Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDA.GUR1.NÓVEMBER1995 MORGUNBLAÐIÐ fMmr0mffl$faib STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMHUGUR ÍVERKI HIN BREIÐA samstaða þjóðarinnar með Flateyringum í hörmungum þeirra og sorg lætur engan ósnortinn. Hljóðlát blysför tugþúsunda íslendinga í Reykjavík í fyrra- kvöld sýndi þjóðarsamstöðu, sem er okkur öllum til sóma, og eiga skipuleggjendur þessarar fögru stundar, Félag framhaldsskólanema, heiður skilinn fyrir sitt framlag. Það er stórkostlegur árangur að landssöfnunin Samhug- ur í verki skuli hafa skilað þeim, sem um sárt eiga að binda á Flateyri, vel á þriðja hundrað milljónum króna á þeim fjórum dögum sem söfnunin hefur staðið. Þjóðin er ávallt tilbúin til að sýna órofa samstöðu á ögurstundu. Nú eru 22 ár liðin frá því að landsmenn stóðu að baki Vestmanneyingum, þegar náttúruhamfarir riðu yfir Heimaey og eldgos ógnaði framtíðarbyggð í stærstu verstöð landsins. íslendingar sýna það öðru sinni á þessu ári, að þegar þeir verða fyrir hörmungum á borð við mannskæð snjóflóð, þá eru allir bræður og systur: enginn skorast undan merkjum; smálegt dægurþras hverfur; hrepparígur og átök stjórnar og stjórnarandstöðu sömu- leiðis. Frábær árangur af landssöfnuninni Samhugur í verki í janúar í ár, er snjóflóð hrifsaði til sín kjarna byggðar á Súðavík og kostaði fjórtán mannslíf, er öllum í fersku minni. Auðvitað er ekkert til, sem bætt getur Flateyring- um og öðrum syrgjendum missi tuttugu ástvina. En það er von til þess, að þeir sem eiga um sárt að binda, geti fremur sefað sorg sína, þegar þjóðin nær að sýna þeim, sem mest hafa misst, samúð og samstöðu með þeim hætti sem Súðvíkingum var sýnd og nú Flateyringum. Það er ljós í myrkrinu, að samhugur þjoðarinnar skuli skila sér til syrgjenda með jafnáþreifanlegum hætti og nú hefur gerst. SKYNSAMLEG NIÐUR- STAÐA í QUEBEC MEIRIHLUTI Quebec-búa tók skynsamlega ákvörðun í atkvæðagreiðslunni um sjálfstæði fylkisins, sem fram fór í fyrradag. Meirihlutinn var reyndar afar naum- ur en niðurstaðan er engu að síður skýr: Quebec verður áfram hluti Kanada en ekki sérstakt ríki. Frönskumælandi íbúum Quebec fyndist þeir ef til vill geta lagt betri rækt við þjóðarvitund^ sína og séreinkenni, ef Quebec yrði fullvalda „þjóðríki". í kosningabaráttunni fyrir atkvæðagreiðsluna var hins vegar ekki ljóst við hvað væri átt með fullveldi. Sjálfstætt Quebec væri heldur ekki þjóðríki frönskumælandi fólks; innan landamæra þess væru annars vegar hundruð þúsunda enskumælandi manna og hins vegar 130.000 frumbyggjar. Þessir minnihlutahópar væru óánægðir með stöðu sína, rétt eins og margir Quebec-búar eru innan Kanada í dag, og frumbyggjarnir, sem gera kröfu til tveggja þriðju hluta landsvæðis Kanada, hafa lýst því yfir að þeir myndu vilja aðskilnað frá Quebec. Hvað væri þá unnið? Væri vandamál- ið smærra í sniðum vegna þess að minnihlutahóparnir væru fámennari? Þar, sem ólíkar þjóðir eða menningarhópar búa í ná- býli, er stofnun nýrra ríkja sjaldnast lausn á deilum þeirra, eins og dæmin sanna. Menn hljóta að leita annarra lausna. í forystugrein Morgunblaðsins 26. ágúst á seinasta ári, þar sem vikið var að deilunum í Quebec, sagði meðal annars: „Fólk er ekki líklegt til að sýna því ríki hollustu, sem treður á menningareinkennum þess og sjálfsvirðingu. Þjóðríkið, í núverandi skilningi, hlýtur að vera á undan- haldi — tilvera ríkis verður ekki byggð á menningarlegri einsleitni." Hinn naumi sigur sambandssinna í kosningunum í Que- bec sýnir að margir frönskumælandi Kanadamenn eru óánægðir með hlutskipti sitt og telja menningu sinni og tungu ekki nægilegan sóma sýndan. Það er óánægja, sem sambandsstjórnin og önnur fylki í Kanada hljóta að reyna að koma til móts við. Affarasælast er að finna lausn sem tryggir að menning og sérkenni allra Kanadamanna séu virt, og að þeir geti áfram sameinazt um sameiginleg pólitísk gildi, sem hafa frá upphafi verið undirstaða kanad- íska ríkjasambandsins, en láti ekki menningarmun sundra sér. VINKONURNAR Guðbjörg Birna Jónsdóttir og Sunna Dís Magnúsdóttir úr Flensborgarskóla. KRISTINN Sigurjónsson. BERGÞOR Skúladóttii HEITIÐ hafði verið 217 milljónum