Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 56
tfgtifiÞIafrife alltaf á Miðvikudögum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVfK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 1. NOVEMBER 1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Fyrsti skóla- dagurí i yngri bekk KRAKKARNIR í yngri bekk Flat- eyrarskóla komu saman í gær i fyrsta skipti eftir hina hðrmulegu atburði sem urðu í þorpinu í síð- ustu viku. Þeim verður kennt í bókasafninu og hefur bókum verið ýtt til hliðar og bókastæðurnar þiljaðar af með pappa. Hér eru börniii ásamt kennara sínum Hörpu Jónsdóttur. Uppbyggingar- starf á Flateyri er i fullum gangi og innan 10 daga á að fl y(ja þang- að allt að 20 sumarbústaði tíl þess að leysa brýnasta búsetuvanda. ¦ Flateyrarfréttir/2,4,13. Morgunblaðið/Þorkell Nefnd leggur til úrræði til að draga úr vanlíðan fólks á 13 þéttbýlisstöðum Afallahjálp efld við þá sem búa við snjóflóðahættu NEFND um áfallahjálp hefur, að beiðni Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra, sett fram til- lögur um sérstök úrræði heil- brigðisþjónustunnar til að draga úr vanlíðan fólks sem býr við óör- yggi og ótta við náttúruhamfarir. Ingibjörg segist ætla að beita sér fyrir að tillögunum verði hrundið í framkvæmd. Gerir nefndin að tillögu sinni að úrræðin nái til alls 13 staða sem eiga það sameiginlegt að íbúar þar hafa ítrekað þurft að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu. "^Er m.a. lagt til að ráðinn verði sálfræðingur eða geðlæknir á hvern þessara staða, að minnsta kosti yfir vetrarmánuðina, sem kæmu viku- eða hálfsmánaðarlega á hverja heilsugæslustöð eftir þörf- Borgarafundir um viðbúnað og fræðsla um streituviðbrögð um á hverjum stað. Aðalverkefni þeirra verði ráðgjöf og stuðningur við heilbrigðisstarfsfólk á svæðun- um og að sinna einstaklingum sem heilbrigðisstarfsfólk vísar til sér- stakrar meðferðar. Heilbrigðisráðherra óskaði eftir tillögum nefndarinnar í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri fyrir sein- ustu helgi. Ingibjörg fór til Flateyr- ar á mánudag og kynnti sér að- stæður. Hún segir ljóst að efla þurfí sjúkrastofnanir alls staðar þar sem fólk býr við ótta og óör- yggi við náttúruhamfarir. Hún segir að unnið verði að úrræðunum í samvinnu við fagfólk á viðkom- andi stöðum. Nefndin leggur til að haldnir verði almennir borgara- fundir á sérhverjum þessara staða. Verði fundirnir boðaðir í nafni heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins, embættis landlæknis, Almannavarna ríkisins og heilsu- gæslu á viðkomandi stöðum. Þar verði útskýrt hvaða viðbúnaður sé á hverjum stað og hjá almanna- vörnum til að tryggja öryggi íbúa á hættutímum. Jafnframt verði fræðsla um algeng streituviðbrögð þeirra sem búa við óöryggi og hættuástand. Loks leggur nefndin til að hald- in verði námskeið um áfallastreitu og áfallahjálp fyrir fagfólk sem starfar innan heilbrigðisþjón- ustunnar, félagslegrar þjónustu, skóla og kirkju og hittir í störfum sínum þolendur áfalla. Haldin verði tveggja daga námskeið á hverjum stað og er lagt til að gert verði átak í því nú fyrir jól. Auk þessa verði haldin nám- skeið fyrir björgunarsveitarmenn, lögreglu, slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenn, almannavarna- nefndir og hjálparliða Rauða kross- ins og aðra hjálparmenn á hverjum stað. Úrræðin eiga að ná til Patreks- fjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, ísafjarðar, Hnífsdals, Súðavíkur, Suðureyrar, Bolungarvíkur, Siglufjarðar, Seyð- isfjarðar og Neskaupstaðar. ísafjarðardjúp Mesta seiðagengd Í15ár ÓVENJU mikið er nú um þorsk- og ýsuseiði í ísafjarðardjúpi og hefur upphafí rækjuvertíðar í Djúpinu því verið frestað um óákveðinn tíma. í nýafstöðnum leiðangri Hafrann- sóknastofnunar á rækjuslóðina í Djúpinu og Jökulfjörðum kom í ljós að meira var um þorskseiði en síð- ustu 15 ár. Talsvert fannst af rækju og er hún stærri en í fyrra. Hjalti