Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens risastót-fann \ krems-túpa, fer Tommi og Jenni lljunenc/ist V cú-eiUftt! OKAV, BEFORE U)E BE6IN, l'LL REAP THE RULES. /600P! I LOVE THE / RULE5.. ONCE HOV KNOW THE RULES, \YOU CAW CHEAT. UJHAT I ALUJAYS SAY 15 H0\) CAN'T REALLY CHEAT UNLE55 HOV KNOW THE RULE5.. S WHAT I.ALWAY5 SMJ ALLT í lagi, ég skal Gott! Mér er annt um Það sem ég segi alltaf, er, Það er það sem ég er lesa reglurnar áður en reglurnar ... Um leið og að maður getur eiginlega alltaf að segja. við byrjum... maður kann reglurnar svindlað nema maður getur maður svindlað ... þekki reglurnar... BREF TDL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 Forræðishyggja? Frá Jóni K. Guðbergssyni: ENN er miðbær Reykjavíkur á dag- skrá. Svo virðist sem yfirvöld séu nú fyrst að uppgötva það að íbúar heilla hverfa eru svefnlausir um helgar vegna hávaðasamra, öldrukk- inna viðskiptavina sjoppugreifanna. Hins vegar fer það enn ölu hljóðara að fyrir miðjan morgun á laugardög- um og sunnudögum er kvaddur út her manns til að hreinsa miðbæinn eftir „gleðskap" þessara sömu við- skiptavina. Og hverjir borga svo þann brúsann. „Ekki ég," segja sjoppugreifarnir. „Ekki ég," segja þeir sem græða á sölu göróttra veiga. Nei, litla gula hænan í þessum leik er að sjálfsögðu hinn heiðarlegi skattborgari, meira að segja sá. sem ekki fékk sofið vegna menningar- legra umgengnishátta krásetu- manna. Menn vita af hverju vandinn stafar en það má helst ekki segja það berum orðum. Og ef einhver gerist svo djarf- ur að leggja til að bjórsjoppunum verði lokað að siðaðra manna hætti svo saklausir borgarar fái svefnfrið, að ekki sé talað um að fækka þeim, þá rísa gjaman upp svokallaðir eig- endur þeirra eða málpípur áfengis- sala, reka upp Ramakvein og tala um forræðishyggju. Sú skepna virðist víða ríða húsum án þess að þeir hugprúðu riddarar sem sækja gegn henni fái rönd við reist. í bjórlandinu góða, Englandi, er krám lokað miklu fýrr en hér. Og ef nábúar slíkra fyrirtækja kvarta undan hávaða eða óspektum vegna þeirra er þeim umsvifalaust lokað. í fyrra birtust um það fréttir að í sjálfri háborg bjórsins, Miinchen, var ákveðið að loka bjórgörðum svo- nefndum klukkan 10 að kvöldi, sem sé tveim tímum áður en íslenskur sjoppujón getur hugsað sér að setj- ast að sumbli á þeim menningarsetr- um sem rekin eru í nafni frelsisins í miðborg Reykjavíkur. Og í Kaliforníu, sem er ímynd einstaklingshyggju og frelsis í margra augum, er ákveðinn kvóti á fjölda áfengisveitingahúsa og ann- arra sölustaða þess varnings. En hér á íslandi erum við svo frelsisunnandi að þegar takmarka á fjölda þeirra staða þar sem selt er efni sem sannanlega hefur valdið dauða fímm ungra landa okkar á nokkrum vikum, eða koma í veg fyrir að slíkar stofnanir séu opnar allan sólarhringinn þá rísa þeir upp sem hafa framfæri sitt af að dreifa þessu efni, þykjast marktækir í umræðu um það og hrópa: Forræðis- hyggja! Væri kannski rétt að slökkva öll umferðarljós? Þar er forræðishyggj- an auðsæ. Eða senda Alþingi heim því það gerir raunar fátt annað en setja okkur ýmiss konar reglur? Það er því algjör forræðishyggjustofnun. Eða væri kannski ráð að fara að nefna hlutina sínum réttu nöfnum, þar á meðal hlutdeild áfengisneyslu í hverskonar ómenningu og slysum og glæpum? JÓNK.GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Jón Baldvin í NATO og af landi burt Frá Guðmundi Gunnarssyni: NÚ ÞEGAR þessar línur eru ritaðar má sannfrétt teljast að Willy Claes, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, verði ekki lengur sætt í því embætti. Um skeið hafa vanga- veltur verið uppi um væntanlegan eftirmann og hefur athygli beinst að Uffe Ellemann Jensen hinum danska. Ekki skulu bornar brigður á að hann sé hið besta fallinn til slíkrar tignar- stöðu enda virðast landar hans hafa hann og flokk hans, hinn danska Framsóknarflokk, Venstre, allmjög í hávegum nú um sinn. Hitt þykir mér miður að við íslendingar skulum ekki skynja vorn vitjunartíma í þessu efni og taka höndum saman um að koma á framfæri manni sem hefur alla kosti til að bera að taka við um- ræddri tignarstöðu. Er mér þar eng- inn annar í huga en Jón Baldvin Hannibalsson sem með framgöngu sinni allri undanfarin ár hefur fært fullar sörmur á að vera afkomandi norrænna víkinga en ekki írskra þræla, svo óbeint sé vitnað í frægt skáldverk sem á sögusvið sitt á Vest- fjörðum. Virðast mér við landar hans gera veg hans lítinn nú um sinn þeg- ar hann stendur ekki lengur á stjórn- palli þjóðarskútunnar heldur í hópi hásetanna á dekkinu. Fer það mjög að sönnum líkum að honum þyki slíkt hlutskipti ekki hæfa manni er í sjö ár hefur með reisn setið ráðherra- stóla, myndað eina ríkisstjórn í beinni útsendingu í sjónvarpi, aðra á forn- helgu setri í Viðey við annan mann og hafði heiminn fyrir fótum sér líkt og hálft kálfskinn sem utanríkisráð- herra lýðveldisins íslands. Væri það einungis sannlegt að allir myndu hversu hann fór sem frelsisengill með stresstösku um Eystrasaltslönd, er þau reyndu að komast undan áþján Kremlarbænda, og viðurkenndi ný ríki úr brotum hinnar gömlu Júgó- slavíu rétt eins og hann smellti stimpli á pappír. Fer raunar ekki á milli mála að hann hefur einskis lát- ið ófreistað að berja á hinum ófrýni- lega selshaus heimskommúnismans hvar sem hann hefur því mátt við koma. Einhverjir vildu máske koma með þá viðbáru að bráðlega opnist leið að Bessastöðum. Slíkur friðarstóll hæfír að mínu mati á engan hátt hinni vestfirsku víkingslund hans. Hæfílegt viðnám hennar væri ein- mitt ef hann frá æðsta tróni Atlants- hafsbandalagsins gæti komið skikk á hina morðóðu stríðsdólga er vaða blóðugir upp til axla um hina fornu Júgóslavíu. Hefur enda virst svo sem bandalagið væri helst sú stofnun er illþýði það hefur tekið eitthvert mark á. Vissulega ætti því kjörorð allra sannra íslendinga á næstu dögum að vera: Jón Baldvin í NATO og af landi burt. GUÐMUNDUR GUNNARSSON, Vanabyggð 17, Akureyri. Allt efni sem birtist f Morgunbiaðinu og Leabók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.