Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ríkisendurskoðun telur núverandi
innheimtukerfi Ríkisútvarpsins erfitt og óskilvirkt
Allar beinar undan-
þágur frá afnota-
gjöldum verði afnumdar
RÍKISENDURSKOÐUN tel-
ur núgildandi innheimtu-
kerfi afnotagjalda bæði
erfitt og óskilvirkt í framkvæmd,
og af þeim sökum tímabært að
huga að endurskoðun þess. í því
sambandi leggur Ríkisendurskoð-
un til að kannaður verði gaum-
gæfilega sá kostur að afnotagjöld
einstaklinga verði bundin við íbúð-
ir og þau innheimt með opinberum
gjöldum í stað þess að miðast við
eignarhald á viðtækjum eða að
gjaldið verði innheimt sem nef-
skattur.
Ef gjaldstofn RÚV myndi ein-
ungis miðast við íbúðir samkvæmt
Fasteignamati ríkisins yrðu tekjur
RÚV allt að 150 milljónum króna
meiri á ári. Því til viðbótar telur
Ríkisendurskoðun að spara megi
um 60 milljónir króna af árlegum
rekstrarkostnaði innheimtudeildar
RÚV, og þannig geti afkoma stofn-
unarinnar batnað um 210 milljónir
króna á ári.
Eðlilegt að afnema allar
beinar undanþágur
Ríkisendurskoðun telur eðlilegt
að afnema beri allar beinar undan-
þágur frá greiðslu afnotagjalda
Ríkisútvarpsins, þar á meðal elli-
og örorkulífeyrisþega, en undan-
þágurnar hafa um 200 milljóna
króna tekjumissi í för með sér fyr-
ir RÚV á ári. Ef talin sé þörf á
því að létta undir með elli- og ör-
orkulífeyrisþegum vegna afnota-
gjaldanna telur Ríkisendurskoðun
eðlilegt að kostnaðurinn af slíku
sé borinn af ríkissjóði eins og önn-
ur útgjöld almannatrygginga.
Samkvæmt lögum ber RÚV
skylda til að senda út tvær hljóð-
varpsdagskrár og eina sjónvarps-
dagskrá og skulu útsendingar ná
til alls landsins og miða. í skýrsl-
unni kemur fram að nokkuð skorti
á að þessum markmiðum sé náð.
Til þess að svo geti orðið er áætlað
að fjárfesta þurfi fyrir allt að 4,7
milljarða króna, og að árlegur við-
bótarrekstrarkostnaður RÚV verði
um 830 milljónir króna. Hækka
þyrfti afnotagjöld um 760 krónur
á mánuði ef ná ætti þessum mark-
miðum, og yrðu þau þá um 2.900
krónur á mánuði.
Eigið fé RÚV í árslok 1994 nam
2,6 milljörðum króna, en eftir-
launaskuldbindingar vegna starfs-
manna stofnunarinnar námu þá
908 milljónum króna og kemur það
til lækkunar á eigin fé stofnunar-
innar.
Tæplega 600 milljóna króna
hagnaður var á rekstri RÚV 1983-
1994 á verðlagi ársins 1994 ef
ekki er tekið tillit til framlaga
Framkvæmdasjóðs Ríkisútvarps-
ins, en Ríkisendurskoðun telur
hann óþarfan og Ieggur
til að hann verði lagður
niður. Samkvæmt út-
varpslögum ber RÚV
að leggja 10% af
brúttótekjum til Fram-
kvæmdasjóðs, sem ráð-
stafa skal til að byggja húsnæði,
tækjakost og dreifikerfi fyrir starf-
semi stofnunarinnar. Á áður-
nefndu tímabili voru færðar til
gjalda afskriftir að fjárhæð 2,5
milljarðar króna. Af tekjum RÚV
frá árinu 1983 til loka ársins 1994
átti að ráðstafa 2,4 milljörðum
króna til F'ramkvæmdasjóðs, en
rekstur RÚV skilaði aðeins 600
í nýrri stjórnsýsluend-
urskoðun hjá RÚV sem
ijárlaganefnd Alþingis
óskaði eftir að Ríkisend-
urskoðun framkvæmdi
er m.a. lagt til að breyta
stjórnskipulagi og
endurskoða innheimtu-
kerfi RÚV. í tillögum
Ríkisendurskoðunar um
breytingar á rekstri
og skipulagi RÚV er
gengið út frá því að
eignaraðild að RÚV,
verði óbreytt frá því
sem nú er og að það
njóti áfram lögboðinna
afnotagjalda.
milljónum króna til hans á nefndu
tímabili.
Þörf á virkari og
samhentari stjórnun
Hvað varðar stjórnskipulag Rík-
isútvarpsins telur Ríkisendurskoð-
un æskilegt að það skiptist í tvær
megindeildir: hljóðvarp og sjón-
varp. Framleiðsla á dagskrárefni
hljóðvarps verði ótengd rásunum
tveim og dagskrárgerð á vegum
framkvæmdastjóra Sjónvarps
verði aflögð.
