Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 37 I I > ► > :: » I I I ■ » m . KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR + Kristin Hall- dórsdóttir var fædd í Búlandi, Arnarneshreppi, 30. mars 1935. Hún lést af slysförum sunnudaginn 22. október síðastlið- inn og fór útförin fram 31. október. ÞAÐ ER undarlegt hve smávægileg atvik, frá löngu liðnum tíma, geta oft fest í huga manns. Það var á fögr- um vordegi fyrir um sextíu árum. Mér var falið að gæta systur minnar, eins og svo oft endranær. Það gerði ég jafnan með ljúfu geði, enda var hún indælt bam með brúna, hrokkna lokka og skýrleg augu. Ég var ellefu ára en hún á öðru ári. Eg hafði nýlokið við að smíða forláta kassabíl og mér fannst ég ekki hafa upp á neitt betra að bjóða en að taka hana með í bfltúr. Við ókum af stað um grónar grundir eftir ímynduðum akvegum, allt gekk vel til að byija með. Hún ljóm- aði af ánægju og ég var mjög stolt- ur af nýja bílnum mínum. En þá vildi til óhapp. Ég hafði ekið of nálægt skurði í túninu og án þess að geta nokkuð að gert, horfði ég á eftir bíl og farþega velta ofan í skurðinn. Þetta var bifreiðaslys þess tíma. En sem betur fór endaði allt vel, í þetta skipti. En ég mun seint gleyma þeirri skelfíngu sem greip mig, þegar ég sá á eftir henni hverfa niður í djúpan skurðinn. Það var hvort tveggja, að mér þótti afar vænt um litlu systur mína og eins hitt, að ég skyldi ekki reynast þess trausts verður, að fá að gæta þessa litla dýrgrips. En lífíð hélt áfram við leik og störf og brátt skildu leiðir okkar um sinn, ég fluttist að heiman en hún átti fyrir höndum indæl æsku- ár, eftirlæti allra á heimilinu, einka- dóttir móður sinnar og augasteinn föður síns. Hjá foreldrum sínum hlaut hún gott uppeldi, lærði vel til allra verka, bæði utan húss og innan. Móðir hennar var fyrirmyndar húsmóðir, lærð saumakona, reglusöm og hag- sýn. Faðirinn var góður bóndi, hag- leiksmaður, glaðvær og félagslynd- ur. Þessar erfðir og eiginleika tók Kristín með sér úr föðurgarði, eins og glögglega kom fram síðar á lífs- leið hennar. Að loknu barnaskólanámi lá leið- in í Gagnfræðaskóla Akureyrar óg þaðan í Kvennaskólann á Blöndu- ósi. Námið þar reyndist henni gott vegarnesti og þar eignaðist hún marga góða vini úr hópi náms- meyja. Sú vinátta hefur gjarnan haldist órofín í gegnum árin og var henni afar dýrmæt. Að loknu skólanámi giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Sig- urði Hólm Gestssyni, sem nú er starfandi brunavörður á Akureyri. Þau eignuðust þijár dætur, Sigríði Margréti, Lísu Björk og Hallfríði Dóru. Þær eru allar giftar, eiga góð heimili og mannvænleg börn. Innan fjölskyldunnar ríkti góð eining og samheldni, þar sem Kristín, mamm- an og amman, var sannur horn- steinn þessa litla samfélags. Mörg fýrstu búskaparár sín bjuggu Kristín og Siggi á Grenivöll- um 12 og síðan í Dalsgerði lb. Hún vann jafnan utan heimilis, fýrst árum saman sem afgreiðslustúlka í Nýja Bíói og síðari árin sem leið- beinandi við Kristnesspítala. í því starfi nutu hæfíleikar hennar sín einkar vel. Skjólstæðingar hennar voru flestir aldraðir eða sjúkir, sem lifðu margir gleðisnauðu og fá- breyttu lífi. Hennar starf var að stytta þeim stundir og fínna þeim verk að vinna eftir getu hvers og eins, með handavinnu og hverskon- ar föndri. Það má segja, að hún hafi lagt sál sína í að létta þessu fólki lífið með glað- værð sinni og góðri leiðsögn. En það fengu fleiri að njóta návistar við hana. Hún var sannur gleðigjafí, hvar sem hún fór, haldin fágæt- um frásagnarhæfíleik- um, söngvin og ljóð- elsk, hagmælt og hvers manns hugljúfi. Hún var mikill náttúruunn- andi og einstakur dýravinur, listræn í sér og hverskonar hannyrðir léku í höndum hennar. En þó að heimilið og fjölskyldan væru hennar kærasti vettvangur gaf hún sér þó tíma til margvís- legra félagsstarfa, m.a. var hún lengi virkur félagi í kvenfélaginu Framtíðinni, tók þátt í starfí þess af