Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 41 LANDIÐ Héraðsdómur 1 máli fyrrverandi forstöðumanns Bifreiðaprófa ríkisins Miskabætur fyrir brott- vikningu úr starfi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrverandi forstöðu- manni Bifreiðaprófa ríkisins 300 þúsund króna miskabætur, með dráttarvöxtum frá nóvember 1993. Manninum var vikið úr starfi, en dómurinn telur að aðeins hafi verið forsenda til að veita honum lausn um stundarsakir, að undangenginni áminningu. Einnig hafí maðurinn átt rétt á að tala máli sínu áður en ákvörðun var tekin, en því hafí ekki verið sinnt og loks hafi verið brotið á manninum þar sem afgreiðsla málsins dróst eftir að rannsókn þess lauk. Hins vegar var því hafn- að að hann ætti rétt til bóta vegna tapaðra launa, en hann krafðist um 18 milljóna króna vegna þess, auk tveggja milljóna í miskabætur. Maðurinn var settur forstöðu- maður ökuprófa og löggiltur til þess að vera prófdómari við öku- próf í ársbyijun 1990 og gilti setn- ingin til ársloka. Þá var hann einn- ig skipaður til að vera forstöðu- maður námskeiða til undirbúnings meiraprófí til jafn langs tíma. Samningurinn tók aldrei gildi Setning í embætti forstöðu- manns ökuprófa var framlengd til 31. mars 1991. Staðan var aug- lýst og maðurinn settur til að gegna henni áfram til ágústloka. 30. apríl 1991 undirrituðu dóms- málaráðherra og maðurinn ráðn- ingarsamning, þar sem hann er ráðinn framkvæmdastjóri ökun- ámsstjómar frá 1. september ótímabundið. Bótakröfu vegna tapaðra launa hafnað Samkvæmt samningnum er gagnkvæmur þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Ráðningar- samningurinn tók hins vegar aldr- ei gildi, vegna þess að hann var ekki staðfestur af fjármálaráðu- neyti og vegna þess að um nýtt starf var að ræða, sem byggði á reglugerð settri sama dag, en sú reglugerð var afturkölluð 3. júní sama ár og kom aldrei til fram- kvæmda. Kosið var til Alþingis 20. apríl og settist Þorsteinn Páls- son þá í stól dómsmálaráðherra í stað Óla Þ. Guðbjartssonar. Héraðsdómara þótti ljóst af öll- um gögnum málsins, að maðurinn hefði verið skipaður tímabundið til starfans, en ekki fengið ævir- áðningu. Manninum var vikið úr starfi með bréfi dómsmálaráð- herra 7. maí 1991, á meðan rann- sókn fór fram á embættisfærslum hans og tilkynnt að ráðningar- samningi væri sagt upp og kæmi hann þvi ekki til framkvæmda 1. september. Meint misferli rannsakað Rannsókn hófst með kæru emb- ættis lögreglustjórans í Reykjavík um meint misferli varðandi próf- töku ökumanna, en embættið taldi sig hafa rökstuddan grun um að veitt væri heimild til að gefin væru út ökuskírteini án þess að skilyrði til þess væru uppfyllt. í ljós kom að í eitt skipti hafði maðurinn prófað mann í bifhjóla- akstri á skellinöðru í stað bifhjóls og öðru sinni leyft manni að gang- ast undir verklegt próf þótt hann hefði fallið á skriflegu. Þann 18. september tilkynnti ríkissaksóknari að ekki væri tilefni til frekari aðgerða í málinu. Hér- aðsdómur kemst enda að þeirri niðurstöðu, að aðeins hafi verið um tvö atvik að ræða og yrði maðurinn að njóta þess vafa að um gáleysi hafí verið að ræða. Tilvikin hafí ekki verið það