Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Búnaðarbanki lækkar útlánsvexti verðtryggðra lána um 0,25% Búist við frekari vaxtalækki iniim Öllum umboðsmönnum Flugleiða á landsbyggðinni sagt upp Liður í endur- skipulagningu BÚNAÐARBANKINN lækkar í dag kjörvexti af verðtryggðum útlánum um 0,25 prósentustig eða úr 6,2% í 5,95%. Jafnframt lækka innlánsvextir Stjörnubóka 12, Stjörnubóka 30 og húsnæðis- sparnaðarreikningsins Bústólpa um 0,1 prósentustig. Aðrirbankar og sparisjóðir héldu sínum vöxt- um óbreyttum nema á gengis- bundnum liðum, en búist er við að lækkunum hjá þeim á næsta vaxtabreytingardegi, 11. nóvem- ber nk. Sólon Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, sagði að með þessari lækkun væri bankinn að bregðast við lækkunum á vöxtum á verðbréfamarkaði að undan- förnu. Búast mætti við frekari lækkunum ef vextir héldu áfram að lækka á markaði. Hins vegar hefði ekki þótt ástæða til að breyta vöxtum af óverðtryggðum útlánum en það yrði skoðað fram að næsta vaxtaákvörðunardegi. Vextír Landsbankans í lægri kantinum Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, sagði að vextir af verðtryggðum útlán- um bankans væru í lægri kantin- um í samanburði við aðra banka DÓMSTÓLL í Hollandi hefur dæmt umboðsaðila Canon í Evr- ópu til þess að taka upp að nýju viðskipti við Skrifvélina hf., fyrr- verandi umboðsaðila Canon á ís- landi, og hefur hann veitt fyrir- tækinu frest fram til n.k. fimmtu- dags til þess að verða við þessum fyrirmælum. í dómnum er jafn- framt kveðið á um að þessum við- skiptatengslum skuli viðhaldið fram til 1. október 1996 en kröfu Skrifvélarinnar hf. um einkasölu var hins vegar hafnað. Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrir skömmu gerði Nýheiji hf. samning við Canon þess eðlis að fyrirtækið tæki við umboði fyrir Canon skrifstofuvélar hér á landi og í kjölfarið var forsvars- mönnum Skrifvélarinnar tilkynnt að Canon Europe hefði ákveðið að rifta samningum við fyrirtækið frá og með 1. október. þannig að á þessu stigi væri ekki ástæða til lækkunar. „Langtíma- vextirnir hafa vissulega verið að lækka en við höfum ekki lánað til jafnlangs tíma og þar er um að ræða, þ.e.a.s. til 15-25 ára.“ Meiri verðbólga en áætlað var Um möguleika á lækkun á vöxtum óverðtryggðra útlána benti hann á að verðbólgan hefði verið meiri að undanförnu en áætlað hefði verið, eða um 5% sl. þrjá mánuði á ársgrundvelli. Hann tók hins vegar fram að vaxtamálin væru stöðugt til skoð- unar hjá bankanum. „Vaxtamálin verða til skoðunar hjá okkur þegar fyrir liggur hvernig októbermánuður kemur út. Við höfum miðað við þróunina í mánuðinum í heild við skoðun á markaðsvöxtum,“ sagði Valur Valsson, bankastjóri íslands- banka. Sparisjóðsstjórar hittust á fundi í gær til að ræða vaxtamál- in og sagði Baldvin TryggvSson, sparisjóðsstjóri SPRON að þau væru í mjög nákvæmri skoðun. „Það má gera ráð fyrir einhverri vaxtalækkun á næstunni,“ sagði hann. „Hins vegar er ljóst að útl- Að sögn forsvarsmanna Skrif- vélarinnar voru samningsrofin kærð fyrir hollenskum dómsstól- um, þar sem þeir töldu að ákvæði um uppsagnarfrest hefðu verið brotin og hefur hollenski dóms- stóllinn nú staðfest þá túlkun og úrskurðað riftun samningsins ólögmæta. Þeir segja að hér sé um mikilvægan sigur að ræða, sérstaklega í ljósi þess að hér sé um baráttu lítils fyrirtækis við alþjóðlegt stórfyrirtæki að ræða. Að þeirra sögn er