Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 43 FRETTIR Ný sambands- stjórn iðnnema NÝ sambandsstjórn Iðnnemasam- bands íslands var kosin á þingi þess um helgina en þingið sóttu rúmlega 100 nemar víðsvegar af landinu frá 64 aðildarfélögum, ýmist úr skólum eða úr atvinnulíf- mu. Félagsmenn Iðnnemasambands íslands eru nú rétt tæplega 5.000. Framkvæmdastjórn sambands- stjómarinnar skipa: Jón Ingi Sig- valdason formaður, Hallfríður Ein- arsdóttir varaformaður, Ragnhildur Sara Bergstað ritari, Bjarni Þorkell Jónsson, 1. gjaldkeri, Sævar Óli Helgason, 2. gjaldkeri, Björn Mark- ús Þórsson meðstjórnandi, Monika Margrét Stefánsdóttir meðstjórn- andi, Páll Svansson ritstjóri og Jó- hanna M. E. Matthíasdóttir fræðslustjóri. Meðal helstu ályktana sem sam- þykktar voru af þinginu var áskor- un til Alþingis og menntayfirvalda um að stuðla að framtíðarfjárfest- ingu í iðn- og starfsmenntun en yfirskrift þingsins var einmitt Iðn- og starfsmenntun, fjárfesting til framtíðar. Þingið samþykkti einnig ályktun um aðildarfélög Iðnnemasambands- ins og nemendafélög að þau breyti lögum sínum á þann hátt að for- svarsmenn hvers félags skuli hafa hreina sakaskrá varðandi ofbeldi og auðgunarbrot. Um kjaramál ályktaði þingið m.a. um ný lög Lánasjóðs íslenskra námsmanna og krafðist þess að allt iðnnám verði lánshæft. Þingið skorar á verkalýðshreyf- inguna og segja upp samningum nú þegar. Af öðrum málum sam- þykkti þingið tillögu um að útskrift- arnemi með húfu iðnnema beri blóm ásamt nýstúdent að leiði og styttu Jóns Sigurðssonar 17. júní ár hvert. ¦ A ANNAÐ þúsund manns tóku þátt í getraunaleik Gulu línunnar á sýningunni Tækni og tölvur og á vef Gulu línunnar (http://www. midlun.is/gula/). Dregið var úr rétt- um svörum mánudaginn 16. októ- ber. Fyrsta vinning fékk Sigurður Ingi Grétarsson og fékk hann helgarferð til Egilsstaða fyrir tvo og gistingu á Hótel Valaskjálf í boði hótelsins og íslandsflugs að verðmæti 35.000 kr. Önnur verð- laun hlaut Ágúst Karlsson og þriðju verðlaun komu^í hlut Þor- valds Jónassonar. Á myndinni eru Sigrún Alda Jensdóttir, starfsmaður Gulu línunnar og Þor- valdur Jónsson vinningshafi. Félag nýrra íslendinga með fyrir- lestur FÉLAG nýrra íslendinga heldur félagsfund fimmtudagskvöldið 2. nóvember kl. 20 í Faxafeni 12 á 2. hæð í Miðstöð nýbúa. FNÍ er félagsskapur fyrir útlend- inga og velunnara. Aðalmarkmið félagsins er að efla skilning milli fólks af öllum þjóðernum sem býr á íslandi með auknum menningar- legum og félagslegum samskiptum. Fundir félagsins fara fram á ensku og eru öllum opnir. Heidi Greenfield, félagsráðgjafi, heldur erindi sem heitir „Who's the Boss? - Juggling Power in a Relat- ionship". ? ? ? Unglingameist- aramót í skák að hefjast SKÁKSAMBAND íslands heldur Unglingameistarmót íslands 1995 (fyrir skákmenn f. 1975 og síðar) dagana 2.-5. nóvember nk. og verður teflt í Faxafeni 12, Reykja- vík. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími er 1 klst. á 30 leiki og 20 mín. til við- bótar til að ljúka skákinni. 