stór- vægileg að lögmætur grundvöllur hafí verið fyrir brottvikningu úr starfí. Hins vegar hafí atvikin varðað grundvöll starfsskyldna mannsins sem forstöðumanns Bif- reiðaprófa ríkisins og verið ósam- rýmanleg þeirri ábyrgð sem var fólgin í því starfí. Hafí verið forsenda til að veita honum lausn um stundarsakir að undangenginni áminningu, hann hafí átt rétt á að tala máli sínu áður en ákvörðun var tekin og afgreiðsla málsins hafí tekið of langan tíma. Manninum eru því áætlaðar 300 þúsund króna miska- bætur „vegna röskunar, óþæginda og álitshnekkis, en jafnframt skal haft í huga að hann átti þar nokkra sök á sjálfur,“ segir í niðurstöðu Hjördísar Hákonardóttur, héraðs- dómara, sem hafnaði skaðabótakr- öfu, þar sem setning mannsins var útrunnin og ráðningarsamningur tók ekki gildi. Kalt sumar í Meðallandi Hnausum í Meðallandi - Þá er að ljúka sumri sem hefur verið eitt af þeim kaldari. Komu ekki veruleg hlýindi fyrr en í byijun júlí. Mikið kal var í túnum og er heyfengur víða lítill. Ekki bætti úr skák að miklir óþurrkar hafa verið hér síðan um verslunarmannahelgi og náðust hey víða seint og illa. Kemur ekki á óvart að dilkar eru yfírleitt létt- ari en í fyrra. Nú er að ljúka vegaframkvæmd- um frá Skaftárbrú suður að Ás- garði. Er það til mikilla bóta og ekki síst í snjóum og hálku. Olíu- möl er lögð á efri hlutann af ný- byggingunni og endar hún við brúna á Tungulæk. Þyrfti að gera þá brú tvíbreiða því við hana er blind beygja og reynslan er sú að þegar vegir eru malbikaðir eykst hraðinn. V'erndið fæturna andið skóvalið STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ...blabib - kjarni málsins! auglýsingctr I.O.O.F. 9 = 1771118'/z = 9.I □HAMAR 5995110119-I-H&V I.O.O.F. 7 = 1771IOI8V2 = Fl. □ HELGAFELL 5995110119 VI 2 FRL. □ GLITNIR 5995110119 III 1 Kynningarfundur Jórunn Oddsdóttir, lækna- og sambandsmiðill, verður með kynningu, hugleiöslu - heilun o.fl., í Gerðubergi, sal 1, í kvöld, miðvikudaginn 1. nóv., kl. 20.00. Aðgangseyrir 500 kr. Allir velkomnir. áSAMBANO iSLENZKRA t KRiSTNIBOÐSFÉlAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Ræöumaður: Friðrik Hilmars- son. Bylgja Dfs Gunnarsdóttir syngureinsöng. Allirvelkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Lofgjörð, bæn og biblíulestur í kvöld kt. 20.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. Athugið breyttan tima. REGLA MIISTERISRIDDARA RMHekla 1.11. - VS - FL Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Pýramídinn - -Mp’: andleg iTr miðstöð Skyggnilýsingafundur með ðnnur Körlu, læknamiðli, og Ragnheiði Ólafs- dóttur, teiknim- iðli, verður hald- inn í dag, miöviku- daginn 1. nóv., kl. 20.30. Ath. að þetta er einstakt tækifæri, þar sem Anna Karla er búsett f Danmörku. Upplýsingar í sím- um 588-1415 og 588-2526 hjá Pýramídanum, Dugguvogi 2, Reykjavík. Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð sunnud. 