Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Dýrari tegundir bíla lækka í verði vegna nýrra tollareglna Fleiri notaðir bílar fluttir inn INNFLUTNINGUR á notuðum fólksbílum hefur aukist verulega frá því nýjar tollareglur tóku gildi í byij- un júlí. Fluttir höfðu verið inn 219 notaðir fólksbílar fyrstu fjóra mán- uðina eftir reglugerðarbreytinguna, frá byijun júlí til loka október. Mest hefur verið flutt inn af þýskum bíl- um, 84 bílar, 53 bandarískir bílar og 46 japanskir bílar. Halldór Baldvinsson hjá Aðalbíla- sölunni segir að með breytingum á tollareglunum gefist íslendingum nú kostur að kaupa notaða bíla í dýrari verðflokki á sannarlega lægra verði en affallareiknað fob-verð sagði til um. Halldór segir að mikið framboð sé á bílasölum í Þýskalandi af eins til fimm ára gömlum Mercedes-Benz bílum, sem lítið framboð er af á markaði hérlendis. Mikið framboð í Þýskalandi skýrist af því að stutt er síðan C- og E-lína bílanna var end- umýjuð. Mikið framboð og útstreymi „Það er mikið framboð af eldri gerðunum og alltaf betra og betra verð. Þó er framboð ekki mikið af sjálfskiptum bílum og því dálítið erf- iðara en ella að finna réttu bílana fyrir íslenskan markað. Framboðið er mikið en útstreymið frá Þýska- landi er líka mjög mikið. Þangað leita allar Norðurlandaþjóðimar, Rússam- ir eru alls staðar að kaupa Mercedes- Benz, Portúgalir, ítalir og Spánveij- ar, allir að flytja þá út úr landinu," segir Halldór. Hann segir að flestir bílanna séu seldir ytra með. allt að tveggja ára ábyrgð frá þýsku fyrir- tæki. Halldórsegir að það ásamt því að hann prófar bílana og skoðar eigi að vera nokkuð góð trygging fyrir því að bílarnir séu í góðu standi. Halldór kveðst hafa flutt inn not- aða bíla á árunum 1985-1987 en síð- an hafi komið daufur kafli í viðskipt- in. Fyrir einu ári fór hann að flytja inn bíla frá Þýskalandi og bjóða þá Morgu nbl aðið/Þorkell NOKKRIR bílar af Mercedes-Benz gerð og BMW, sem Halldór hefur flutt inn. á töluvert lægra verði en þeir voiu metnir á hérlendis. Á einu ári hefur hann flutt inn 45 notaða bíia, þar af eru um 80% af Mercedes-Benz gerð. Þá er hann að heija innflutning á notuðum bílum frá Kanada. Hall- dór segir að töluvert miklu geti mun- að á verði innfluttra bíla og gang- verðs á markaði hér en það beri að hafa í huga að innfluttu bílana verð- ur að staðgreiða og engir bílar tekn- ir upp í söluverðið. Halldór segir að margir hafi hafið innflutning á not- uðum bílum þegar tollareglur breytt- ust í sumar. Áður voru reglurnar þær að tollstjóri fékk uppgefíð fob-verð frá umboði og við það var stuðst við útreikning á afföllum á notaða bíln- um. Nú er hins vegar stuðst við reikning frá kaupanda bílsins, eins og gert var allt fram til ársins 1988 þegar reglunum var breytt. Stúdentar á alnetinu BIRTAR voru svonefndar útskriftarkynningar á blaðsíðu 6 í Morgunblaðinu á sunnudag. Um var að ræða samstarfsverkefni Morgunblaðsins og Stúd- entaráðs Háskóla Islands. Tilgangurinn er að gefa stúdentum tækifæri til að láta vita af brautskráningu sinni og fá þannig hugsan- lega atvinnutækifæri. Erlendis er algengt að ungt fólk kynni sig á vinnu- markaðnum með þessum hætti og er stefnt að því að bjóða slíkar kynningar í Morgunblaðinu við útskrift- ir nemenda á háskólastigi og einnig við brautskrán- ingu nemenda I verklegum greinum. Auk þess sem