í söfnunina Samhugur í verki um áttaleytið í gærkvöldi. Jón Axel Ölafsson, talsmaður söfn- unarinnar, sagði að 600 til 700 manns hefðu starfað við söfnunina. Kristinn Einarsson, tæknirekstrar- stjóri hjá Pósti og síma, sagðist ekki vita til að jafnmargir símar hefðu verið tengdir einu símanúmeri og þegar mest var eða 90 símar. Jón Axel sagði að hægt væri að líkja skipulagningu söfnunarinnar við stofnun og rekstur á litlu fyrir- tæki með margþætta starfsemi. Aðeins tók um 12 tíma að koma aðstöðunni upp og hafa félagasam- tök, t.d. Rauði krossinn, Hjálpar- stofnun kirkjunnar, aðventistar og fjölmiðlar, mannað ákveðinn fjölda tölva. Aðrar tölvur hafa verið mann- aðar af almenningi. Sjálfboðaliðar hafa hringt inn og vaktstjóri hefur skipað þeim niður á vaktir. Jón Axel tók fram að söfnunin hefði gengið snurðulaust fyrir sig og andinn meðal sjálfboðaliðanna hefði verið mjög góður. Eiginlega hefði verið erfiðast að fá sjálfboða- liðana til að standa upp frá tölvunum til að fá sér næringu. Fjölmargir hafa stutt söfnunina og hafa fyrir- tæki t.a.m. gefið mat fyrir sjálf- boðaliðana. Mest voru 90 símar og 70 tölvur í gangi í söfnuninni. Sér- stakur hugbúnaður var notaður við söfnunina. Sjálfboðaliðar fengu stutt námskeið í notkun hans og hvernig þeir ættu að bera sig til við söfnunina. Eftir að kennitala vegna framlaga hafði verið slegin inn kom nafn viðkomandi á skjáinn. Hlutverk sjálfboðaliðans var að spyrjast fyrir um hversu háa fjárhæð viðkomandi hyggðist leggja fram og hvernig greiðslu yrði háttað. Eins og áður sagði lauk formlegri söfnun í gær- kvöldi. Söfnunarreikningur nr. 1183-26-800 í Sparisjóði Flateyrar verður hins vegar opinn út nóvem- ber. Hjá Kristni Einarssyni, tækni- rekstrarstjóra hjá Pósti og síma, kom fram að sett hefði verið upp svokölluð PBX-tenging vegna söfn- unarinnar. Tengingin væri ekki ný á nálinni en aldrei hefðu jafnmargir símar verið tengdir henni og þegar mest hefði verið í söfnuninni eða 90. Með tengingunni færist símtal í næsta lausa síma í sama símanúm- eri. Aðeins tók stuttan tíma að setja kerfið upp og höfðu ekki komið upp bilanir á því í gærdag. Vænt um símtöl frá yngstu börnunum „Ég gerðist sjálfboðaliði til að styðja gott málefni og hafa eitthvað fyrir stafni í atvinnuleys- _______ inu. Við höfum fundið hvað harmleikurinn hefur snert þjóðarsálina. Mér hefur fundist sérstaklega vænt um símtölin frá litlu ^~^~*~ krökkunum. Sumir hringja og vilja gefa allt úr sparibauknum sínum, kannski 300 til 400 kr. Yngsta barn- ið var 4 ára strákur. Við komumst klakklaust fram úr símtalinu. Þó að þau yngstu geti ekki gefíð upp kennitölu geta þau sagt hvenær þau Landssöfnunin Samhugur í verki gekk HARMLEIK INN SNEB ÞJÓÐARSÁl Landssöfnun undir yfírskriftinni Samhugur náttúruhamfaranna á Flateyri lauk kl. 10 í gæi Ólafsdóttir kynnti sér tæknilega hlið söfnunar upp á sjálfboðaliða í gær. H VERT sæti var skipað í húsakynnum söfnunarinnar enda ve 90 símtæki tengd við eitt númer eigi afmæli og út frá því vinnum við," sagði Kristinn Sigurjónsson, einn af sjálfboðaliðunum í söfnun- inni, í samtali við Morgunblaðið í gær. Kristinn, sem er frá Bolungarvík, sagðist hafa verið-að leika sér svolítið með tölur í söfnuninni. „Algengustu framlögin í """"""" söfnuninni eru 1.000 til 5.000 kr. Ef miðað er við 260.000 íbúa er meðaltalið 600 til 700 kr. eins og staðan er núna [um 180 milljónir]. Meðaltalsframlög ein- staklinga og fyrirtækja eru hins vegar um 6.000 kr. og sé sú upphæð margfölduð með íbúafjölda fæst einn og hálfur milljarður," sagði Kristinn. Kristinn starfaði við söfnunina fyrir Súðvíkinga í janúar. „Ég hef hitt aftur márga úr síðustu' söfnun. Andinn er góður og hér er alltaf líf og fjör," sagði hann og tók fram að á erfiðleikatímum eins og gengið hefðu yfír á Vestfjörðum sýndi sig að íslendingar stæðu þétt saman þegar á þyrfti að halda. Margir segjast gefa lítið „Af því ég er ekki að vinna og á tíma aflögu finnst mér sjálfsagt að hjálpa til þegar á þarf að halda," sagði Bergþóra Skúladóttir sjálf- boðaliði. Hún sagði almenning afar fÚ! „IV ist bö sit El ek og áð 19 hr og úp inj hú áf sv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.