Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 23
Tekist á um
velfer ðar málin
í Frakklandi
París. Reuter.
RIMMA frönsku stjórnarinnar og
verkalýðssamtakanna um velferðar-
kerfið harðnaði í gær. Alain Juppe
forsætisráðherra fór fram á trausts-
yfirlýsingu við sig og stefnu stjórn-
arinnar af hálfu þingsins en verka-
lýðssamtökin boðuðu til mótmæla 14.
nóvember.
Juppe hefur heitið því að skera
upp velferðarkerfið háheilaga fyrir
árslok en það er að sliga ríkissjóð.
Er það liður í aðhaldsstefnu hans í
efnahagsmálum sem stjórn hægri-
manna telur óhjákvæmilega ef
Frakkar eiga geta orðið aðilar að
Evrópska myntbandalaginu (EMU).
Til að mæta markmiðum EMU er
gert ráð fyrir að aðgerðir sem Juppe
hyggst grípa til muni minnka hallann
á velferðarkerfinu um helming á
næsta ári og hann verði engin 1997.
A þessu ári nemur þessi halli 64,5
milljörðum franka, jafnvirði 838
milljarða króna.
Búist er m.a. við að í þessu sam-
bandi verði tekjuskattar hækkaðir,
hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði
aukin og daggjöld á sjúkrahúsum
hækkuð um 27%.
Heilbrigðisstéttirnar hafa mótmælt
þessum meintu áformum harðlega og
launþegasamtökin hafa heitið því að
standa vörð um velferðarkerfíð. Hafa
þau mótmælt hugsanlegri lækkun
bamabóta og lækkun ellilífeyris. Enn-
fremur hafa þau hvatt til þess að
lagður verði skattur á hagnað fyrir-
tækja í stað þess að seilast dýpra
ofap í vasa skattborgaranna.
Ákveðið hefur verið að efna til
tveggja daga umræðna í franska
þinginu 13. og 14. nóvember um
breytingarnar á velferðarkerfinu. í
lok þeirra verða greidd atkvæði um
traust við stjórn Juppe. Er atkvæða-
greiðslan nánast formsatriði þar sem
stjórnin hefur dijúgan þingmeiri-
hluta í neðri deildinni. í aðra röndina
er atkvæðagreiðslunni ætlað að bæla
hugsanlegt. andóf í herbúðum stjórn-
arinnar.
Fimm launþegasamtök með
kennarasambandið og samtök ríkis-
starfsmanna í broddi fylkingar boð-
uðu í gær til aðgerða 14. nóvember.
Gengu þau ekki svo langb að boða
til allsheijarverkfalls en sögðust þó
ekki útiloka það.
Reuter
Fagna mildari dómi
FILIPPEYSKAR konur fagna
mildun refsingar yfir filippeyskri
þjónustustúlku, Söru Balabagan,
við sendiráð Sameinuðu arabísku
furstadæmanna í Manila. Hún
stakk sjötugan vinnuveitanda sinn
í furstadæmunum til bana í fyrra
eftir að hann hafði ítrekað nauðg-
að henni og hefur setið í fangelsi
síðan.
I fyrstu var Balabagan dæmd í
nokkurra ára fangelsi. Síðar var
því breytt í dauðarefsingu en fyr-
ir viku var dómurinn felldur úr
gildi. Var hún nú um helgina úr-
skurðuð í eins árs fangelsi og enn-
fremur að hún skyldi sæta 100
vandarhöggum og greiða fjöl-
skyldu fórnarlambs síns bætur að
jafnvirði 2,7 milljóna króna. Tals-
maður filippeyskra yfirvalda
sagði að þeim hluta dómsins sem
kveður á um vandarhögg yrði
áfrýjað.
Jabloko útilokaður frá kosningaþátttöku
Jeltsín krefst skýr-
inga hjá kjörstjóm
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti gaf
í gær út fyrstu tilskipan sína af
sjúkrabeði í gær. Krafðist forsetinn
skýringa á þeirri ákvörðun rússnesku
kjörnefndarinnar að útiloka Jabloko,
öflugasta flokk umbótasinna, frá
þátttöku í kosningunum sem fram
fara í desember. Najna, eiginkona
Jeltsíns, sagði blaðamönnum í gær
að maður sinn væri að braggast.
Jeltsín hefur ekki enn fengið að
ræða við ráðgjafa sína frá því að
hann fluttur í skyndingu á sjúkrahús
sl. fimmtudag eftir að hann. fékk
vægt hjartaáfall. Þá hafa nokkrir
þeirra fullyrt að aðgangur þeirra að
opinberum skjölum hafi verið tak-
markaður. Hefur þetta ýtt mjög und-
ir efasemdir um getu Jeltsíns til að
stjórna landinu. Yfirvöld í Kreml full-
yrða að hann taki allar mikilvægar
ákvarðanir.
Grígoríj Javlinskíj, formaður
flokksins, kvaðst í gær myndu áfrýja
ákvörðun kjörnefndar til hæstaréttar
landsins. Stjórnmálaskýrendur sögðu
að yrði flokkurinn endanlega útilok-
aður frá þátttöku, ’ myndi flokkur
Viktors Tsjernomyrdíns forsætisráð-
herra helst hagnast á því. Þá hefur
getum verið leitt að því að með bann-
inu sé verið að koma í veg fyrir að
Javlinskíj sækist eftir forsetaemb-
ættinu á næsta ári.