sömu alúð og öðru, sem henni var trúað til. Við hjónin og börnin okkar áttum margar ógleymanlegar stundir með Kristínu og Sigga og dætrum þeirra og við hugsuðum til þess með til- hlökkun að halda þeim vinafundum áfram, þegar mesta annríkið væri að baki. En þá kom reiðarslagið, harma- fregnin, sem barst mér að morgni 23. október. Rödd séra Gunnlaugs í símanum, full samúðar og nær- gætni, hljómaði sem dómsorð í eyr- um mér. En mér skildist brátt, að þeim dómi yrði ekki áfrýjað. Við hjónin sendum vinum okkar í Dalsgerði lb okkar innilegustu samúðarkveðjur. Baldur Halldórsson. Hver lítil stjarna sem lýsir og hrapar er ljóð sem himinninn sjálfur skapar. Ég hafði nýtekið við formennsku i kvenfélaginu Baldursbrá þegar það var hringt í mig og glaðleg rödd sagði: „Komdu sæl, nýi for- maður í Baldursbrá, þetta er nýi formaðurinn í Framtíðinni." Þetta var Kristín Halldórsdóttir og ég fagnaði því að eiga í vændum sam- starf við hana. Þó að hvert kvenfé- lag vinni sjálfstætt að sínum mál- efnum kemur stundum upp sú staða að við berum saman bækur okkar, eða vinnum saman að ein- stökum málefnum, kvenféiögin í bænum. Og það var styrkur að Kristínu. Hún vildi hafa allt á hreinu og kom hlutunum í fram- kvæmd. Ég hef vitað af Kristínu síðan hún kom í bæinn ung stúlka og þau Sigurður voru að draga sig saman. Við vorum báðar ungar stúlkur að byija lífið og áttum frumburðina okkar sama árið. En við kynntumst ekkert þá. Seinna hittum við sama fólkið og hittumst stundum í veislum. Það var þó ekki fyrr en ég fór að vasast í kvenfélagsmálum að við fórum að kynnast og þó einkum nú síðustu tvö ár. Við vorum saman á Haust- vöku síðasta heila daginn hennar. Þetta var yndislegur dagur. Við sátum saman um hundrað konur og hlýddum á frábæra fyrirlestra og áhugaverðar umræður. Um kvöldið snæddum við kvöldverð í Skíðaskálanum í Hveradölum og skemmtum okkar fram á nóttu. Kristín skemmti sér konunglega -og þannig vil ég muna hana, káta og hamingjusama. Sigurði, dætrunum þrem og fjöl- skyldum þeirra sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið góð- an guð að gefa þeim styrk í þess- ari hræðilegu raun. Guðrún Sigurðardóttir. í þessu lífí eru okkur oft greidd þung högg, svo þung að í fyrstu skiljum við ekki hvernig megi rísa undir þeim. Við neitum að trúa því að atburðirnir hafí átt sér stað, fínnst hreinlega að lífíð geti ekki leikið okkur svona hart. Svo fór um okkur í vinahópnum úr Dalsgerði 1 þegar við fréttum að ein úr hópnum Kristín Halldórs- dóttir, eða Stína eins og við köllum hana alltaf, hefði látið lífíð ásamt annarri konu í hörmulegu bílslysi 22. október sl. Vináttan sem myndaðist á milli okkar, sem fluttum í Dalsgerði 1 fyrir rúmum 23 árum, hefur gefið okkur svo ósegjanlega mikið í gegn- um árin bæði i gleði og $org og í samheldni hópsins átti Stína stóran, ef ekki stærstan þátt. Okkur langar því með nokkrum fátæklegum orð- um að kveðja hana og þakka henni fyrir allt það sem hún var okkur. „Var“ það er svo óendanlega erfitt að segja „var“ um hana Stínu, erf- itt að trúa því að við eigum ekki eftir að eiga fleiri stundir með henni. En við eigum margar minn- ingar um þessa einstöku konu og ekkert nema góðar minningar. Við minnumst ótakmarkaðrar hjálpsemi hennar við okkur sem ævinlega var veitt með einstakri gleði og ljúf- mennsku. Það var sama hvort þurfti að lagfæra flík, skreyta tertur eða ef einhveijum datt í hug að setja eitthvað á blað hvort sem var í bundnu eða óbundnu máli, alltaf var sjálfsagt að leita til Stínu og hún gat alltaf gefíð sér tíma til að leysa vandann og það án þess að nokkrum fyndist hann minni maður þótt hann leitaði sér aðstoðar. Ef einhver var að flytja, var hún mætt til að gera hreint, pakka niður eða hvað sem var. Það var svo ótal margt sem hún gat miðlað öðrum og vitum við að fleiri en við urðum þeirra gæða aðnjótandi. Við minnumst allra gleðistund- anna sem við áttum saman í Dals- gerði 1, þá var