kynning- arnar birtust í Morgunblað- inu verða þær birtar á heimasíðu Morgunblaðsins á alnetinu í a.m.k. einn mánuð frá og með deginum í dag, 1. nóvember (http://www.streng- ur.is/mbl). Dýrum úrum stolið TVÍVEGIS á hálfum mánuði var brotist inn í verslun Jóns og Óskars á Laugavegi og stolið dýrum úrum úr glugga verslunarinnar. Þjófarnir hafa ekki náðst. Þann 14. október var stolið 12 Delma-úrum og unnar miklar skemmdir á hús- næðinu og eru þær metnar á um eina milljón króna. I fyrrinótt var svo brotin stór rúða og stolið þremur dýrum Mercedes Benz-úrum, en verð þeirra var 120 þús- und, 150 þúsund og 174 þús- und krónur. Dýrasta úrið fannst skemmt um nóttina. Rannsóknarlögregla ríkis- ins fer með rannsókn máls- ins, en þar fengust þær upp- lýsingar að málin væru óupp- lýst. Tillaga um að borgaralegar fermingar verði ekki í Ráðhúsinu BORGARSTJÓRI hefur lagt fram í borgarráði frávísunartillögu vegna tillögu sjálfstæðismanna í borgarráði um að samþykkt verði að Ráðhúsið verði ekki oftar vett- vangur fyrir borgaralegar ferm- ingar. í tillögu borgarstjóra segir að ekki verði séð að ástæða sé til að útiloka tiltekínn hóp borgarbúa frá því að nýta sér Ráðhúsið og því sé tillögunni vísað frá. Frávís- unartillagan var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Opinn almenningi í frávísunartillögu borgarstjóra segir enn fremur að húsnefnd ráð- hússins hafi reynt að liðsinna sem flestum sem til hennar leiti og að meginreglan til skamms tíma hafi verið sú að Tjarnarsalurinn væri einungis lánaður endurgjaldslaust út til viðburða, sem fyrst og fremst hafi listrærit gildi og væru opnir almenningi eða höfðuðu til al- mennings. Þessi regla væri enn í gildi en það sem hún setti starf- seminni þrengri skorður en ástæða væri til og takmarkaði afnot borg- arbúa af Ráðhúsinu umfram það sem tíðkaðist í öðrum borgum hafí verið ákveðið að salurinn skyldi jafnframt falur gegn gjaldi R-listínn vísaði tillögunni frá í tilvikum þar sem viðburðir upp- fylltu ekki þessi skilyrði. Víðar reglur í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, segir að aug- lýst sé að reglur þær sem vitnað sé tii í bókun R-listans séu svo víðar að áfram yrði að velja og hafna eins og gerst hafi þegar Hjálpræðishernum var úthýst en borgaralegri fermingu sérstaklega fagnað. í frávísunartillögu R-list- ans væri athyglisvert að hvergi væri minnst á afgerandi hlut borg- arstjóra í þeirri borgaralegu ferm- ingu sem framkvæmd var í ráð- húsinu á síðasta vetri. Aldrei úthýst í bókun borgarstjóra segir að bókun Sjálfstæðisflokksins hljóti að vera byggð á misskilningi. Hjálpræðishemum hafí aldrei ver- ið úthýst úr Ráðhúsinu eins og komið hafi í ljós við móttöku á vegum borgarstjóra vegna komu kommandórs Earle Maxwell til landsins. Þá hafi Lúðrasveit Hjálp- ræðishersins spilað í ráðhúsinu og borgarstjóri hafi auk þess ritað ávarp í afmælisrit hersins og verið viðstödd 100 ára hátíðarsamkomu og flutt þar ávarp. Hvað varðaði borgaralega fermingu í Ráðhúsinu hafi ekki verið talin ástæða til að geta sérstaklega um ávarp borgar- stjóra í frávísunartillögunni enda hafi það verið óviðkomandi útláni á Tjarnarsalnum. Borgarstjóri flytji víða ávörp, ýmist í krafti embættis síns eða sem einstakling- ur og í því felist ekki að borgaryf- irvöld sem slík eigi sérstaka aðild að þeim viðburðum. Fæðingarorlof yfirleitt lengra hjá öðrum Norðurlandaþjóðum en hjá íslendingum SÆNSKIR og danskir foreldrar sem ættleiða börn njóta sama rétt- ar til fæðingarorlofs, styrkja og dagpeninga og þeir foreldrar sem eignast böm. Á íslandi, í Noregi og Finnlandi njóta foreldrar sem ættleiða böm hins vegar ekki sama réttar og aðrir foreldrar. Fæðing- arorlof er styst í Danmörku og á íslandi. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Össurar Skarphéðins- sonar þingmanns Alþýðuflokksins. í íslenskum lögum um fæðing- arorlof er miðað við að það sé 6 mánuðir en samkvæmt sérákvæði er fæðingarorlof vegna ættleiðing- ar 5 mánuðir og má taka það frá þeim tíma sem leyfi til ættleiðing- ar hefst. Mánaðargreiðslur al- mannatrygginga em jafnháar í báðum tilfellum en ættleiðandi móðir fær 26.294 krónur í fæðing- arstyrk í fimm mánuði og ýmist fulla eða hálfa fæðingardagpen- inga á sama tímabili, 1.102 krónur Ekki sami réttur við fæðingu og ættleiðingu eða 551 krónu á dag eftir því hvað móðirin hefur unnið mikið árið fyrir ættleiðingu. í Danmörku er fæðingarorlof jafnlangt, hvort sem um fæðingu eða ættleiðingu er að ræða, eða 24 vikur. Dagpeningar eru 90% af launum viðkomandi, þó að há- marki 2.556 danskar krónur á viku eða um 29.900 krónur og miðast upphaf greiðslu vegna ættleiðing- ar við þann tíma sem bamið kem- ur á heimilið. Að auki fá foreldrar sem ættleiða barn frá útlöndum sérstaka eingreiðslu, sem var í sumar 31,457 danskar krónur (368 þúsund ISK). Árs orlof Norskir foreldrar eiga rétt á fullum dagpeningum í 42 vikur (210 virka daga) eða 80% dagpen- inga í 52 vikur (260 virka daga), svo framarlega sem þeir hafa unn- ið úti a.m.k. sex af síðustu 10 mánuðum fyrir fæðingu. Þessir dagpeningar miðast við tekjur við- komandi. Foreldrar sem ættleiða barn eiga rétt á dagpeningum í 37 vikur eða 80% dagpeningum í 46 vikur. Þeir foreldrar sem ætt- leiða barn, en uppfylla ekki skil- yrði fyrir greiðslu dagpeninga, geta fengið eingreiðslu sem nam í upphafi ársins 26.625 norskum krónum (270 þúsund ISK). Að auki fá foreldrar sem ættleiða barn frá útlöndum 30 þúsund norskar krónur eða um 310 þús- und íslenskar krónur. í Svíþjóð gilda sömu reglur, hvort sem um er að ræða fæðingu eða ættleiðingu. Greiddir eru dag- peningar í samtals 450 daga vegna fæðingar eða ættleiðingar barns. Dagpeningar eru aldrei lægri en 60 krónur á dag, eða rúmar 580 íslenskar krónur, hjá þeim sem ekki hafa stundað vinnu. Aðrir fá hlutfall launa, 90% fyrstu 30 dag- ana og síðan 80% af sömu við- miðun í 330 daga. Síðustu 90 dag- ana er upphæðin 60 krónur á dag. Að auki er greidd eingreiðsla vegna ættleiðingar bams frá út- löndum. Miðast greiðslan við helming ættleiðingarkostnaðar, þó að hámarki 24 þúsund sænskar krónur eða um 233 þúsund krónur. Finnskir foreldrar, sem ættleiða börn undir 6 ára aldri, eiga rétt á fæðingarorlofi og miðast upphafið við þann dag sem þeir fá barnið í hendur. Dagpeningar eru greidd- ir 234 virka daga frá fæðingu barnsins; ef foreldrar taka við barninu þegar meira en 134 virkir dagar eru liðnir frá fæðingu fá þeir greidda dagpeninga í 100 daga að hámarki. Vegna fæðingar eru hins vegar greiddir dagpeningar í 105 virka daga til móður og síðan í 158 virka daga til annars hvors foreldris og miðast upphæðin við sjúkradag- peninga, en þeir miðast við tekjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.