Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reykjavíkurborg: Hefur greitt 21 þúsund fyr- 7"^ ir snyrtivörur borgarstjóra Þú raátt líka alveg fá rakvélina okkar og spæsið á fótleggina, Sólrún mín... Brot úr silfurpeningi í Þórisárkumli BROT af silfurpeningi er meðal gripa, sem fundist hefur í Þórisár- kumli við Þórisá í landi Eyrarteigs á Skriðdal. Peningurinn er talinn vera frá tímum Aðalsteins konungs í Englandi, en hann var konungur á árunum 926 til 940. Halldóra Ásgeirsdóttir, forvörður á Þjóðminjasafninu, hefur unnið við rannsókn á þeim hlutum sem fund- JÁRNSTYKKI, svokallað prófíljárn, losnaði af flutningabíl á Suður- landsvegi á föstudag og féll á fólks- bíl. Lögreglan biður ökumann flutn- ingabílsins að hafa samband. Toyota fólksbíl var ekið Suður- landsveg til Reykjavíkur og skamnít fyrir ofan Litlu kaffístofuna mætti fólksbíllinn Ijósum flutningabíl. Um ust í Þórisárkumlinu en það er kennt við Þórisá, sem rennur skammt frá þeim stað, sem kumlið fannst. Tek- in var röntgenmynd af moldar- köggli, sem fylgdi þeim munum sem fundust í kumlinu og kom þá í ljós brot úr gamalli silfurmynt. „Þetta er svona rúmlega einn fjórði úr heilum peningi," sagði Halldóra. Sagði hún að hugsanlega leyndist leið og bílarnir mættust kastaðist járnstykkið af flutningabílnum, lenti á fólksbílnum og skemmdi hann. Ökumaður flutningabílsins, eða aðrir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík. meira í kögglinum sem kæmi í ljós þegar hann hefur verið unninn. Á röntgenmyndinni hafi sést hluti af peningnum en í kögglinum er einn- ig blýmet, sem notað var í stað lóða og var eitt brotið undir því og sást því ekki á röntgenmynd. Krossar á báðum hliðum Tveir krossar eru á annarri hlið peningsins og stafurinn R sem lík- lega er fyrir REX en á hinni stend- ur ERE og kross. „Brotið er líklega frá tíð Aðalsteins konungs í Eng- landi, sem var konungur á árunum 926 til um 940,“ sagði Halldóra. „Það hefur fundist héma svona peningur áður, en það er sjaldgæft að finna peninga í svona kumli.“ Að öllum líkindum hafa þessir hlut- ir verið í pyngju sem haugbúinn hefur borið ásamt tveimur molum af tinnu. Járn af einum bíl á annan Matvæladagur 1995 Menntunarstigið hæst í kjötiðnaði, brauð- og kökugerð Guðmundur Stefánsson MATVÆLA- og nær- ingarfræðingafélag íslands gekkst fyrir matvæludegi sl. laugardag. í félaginu eru um 120 meðlim- ir. Markmið dagsins var að vekja athygli á manneldis- málum og mikilvægi mat- vælaiðnaðar í landinu og kynna störf þeirra sem starfa við matvælaframleiðslu. I til- efni dagsins var haldin sér- stök ráðstefna undir yfir- skriftinni Menntun fyrír mat- vælaiðnað. Þátttakendur voru 120 en þeirra á meðal voru m.a. fulltrúar matvæla- iðnaðarins og menntastofn- ana, auk skólanema. Áhersla var lögð á að gefa yfirlit yfír þá menntun sem í boði er á öllum stigum frá grunnskóla og upp á háskólastig og leit- ast var við að meta hvernig mennt- unin nýtist matvælaiðnaði og hvað mætti betur fara. Dr. Guðmundur Stefánsson vár í undirbúnings- nefnd matvæladagsins. -Stendur menntun fyrír mat- vælaiðnað til boða á öiium skóla- stigum? „Já, það má segja að það sé lagð- ur ákveðinn grunnur að náminu í grunnskólunum með heimilisfræð- um og þess háttar greinum. Þegar kemur á hærri skólastig er margs- konar námsefni í boði eins og til dæmis í Fjölbrautarskólanum í Breiðaholti, þár sem kennd er mat- arfræði og svo má nefna starfs- námið sem fram fer í Iðnskólanum. Nú stendur til að flytja það í Verk- menntaskólann í Kópavogi og að þar verði undir einu þaki bakara- nám, kjötiðnaðarnám auk Hótel og veitingaskólans. Á ráðstefnunni var fjallað um hversu miklu máli matvælaiðnað- urinn skiptir okkur íslendinga. Útflutningur