Að mati Ríkisendurskoðunar
auðvelda breytingar á stjórnskipu-
lagi yfírstjórnar
RUV, þ.e. út-
varpsráði, út-
varpsstjóra og
framkvæmda-
stjórum hljóð-
varps og sjón-
varps, að taka upp virkari og sam-
hentari stjórnun en nú ríkir hjá
stofnuninni. Útvarpsráð eigi að
Ieggja ríkari áherslu á stefnumörk-
un varðandi dagskrárgerð svo og
fjárreiður stofnunarinnar og eftir-
lit með því að slíkri stefnumörkun
sé framfylgt. Telur Ríkisendur-
skoðun að breyta eigi lögum um
RÚV á þann veg að útvarpsstjóri
verði einn ábyrgur gagnvart
menntamálaráðuneytinu og út-
varpsráði vegna starfsemi stofnun-
arinnar, og ennfremur að ráðning
útvarpsstjóra ætti að vera tíma-
bundin. í stað þess að menntamála-
ráðherra skipi í stöður fram-
kvæmdastjóra, eins og gildandi lög
mæla fyrir um, er lagt til að út-
varpsstjóri ráði þá að fengnu sam-
þykki útvarpsráðs.
Það er álit Ríkisendurskoðunar
að sameina beri fréttastofur hljóð-
varps og sjónvarps og íþróttadeild,
en með því megi auka gæði frétt-
anna og þar með styrkja stöðu
RÚV í samkeppni við aðra fjöl-
miðla. Telur Ríkisendurskoðun að
með sameiningu fréttastofanna
megi ná fram hagkvæmni í rekstri
og spara fjármuni. Þá telur Ríkis-
endurskoðun að sameina beri aðal-
skrifstofur sjónvarps,_ hljóðvarps
og fjármáladeildar RÚV þar sem
viðfangsefni þeirra séu mjög svip-
uð. Með þessu ætti að nást fram
nokkur hagræðing í starfsmanna-
haldi og húsnæði.
Flutningur sjónvarps kostar
einn milljarð króna
Ríkisendurskoðun telur að flytja
beri alla starfsemi sjónvarpsins frá
Laugavegi í húsnæði RÚV við
Efstaleiti, þannig að öll starfsemi
stofnunarinnar verði undir sama
þaki. Áætlað er að flutningurinn
kosti um 1 milljarð króna. Fram-
reiknaður stofnkostnaður við
Efstaleitið er um 1,7 milljarðar
króna, og þar af er stofnkostnaður
vegna Sjónvarpsins 600-800 millj-
ónir króna sem ekki mun nýtast
ef ekki verður af flutningi.
Ríkisendurskoðun tekur undir
þau sjónarmið að RÚV eigi að leita
eftir samningum við Póst og síma
um flutning efnis með ljósleiðara
í stað þess að byggja upp eigið
stofnflutningskerfí, en núverandi
kerfi er um 25 ára gamalt. Hins
vegar telur Ríkisendur-
skoðun að endurskoða
beri þá ákvörðun að
fela RÚV einu að bera
allan rekstrarkostnað
vegna langbylgju-
stöðvar að Gufuskál-
um, en talið er að kostnaður þess
nemi 40 milljónum króna á ári.
Telur Ríkisendurskoðun að til álita
komi að Almannavarnir og Póst-
og símamálastofnunin taki þátt í
rekstrarkostnaði stöðvarinnar að
Gufuskálum, þar sem að baki yfir-
töku á áframhaldandi rekstri henn-
ar hafí einkum búið öryggis- og
almannavarnahagsmunir.
Útvarpsráð
leggi virkari
áherslu á
stefnumörkun
4,7 milljarða
þarf til að fara
að lögum um
útsendingar
Morgunblaðið/Kristinn
Fórnarlamba flóðsins minnst
NEMENDUR í Árbæjarskóla
efndu um hádegi á mánudag til
minningarathafnar í Árbæjar-
kirkju. Var hún tileinkuð þeim
sem létust í snjóflóðinu á Flat-
eyri aðfaranótt fimmtudagsins
seinasta eða eiga um sárt að
binda eftir náttúruhamfarirnar.
Mikið fjölmenni var í kirkjunni
eins og sést á þessari mynd og
var athöfnin með látlausum en
hátíðlegum hætti.
Mikil þatttaka í fjár-
söfnun í Færeyjum
Þórshöfn. Morgunblaðið.
FJARSOFNUN í Færeyjum til
styrktar fórnarlömbum snjóflóðsins
á Flateyri hófst í gærkvöldi. Bankar,
sparisjóðir og pósthús höfðu opið
frameftir og gat fólk millifært af
reikningum sínum símleiðis á sér-
stakan reikning er stofnaður hefur
verið vegna söfnunarinnar.