oft glatt á hjalla, hvort sem verið var að vinna sam- an, skemmta sér eða bara setið við eldhúsborðið í einhverri íbúðinni og rætt um lífið og tilveruna. Eða þá öll gamlárskvöldin þegar komið var samaó í einhverri íbúðinni og nýju ári fagnað. Svo voru það öll ferða- lögin sem farið var í saman, þar eins og annars staðar var hún ein aðaldriffjöðrin, enda hafði hún mjög gaman af því að ferðast og var óþreytandi að miðla okkur hinum af fróðleik sínum um hina ýmsu staði sem við komum á og ekki dró hún heldur af sér við leiki og söng þegar komið var á tjaldstað að kvöldi. Minnisstæð verður okkur líka ferð út í Svarfaðardal fyrir þremur árum, sem við fórum til að minnast þess að 20 ár voru frá því að við fluttum í Dalsgerði. En það var ekki bara á gleði- stundum sem hún Stína gaf okkur mikið. Sorgin hefur áður kvatt dyra hjá þessum hópi, á óvæginn hátt, og þá eins og ævinlega kom Stína til okkar og á sinn gefandi hátt veitti hún okkur sem fyrir áföllun- um urðum allan þann styrk sem hún gat. Já, það var svo gott að eiga hana að og núna vildum við óska þess að við gætum miðlað fjöl- skyldunni hennar einhveiju af því sem hún gaf okkur á erfiðum stund- um. Vissulega höfum við öll misst mikið, fjölskylda hennar, vinir og ættingjar en við skulum muna að þeir sem missa mikið hafa líka átt mikið og minningarnar um þessa góðu og hlýhuga konu munu geym- ast í huga okkar allra og sefa sá- rasta söknuðinn er frá líður. Við vottum Sigurði, dætrunum og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúð og biðjum um styrk handa þeim í þeirra miklu sorg. Vertu svo sæl, kæra vinkona, og megi birtan og friður umvefja þig í nýjum heimkynnum. Guð blessi minningu þína. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þökkum hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym- ist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynn- ast þér. (i.s.) Gömlu vinirnir úr Dalsgerði 1. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Hjallabraut 33, áður Ménastig 3, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, mánudaginn 30. október. Magnús Guðlaugsson, Jón Guðlaugur Magnússon, Bergljót Böðvarsdóttir, Kjartan Magnússon, Sigríður Valtýsdóttir. Gunnar Magnússon, Annette Mönster, Ólafur Haukur Magnússon, Sigrún Magnúsdóttir og barnabörn. Útför SÓLRÚNAR ÁSU GUNNARSDÓTTUR, SVÖNU EIRÍKSDÓTTUR °9 HALLDÓRS SVAVARS ÓLAFSSONAR, fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Guðmundsson, Elin Jónsdóttir, Eirikur Guðmundsson, Ragna Óladóttir, Ólafur Halldórsson, Sigurlaug Ingimundardóttir. Ástkær sonur okkar, bróðir, frændi og fósturfaðir, ÞORLEIFUR INGVASON, og ástkær móðir okkar, dóttir mín, systir okkar, mágkona og frænka, - LIUA ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR, sem létust af slysförum þann 26. október, verða jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 4. nóvember kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, Ingvi Þórðarson, Auður Þorkelsdóttir, Erlendur Ingvason, Þorkell Ingvason, Þórður Ingvason, Sigrfður Ingvadóttir, i Kristrún Ragna Elvarsdóttir, Ingólfur Hjálmarsson, Guðrún Helga Elvarsdóttir, Kristrún Ósk Kalmannsdóttir, Halldór Ásgeirsson, Guðlaugur Rúnar Ásgeirsson, Jón Björn Ásgeirsson, Ásrún Sólveig Asgeirsdóttir og fjölskylda, Sigurborg Kristin Ásgeirsdóttir og fjölskylda, Gunnlaugur Steinar Ásgeirsson og aðrir vandamenn. Hinum fjölmörgu vinum, sem sendu okkur samúðarkveðjur og sýndu okkur hlýhug og stuðning við fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og bróður, ÁRNA VALMUNDSSONAR, Espilundi 5, Akureyri, Anna Pétursdóttir, Árni Árnason, Margrét Þorvarðardóttir, Valmundur P. Árnason, Ingibjörg Ringsted og barnabörn, Anna Valmundardóttir, Eysteinn Árnason, Einar Valmundsson, Hallfríður Sigurgeirsdóttir, Eiður Baldvinsson. sem lést þann 11. október sl., þökkum við af öllu hjarta. Guð blessi ykkur öll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.