Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 ! 25 Tónlistarfélag Borgarfjarðar Diddú, Anna og Martial í Logalandi TÓNLISTAR- FÉLAG Borgar- fjarðar heldur tónleika í Loga- landi í Reyk- holtsdal föstu- daginn 3. nóv- ember og hefjast þéir kl. 21. Þar koma fram þau Sigrún Hjálm- týsdóttir sópran- söngkona, Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari og Mart- ial Nardeau flautuleikari. Er þetta fyrsta verkefni Tónlistarfélagsins á 30. starfsári þess. Á efnisskrá eru íslensk þjóðlög og sönglög eftir Sigvalda Kalda- lóns, Emil Thoroddsen, Atla Heimi Sveinsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Pál ísólfsson, Jón Þórarinsson og Hjálmar R. Ragn- arsson. Auk þess verður flutt són- Anna Guðný Martial Guðmundsdóttir Nardeau ata fyrir flautu og píanó eftir Francis Poulenc og verk eftir Strauss, Rossini og Adam. Kvenfélag Reykdæla selur kaffiveitingar í hléi. í tengslum við tónleikana koma þær Sigrún og Anna Guðný fram á skólatón- leikum fyrir skóla héraðsins í Logalandi fimmtudaginn 2. nóv- ember og í Borgarneskirkju föstu- daginn 3. nóvember. Sigrún Hjálmtýsdóttir Nýjar bækur Kanabarn o g athafnamenn KOMNAR eru út tvær nýjar bækur eftir Stefán Júlíusson, skáldsagan Kanabarn og sérprentið Fimm athafnamenn í Hafn- arfirði. Skáldsagan Kana- barn er fimmtánda skáldsaga höfundar fyrir fullorðna, en hann hefur einnig rit- að sögur handa börn- um, smásagnasöfn, ævisagnaþætti og frásagnir, alls um þijátíu bækur. Skáldsagan Kana- barn segir frá kynn- um kornungrar stúlku og hermanns af Vellinum, ástum þeirra og brott- hvarfi hans. Eftir nokkurn tíma skrifar hann stúlkunni og þá rísa upp ýmis vandamál. Þetta er nú- tímasaga og koma þar margir við sögu. Bókaútgáfan Björk gefur bókina út. Kápu- mynd er eftir Rúnu. Bókin, sem er 166 síð- ur, er unnin í Prent- smiðju Hafnarfjarðar. Fimm athafnamenn í Hafnarfirði er sérprent úr bókaflokknum Þeir settu svip á öldina sem Iðunn gaf út fyrir nokkrum árum. Þessir þættir Ijalla um August Flygenring, Jóhannes J. Reykdal, Þórarin B. Egilson, Ásgeir G. Stef- ánsson og Loft Bjarna- son. Allir voru þeir at- hafnamenn og er saga þeirra snar þáttur í sögu bæjarins. Bókin er 80 bls. gefin út í 200 tölusettum og árituðum eintökum. Höfundur gefur sérprentið út í til- efni áttræðisafmælis síns. Um prentufi og bókband sá Prentsmiðja Hafnarfjarðar. Stefán Júlíusson Sjálfsnám upp- spretta orðabókar SPÆNSK-íslensk orðabók, önnur útgáfa og Islensk-spænsk orðabók, fyrsta útgáfa, eftir Sigurð Sig- urmundsson eru komn- ar út í einni bók. Fyrri hluti orðabók- ar Sigurðar er endur- skoðuð útgáfa en síðari hlutinn viðbót að hans sögn. Hann byrjaði að læra spænsku á eigin spýtur og bjó sjálfur til orðabók til þess að geta lært málið. „Þetta var algert sjálfsnám og áhugamál,“ segir hann. Sigurður þurfti ekki að vera á Spáni til að skilja málið. Þegar hann lét loks verða af því að sækja Spánveija heim skildi hann þá og gat gert. sig skiljanlegan. Honum þótti aftur á móti talað of hratt í spænska útvarpinu. Sigurður hefur þýtt eina spænska bók, skáldsöguna Nada eft- ir Carmen Laforet. Bókin, sem kom út 1944, var mjög um- töluð og fékk bók- menntaverðlaun Spænsku akadem- íunnar sama ár. En Sigurður telur aðrar bækur skáldkonunnar ekki svip hjá sjón bornar saman við Nödu. í þýðingu hans sem kom út 1990 nefnist sagan Hljóm- kviðan eilífa. 