Karlsson, forstöðumaður útibús Hafrannsóknastofnunar á ísafírði, segir að óvenju mikið hafi fundizt af þorskseiðum frá gotinu í vor. „Það er lítið hægt að segja um það, hvort þessi mikla seiðagengd skilar sér í einhverjum mæli inn í veiðistofn þorsksins, þegar þar að kemur. Mjög margt á eftir að drífa á daga þessa árgangs og afföll af fyrsta árgangi eru mikil," segir Hjalti. Hjalti segir að almennt séð hafí ástand rækjunnar í Djúpinu verið gott og rækjan stærri en í fyrra. ¦ Mesta þorskgengd/Cl ? ? ? Vaxtalækk- un í Bún- aðarbanka BÚNAÐARBANKINN lækkar í dag kjörvexti af verðtryggðum útlánum um 0,25 prósentustig eða úr 6,2% í 5,95%. Jafnframt lækka vextir þriggja verðtryggðra innlánsreikn- inga um 0,1 prósentustig. Sólon Sigurðsson bankastjóri sagði að með þessu væri bankinn að bregðast við lækkunum á vöxtum á verðbréfamarkaði. Búast mætti við frekari lækkunum ef ,yextir héldu áfram að lækka á markaði. Hins vegar hefði ekki þótt ástæða til að breyta vöxtum af óverðtryggðum útlánum en það yrði skoðað síðar. ¦ Búist við/20 Fyrstá útförin FYRSTA útför fórnarlamba snjóflóðsins á Flateyri fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun kl. 15. Þá yerða borin til grafar Sólrún Ása Gunnarsdóttir, Svana Eiríksdóttir og Halldór Svavar Ólafsson. 236 milljón- ir safnast ÞEGAR hætt var að taka við fram- lögum í landssöfnuninni Samhugur í verki í gærkvöldi höfðu 35.923 Jramlög borist símleiðis og inn á Teikning söfnunarinnar, upp á alls 223.863.078 krónur. Einnig var efnt til landssöfnunar í Færeyjum í gær- kvöldi handa Flateyringum og um klukkan 23 hafði safnast um 1,1 milljón danskra króna eða um 12,87 milljónir íslenskra króna. Alls hafa því safnast tæpar 236 milljónir. I.______________________________ ¦ Safnað/12 og 28 Morgunblaðið/Halldór 1.200 mannsvið minningarguðþjónustu Félag íslenskra flugumferðarstjóra Oska eftir störfum í erlendu fagblaði RUMLEGA 1.200 manns sóttu minningarguðþjónustu um Flat- eyríngana 20, sem fórust í snjó- flóði á fimmtudag. Minningarat- höfnin var haldin í íþróttahús- inu á Torfnesi á ísafirði og voru forseti íslands, forsætisráð- herra, félagsmálaráðherra og þingmenn Vestfirðinga á meðal hinna 1.200. Hér votta Davíð Oddsson forsætisráðherra og frú Vigdís Finnbogadóttir for- seti syrgjendúm samúð sína við inngang íþróttahússins. ¦ Fimm prestar/29 FÉLAG íslenskra flugumferðar- stjóra auglýsir eftir störfum fyrir 80 flugumsjónarmenn í fréttablað- inu Flight International sem kemur út í dag. 80 íslenskir flugumferðarstjórar sögðu upp störfum í byrjun október sl. eftir að Félagsdómur kvað upp þann úrskurð að flugumferðarstjór- ar befðu ekki verkfallsrétt. Samn- inganefnd ríkisins óskaði í gær eft- ir fundi með flugumferðarstjórum, að sögn Karls Alvarssonar, sem á sæti í samninganefnd Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra. í auglýsingunni í Flight Internat- ional, sem er eitt útbreiddasta fréttablað á vettvangi flugmála, er sótt um störf hvar sem er í heimin- um fyrir 80 fullþjálfaða flugumferð- arstjóra sem hafi víðtæka starfs- reynslu. Þeir geti hafið störf 1. jan- úar næstkomandi. Karl segir að ekkert sé að gerast í málum flugumferðarstjóra. „Eins og stóð til í upphafi ætluðum við að koma okkar félögum í vinnu annars staðar, ef ekkert gerðist í okkar málum, til þess að koma í veg fyrir að þeir stæðu uppi at- vinnulausir hér um áramótin. Við erum því byrjaðir að auglýsa erlend- is eftir störfum og verðum ekki í vandræðum með að koma okkar fólki að, svo mikið er ljóst," sagði Karl. Þorgeir Pálsson flugmalastjóri segir að kjaradeilan sé í höndum ríkissáttasemjara og hann hafi ver- ið að undirbúa það. „Ég hef ástæðu til að ætla að það verði hreyfing á málinu núna á næstunni," sagði Þorgeir. Hann kvaðst hafa trú á því að þetta mál myndi leysast, ennþá væru tveir mánuðir til ára- móta og reikna mætti með að ýmis- legt gæti gerst á þeim tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.