Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 21
FRÉTTIR: EVRÓPA
Ciller á flokksþingi
TANSU Ciller, forsætisráðherra
Tyrklands, hóstar eftir að hafa
haldið ræðu á flokksþingi í Ank-
ara. Gengið verður til kosninga í
Tyrklandi í lok desember og er
búist við að tengslin við Evrópu-
sambandið verði þar ofarlega á
baugi. Vonir standa til að tolla-
bandalag ESB og Tyrkja gangi í
gildi um áramót en þó er ekki
útilokað að Evrópuþingið, sem á
eftir að staðfesta samninginn,
krefjist þess að Tyrkir geri enn
róttækari breytingar á löggjöf
sinni en þeir hafa gert til að
tryggja lýðræði og mannréttindi.
Endurskoðunarnefnd ESB
Milljörðum
sóað árlega
Brussel. The Daily Telegraph.
MÖRGUM milljörðum króna er sóað
innan Evrópusambandsins árlega
vegna óstjórnar, slælegs bókhalds,
svika og óhóflegar eyðslu. Kemur
þetta fram í drögum að ársskýrslu
Endurskoðunarnefndar Evrópusam-
bandsins í Lúxemborg en skýrslan
verður birt í næsta mánuði.
Líkt og áður skoða endurskoðend-
urnir einungis hluta þeirra verkefna,
sem unnin eru á vegum ESB, en í
öllum þeim málum sem skoðuð voru
fundu þeir töluverða hnökra.
Uppkastið er 500 blaðsíður að
lengd og þar er ekki að finna lokaá-
lyktanir endurskoðendanna. Endur-
skoðendurnir, einn frá hverju aðildar-
ríki, eru sagðir (þó að það sé ekki
nefnt í skýrslunni) miða við að eitt
prósent allra útgjalda hverfi í myllu
svikara en margir sérfræðingar telja
að sú tala kunni jafnvel að vera
hærri. Þá eru 10% talin fara í súginn
vegna lélegs kostnaðareftirlits og
tvíverknaðar.
Einn stærsti liðurinn er talinn vera
að aðflutningsgjöld séu ekki greidd,
með öðrum orðum smygl. Benda
endurskoð endurnir á dæmi þar sem
tyrknesk sjónvörp voru flutt inn toll-
fijálst þó svo að þau væru sett sam-
an úr asískum pörtum, er greiða
hefði átt tolla af. Alls glötuðust 370
milljónir vegna pessa þar sem að
tollayfirvöld aðildarríkjanna sváfu á
verðinum.
Þá voru 70 þúsund tonn af tæ-
lenskum túnfiski skilgreind sem önn-'
ur og ódýrari fisktegund, þegar þau
voru flutt inn í ESB og báru því
lægri toll. Það sama á við um tún-
fisk sem fluttur var inn til Bretlands
og sagður koma frá Seychelles-eyj-
um. Hann bar þar af leiðandi lægri
gjöld vegna aðildar Seychelles að
samveldinu en reyndist í raun koma
frá allt öðrum ríkjum.
Skráðum tollsvikum hefur fjölgað
úr 33 árið 1988 í 551 í fyrra og töp-
uðust 4 milljarðar vegna þessa.
Kostnaður vegna ávaxta- og
grænmetisstefnu ESB tvöfaldaðist á
árunum 1988-1994 og nam í fyrra
120 milljörðum króna. Helmingur
útgjaldanna er hins vegar vegna
uppkaupa á umframframleiðslu sem
að mestu leyti er urðuð.
Endurskoðendurnir kvarta yfir því
að menn fylgist lítið með markaðs-
þróun ekki síst vegna þess að emb-
ættismenn einstakra ríkja sjá um
skipulagið og þeir hafi ekki hag af
því að spara peninga ESB. Allt of
algengt sé að það hagsmunaaðilar,
þeir sem fái styrkina, hafi jafnframt
eftirlit með úthlutun þeirra.
Ekki útboð
Þrjátíu byggðaverkefni í átta ríkj-
um voru einnig skoðuð og einungis
eitta þeirra reyndist vera í lagi. í
Cantabria á Spáni hafði sú regla að
viðhafa útboð verið hunsuð algjör-
lega af sveitarstjórnum á staðnum
en alls var varið 1,6 milljarði til verk-
efna þar. „Verkefnum var úthlutað
beint og oft munnlega," segir nefnd-
in.
Þá gagnrýna endurskoðendurnir
að jafnvel þar sem útboðum hafi
verið veitt hafi lægstu boðum alls
ekki alltaf verið tekið. Þegar lagning
hraðbrautar milli Guarena og Alm-
endralejo á Spáni var úthlutað til
verktaka var fimmtánda lægsta til-
boðinu tekið.
Stór hluti verkefna sambandsins
í austurhluta Evrópu og fyrrum Sov-
étríkjunum fær einnig falleinkunn
og sá vani að skrifa gagnslausar
skýrslur og úttektir er gagnrýndur
harðlega.
A árunum 1989-1994 voru gerðar
260 úttektir og skýrslur á búlgörsk-
um landbúnaði sem kostaði 120 millj-
ónir. Einungis ein þeirra leiddi til
fjárfestinga.
Sukk hjá menningarstofnun
Menningarstofnun ESB, sem
starfaði í þriðja heiminum frá árinu
1986 til síðasta árs er fé hennar var
á þrotum fær harkalegan dóm. Tekið
er dæmi af námskeiði er haldið var
í Afríkuríkinu Benin. Skýrslu um
ráðstefnuna, sem greiddar voru 100
þúsund krónur fyrir, var aldrei skilað
og tveir embættismenn fengu greidd-
ar 350 þúsund krónur fyrir utan
dagpeninga sína án þess að skýring
væri gefin á því. Þrír flugmiðar af
fjórtán milli Brussel og Benin voru
á fyrsta farrými sem samrýmist ekki
reglum ESB. 43% af fjárlögum stofn-
unarinnar fóru í stjórnunarkostnað.
Meira að segja framkvæmda-
stjómin er gagnrýnd fyrir að hafa
litla hugmynd um hvað hún á og
hvar eigurnar séu. Upplýsingar um
450 þúsund lausamuni (húsgögn,
tölvur, bílar) eru sagðar ófullnægj-
andi.
Þá er gerð athugasemd við að
þegar Berlaymont-byggingin í
Brussel var rýmd hafi munir fyrir
14 milljónir króna horfið.
Leíkur nr. 21 í Lengjunni: ísland - Rússland
Lægsti stuðullinn táknar
líklegustu íirslitin
Lægsti stuðullinn 1,60 táknar líklegustu úrslitin. En þú
getur valið að tippa á ólíklegri úrslit (ísland vinnur! Eða
ja&itefli) og hækkað þannig upphæð vinningsins sem þú
færð ef spá þín reynist rétt!
STUÐLAR
20 Mið. 1/11 19:00 Ferencvaros - Real Madrid 4,25 3,10 1,45 Knatt
21 Mið. 1/11 20:00 ísland - Rússland 2.25 5.60 1.60 Hand
22 Fim. 2/11 18:30 Club Brugge - Real Zaragoarr—r,b6 2,y^3j3?fc*Xnatt
Þú velur hvaða úrslitum þú spáir í þessum leik.
Stuðlarnir sýna möguleikann á hverjum
úrshtum (1, X eða 2) á tölfræðilegan hátt.