Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 19
Berðu saman*
■©-
OPEL
Búnaður: Ford Escort CLX 5 dyra Opel Astra GL 5 dyra VW Golf GL 5 dyra
Stærð vélar 1,4 lítra 1,4 lítra 1,4 lítra
Hestöfl 75 60 * 60
Stærð bensíntanks 55 lítrar 52 lítrar 55 lítrar
Upphituð framrúða Já Nei Nei
Upphitaðir hliðarspeglar • Já Nei Já
Rafknúnir hliðarspeglar Já Nei Já
Litað gler Já Nei Já
SaTnlitir stuðarar Já Nei Já
Snúningshraðamælir Já Nei Já
Glasahaldari milli framsæta Já Nei Nei
Verð á götuna: 1.198.000 1.253.000 1.328.000
Til að kóróna allt þá bjóðum við
ný Nokian vetrardekk
með hverjum Ford Escort
og sumardekkin I skottinu!
* Ath. Taftan sýnir búnað sem Ford Escort
hefur umfram keppinautanna. Annar búnaður
er sambærilegur s.s. samlæsing, útvarp o.fl.
OPIÐ
Laugardaga frá 12-16
LANDIÐ
Kvennamót SVFI
að Varmalandi
Borgarnesi - Fyrsta kvennamót í
sögu Slysavarnafélags íslands,
SVFÍ, var haldið að Varmalandi
í Borgarfirði 20. til 22. október.
Alls mættu 70 konur á mótið en
nú starfa 32 sérstakar kvenna-
deildir innan SVFÍ.
Að sögn Valgerðar Sigurðar-
dóttur, kynningarfulltrúa SVFÍ,
var aðalmarkmið þessa kvenna-
móts að konur kæmu saman,
kynntust og miðluðu upplýsing-
um. Ennfremur væri stuðlað að
því að efla konur í starfi með
námskeiðahaldi í sjálfstyrkingu,
ræðumennsku og stjórnun.
Fyrsta kvennadeild SVFÍ var
stofnuð 28. apríl 1930 og í dag
eru starfandi 32 sérstakar
kvennadeildir um allt land.
Kvennadeildirnar hafa ávallt ver-
ið hið sterka afl innan félagsins
og sérstaklega hvað varðar fjár-
öflun til slysavarna, björgunar-
starfs og uppbyggingu neyðar-
skýla. Hugmyndin að kvennamót-
inu kom fram á síðasta lands-
fundi SVFÍ í vor sem leið. Á
mótinu samþykktu konurnar að
halda annað slíkt mót á næsta ári.
Morgunblaðið/Theodór
FRÁ kvennamóti SVFÍ sem haldið var að Varmalandi í Borgarfirði.
- fyrir allal
Nýr Ford Escort er
betur búinn en
keppinautarnir en samt
á mun betra verði!
Þrír mest seldu bílarnir í þessum
stærðarflokki í Evrópu eru allir
þýskir en þetta eru Ford Escort,
Opel Astra og Volkswagen Golf.
Vegna hagstæðra samninga getur
Brimborg boðið Ford Escort með
eftirfarandi búnaði umfram
keppinautanna og að auki á
verulegra lægra verði.
Komdu við í sýningarsal okkar og
við bjóðum þér í reynsluakstur.
Greiðslukjör eru við allra hæfi og
við tökum að sjálfsögðu allar gerðir
notaðra bíla uppí nýjan Escort.
BRIMBORG
FAXAFENI 8 • SÍMI 515 7000
pysKi r
en aðeins einn Ford!
MUNDU!
Upphituð framrúða
er staðalbúnaður
I Ford Escort