Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Bókín um Leif
Breiðfjörð
MYNPLIST
Leifur Breidíjörð
STEINT GLER
eftir Aðalstein Ingólfson. Mál og
menning 1995 — 68 síður.
EINN af markandi listviðburð-
um þessa árs verður að telja yfir-
litssýningu Leifs BreiðQörðs í
listasafni Kópavogs, sejn hann
sjálfur setti saman í tilefni fimm-
tugsafmælis síns og nefndi „Yfir-
sýn“.
í tilefni sýningarinnar kom út
vegleg bók um listamanninn, sem
Aðalsteinn Ingólfsson tók saman,
listamaðurinn sjálfur hannaði, en
heimildavinnu sá freyja hans,
Sigríður Jóhannsdóttir, um. Þá
var bókin unnin í Prentsmiðjunni
Odda, og þýðingu texta önnuðust
auk höfundar þær Renate Einars-
son og Colletta Búrling.
Þetta er glæsileg bók yst sem
innst, þótt hún sé nokkuð stór
um sig í Ijósi þess að hún er ekki
þykkri eða einungis 68 blaðsíður,
en slíkar bækur eiga það til að
vinda upp á sig með tímanum, í
öllu falli sveigjast upp að framan
liggi þær lengi á borði. Það skal
því strax tekið fram að tekist
hefur að forðast þá hættu að ég
fæ best séð eftir að hafa haft tvö
eintök í nágrenninu frá útkomu-
degi og fylgst með fleirum.
Listamaðurinn hefur nálgast
hönnun bókarinnar á mjög ein-
faldan og hrifmikinn hátt, og fyr-
ir utan hvíta litinn er mettur
dökkgrænn tónnn aðalgrunnlitur-
inn ásamt svörtu þegar betur á
við. Þetta hlutleysir myndimar á
líkan hátt og fljótandi rammar
gera á þann veg, að þær skila
sér hreinar og ómengaðar til
skoðandans. Græni liturinn gerir
það líka að verkum að ef hvítur
grunnur er á næstu síðu fær hann
aukið líf og tærleika og er hér
vísast málarinn í Leifl að verki
ásamt innsýni hans á áhrifamátt
lita. Jafnframt njóta aðrir litir sín
mjög vel, því ekkert óviðkomandi
nær að þrengja sér fram og erta
sjónhimnurnar og kemur þetta
einkar sláandi fram á blaðsíðu
22-23. Eina opnan þar sem ég
er ekki alveg með á nótunum í
þessu tilliti er blái liturinn kring-
um Bústaðakirkju á blaðsíðu 16,
en hann grípur óþarflega mikið
inn í næstu síðu og geta menn
sannfærst um það með því að
leggja lófann yfir myndina, því
þá verður stóri kirkjuglugginn
ólíkt hrifmeiri.
Litgreiningin hefur tekist vel
að ég fæ best séð og prentunin
er afar skýr, auk þess sem truflun
frá myndatextum er með minnsta
móti og þeim vel fyrir komið á
síðunum. Þá er öll vinnsla bókar-
innar mjög vönduð og þar með
talið bandið, og er það rós í
hnappagat prentverksins og ís-
lenzks iðnaðar.
Texti Aðalsteins Ingólfssonar
er skilvirk heimild á ferli lista-
mannsins, sögu og eðli steinda
glersins og er mjög í samræmi
við hönnun bókarinnar, að auki
hóflega langur. Þó er það jafnan
truflandi þegar texti sker myndir
í listaverkabókum án þess að vera
bein og einangruð umfjöllun um
mynd þá er við blasir á næstu
síðu, en hér er það þó í lág-
marki. ítarleg ferlisskrá og aðrar
aðskiljanlegar upplýsingar eru
aftast í bókinni auk nokkurra
rissa og þó þau eigi naumast
heima innan um upptalninguna,
er að þeim prýði, því Leifur er
snjall teiknari.
Að öllu samanlögðu er hér á
ferð glæsileg listaverkabók og
merk heimild um listamanninn
Leif Breiðfjörð.
Bragi Ásgeirsson
í beinu sambandi
TÓNLIST
Þ j ó d m i n j a s a f n i ð
MUSICA ANTIQUA
Sönglög og smáverk fyrir lútu eða
sembal eftir Henry Purcell o.fl.
Sverrir Guðjónsson kontratenór,
Guðrún Óskarsdóttir, semball &
Snorri Om Snorrason, lútur. Þjóð-
minjasafninu mánudaginn
30. október.