ætlunin að halda áfram að selja vörur frá Canon og sinna þjónustu við við- skiptavini fyrirtækisins óháð því hvort að framhald verði á við- skiptum við Canon Europe eða ekki. Þar séu aðrir möguleikar inni í myndinni. Ekki er ljóst hvort að höfðað verður skaðabótamál á hendur Canon í framhaldi af þessum dómi ánsvextir hafa verið að lækka til traustari fyrirtækja og einstakl- inga vegna þess að innan kjör- vaxtakerfisins er tekið mið af framboði og eftirspurn." Umtalsverð lækkun hefur orðið á ávöxtunarkröfu verðtryggðra langtímabréfa síðustu daga. I gær urðu viðskipti með húsbréf miðað við 5,59% ávöxtunarkröfu og hef- ur krafan lækkað á skömmum tíma úr um 6%. Þá urðu viðskipti með 20 ára spariskírteini miðað við 5,5% kröfu og hefur hún lækk- að úr 5,95%. Mikil sala á spariskírteinum Eftirspurn hefur verið mikil undanfarið eftir spariskírteinum pg húsbréfum og sögn Birgis ísleifs Gunnarssonar, seðlabanka- stjóra, seldi Seðlabankinn spari- skírteini fyrir hátt á annan millj- arð króna í októbermánuði ásamt allmiklu magni húsbréfa. Um vaxtaákvarðanir bankanna sagð- ist seðlabankastjóri hafa átt von á því að þeir brygðust almennt við þ'róuninni á markaðnum nú um mánaðamótin, „en held að það hljóti að koma að því á næsta vaxtabreytingardegi, sem er 11. nóvember." en að sögn forsvarsmanna Skrif- vélarinnar verður rætt við Canon um mögulegar bótagreiðslur. Ef samningar þess efnis takast ekki verður leitað til dómstóla með það mál. Höldum ótrauðir áfram Erling Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri hjá Nýheija, segir að þessi dómur muni ekki breyta neinu um áætlanir fyrirtækisins. „Við höfum verið mjög ánægðir með þær viðtökur sem þessar vörur hafa fengið þennan mánuð sem við höfum verið að selja þær. Salan hefur verið mjög góð og það má segja að við höfum verið í samkeppni við Skrifvélina og aðra aðila á þessum tíma. Við munum því halda ótrauðir áfram.“. FLUGLEIÐIR hafa sagt upp öllum umboðsmönnum sínum úti á landi, alls 35 talsins. Að sögn Páls Hall- dórssonar, forstöðumanns innan- landsflugs Flugleiða, er þetta liður í endurskipulagningu á sölukerfi félagsins. Hann segir að uppsagn- arfresturinn sé 3 mánuðir og sé gert ráð fyrir því að innan þess tíma verði endurskipulagningunni lokið og í framhaldinu gengið frá endur- ráðningum á hluta þeirra umboðs- manna sem nú hefur verið sagt upp. „Það er verið að fara í gegnum sölukerfið okkar í heild og endur- skipuleggja það og má segja að þetta sé hluti af aðskilnaði innan- landsflugs og millilandaflugs Flug- leiða. Aðalbreytingamar munu verða í millilandafluginu og ástæð- an er nú kannski fyrst og fremst SONY skýrði frá því á mánudag að fyrirtækið hefði selt 300.000 Play- Station-leikjatölvur frá því þær voru settar á markaðinn 9. september. Auk þess hefur fyrirtækið selt rúma milljón leikjahugbúnaði fyrir tölv- umar. „Tölvumar era enn uppseldar hjá nokkram smásölum og eftirspumin eftir tölvuleikjunum heldur áfram að aukast eftir því sem tölvunum fjölgar," sagði Jim Whims, aðstoð- arforseti Sony Computer Entertain- ment America. „Markmið okkar er að auka framleiðsluna þar sem við ný tækni. Salan í millilandafluginu fer að mestu leyti fram í gegnum tölvukerfi og hluti umboðsmanna okkar úti á landi er ekki tengdur því kerfi. Millilandaflugið hefur því ákveðið að hætta að notast við umboðsmenn og láta söluna þess í stað fara í gegnum söluskrifstofur félagsins og ferðaskrifstofur," segir Páll. Hann segist hins vegar gera ráð fyrir því að flestir umboðsmann- anna verði endurráðnir, enda sinni þeir margir hveijir þjónustu í sam- bandi við fraktflug Flugleiða og því full þörf á þeim áfram í tengslum við innanlandsflugið. