Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 29 Morgunblaðið/J ulíus JÓN Axel Ólafsson við móðurtölvuna. ck vonum framar ÍUR- m LINA ur í verki vegna_ ærkvöldi. Anna G. arinnar og heilsaði l veitti ekki af í gær. fúsan að gefa til söfnunarinnar. „Margir hafa orð á því að þeim finn- ist þeir hafa gefið lítið. En þegar börn eru t.a.m. að gefa allt sparifé sitt er ekki hægt að gefa meira. Eldra fólk hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja og ég man t.d. að ég tal- aði við konu fædda árið 1913 í gær. Annars hringir fólk á öllum aldri og gefur allt frá 500 kr. upp í háar upphæðir.“ Bergþóra sagðist ekki eiga ætt- ingja á Vestfjörðum. Hins vegar líti hún svo á að hörmungarnar væru áfall fyrir alla þjóðina. „Ég hugsa svo að snjóflóðið snerti mig meira af því að sonur minn er í björgunar- sveit og ég hef því fylgst betur með ýmsum hamförum og slysum en ella. Einu sinni þurfti ég sjálf að treysta á starf björgunarsveitanna. Allt fór vel að lokum en svona hjálp gleym- ir maður aldrei,“ sagði Bergþóra. Bergþóra hafði ekki tök á því að vera í sjálfboðastarfi við Súðavíkur- söfnunina en sagist staðráðin í að bjóða sig fram ef á þyrfti að halda aftur. Hún sagði vinnuna mjög gef- andi og minntist sérstaklega á litlu börnin. „Ég held þau geri sér alveg grein fyrir hvað er að gerast og hugsa örugglega dýpra en við gerum okkur grein fyrir. Þau setja sig í spor litlu barnanna og gera sér t.d. grein fyrir að þau vildu ekki missa dótið sitt eins og þau,“ sagði Berg- þóra. Hún sagði að minna hefði verið hringt í gær en um helgina en kvaðst viss um að enn ættu tölu- vert margir eftir að tilkynna um framlag. Frumsamin ljóð frá tveimur krökkum Vinkonurnar Sunna Dís Magnús- dóttir og Guðbjörg Birna Jónsdóttir úr Flensborg voru í óða önn að taka á móti framlögum í gær. Sunna Dís fluttist með fjölskyldu sinni frá Isafirði til Hafnarfjarðar í ágúst sl. „Ég þekki fólk frá Flateyri og Súða- vík og vildi leggja mitt af mörkum til að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda," sagði Sunna. Sunna og Guðbjörg tóku sér frí úr skólanum til að vinna við söfnunina. Þær sögðu að vinnan væri bæði gefandi og skemmtileg. „Við tölum við alls kon- ar fólk. Einn maður sagði mér t.d. sögu um skipsskaða í gærkvöldi. Sagan gerðist fyrir löngu og maður- inn talaði um að á þeim tíma hefði ekki verið hægt að efna til jafnsam- stillts átaks og núna,“ sagði Sunna og tók fram að tveir krakkar hefðu líka lesið fyrir sig ljóð. Sunna skrif- aði ljóðin niður. Þau eru svona: Flateyri er góður bær, Sólin heit og sjórinn tær, En þegar náttúran er sem verst, Þá saklaust fólkið í snjónum ferst. Herðið upp hugann og styrkist því að eftir myrkur kemur dapr á ný. (höf. Jón Reynir Hilmarsson 13 ára) Hugsið ykkur hvað þið gerið gott, fyrir þetta vesæla fólk. Að gefa fólki sem missti húsin sín. Ég hugsa, þótt ég lítil sé, að ég gefí þeim 'samt ljóð en ekki pening. (höf. Iris Hafsteinsdóttir 11 ára) Guðbjörg fluttist frá Olafsvík í Kópavog til að hefja framhaldsnám í haust. Hún segir að ýmsar ástæð- ur hafi verið fyrir því að hún hafi ákveðið að bjóða sig fram til að hjálpa við söfnunina. „Ég fylgdist vel með fréttum af snjóflóðinu í Súðavík og svo aftur með Flateyri núna. Svo eyðilagði snjó- flóð heilsugæslustöðina í Ólafsvík í fyrra. Þegar ég byijaði í skólanum kynntist ég Sunnu og við ákváðum báðar á hjálpa til,“ sagði Guðbjörg. Hún tók fram að henni fyndist andinn í hópnum mjög góður og henni fyndist frábært að geta hjálpað eitthvað til. Erfittaðfá sjálfboðaliða til að hvílast Látinna Flateyringa minnst í íþróttahúsinu á ísafirði RÚMLEGA 1.200 manns voru viðstaddir minningarathöfnina um Flateyringana tuttugu sem létust í snjóflóðinu á Flateyri. Morgunblaðið/Halldór. Fimm prestar önn- uðust athöfnina AÐ MINNINGARATHÖFNINNI lokinni staldraði forseti íslands við um stund og vottaði syrgjendum samúð sína. ísafirði. Morgunblaðið. RÚMLEGA 1.200 manns voru saman komin í íþróttahúsinu á Torfnesi á ísafirði í gærdag til að minnast þeirra sem létust í snjóflóð- inu sem féll á Flateyri, aðfaranótt fímmtudagsins 26. október sl. Með- al viðstaddra voru frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra og þing- menn Vestfírðinga. Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslu- biskup í Skálholti, sr. Baldur Vil- helmsson, prófastur í Vatnsfirði, sr. Gunnar Björnsson, sóknarprest- ur í Holti, sr. Kristinn Jens Sigur- þórsson, sóknarprestur á Þingeyri, og sr. Magnús Érlingsson, sóknar- prestur á Isafírði, önnuðust athöfn- ina. Kórar ísafjarðarkirkju, Bol- ungai’víkurkirkju og Súðavíkur- kirkju sungu ásamt kór Þingeyrar- prestakalls og samkór Hnífsdæl- inga, við undirleik þeirra Huldu Bragadóttur, Hauks Guðlaugsson- ar og Jónasar Tómassonar. Á miðju gólfí íþróttajiússins voru tuttugu logandi kerti, eitt fyrir hvem þann Flateyring sem lést í snjóflóðinu. Að athöfninni lokinni, sem var kyrrlát og látlaus, staldr- aði frú Vigdís Finnbogadóttir við um stund og vottaði syrgjendum samúð sína. FRÁ minningarathöfninni í iþróttahúsinu á Torfnesi á ísafirði. Meðal viðstaddra var forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og Magnea Guðmundsdóttir, oddviti Flateyrarhrepps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.