Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • Á FIMMTUGSAFMÆLI Sam- einuðu þjóðanna gefur Fjölvi- vasaátgáfan út rit um stöðu og hlutverk þessara samtaka, þar sem þeirri kenningu er haldið fram, að það sé ekki nóg að sam- tökin haldi sig á diplómatísku/pól- ítísku sviði. Ef koma eigi á al- heims friðarríki sé óhjákvæmilegt að huga betur að hinum innra friði. Bók þessi kall- ast „Friður á jörðu“ og höfund- Sn Chlnm°y urinn sem heldur þessu fram er indverski lærimeistarinn Sri Chinmoy, en Fjölvi/Vasa hefur áður gefið út þrjár bækur eftir hann; Hugleiðsla, Andlát ogend- urholdgun og Móðuraflið í Kúndalini. Hann er búsettur í New York og er þar tíður gestur í bækistöðvum SÞ, þar sem hann heldur daglegar hugleiðslusam- komur með fulltrúum og starfs- fólki. Sri Chinmoy bindur miklar vonir við Sameinuðu þjóðimar í framtíðinni. Bókin Friður ájörðu er 176 bls. og skiptist í 30 kafla auk loka- þáttar sem kallast Orð friðar og er safn málshátta, lífsspeki og Ijóðmála um frið. Guðný Jónsdótt- ir íslenskaði bókina, sem erprent- uð í ísafoldarprentsmiðju. Hún kostar 1.280 krónur. • FJÖGRA mottu herbergið er eftir japanska hækusmiðinn Matsuo Basho. Japanska hækan er eitt knappasta ljóðform sem þekkist. Hún er náttúrurljóð, and- artaksmynd, snöggrissuð, oft eins og dropi sem gár- ar vatnsflöt, en líka eins og eldur sem lýsir upp ver- aldir. í kynningu seg- ir: „Skáldið og zenmunkurinn Matsuo Basho (1644-1694) er talinn meistari óskar Ámi japönsku hæ- Óskarsson kunnar. Hann átti stóran þátt í að hefja hækuna til vegs og virðingar með því að einfd- alda hana, skerpa og dýpka svo nú er hún talinn merkasta framlajg Japana til heimsbókmenntanna. I bókinni birast úrval verka þessa mikla hækusmiðs.“ Útgefandi er Bjartur. Óskar Ámi Oskarsson þýddi og ritaði inngang. Bókin er prentuð í Gut- enberg. Kápugerð annaðist Snæ- bjöm Amgrímsson. Verð bókar- innar er 1.595 kr. MÖRKINNI 3 - SÍMI 588 0640 Safnað fyrir tónleikaferð DIDDÚ ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur. Tvær ungar Þórs- hafnarstúlkur, þær Ágústa Margrét Jóhannsdóttir og Eygló Jónas- dóttir, trekktu Diddú upp í „dúkkuaríunni". Nýr flygill vígður á Þórshöfn Diddú og Anna Guðný heilla Þórshafnarbúa Þórshöfn, Morgunblaðið Einn stærsti tóniistarviðburður hér á Þórshöfn í áraraðir var fyrir skömmu en þá komu söngkonan góðkunna Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir, undirleikari hennar, hingað í þeim erindagjörðum að vígja nýjan flygil sem kirkjukór staðarins hafði fest kaup á. Óþarft er að orðlengja það að Diddú og Anna Guðný „áttu salinn" frá upphafi til enda og ætlaði lófa- taki áheyrenda aldrei að linna en fullt hús var á tónleikunum. Diddú brást ekki vonum tónleikagesta frekar en undirleikari hennar og geislaði frá henffi hlýja og kímni. Það var einróma álit áheyrenda að tónleikar sem þessir mættu vera oftar á dagskrá hér á landsbyggð- inni til þess að næra menningar- þyrstar sálir sem allt of sjaldan fá að njóta þess að sjá og heyra lands- ins bestu listamenn. Núna í haust hafa Þórshafnarbú- ar og nærsveitamenn ekki þurft að kvarta yfir deyfð í skemmtana- lífinu en ýmislegt hefur verið á boðstólum. Trúbadúr skemmti á Hafnarbarnum fvrir skömmu og í félagsheimilinu Þórsveri var Bubbi Mortens með tónleika fyrir fullu húsi en þar næst var dansleikur með hljómsveitinni Sóldögg. Hljómsveitin Súkkat verður með tónleika og sjávarréttakvöld í Þórs- veri þann 4. nóvember nk. Tveir hljómsveitarmeðlimir eru kokkar, annar frá veitingahúsinu við Tjörn- ina en hinn frá Hótel Búðum og verður boðið upp á það besta úr djúpum Þistilfjarðar. Páll Bergsson mun leika létta tónlist fyrir matar- gesti og von er á skemmtidagskrá með. hinum eina, sanna trúador okkar Þórshafnarbúa. Aldurstak- mark verður átján ár.Leikfélagið rekur síðan lestina með