Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 ! 25
Tónlistarfélag Borgarfjarðar
Diddú, Anna og
Martial í Logalandi
TÓNLISTAR-
FÉLAG Borgar-
fjarðar heldur
tónleika í Loga-
landi í Reyk-
holtsdal föstu-
daginn 3. nóv-
ember og hefjast
þéir kl. 21. Þar
koma fram þau
Sigrún Hjálm-
týsdóttir sópran-
söngkona, Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari og Mart-
ial Nardeau flautuleikari. Er þetta
fyrsta verkefni Tónlistarfélagsins
á 30. starfsári þess.
Á efnisskrá eru íslensk þjóðlög
og sönglög eftir Sigvalda Kalda-
lóns, Emil Thoroddsen, Atla
Heimi Sveinsson, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, Pál ísólfsson, Jón
Þórarinsson og Hjálmar R. Ragn-
arsson. Auk þess verður flutt són-
Anna Guðný Martial
Guðmundsdóttir Nardeau
ata fyrir flautu og píanó eftir
Francis Poulenc og verk eftir
Strauss, Rossini og Adam.
Kvenfélag Reykdæla selur
kaffiveitingar í hléi. í tengslum
við tónleikana koma þær Sigrún
og Anna Guðný fram á skólatón-
leikum fyrir skóla héraðsins í
Logalandi fimmtudaginn 2. nóv-
ember og í Borgarneskirkju föstu-
daginn 3. nóvember.
Sigrún
Hjálmtýsdóttir
Nýjar bækur
Kanabarn o g
athafnamenn
KOMNAR eru út tvær
nýjar bækur eftir
Stefán Júlíusson,
skáldsagan Kanabarn
og sérprentið Fimm
athafnamenn í Hafn-
arfirði.
Skáldsagan Kana-
barn er fimmtánda
skáldsaga höfundar
fyrir fullorðna, en
hann hefur einnig rit-
að sögur handa börn-
um, smásagnasöfn,
ævisagnaþætti og
frásagnir, alls um
þijátíu bækur.
Skáldsagan Kana-
barn segir frá kynn-
um kornungrar stúlku og hermanns
af Vellinum, ástum þeirra og brott-
hvarfi hans. Eftir nokkurn tíma
skrifar hann stúlkunni og þá rísa
upp ýmis vandamál. Þetta er nú-
tímasaga og koma þar margir við
sögu.
Bókaútgáfan Björk
gefur bókina út. Kápu-
mynd er eftir Rúnu.
Bókin, sem er 166 síð-
ur, er unnin í Prent-
smiðju Hafnarfjarðar.
Fimm athafnamenn í
Hafnarfirði er sérprent
úr bókaflokknum Þeir
settu svip á öldina sem
Iðunn gaf út fyrir
nokkrum árum. Þessir
þættir Ijalla um August
Flygenring, Jóhannes J.
Reykdal, Þórarin B.
Egilson, Ásgeir G. Stef-
ánsson og Loft Bjarna-
son. Allir voru þeir at-
hafnamenn og er saga
þeirra snar þáttur í sögu bæjarins.
Bókin er 80 bls. gefin út í 200
tölusettum og árituðum eintökum.
Höfundur gefur sérprentið út í til-
efni áttræðisafmælis síns. Um
prentufi og bókband sá Prentsmiðja
Hafnarfjarðar.
Stefán
Júlíusson
Sjálfsnám upp-
spretta orðabókar
SPÆNSK-íslensk
orðabók, önnur útgáfa
og Islensk-spænsk
orðabók, fyrsta útgáfa,
eftir Sigurð Sig-
urmundsson eru komn-
ar út í einni bók.
Fyrri hluti orðabók-
ar Sigurðar er endur-
skoðuð útgáfa en síðari
hlutinn viðbót að hans
sögn. Hann byrjaði að
læra spænsku á eigin
spýtur og bjó sjálfur
til orðabók til þess að
geta lært málið. „Þetta
var algert sjálfsnám og
áhugamál,“ segir
hann.
Sigurður þurfti ekki að vera á
Spáni til að skilja málið. Þegar
hann lét loks verða af því að sækja
Spánveija heim skildi hann þá og
gat gert. sig skiljanlegan. Honum
þótti aftur á móti talað of hratt í
spænska útvarpinu.
Sigurður hefur þýtt
eina spænska bók,
skáldsöguna Nada eft-
ir Carmen Laforet.
Bókin, sem kom út
1944, var mjög um-
töluð og fékk bók-
menntaverðlaun
Spænsku akadem-
íunnar sama ár. En
Sigurður telur aðrar
bækur skáldkonunnar
ekki svip hjá sjón
bornar saman við
Nödu. í þýðingu hans
sem kom út 1990
nefnist sagan Hljóm-
kviðan eilífa.