1 formála orðabók- arinnar segir Sigurður að það verði sér „óblandin ánægja ef verkið sem ég vann fyrir mig einan getur orðið öðrum að liði“. Spænsk íslensk orðabók er 364 síður, prentuð í Gutenberg. Útgef- andi er höfundur. Sigurður Sigurmundsson Létt lög á Sóloni BRYNHILDUR Ásgeirsdóttir píanóleikari og Kristín Erna Blöndal söngkona halda tónleika á efri hæð Sólon íslandus í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20.30. Brynhildur lauk burtfarar- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði fram- haldsnám í Hollandi. Kristín Ema stundar söng- og píanó- nám við Tónlistarskólann í Garðabæ. Á tónleikunum verða flutt lög eftir Gershwin, Cole Porter, Jer- ome Kern, o.fl. „Öll eru lögin í hugljúfari kantinum,“ segir í kynningu. Ljóðlækur LJÓÐAKVÖLD verður haldið á Ljóðlæk, Lækjargötu 4, í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 21. Bragi Olafsson les úr ljóða- bókinni „Klink“, Magnús Gezz- on les úr ljóðabóinni „Syngjandi sólkerfi“, ísak Harðarson les úr ljóðabókinni „Hvítur ísbjörn" og Hrund Guðmundsdóttir les úr óbirtum smásögum. Galdrakarl- inn í Oz GALDRAKARLINN í Oz verð- ur sýndur á morgun laugardag kl. 14 og á sunnudag kl. 14. Miðasalan er opin föstudag kl. 16-18 og frá kl. 12 sýningar- daga. Endurklœdum húsgögn. Gott úrval áklceba. Fagmenn vinna verkid. BólstninÁsgríms, Bergstaðastræti 2, sími 551 6807 - kjarni málsim! Umboðsmenn: Akuieyri, Radiónausl Akrones, Htjomsýn, Bygingahustó Blönduós, K( Húnvetninga Borgaines, Kf Borgfiröinga Búóaidolur, Einai Slefónsson Djúpivogur, K.A.S.K. Drongsnes, Kf Steingrimsfjoróor Egdssfa&r, Kf Héroðsbúa EdáfjörÓur, Elh Guðnason Fáskrúósfjörður, Helgi Ingason Ffaleyri, Bjötgvin Mróarson Giindovík, Rafborg Grundaf|örður, Guðni Hallgrímsson Hofnorfj., Raflækjov. Skulo l»órss., Rafmætti Hella, Mosfell HeBisandur, Blóimluivellii Hólmavik, Kf Sleingrimsfjarðar Húsavik, Kf Þíngoyinga, Bókav. Þ. Slefánss. Hvammslangi, Kf Veslur- Húnvelninga Hvokvöllur, Kf Rongæingo Höfn Hornofirði, K.A.S.K. isafjörður, Póllinn Keflavik, Samkoup, Radiókjallorinn Heskaupsslaður, VersluninVik Ólafsf jöröur, Valberg, Radióvinnustofan Palreksíjörður, Rafbúð Jónasar Reyðarfjörður, Kf Héroðsbúo Reyk|avík, Heimskringlon Kiinglunm Sauðarkróki, Kf Skagfirðmgo Selfoss. Rafsel Si^ufjörður, Aðalbúðin Veslmanneyjar, Eyjorodíó Þoitókshöfn, Rós Þórshöfn, Kf langnesinga Vopnafjöiður, Kf Vopnfirðinga VikMýrdal, KfÁrnesinga m yfirburði PHIUPS Nú býðst PHILIPS PT 4521 sjónvarpstæki á sérstöku tilboði. Þetta eru hágæða 28" stereo tæki sem eru búin myndgæðum sem finnast aðeins hjá PHILIPS. Rétt verö: PHILIPS PT 4521 • Black Matrix myndlampi • CTI litastýring • Nicam stereo • íslenskt textavarp • Easy logic fjarstýring með aðgerðastýringu á skjá • 2 scarttengi • Beintenging fyrir hljómt. (Surround) • Spatial hljómbreytir Tilboð: r r 1-i1 TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA 89.900 TIL. S4 MÁNAOA 94.600 Stgr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO mma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.