matvæla, sem er að lang stærstum hluta fískur, stend- ur undir um 80% af verðmæti alls útflutnings þjóðarinnar og skiptir okkur mun meira máli en flestar aðrar þjóðir,“ segir Guðmundur. „Samkvæmt lauslegri könnun sem gerð var á því hvernig fag- menntun er notuð í greinum mat- vælaiðnaðarins kom í ljós að menntunarstigið er hæst í kjötiðn- aði, brauð- og kökugerð og mjólk- uriðnaði eða um 20% af vinnuafl- inu. Hins vegar er hlutfallið mun lægra í fiskiðnaði, þar sem það er um 8-10%. -Hvaða skýring er á því? „Skýringin er hugsanlega sú að það hefur verið fastara form á þessum málum í kjötiðnaði og brauð- og kökugerð, þar sem fólk fer í starfsnám og aflar sér lög- verndaðra réttinda. í mjólkuriðnað- inum hefur einnig verið mjög löng hefð fyrir því að mjólkurfræðingar afli sér starfsmennt- unar, og hafa langflest- ir sótt sér menntun í Danmörku. í fiskiðnaðinum hefur aftur á móti ekki verið eins löng hefð fyrir starfsnámi. Fiskvinnslu- skólinn hefur þó útskrifað töluverð- an fjölda fólks sem hefur nýst fisk- iðnaðinum vel en þar er þó ekki um lögvemduð starfsheiti að ræða. Á ráðstefnunni var einnig kynnt nám í mafvælafræði við Háskóla íslands og talsvert var rætt um endurmenntun sem er farin að gegna veigameira hlutverki og býð- ur upp á námskeið tengd matvæla- iðnaði. Akureyringar komu fram með þær hugmyndir að hefla kennslu í matvælaframleiðslu við Háskólann á Akureyri og að nám í matvælagreinum á framhalds- ►Dr. Guðmundur Stefánsson er fæddur 21. mars 1964. Hann lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla íslands 1988 og doktorsprófi í matvælafræði frá University of Massachusetts 1994. Guðmundur starfar sem sérfræðingur hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins. Hann er kvæntur Þóru Völu Haralds- dóttur, verkfræðingi, og eiga þau eina dóttur, Ragnheiði Völu. skólastigi verði samræmt í hefð- bundnum greinum eins og kjötiðn og bakaraiðninni." -Fer menntun vaxandi á þessu sviði? „Já, það eru töluverðar breyting- ar í gangi. Starfsnámið er að flytj- ast undir einn hatt frá Iðnskólanum í Reykjavík yfir í Kópavoginn og á Akureyri eru uppi hugmyndir um að heQa matvælaframleiðslunámið, sem ég nefndi áðan, næsta haust. Það hafa líka orðið töluverðar breytingar á matvælafræðinni í Háskóla íslands, sem er orðin sjálf- stæðari eining en áður var. Fisk- vinnsluskólinn er einnig nýtekinn til starfa á ný í Hafnarfirði og á að starfrækja hann í meiri tengsl- um við iðnaðinn." -Á ráðstefnunni var einnig rætt um hvað mætti betur fara. Hvað kom fram um þetta efni? „Fulltrúar iðnaðarins héldu þrjú erindi eftir hádegi og fluttu nokk- urskonar reynslusögur. Þórarinn Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri KEA, taldi að ástandið væri nokkuð gott í mjólkuriðnaðinum, þar er menntastigið tiltölulega hátt. Hins vegar hefur verið erfíðara fyrir aðrar stéttir, en mjólkurfræðinga , eins og til dæmis mat- vælafræðinga, að hasla sér völl þar. Óskar Karlsson, frá Sölumið- stöð hraðfrystihúsinna, gerði grein fyrir mennt- un í fiskiðnaði og niðurlag hans var, að það þyrfti að vera góð sam- vinna á milli iðnaðarins og þeirra sem taka ákvarðanir í menntamál- um þegar verið er að byggja upp nám á þessu sviði, og að auká mætti samstarf þar á milli. Má segja að þetta hafi verið niðurlag ráðstefnunnar. Henni lauk svo með erindi sem Þráinn Þorvaldsson, frá fyrirtækinu íslenskt franskt hf., flutti um ný tækifæri sem eru að skapast í matvælaiðnaði, sérstak- lega í útflutningi. Þar er verið að flytja út fullunna vöru sem er oft vandasamt að framleiða og krefst tæknilegrar þekkingar og fagþekk- ingar.“ Góð og aukin samvinna nauðsynleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.