1 formála orðabók-
arinnar segir Sigurður að það verði
sér „óblandin ánægja ef verkið sem
ég vann fyrir mig einan getur orðið
öðrum að liði“.
Spænsk íslensk orðabók er 364
síður, prentuð í Gutenberg. Útgef-
andi er höfundur.
Sigurður
Sigurmundsson
Létt lög
á Sóloni
BRYNHILDUR Ásgeirsdóttir
píanóleikari og Kristín Erna
Blöndal söngkona halda tónleika
á efri hæð Sólon íslandus í
kvöld, miðvikudagskvöld kl.
20.30.
Brynhildur lauk burtfarar-
prófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík og stundaði fram-
haldsnám í Hollandi. Kristín
Ema stundar söng- og píanó-
nám við Tónlistarskólann í
Garðabæ.
Á tónleikunum verða flutt lög
eftir Gershwin, Cole Porter, Jer-
ome Kern, o.fl. „Öll eru lögin í
hugljúfari kantinum,“ segir í
kynningu.
Ljóðlækur
LJÓÐAKVÖLD verður haldið á
Ljóðlæk, Lækjargötu 4, í kvöld,
miðvikudagskvöld kl. 21.
Bragi Olafsson les úr ljóða-
bókinni „Klink“, Magnús Gezz-
on les úr ljóðabóinni „Syngjandi
sólkerfi“, ísak Harðarson les úr
ljóðabókinni „Hvítur ísbjörn" og
Hrund Guðmundsdóttir les úr
óbirtum smásögum.
Galdrakarl-
inn í Oz
GALDRAKARLINN í Oz verð-
ur sýndur á morgun laugardag
kl. 14 og á sunnudag kl. 14.
Miðasalan er opin föstudag kl.
16-18 og frá kl. 12 sýningar-
daga.
Endurklœdum húsgögn.
Gott úrval áklceba.
Fagmenn vinna verkid.
BólstninÁsgríms,
Bergstaðastræti 2,
sími 551 6807
- kjarni málsim!
Umboðsmenn:
Akuieyri, Radiónausl
Akrones, Htjomsýn, Bygingahustó
Blönduós, K( Húnvetninga
Borgaines, Kf Borgfiröinga
Búóaidolur, Einai Slefónsson
Djúpivogur, K.A.S.K.
Drongsnes, Kf Steingrimsfjoróor
Egdssfa&r, Kf Héroðsbúa
EdáfjörÓur, Elh Guðnason
Fáskrúósfjörður, Helgi Ingason
Ffaleyri, Bjötgvin Mróarson
Giindovík, Rafborg
Grundaf|örður, Guðni Hallgrímsson
Hofnorfj., Raflækjov. Skulo l»órss., Rafmætti
Hella, Mosfell
HeBisandur, Blóimluivellii
Hólmavik, Kf Sleingrimsfjarðar
Húsavik, Kf Þíngoyinga, Bókav. Þ. Slefánss.
Hvammslangi, Kf Veslur- Húnvelninga
Hvokvöllur, Kf Rongæingo
Höfn Hornofirði, K.A.S.K.
isafjörður, Póllinn
Keflavik, Samkoup, Radiókjallorinn
Heskaupsslaður, VersluninVik
Ólafsf jöröur, Valberg, Radióvinnustofan
Palreksíjörður, Rafbúð Jónasar
Reyðarfjörður, Kf Héroðsbúo
Reyk|avík, Heimskringlon Kiinglunm
Sauðarkróki, Kf Skagfirðmgo
Selfoss. Rafsel
Si^ufjörður, Aðalbúðin
Veslmanneyjar, Eyjorodíó
Þoitókshöfn, Rós
Þórshöfn, Kf langnesinga
Vopnafjöiður, Kf Vopnfirðinga
VikMýrdal, KfÁrnesinga
m yfirburði PHIUPS
Nú býðst PHILIPS PT 4521
sjónvarpstæki á sérstöku tilboði.
Þetta eru hágæða 28" stereo tæki
sem eru búin myndgæðum sem
finnast aðeins hjá PHILIPS.
Rétt verö:
PHILIPS PT 4521
• Black Matrix myndlampi
• CTI litastýring
• Nicam stereo
• íslenskt textavarp
• Easy logic fjarstýring með
aðgerðastýringu á skjá
• 2 scarttengi
• Beintenging fyrir hljómt.
(Surround)
• Spatial hljómbreytir
Tilboð:
r r 1-i1
TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA
89.900
TIL. S4 MÁNAOA
94.600
Stgr.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO
mma