum. Hvert og eitt getum við sýnt andstöðu okkar með því að kaupa ekki frönsk vín og annan franskan varning en einnig með því að senda mótmælabréf til franska sendiher- arns Hr. Centoni, Túngötu 22, 101 Reykjavík, eða sjálfs höfuðpaurs- ins: Jacques Chirac, President de la Republique, Palais de L’Elysse, 55 Rue du Fauborg, De Saint Honore, 75008 Paris, France, fax: 00 33 1 47 42 24 65 eða 00 33 1 42 92 00 01 eða 00 33 1 42 92 81 88 EINAR MÁR GUÐV ARÐARSON, myndhöggvari, Ljósaklifi, Hafnarfirði. Vamarliðið burt? Opið bréf til lög regluyfirvalda Frá Sigrúnu Ólafsdóttur: IÐULEGA kemur upp á yfirborðið sú skoðun margra í þessu þjóðfé- lagi að varnarliðið ætti að hverfa frá Islandi. Nýverið hefur einnig borið á því að sumir vilja stofna íslenskt varnarlið. Ég verð að segja það, að þeir sem þetta segja geta ekki hafa hugsað málið almennilega til enda. Við íslendingar eigum margir varnarliðinu margt stórt að þakka, ef það hefði ekki verið vegna þess væru ansi margir sjómenn hér á landi ekki á lífi í dag. Minnisstæð- astur er atburður nokkur sem skeði fyrir nokkrum árum, þegar skip strandaði fyrir austan og varnarliðinu tókst við hörmulegar aðstæður að bjarga áhöfn skipsins frá bráðum dauða. Annað eins hetjuverk á varla sinn líka. Þessir menn ásamt fjölskyldum sínum eiga varnarliðinu líf sitt að þakka eins og ansi margir sjómenn á íslandi. Við íslendingar eigum varnarliðinu margt að þakka og væri nú alveg kominn tími til þess að það fengi smá viðurkenningu fyrir það sem það hefur gert okk- ur til góða. Nú vill svo til að í dag eru ansi mörg skip að veiðum í úthafinu og er þar um gífurlegar fjarlægðir að ræða. Ef eitthvað kæmi fyrir eitthvert skip í úthafinu í vonskuveðri yrði vamarliðið eina von áhafnarinnar. Sjálf er ég gift sjómanni sem er á úthafsveiðiskipi og get ég sagt það að það eina sem veitir mér öryggiskennd í vonskuveðrum er varnarliðið. Ekki vildi ég missa þá, sama hvað væri í boði. Jafnframt skal benda á alla þá sem hafa atvinnu hjá varnarlið- inu, hvað ætti að gera við það fólk? íslendingar ættu að reyna að fara að meta varnarliðið og það mikla öryggi sem það veitir okkur. Nú hafa hugmyndir verið uppi um að íslendingar ættu að stofna sitt eigið landvarnarlið. Þvílíkur brandari! í fyrsta lagi ættu íslend- ingar að átta sig á því að það yrði ekki auðvelt að manna slíkan her. Eins þætti mér gaman að vita hvernig ríkið hafði hugsað sér að fjármagna slíkt ævintýri. Með því að hækka skatta, kannski? Koma á varnarliðsgjaldi, svona svipað og þegar þjóðarbók- hlaðan átti í hlut. Kannski ættum við bara að taka fleiri erlend lán og setja börnin okkar endanlega á hausinn svo að þau myndu al- veg örugglega flytjast á brott til útlanda að námi loknu. Ef til styijaldar kæmi, hversu megnug- ur væri 1.000 manna her. Eg er nú ansi hrædd um það að ef eit- hvert ríki ætlaði sér að hertaka ísland mundi þetta þjóðvarnarlið ekki stöðva þá, heldur mundi það gefa þeim eitthvað til þess að skemmta sér við. Eitt af því sem gerir mig stolta af því að vera íslensk er það að út um allan heim eru íslendingar taldir vera friðsöm þjóð og ég öfunda ekki þær mæður sem horfa á syni sína fara í herinn erlendis. Ekki vil ég að synir mínir verði skikkaðir í einhvern her. En þú? SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Hamraborg 18, Kópavogi. Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur og Pálmari Smára Gunnarssyni: VIÐ undirrituð viljum, að gefnu tilefni, spyijast fyrir um hlutverk lögreglu, hvað varðar upplýsingar til fjölmiðla af dauðaslysum. Eftir bréfaskrift til beggja ljósvakamiðl- anna, þar sem Ríkissjónvarpið, veitti greinargóðar upplýsingar um sínar vinnureglur, sem bera þess merki að allrar virðingar eigi að vera gætt, þá vaknar spurning um hvort lögregluyfirvöld, gefi leyfi fyrir fréttaflutningi, án þess að nánustu aðstandendur hafi fengið vitneskju um atburðinn fyrst. Það er eitt orð til um slíka fjölmiðlun „Hræðilegt“. Við teljum að öllum þeim er hafa einhvern snefil af kristilegri siðgæðisvitund, sé ljóst að slíkt er ekki það sem koma skal, þrátt fyrir aukið upplýsinga- streymi og auðveldari boðskipti. Þar sem ráðherra dómsmála er einnig kirkjumálaráðherra, viljum við skora á hann, að láta þessi mál til sín taka, ef þörf er á. Einnig væri ágætt að heyra í kirkjunnar mönnum í þessu efni. Það skal tek- ið fram að okkur eru ekki Ijósar vinnureglur Stöðvar 2 þar sem eng- in viðbrögð hafa komið fram við bréfi til þeirra, enn sem komið er. Virðingarfyllst, GUÐRUN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, Látraströnd 5, Seltjarnamesi, PÁLMAR SMÁRIGUNNARSSON, Dyrhömrum 20, Reykjavík. - kjarni málsins! RYMINGARSALA - RYMINGARSALA dagana 1 .-4. nóvember (við fly+jum) Lúffur - hanskar - sokkar - húfur - bdrnasamfestingar o.fl. o.fl. ó mjög gó&u verói. Dæmi um verð: Úlpur barna Ulpur fullorSins íþróttagallar barna l|Dróttagallar fullorSins Iþróttaskór meö miklum afslætti frá kr. 1.990 frá kr. 3.990 frá kr. 2.490 frá kr. 2.990 Vb \as>9° OP'° „ lA '°-'6 » hummél SPORTBÚÐIN Ármúla 40 ■ Símar 581 3555 og 581 3655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.