5. nóv. Kl. 10.30 Lónakot - Þorbjarnar- staðir. Myndakvöld fimmtudaginn 2. nóvember kl. 20.30 í Fóstbræðraheimilinu. Myndir úr ferð Útivistar yfir endi- langan Vatnajökul, auk mynda af Reykjanesstíg, nýrri gönguleið sem stikuð verður næsta sumar. Gómsætar kaffiveitingar. Ársrit Útivistar er komið út. Það verður sent þeim félags- mönnum, sem greitt hafa ár- gjaldið. Útivist. Morgunblaðið/Atli Vigfússon í FJÓSINU á Hraunkoti í Aðaldal eftir rafmagnslausa daga frá vinstri Kolbeinn Hjartarson með Hafrúnu Kolbeinsdóttur og Kjartan Björnsson. Bændur fegnir rafmagninu Laxamýri - Rafmagn er nú kom- ið á Aðaldalinn eftir rafmagns- leysi undanfarna daga, en hvert sem litið var lágu brotnir staurar eða mikið hallandi um alla sveit eftir óveðrið á dögunum. Kúabændur urðu fyrir margs- konar erfiðleikum og var ýmist handinjólkað, mjólkað með dráttarvélum eða litlum raf- stöðvum. Búnaðarfélag Aðal- dæla býr svo vel að eiga tvær færanlegar rafstöðvar sem bændur geta skipst á með og sýndi það sig nú að virkilega er þörf á að vera búinn undir at- burði sem þessa. Kýr þurftu því víða að laga sig að breyttum mjaltatíma þar sem margir bæir voru um hvora stöð og á Sands- bæjum þar sem vatni er dælt úr jörð með rafmagni gat búfénað- ur einungis drukkið á þeim tíma sem mjólkað var. SÁLARRANNSÓKNARFÉLAG ÍSLANDS - SRFÍ Dulrænir dagar í Gerðubergi 3., 4. og 5. nóvember 1995 DAGSKRÁ: Föstudagur 3. nóvember 1995 KI. 20.00 Söngur - kvennakór Hreyfrls, einsöngvari Svanhildur Sveinbjömsdóttir, stjórnandi og undirleikari Sigurbjörg Hólm Grímsdóttir. Málverkasýning - Helga Siguröardóttir. Kl. 20.30 Setning - Gunnar St. Olafsson, forseti SRFÍ. Kl. 20.45 Hlutskyggni - Skúli Lórenzson, formaður Sálarrannsóknar- félags Akureyrar. Kl. 21.15 Transfundur - Bjami Kristjánsson, transmiðill frá Kefiavík. Laugardagur 4. nóvember 1995 Kl. 09.45 Tónlist, kyrrðarstund. Kl. 10.00 Hugleiöslá,- Kl. 10.15 Leið til andlegs þroska - Ágústa Stefánsdóttir, ritari SRFÍ. Kl. 11.15 Það er eðlilegt að vera andlegur - Dr. Úlfur Ragnarsson. Matarhlé Kl. 13.15 Ágrip af sögu spíritismans á íslandi - Magnús H. Skarp- héðinsson, skólastjóri. Kl. 14,15 Hvert stefnir SRFÍ? - Gunnar St. Ólafsson, forseti SRFÍ. Kl. 14.30 Þú berð ábyrgö á heilsu þinni - Dr. Hallgrímur Magnússon. Kaffihlé Kl. 16.00 Miðilsstarfið - Margrét Hafsteinsdóttir, miðill. Kl. 16.30 Líkamningamiðlar (physical mediumship) - Colin Kingshot (pýtt á íslensku). Kl. 17.15 Skyggnilýsing - María Siguröardóttir, miðill frá Kefiavík. Sunnudagur 5. nóvember 1995 Kl. 13.15 Hugleiðsla - Erla Stefánsdóttir. Kl. 13.30 Heilun og huglækningar, yfirlit - Guðmundur Einarsson, varaforseti SRFÍ. Kl. 14.00 Náttúran og heiiun - Colin Kingshot, miðill og heilari (þýtt á íslensku). Kaffihlé Kl. 15.30 Heilun og huglækningar - sýnikennsla og skýringar - bobið upp á heilun á staðnum. Hafsteinn Guðbjömsson, huglceknir - Gísli Ragnar Bjamason, huglæknir - Grétar Pálsson, huglceknir - Úlfur Ragnarsson, lceknir - Kristín Karlsdóttir, huglceknir - Guðrún Óladóttir, reikimeistari - Bjami Kristjánsson, lœknamiðiU - Ema Alfreðsdóttir, lceknamiðill - Erla Stefánsdóttir, sjáandi - Simon Bacon Michaelsson, osteopath og miðill - Colin Kingshot, lœknamiðill - (fyrirbceri um breytingar). Kl. 17.00 Umræöur - ráðstefnuslit. Sala aðgöngumiða á skrifstofu félagsins á skrifstofutíma og í Gerbubergi frá kl. 19.00 á föstudag, 9.30 á laugardag og 12.30 á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.