Þá voru haldnir tónleikar á vegum
Norðurlandahússins í Færeyjum í
stærsta íþróttasal Þórshafnar.
Færeyska útvarpið var með út-
sendingu vegna fjársöfnunarinnar
frá klukkan sjö um kvöldið til mið-
nættis þar sem einnig var fylgst með
hvernig söfnuninni miðaði.
Töluverðum fjárhæðum hafði þó
þegar verið safnað áður en hin form-
lega söfnun hófst. Félagasamtök,
m.a. íþróttafélög um allar Færeyjar,
höfðu staðið fyrir svæðisbundnum
söfnunum, en enn liggur ekki fyrir
hversu mikið fé hefur safnast.
Þá hélt eitt félag bingókvöld í
Þórshöfn á mánudagskvöld og söfn-
uðust þar 60 þúsund danskar krón-
ur. Var ávísun fyrir þeirri upphæð
afhent Poul Mohr, ræðismanni ís-
lendinga, í gær.
Mikill áhugi
Mohr segir að mikill áhugi sé á
.söfnuninni og að hann hafí þegar
tekið við mörgum framlögum frá
félagasamtökum jafnt sem einstak-
lingum. Margir einstaklingar hafí
t.d. gefíð þúsund danskar krónur,
eða sem nemur tíu þúsund íslenskum
krónum.
Ræðismaðurinn telur að ekki muni
liggja fyrir fyrr en í vikúlok hversu
mikið safnast.
í janúar söfnuðust 2,2 milljónir
danskra króna vegna snjóflððanna á
Súðavik. Þar af gaf landsstjórnin 500
þúsund.
Fyrirtæki við Hverfisgötu
vilja tvístefnuakstur
Kostnaður 70-200
milljónir
FJÖRUTÍU aðilar sem stunda
verslunar- og þjónustustörf við
Hverfisgötu hafa þeint þeirri áskorun
til borgarráðs að tvístefnuakstur
verði tekinn upp sem fyrst á göt-
unni. Fulltrúar þeirra funda með
borgarstjóra í dag.
Sigurður I. Skarphéðinsson gatna-
málastjóri segir að verið hafi til skoð-
unar í talsverðan tíma að breyta
Hverfisgötu í tvístefnuakstursgötu,
fyrst og fremst vegna fyrirhugaðra
breytinga á leiðarkerfi SVR sem
hyggst aka vestur götuna.
Sigurður segir að verði ráðist í
breytingar geti þær ekki einskorðast
við Hverfisgötu, einnig þurfí að gera
ráðstafanir í Hafnarstræti þar sem
umferð t.d. strætisvagna myndi
enda.
Viðamiklar framkvæmdir
„Þetta eru því mjög viðamiklar
framkvæmdir, sem við teljum að sé
hægt að fáðast í án þess að breikka
Hverfisgötu. Þess í stað yrði henni
breytt á þann hátt að bílastæðum
myndi fækka og þau yrðu tekin und-
ir beygjureinar. Við höfum skoðað
tvo möguleika, annars vegar lág-
marksbreytingar sem myndu kosta
um 70-80 milljónir króna, en hins
vegar endurbygging á götunni eins
og hún leggur sig, sem myndi kosta
nær 200 milljónum. Ekki liggur hins
vegar ljóst fyrir hver kostnaður yrði
við breytingar í Hafnarstræti í kjöl-
farið,“ segir Sigurður.
Fyrirtækjaeigendur á Hverfísgötu
telja að tvístefnuakstur muni hafa
jákvæð áhrif á verslun og þjónustu,
jafnt á Hverfisgötu sem og á Lauga-
vegi og aðliggjandi þvergötum. Einn-
ig er bent á í þessu sambandi að við
Hverfisgötu eru bílageymsluhús sem
rúma 500 bifreiðar og myndi nýting
þeirra batna stórlega. „Almennings-
samgöngur verða greiðari til og frá
miðborginni auk þess sem verulega
mun draga úr hraðakstri um götuna,
sem mikið er um við núverandi að-
stæður," segir í áskorun verslunar-
og þjónustufyrirtækja.
SVR hyggst breyta leiðarkerfi
sínu 1. júní nk. og meðal annars er
til skoðunar að aka niður Hverfis-
götu. Sigurður segir breytingar á
götunni óframkvæmanlegar fyrir
þann tíma. Hann segir að borgaryfir-
völd muni við umfjöllun um fram-
kvæmdaráætlun næsta árs, sem
hefst innan skamms, taka ákvörðun
um hvað verði gert. Mögulegt sé að
beina strætisvagnaumferð um Sæ-
braut meðan á framkvæmdum stæði
og að ljúka framkvæmdum á Hverf-
isgötu fyrir næsta haust, verði tekin
ákvörðun þar að lútandi.