1. umferð hefst fimmtudaginn 2. nóvember kl. 20. Skráning er í síma Skáksambands íslands alla virka daga kl. 10-13 og á mótsstað 2. nóv. kl. 19. ? ? ? ¦ TRÍÓ Guanars Gunnarssonar leikur miðvikudaginn 1. nóvember á Kringlukránni. Tríóið skipa auk Gunnars, sem leikur á píanó, Gunn- ar Hrafnsson kontrabassaleikari og Ragnheiður Ólafsdóttir söng- kona. A dagskránni verða flutt lög eftir Mancini, Antonio Carlos Jobin og Ellingston. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangur ókeypis. ? ? ? Skoda Rapid stolið SKODA Rapid, blágrár, árgerð 1987, hvarf frá Þórsgötu 23 á tíma- bilinu frá 29. september til 1. októ- ber. Skódinn ber skráningarnúmerið R-51719. Þeir, sem geta veitt upp- lýsingar um hvar Skódinn er, eru beðnir um að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. Morgunblaðið/Sverrir ¦ NÝLEGA voru dregnir út hópi þátttakenda fimm vinningshafar í viðhorfskönnun NAT hf. vegna samkeppni í GSM-farsímaþjón- ustu. Hlutu þeir í verðlaun AT&T 3242 GSM-farsíma. Á myndinni eru vinningshafar ásamt forráða- mönnum NAT hf. f.v. Ágúst Ró- bert Glad, Óskar Þór Þráinsson, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Sigur- jón Ásbjörnsson, framkvæmda- stjóri, Yngvi Harðarson, stjórnarformaður, Einar Karl Kristjánsson og Gústaf Vífils- son sem veitti viðtöku fyrir Hall- dóru Vífilsdóttur. Bókavarðan flytur starf- semi sína BÓKAVARÐAN, verslun með bækur og muni, hefur flutt starf- semi sína að .Vesturgötu 17. í fréttatilkynningur segir: „í björtum og rúmgóðum húsakynn- um í hjarta gamla Vesturbæjarins munum við halda áfram að miðla bókum og fornmunum til gesta og gangandi, kaupa bækur af dán- arbúum og öðrum, sem þess óska og afgreiða pantanir utan af landi og frá útlöndum." í tilefni hins nýja húsnæðis hef- ur verið sett upp sögusýning um forseta íslenska lýðveldisins, heim- ildir og gögn úr fyrri forsetakosn- ingum og af ferli forsetanna og frambjóðenda. Morgunblaðið/Kristinn BRAGI Kristjónsson eigandi Bókavörðunnar. Dulrænir dagar í Gerðubergi SÁLARRANNSÓKNARFÉLAG ís- lands gehgst fyrir dulrænum dögum í Gerðubergi 3., 4. og 5. nóvember nk. Á dagskrá föstudaginn 3. nóvem- ber hefjast dagarnir kl. 20 með söng Kvennakórs Hreyfils. Ein- söngvari er Svanhildur Sveinbjörns- dóttir og stjórnandi og undirleikari Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Kl. 20.30 setur Gunnar St. Ólafsson, formaður SRFÍ, dagana og að því loknu flytur Skúli Lórenzson, for- maður sálarrannsóknarfélags Ak- ureyrar, erindi um hlutskyggni. Transfundur verður að því loknu í umsjón Bjarna Kristjánsson, trans- miðils frá Keflavík. A laugardeginum hefst dagskrá- in kl. 9.45 með tónlist og kyrrðar- stund og að því loknu er hugleiðsla. Ágústa Stefánsdóttir, ritari SRFÍ, flytur erindið Leið til andlegs þroska kl. 10.15 og að því loknu flytja erindi dr. Úlfur Ragnarsson: Það er eðlilegt að vera andlegur, Magnús H. Skarphéðinsson skóla- stjóri: Ágrip af sögu spíritismans á íslandi, Gunnar St. Ólafsson, for- seti SRFÍ: Hvert stefnir SRFI?, dr. Hallgrímur Magnússon: Þú berð ábyrgð á heilsu