Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 52
62 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
★ ★★★
★ ★★
Ó.H.T.
Rás 2T
KVIKMYND EFTIR HILMAR ODDSSON
ÁSAMT Nicole Kidman í myndinni „To Die For“.
Óframfærinn bróðir
Laugavegi
Hugarflugur. Leiðtogi sveitarinnar, Einar
Öm Jónsson, spjallaði við blaðamann
Morgunblaðsins.
Joaquin Phoenix
► JOAQUIN Phoenix er feiminn
og finnst ekki gaman í viðtölum.
Hann syrgir bróður sinn enn,
enda eru ekki nema tvö ár síðan
River Phoenix lést af of stórum
skammti eiturlyfja. Joaquin
nefnir River aldrei á nafn, en
talar þess í stað um „bróður
minn“. Hann varð 21 árs 28. októ-
ber síðastliðinn og í gær voru
nákvæmlega tvö ár liðin frá
dauða bróður hans.
Joaquin var með bróður sínum
á dánarstundinni og hringdi í
neyðarlinuna, 911. Því símtali
var útvarpað um Bandaríkin og
fékk það mjög á hann. Joaquin
hefur fetað í fótspor Rivers.
Hann leikur í myndinni „To Die
For“ ásamt Nicole Kidman og
fleirum. Það er fyrsta mynd hans
í sex ár, en áður hafði hann leik-
ið í þremur myndum undir nafn-
inu Leaf Phoenix.
Morgunblaðið/Kristinn
LEIÐTOGI Sónötu, Einar Örn Jónsson.
EINAR ÖRN semur
öll lög plötunnar og
leikur á píanó.
Hann segir hljómsveitina
alfarið sjá um útgáfuna
sjálfa og dreifingarmál.
Tónlistinni lýsir hann sem
léttum dægurlögum með
klassísku ívafi. Hann segir
að af einhveijum ástæðum
höfði hún frekar til eldra
fólks, þótt hlustendur megi
finna í flestum aldurshóp-
um.
„Tónlistin er frekar
gamaldags," segir Einar
Örn. Aðspurður hveijir séu
helstu áhrifavaldamir
nefnir hann píanósnilling-
ana, Elton John og Billy
Joel. Af hveiju er 19 ára
strákur að semja svona tón-
list? „Ég sem bara þá tón-
list sem mér finnst
skemmtileg. Það vill nú
bara svo til að þetta er
uppáhaldstónlistin mín,“
segir hann.
„Platan var tekin upp í
hljóðverinu Stefi í Kópavogi. Við
byijuðum í lok ágúst og ég átti að
fara út 12. september með DAT-
spólu og filmurnar að bæklingnum.
Þetta átti að fara í vinnslu fljótlega
upp úr því. Þegar kominn var 12.
september átti alveg eftir að hljóð-
blanda plötuna. Ég fékk hijóðblönd-
unina senda út daginn áður en
vinnslan átti að hefjast og tók á
móti henni á Heathrow. Þetta var
mikið stress, en bjargaðist fyrir
horn.“
Liðsmenn hljómsveitarinnar eru
fimm talsins, en henni til aðstoðar
við upptökur voru átta listamenn
að auki. Þar á meðal var strengja-
kvartettinn Silki. Hann segir að
stefnan sé tekin á að hann komi
fram með sveitinni þegar tónleika-
hald hefjist, en það verður væntan-
lega um miðjan mánuðinn.
Spila á landsbyggðinni
Hann segir að sennilega leiki
sveitin aðallega á landsbyggðinni,
enda séu liðsmenn fæstir af höfuð-
borgarsvæðinu. „Ég er frá Blöndu-
ósi og hinir eru frá Borgarnesi og
Akureyri. Við spilum því væntan-
lega á þessum stöðum og að sjálf-
sögðu hérna í Reykjavík,“ segir
Einar. Textar plötunnar eru allir
eftir Einar Örn, utan einn eftir
Davíð Stefánsson. Þeir eru allir á
móðurmálinu. „Þrátt fyrir að ég líti
á sjálfan mig sem hægrimann Q'alla
sumir textarnir um stöðu. lítilmagn-
ans í þjóðfélaginu. Það er miklu
auðveldara að semja vinstrisinnaða
texta en hægrisinnaða. Flest lög
semur maður þegar eitthvað angrar
mann.“
Siml
551
6500
Simi
551 6500
NETIÐ
Flótti er
óhugsandi
þegar
þú ert
gómaður ■...
Mbl
■í A'\
\ \
A A
1/2
DV,
/DD/
Þu heyrir
**ir* « « icr
* . mSm
„Netiö er vel uppbyggt og spennandi afþreying sem enginn ætti aö
leiðast!" **’/■ H.K. DV
Sýnd í SDDS kl. 5, 7, 9 og 11.05. B.i. 12 ára.
Sýnd í A-sal kl. 4.50 og 6.55.
Miðaverð kr. 750.
Miðasalan opnuð kl. 4.30.
Sýnd kl. 9.05 og 11 síðasti sýningardagur
STJÖRNUBÍÓLÍNAN Verðlaun:
BiómiðarSími 904 1065.
Heimasíða: http://www.vortex.is/TheNet.
- kjarni málsins!
Nýjar hljómplötur
Frekar
gamaldags
Hljómsveitin Sónata hefur brotið sér leið
fram á sjónarsvið íslenskrar tónlistar. í dag
gefur hún út fyrsta geisladisk sinn,