skemmti- dagskrá og dansleik fyrstu helgina í desember. TÓNLIST Langholtskirkja GRADUALEKÓR LANG- HOLTSKIRKJU Gradualekór Langholtskirkju. Stjómandi Jón Stefánsson. Sunnu- dagur 29. október. SAMKVÆMT fréttatilkynn- ingu í Morgunblaðinu er kórinn, sem slíkur, ungur að árum, var stofnaður 1991. Kórinn er einnig ungur að árum í þeim skilningi að Kórfélagar eru á aldrinum 11 til 16 ára. Kröfur varðandi inn- göngu í kórinn eru sagðar miklar og þá spyr maður sjálfan sig, hvers vegna vantar strákana í kórinn, en þeir eru aðeins tveir í kórnum móti 43 stúlkum. Ekki eru strákar ónæmari stelpum hvað tónheyrn varðar og þótt við séum kallaðir sterkara kynið, a.m.k. var það svo einu sinni, þá megum við ekki láta stelpurnar valta svona yfir okkur. Strákar, ef þið hafið gaman af tónlist þá drífið ykkur kór. Eg veit að vísu að árin frá 13 til 16 ára eru ekki hliðholl söngrödd drengja en fram að þessum aldri getið þið gert kraftaverk um leið og þið verðið félagar í, að því er virðist, mjög góðum kór, sem Gradualekórinn virðist stefna í að verða. Kórinn byijaði söng sinn með níu sálmalögum eftir Hjálmar H. Ragnarsson við texta Kristjáns Vals Ingólfssonar, en milli lag- anna lásu kórfélagar upp úr hinni helgu bók. Lögin eru skrifuð fyr- ir einradda eða tvíradda barnakór og því afar tónræn og ekki sér- lega krefjandi. Gradualekórnum hefði þó mátt bjóða eitthvað bragðmeira og ekki hefði skaðað að mæta einhveijum þjóðlegum tóni í sálmalögunum. Salutatio Marie, yfir latneskt helgikvæði, eftir Jón Nordal er fögur tónsmíð og þar byijaði kórinn að sýna hvers hann er megnugur því póli- fónían í verki Jóns krefst tón- öryggis sem kórinn skilaði ágæt- lega. Eftir hlé söng kórinn fyrst hin- ar umdeildu Vatnsenda-Rósu-vís- ur Jóns Ásgeirssonar. Þrátt fyrir fallegan söng kórsins fannst mér lagið of hægt sungið og bitna á hrynjandi þjóðlagsins. Annað þjóðlag, í útsetningu Jóns, Móðir mín í kví kví, söng kórinn einnig mjög hægt, en þar naut hraðaval- ið sin vel, og tregi og þunglyndi ljóðs og lags skilaði sér vel. í ungversku þjóðlagi Lati sígaun- inn, í úts. Zoltán Kodaly, sýndi kórinn enn hvað í honum býr. Hin stemmningsríka Ave María eftir Kodaly er, að ég best veit, skrifuð fyrir karlakór og í þeirri gerð sungin töluvert hægar en Gradualekórinn gerði í kvöld. Mér sýnist að hér sé í uppsigl- ingu framúrskarandi unglingakór og vonandi tekst honum að safna sér aurum upp í fyrirhugaða ferð til Færeyja og Danmerkur. Hér á stjórnandi kórsins Jón Stefánsson heima. Hann hefur sannað sig sem mjög góður kórstjóri. Takt- slag hans, fyrir kór, er skýrt, lif- andi og rétt og því skal honum og kórnum hans óskað til ham- ingju með kvöldið og góðrar ferð- ar til frænda vorra í Færeyjum og í Danmörku. Ragnar Björnsson Úrval ljóða Jóns Óskars BOKMENNTTR Ljóðabók LJÓÐ Eftir Jón Óskar. 78 bls. Jóhann árel- íuz ritar aðfaraorð. Valdimar Tómas- son 1995. ÞESSI bók lætur lítið yfir sér á ytra borði og er trúlega með þeim smágerðari sem gefnar hafa verið út í seinni tíð; ekki er það þó til samræmis við innihaldið því hér er á ferðinni ágætt úrval úr ljóða- bókum eins af góðskáldum þjóðar- innar. Með svona hógværu útliti er kannski verið að andæfa gegn þess háttar glysi í -útgáfu sem áberandi hefur verið í seinni tíð: Glæsileikann í útliti hefur ekki vantað en þegar sellófaninnsiglið hefur verið rofið og spjöldum bók- arinnar lokið upp hefur maður ein- att gripið í tómt! Sá sem valdi Ijóðin í þessa bók hefur leyst verk sitt ágætlega af hendi. Urvaiið gefur dágóða inn- sýn í skáldskap Jóns Óskars. Reyndar kemur hvergi frarn hver valdi ljóðin og eins vantar allar uppiýsingar um uppruna Ijóðanna sem auðvitað hefðu átt að fylgja. Þá er ekki aðeins átt við úr hvaða bókum þau eru fengin heldur hefði einrpitt verið. kjörið tækifæri til að gera grein fyrir sögu þeirra, eins