ÞRIÐJU og síðustu tónleikarnir
á Norðurljósi, Tónlistardögum
Musica Antiqua í samvinnu við
Ríkisútvarpið, sem haldnir voru á
mánudagskvöldið var, áttu sér
óvenjulegan stað: Þjóðminjasafnið.
Ekki er mér kunnugt hvort
mönnum hafi áður dottið í hug að
efna til tónleikahalds þarna innan
um forna muni og minjar, að ekki
sé talað um nýfundnu jarðnesku
leifar landnámsmannsins austan
úr Skriðdal. En þó að fordyrissalur
Þjóðminjasafnssins hafi verið hann-
aður með allt annað fyrir augum
en spilamennsku, þá gegnir í raun-
inni furðu, að aukakostir hans skuli
hafa uppgötvazt jafn seint og að
líkum lætur, því hljómburðurinn
reyndist hreint framúrskarandi
góður fyrir lítinn og hljóðlátan tón-
listarmannahóp.
Það sem auganu mætti, var og
meðverkandi til að gera þessa tón-
leika eftirminnilega, en það var
kertalýsingin og sú snjalla hug-
mynd aðstandenda að nota stiga-
pallinn sem hljómlistarsvið.
Stemmningin á staðnum var sér-
stæð: draumkennd, upphafin og í
beinu sambandi við fortíðina - í
meira en einum skilningi.
Hinn brezki Orfeifur, Henry
Purcell, sem dó fyrir réttum 300
árum, var í fyrirrúmi þetta kvöld
og átti 5 af alls 13 dagskráratrið-
um. Snorri Örn Snorrason hóf tón-
leikana með „ground“ (þrábassatil-
brigði) eftir hann, „Here the deities
approof", og voru það orð að sönnu,
því vart mun finnast betri staður
í borgarlandinu fyrir fágaðan lútu-
leik. Með Sverri Guðjónssyni lék
Snorri þarnæst sönglag eftir Purc-
ell, „Strike the VioI“, þar sem þó
engin gígjan var drégin að sinni.
Snorri átti annan, enn betri, lútu-
einleik í Fortune my Foe eftir Dow-
land, sem vinsælt var við opinberar
aftökur, en síðan fluttu þeir Sverr-
ir þrjá Shakespeare-leikritasöngva
eftir Morley og Humfrey; ágæta
vel, nema hvað „tripla“-viðlagið í
Humfrey ((Where the Bee sucks)
hefði mátt vera hrynþyngra í lút-
unni.
Guðrún Óskarsdóttir lék fjög-
urra þátta sembalsvítu Purcells nr.
4 í a-moll af mýkt en tilfinningu.
Hugljúft verk, sem bauð þó ekki
upp á mikinn hasar.
Sverri tókst ekki eins vel upp í
If Musick be the Food of Love
(Purcell), þar sem nokkur háttliggj-
andi legati urðu nefkveðin og ófög-
ur. En eftir góð tilþrif Snorra á
erkilútuna Theorbo í Entré de Luth
úr „Robert Ballard", tilbrigði ofan
á dansbassa (líklega Passamezzo
antico), söng Sverrir sig ihn í hjörtu
nærstaddra með tveim hofferðug-
um frönskum ástarsöngvum frá
tímum Maríu af Medici. Hinn fyrri
minnti á þjóðlag dætra St. Colombe
í Tous le Matins du Monde.
Eftir annan Purcell-„ground“
fyrir sembal, Crown the Altar, sem
Guðrún lék mjög vel, náði Sverrir
hápunkti kvöldsins í snilldarsöng-
lagi Purcells Musick for a While
þar sem galdramaður passacagl-
íunnar breytir hinum venjulega
hnígandi lamento-bassa í rísandi
giubilando.
Líklega bezta framlag Snorra
þetta kvöld kom næst í Gallíörðu
eftir Kapsberger, en tónleikunum
lauk með tveim döprum ítölskum
ástarsöngvum eftir Megli og Cacc-
ini, auk Evening Hymn eftir Purc-
ell, allt í ágætum flutningi. Undir-
tektir áheyrenda voru mjög hlýjar,
og urðu þeir Sverrir og Snorri að
flytja aukalag, eftir Bellman (sem
einnig á dánarafmæli í ár), „svart-
nættistexta með húmor" eins og
Sverrir orðaði það, við franskt lag
sem greinilega var náskylt hátíð-
arpólónesu Kuhlaus í Álfhóli. Var
það viðeigandi niðurlag á kyrrlátu
tímaferðalagi í musteri fornminja.
Ríkarður Ö. Pálsson
Guðakvæðin
SÆNSKI myndlistarmaðurinn
og arkitektinn Thorolf Darje
er staddur hér á landi um
þessar mundir til að kynna
sýninguna „Guðakvæðin".