Fimm vikur frá vinnu
Itar-Tass fréttastofan hafði í gær
eftir læknum Jeltsíns að hjartaáfallið
sem hann fékk í síðustu viku, myndi
ekki draga úr getu hans til að stjórna
þegar til lengri tíma er litið. Hins
vegar sagði talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins í gær að Jelts-
ín yrði að dvelja á sjúkrahúsi í þrjár
vikur og veija tveimur vikum til við-
bótar í endurhæfingu. Talsmaður
Jeltsíns sagðist í gær ekki hafa heyrt
þetta.
Ruud Lubbers líklegur framkvæmdastjóri NATO
Kunnur að seiglu og
maður málamiðlana
Amsterdam. Reuter.
RUUD Lubbers, fyrrverandi forsætisráðherra Atl-
antshafsbandalagsins, er nú talinn nánast öruggur
um að hreppa embætti framkvæmdastjóra Atlants-
hafsbandalagsins. Lubbers er 56 ára og hafði verið
við völd í tólf ár, eða lengur en nokkur annar forsæt-
isráðherra Hollands, þegar hann lét
af embættinu í maí í fyrra. Á þessum
tíma gat hann sér orð fyrir að vera
þróttmikill stjórnmálamaður, gæddur
einstökum hæfileikum til að sætta and-
stæðar fylkingar og knýja fram mála-
miðlanir.
Lubbers er Kristilegur demókrati og
á valdatíma hans reyndi oft á hæfileika
hans sem sáttasemjara. Á þessum tólf
árum var hann ýmist í samsteypustjórn
með vinstri- eða hægriflokkum.
Lubbers kunni þá list að nota hárfín
blæbrigði málsins til að knýja fram
málamiðlunarlausnir á erfiðum ágrein-
ingsmálum. Þessi hæfileiki kom sér vel
þegar hann veitti ráðherraráði Evrópu-
sambandsins forystu og fékk það hlutverk að koma
Maastricht-sáttmálanum í höfn, sem útheimti mikið
þref um orðalag.
Þessi hæfileiki Lubbers varð til þess að fjölmiðlar
í Hollandi bættu við nýju orði, sögninni „lubber",
sem merkir að tala af snilld og mikilli sannfær-
ingu, en án þess að segja nokkuð sem féstist í minni.
Hafnað
Þrautseigja Lubbers sem sáttasemjara varð til
þess að hann var þegar árið 1988 talinn líklegur
sem eftirmaður Jacques Delors í forsæti fram-
kvæmdastjórnar ESB. Sex árum síðar tapaði hann
hins vegar í baráttunni um embættið fyrir Jacques
Santer. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, gat ekki
sætt sig við Lubbers í embættið þar sem hann
hafði látið í ljós efasemdir um sameiningu Þýska-
lands. Frökkum var einnig í nöp við
hann vegna málamiðlunarbreytinga á
Maastricht-sáttmálanum sem hann
beitti sér fyrir.
Þótt Lubbers væri einn af helstu
stjórnmálamönnum Evrópu á þessum
tíma virtist hann eiga erfitt með að
tryggja sér hollustu ráðamanna í álf-
unni. „Enginn hefur í raun tengst þess-
um manni sterkum vináttuböndum,”
sagði stjómarerindreki í Brussel þegar
baráttan um forsetastól framkvæmda-
stjórnarinnar stóð sem hæst.
Sakaður um hugsjónaskort
Lubbers varð yngsti forsætisráð-
herrann í sögu Hollands þegar hann
myndaði fyrstu stjórn sína árið 1982, þá 43 ára.
Sveigjanleiki hans og vilji til að semja um málamiðl-
anir varð til þess að hann var stundum sakaður
um stefnuleysi og hugsjónaskort.
Mesta afrekið sem Lubbers vann á þessu sviði
var þegar honum tókst að fá þingið til að sam-
þykkja samning sem heimilaði Bandaríkjamönnum
að flytja kjamorkustýriflaugar til Hollands árið 1988.
Frá því Lubbers lét af embætti forsætisráðherra
hefur hann flutt fyrirlestra við kaþólskan háskóla,
Brabant, og starfað fyrir ýmis fyrirtæki, einkum
verkfræðifyrirtæki í eigu fjölskyldu hans.
Komio og reynsuuakio.
ÁRMÚLA 13
SÍMI: 568 1200
BEINN SÍMI: 553 1236
INNBYGGT
ÖRYGGI FYRIR BÖRNIN!
Innbyggði barnabílstóllinn í Rcnault 19 veitir barninu öryggi
án þess að vera fyrir þegar barnið er ekki í bílnum. En
Renault 19 RN er fleiri góðum kostum búinn:
Aflstýri, rafdrifnum rúðum, fjarstýrðri samleesingu á hurðutn,
fjarstýrðu útvarpi og segulbandstaki með þjófavörn, tvískiptu
niðurfellanlegu afturseeti með höfuðpúðutn og styrktarhitum i
hurðiim svo fátt eitt sé talið.
Renault 19 RN er þv! örugglega góður kostur fyrir alla
fjölskylduna því verðið er nú aðeins 1.265.000 kr.
kominn á götuna.
Med einu handtaki lyftist barna-
stóllinn upp og barnið getur
notað bilbeltid á öruggan hátt.
RENAULT
fer á kostum