og tiltækar heimildir geyma. Fyrir þá sem þekkja til ljóða Jóns Óskars kemur þetta auðvitað ekki að sök en fyrir hina er það óneitan- lega dálítið bagalegt. Frumsamdar ljóðabækur Jóns Ósk- ars eru orðnar fimm talsins, og sú sjötta, Hvar eru strætisvagn- arnir?, væntanleg nú á haustdögum. Úr fyrstu bókinni, Skrifað í vindinn, sem kom út 1953, hafa orðið fyrir valinu 11 ljóð (flest elstu Ijóðin úr fyrsta hluta) ásamt tileinkunn þeirrar bókar; hér er ort í skugga stríðsins, skugga þess stríðs sem hefur síðan hvílt á okkur eins og mara: Ég kveð þig maður meðan dauðinn slær og myrkum hðndum vofir yfir þér og hvöttum ljá um lífsins akur fer og litar hauðrið blóði fjær og nær... Mörg ljóðanna í fyrstu bókinni einkennast af þeim kvíða og ugg sem þjóðin bar í bijósti á árunum eftir stríð, hin gamla heimsmynd var hrunin og útlendur her sestur að í landinu. Úti í heimi héldu bijálaðir stríðsherrar áfram að hafa sitt fram - en nú í köldu stríði eins og kallað var. Eitt fyrsta ljóðið sem Jóh Óskar birti á prenti var „Ég sagði við þig“. Það birtist í Tímariti Máls og menningar í upphafi árs 1941, snoturt kvæði og varð meðal ann- ars sumum eftirminnilegt sökum ósiðlegrar prentvillu (komma féll niður á mikilvægum stað!). Upphafserindið er svona: Ég sagði við þig: Ertu saklaus og hrein ertu sumarsins mær? og þú sagðir og brostir: Ég syndga ekki meir, - en ég syndgaði í gær. Elstu Ijóð Jóns Ósk- ars bera þess merki að skáld sem er að byija að yrkja leitar sér fanga vítt og breitt um skáldskaparland- ið. En smám saman mótast persónulegur stíll, og þessi fyrsta ljóðabók Jóns Óskars sýndi glöggt hvers hann var megnugur. Nóttin á herðum okkar, önnur ljóðabók Jóns, sem kom út 1958, ber skýr höfundareinkenni hans: Hin manneskjulega sýn, hljómfall orðanna, hrynjandin, seiðmögnuð áhrif ljóðmálsins. I þessu úrvali er að finna tíu kvæði úr þeirri bók sem var myndskreytt af Kristjáni Davíðssyni. Þótti brotið óvenju stórt á sínum tíma, og þykir kannski enn! Þú vaknar morpn einn og sérð til veðurs og bak við þig er heimsins mikli draumur um fegra líf og sáttgjarnari hendur og allra brauð og allra sólskinsstundir þú vaknar morpn einn og heyrir brotna í afargreipum vindsins fúna stofna og bak við þig er heimsins mikli draumur... (Uppliaf ljóðsins Draumur heimsins.) Sex Ijóð eru fengin úr bókinni Jón Óskar Söngur úr næsta húsi (1966) og sjö ljóð úr Þú sem hlustar (1973). Þessi lesandi hefði kannski valið dálítið öðru vísi úr þessum bókum heldur en sá nafnlausi sem vann verkið gerði, án þess að þar komi til nokkuð annað en ólíkur smekk- ur. Og eins og segir í formála Jóhanns árelíuzar: „... næsta auðvelt væri að setja saman önnur úrvöl í viðbót við það sem hér er á ferðinni“ (bls. 6). Eldri bækur Jóns Óskars hafa verið ófáanlegar um langt skeið, sem leiðir hugann að því hvers vegna í ósköpunum safn ljóða hans hefur ekki verið gefið út ennþá! Fjögur ljóð úr bókinni Nætur- ferð (1982) er að finna í þessu úrvali og loks fimm ljóð úr nýrri ljóðabók, Hvar eru strætisvagn- arnir?, sem er reyndar ekki komin út þegar þessi orð eru skrifuð. Það telst auðvitað dálítið óvenjulegt að ljóðin skuli koma fyrir sjónir lesenda með þessum hætti, en ekkert er út á það að setja nema að fyrir vikið er ekki hægt að skoða þau og meta með hliðsjón af þeirri heild sem hver ljóðabók er. Nýju ljóðin standa reyndar ágætlega fyrir sínu, ein og sér. Til að mynda tvö Ijóð um þá ein- stöku „höfuðborg hjartans“ París, og ljóð úr fjörunni á Akranesi þar sem töfrar náttúrunnar taka öllum töfrabrögðum mannanna fram: Þegar útlendingar eru farnir aftur heim eftir að hafa haft hér í frammi töfrabrögð, stend ég í fjörunni á Akranesi, þar sem ég lék mér barn, og ég horfi töfraður á hafið. (Töfrabrögð, bls. 76.) Kristján Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.