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að segja þessum samningum upp þar sem þeir hafi náð bæði til millilandaflugs og innanlandsflugs. væntum stórkostlegrar sölu fyrir jólin.“ Sem kunnugt er var það Ólafur Jóhann Ólafsson sem stýrði mark- aðssetningunni á Play Station leikjatölvunni þegar hann var Aðal- forstjóri Sony Interactive Entertain- ment. Hann lagði t.d. mikla áherslu á að verði leikjatölvunnar yrði hald- ið undir 300 dollurum og þykir mönnum ljóst að fýrirtækið beri lítið úr býtum með þeirri verðlagningu. Ólafur Jóhann mun hins vegar hafa lagt áherslu á að vinna það upp með aukinni sölu á hugbúnaði. Skrifvélin hf. að nýju umboðsaðili fyrir Canon skrifstofuvélar Hollenskur dómstóll ógildir riftun umboðssamnings PlayStation Anna ekki eftirspum Foster City. Reuter. Endurtekið vegna mikiliar eftírspumar: j ! oi C ' '1 / | * Inngangur að skj alastj órnun 6. og 7. nóvember (mánudag og þriðjudag kl. 13.00-16.30 báða dagana). Öldugötu 23, Reykjavik (Gamli Stýrimannaskólinn fyrir aftan Landakotsspítala). Námskeiðið er almenn kynning á skjalastjórnun. Meðal efnis: - Skjalavandi islenskra vinnustaða - Helstu hugtök skjalastjámunar - Tölvur og skjalastjómun - Stjórnun trúnaðarskjala Alfa Kristjánsdóttir, bókasafnsfræðingur og formaður Félags um skjalastjórn ásamt Sigmari Þormar, félagsfræðingi, kenna. Námskeiðsgjald er kr. 11.000. Námskeiðsgögn, þar á meðal bókin „Skjalastjórnun", ásamt kaffi og meðlæti báða dagana, eru innifalin í námskeiðsgjaldi. Skráning á námskeiðið fer ffam í síma 564-4688 (fax 564-4689) og þarf að skrá sig fyrir kl. 12.00 A. . a föstudaginn 3. nóvembcr. >5kipul«9 09 skjöl - skjalastjörnun fyrirtækja og stofnana Hamraborg 1, 200 Kópavogi Islandsbanki hagnaðist um 306milljónir ÍSLANDSBANKI hagnaðist um 306 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins, skv. óendurskoðuðu milliupp- gjöri bankans. Sambærilegar tölur liggja ekki fyrir um sama tímabil í fyrra en allt árið 1994 nam hagnað- urinn 185 milljónum og 113 milljón- um fyrstu sex mánuði þessa árs. „Á fyrstu mánuðum ársins varð vaxtahækkun á verðbréfamarkaði sem leiddi til þess að markaðsverð- bréf í okkar eigu lækkuðu í verði af því slík bréf era metin á markaðs- verði hveiju sinni. Þetta hafði áhrif á afkomuna fyrstu mánuði ársins. Vegna hækkunar markaðsvaxta töldum við okkur knúna til að hækka innlánsvextina, fyrst í byrj- un árs og svo aftur í febrúar. Út- lánsvextir voru hins vegar ekki hækkaðir fyrr en 1. maí. Síðan urð- um við að fjármagna okkur tölu- vert með bankavíxlum á fyrri hluta ársins, en það hefur dregið mjög úr þörfínni fyrir það vegna þess að innlán hafa aukist. Allt þetta gerir það að verkum að afkoman er mun betri síðari hluta ársins en á fyrri hlutanum," sagði Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka í samtali við Morgunblaðið. Hann kvaðst hins vegar ekki treysta sér til að svara þeirri spurn- ingu hveijar horfurnar væru um afkomu á árinu í heild. „Þar getur ýmislegt haft áhrif, svo sem eins og vaxtabreytingar á markaði, þannig að við verðum að bíða og sjá til.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.