Þetta er sýning sem hann hef-
ur búið til og fjallar um nor-
ræna goðafræði. Sýningin er
stór í sniðum og krefst helst
um 300 fermetra sýningar-
rýmis, að sögn listamannsins.
Hann hefur þegar sett hana
upp í skólum í Svíþjóð og í bæ
skammt fyrir utan Kaup-
mannahöfn. Island er fyrsti
viðkomustaðurinn í kynning-
arferð hans um Norðurlöndin,
en hann hefur í hyggju að
semja um uppsetningu sýn-
ingarinnar í samvinnu við
skólayfirvöld og að finna
henni fastan samastað. Blaða-
maður Morgunblaðsins tók
hann tali.
Thorolf er áhugamaður um
norræna goðafræði. Hann
segist hafa talað við fólk sem
aðhyllist ásatrú sem segir
hann hafa náð, í myndum sín-
um, að fanga þá sýn sem það
hefur á goðheimana.
Sambland leik- og
myndverkasýningar
Sýningin er samsett af
mörgum stórum myndum og
einstaka hlutum sem hjálpa til
við að skapa rétt andrúmsloft
Morgunblaðið/Rax
THOROLF Darje
í salnum. Hún er sett upp í
myrkvuðum sal og litirnir sem
Thorolf notar eru eingöngu
rauður, gulur og svartur nema
þegar hann málar augu guð-
anna, en þau eru blá og fylgja
áhorfendum eftir. „Það eru
margar sögur sem hægt er að
HEIMSMYND fyrri tíma í túlkun listamannsins.
segja um myndirnar. Ég sýndi
verkið í tjaldi á stórri hátíð í
Svíþjóð í fyrra og þá sögðu
sex stúlkiir sögur tengdar
myndunum og notuðu til þess
stórt og mikið handrit sem ég
gerði og fylgir sýningunni.“
Thorolf sagði að sér þætti það
ómissandi þáttur í sýningunni
að segja sögurnar sem tengj-
ast myndunum og sagði að hún
yrði því einskonar blanda af
leikhúsi og myndverkasýn-
ingu.
Hann sagðist leggja áherslu
á að að sýna guðina eins og
þeir birtust forfeðrum okkar
en þeir ímynduðu sér guðina
mjög stóra og mikilúðlega og
þannig birtast þeir í myndum
hans.
Thorolf hefur þegar fundað
með ýmsum aðilum hér á landi
og hefur fengið jákvæð við-
brögð við hugmyndum sínum.
Hann segist þurfa að fjár-
magna og kynna verkefnið
sjálfur en að öðru leyti mun
Norræna ráðið sjá um að að-
stoða hann við skipulagningu
verkefnisins.
Einnig er bók væntanleg frá
honum þar sem myndirnar og
sögurnar verða saman komn-
ar. Auk þess er hann að und-
irbúa verk þar sem saga
kvennanna í goðafræðinni er
sögð.
Háskólatón-
leikar helgað-
ir Karli O.
Runólfssyni
í ÁR eru liðin 95 ár frá fæðingu
Karls O. Runólfssonar. Af því til-
efni verður efnisskrá Háskólatón-
leika í dag, miðvikudag, helguð
honum og verkum hans. Þórunn
Guðmundsdóttir, sópransöngkona,
mun flytja stuttan fyrirlestur og
hún og Kristinn Örn Kristinsson,
píanóleikari, munu flytja sönglög
eftir Karl.
Þórunn Guðmundsdóttir út-
skrifaðist frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 1985. Eftir það hélt
hún til framhaldsnáms í söng í
Bandaríkjunum. Þaðan lauk hún
Bachelors- og Mastersprófi.
Eftir að Þórunn kom heim frá
námi hefur hún stundað margvísleg
tónlistarstörf. Hún hefur sérstak-
lega lagt sig eftir flutningi og rann-
sóknum á íslenskum sönglögum.
Kristinn Örn Kristinsson píanó-
leikari tók lokapróf frá Tónlistar-
skólanum á Akureyri. Eftir það
hélt hann til Bandaríkjanna þar sem
han lauk B.M.-prófí frá Southem
Illinois University Edwardsville.
Frá því að Kristinn kom heim frá
námi hefur hann verið eftirsóttur
meðleikari bæði með hljóðfæraleik-
urum og söngvurum. Þau Þórunn
og Kristinn hafa unnið saman um
nokkurn tíma og er væntanlegur
hljómdiskur með flutningi þeirra á
verkum eftir Jón Leifs og Karl O.
Runólfsson.