sinni, Margrét Haf- steinsdóttir miðill: Miðilsstarfið, Colin Kingshot (þýtt á íslensku): Líkamningamiðlar (physical med- iumship) og að því loknu um kl. 17.15 verður María Sigurðardóttir, miðill frá Keflavík, með skyggnilýs- ingu. A sunnudag hefst dagskráin kl. 13.15 með hugleiðslu í umsjón Erlu Stefánsdóttur. Að því loknu flytja erindi Guðmundur Einarsson, vara- forseti SRFÍ, Heilun og huglækn- ingar, yfirlit, og Colin Kingshot, miðill og heilari, Náttúran og heilun (þýtt á íslensku). Að loknu kaffihléi um kl. 15.30 verður Heilun og hug- lækningar, sýnikennsla og skýring- ar, boðið upp á heilun á staðnum í umsjón Hafsteins Guðbjörnssonar huglæknis, Gísla Ragnars Bjarna- sonar huglæknis, Grétars Pálssonar huglæknis, Úlfs Ragnarssonar læknis, Kristínar Karlsdóttur hug- læknis, Guðrúnu Óladóttur reiki- meistara, Bjarna Kristjánssonar læknamiðils, Ernu Alfreðsdóttur læknamiðils, Erlu Stefánsdóttur sjáanda, Simon Bacon Michaelsson, osteopath og miðils, og Colins Kingshot læknamiðils (fyrirvari um breytingar). Ráðstefnuslit verða um kl. 17. Sala aðgöngumiða er á skrifstofu félagsins á skrifstofutíma og í Gerðubergi frá kl. 19 á föstudag, 9.30 á laugardag og 12.30 á sunnu- dag. Hafnarfjörður Umhverf- ismál á náttúru- verndarári í TILEFNI náttúruverndarárs Evr- ópu 1995 heldur Bandalag kvenna í Hafnarfirði fund sem ber yfirskrift- ina Umhverfismál. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 2. nóvember nk. í Skútunni, Hólshrauni 3, og hefst kl. 19 stundvíslega. Dagskráin hefst á kvöldyerði, síð- an munu stelpur úr kór Öldutúns- skóla syngja. Fyrirlesarar verða Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, sem mun ræða hlutverk heimilanna í endurvinnslu. Ragnar F. Kristjánsson, landslags- arkitekt hjá Náttúruverndarráði og fulltrúi Umhverfisnefndar Hafnar- fjarðar, og dr. Páll Skúlason prófess- or flytja erindi. Síðan verða frjálsar umræður. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, verður heiðursgestur fundarins. Fundurinn er öllum opinn. ? ? ? Samvinnuferðir - Landsýn Fjórðaferð aldraðra til Dyflinar að seljast upp FERÐAKLÚBBURINN Kátir dagar - kátt fólk, sem sérstaklega er ætlað- ur eldra fólki, efnir til fjórðu sérferð- arinnar til Dyflinar 26.-30. nóvem- ber nk. Sérstök dagskrá er í ferðum þess- um og skoðunarferðir í boði. Gist er á Burlington-hótelinu þar sem að- staðan er öll til fyrirmyndar. Farar- stjórinn, Ásthildur Pétursdóttir, efn- ir til kvöldvöku/skemmtidagskrár á hverju kvöldi með bingói, félagsvist og fleiru og er fólki til aðstoðar á allan hátt. Þá er einnig farið á írskt kráarkvöld. • Verð á menn er 27.865 kr. miðað við staðgreiðslu í tvíbýli en innifalið í því verði er flug, gisting með morg- unverði, akstur til og frá flugvelli erlendis, skoðunarferð um borgina, kvöldvökur, „írskt kaffi", íslensk fararstjórn og skattar. ? ? ? Vetrardagar í Miðbæ Hafn- arfjarðar VETRARDAGAR í verslunarmið- stöðinni Miðbæ í Hafnarfirði verða föstudaginn 3. og laugardaginn 4. nóvember. Á vetrardögum verða margar verslanir með sérstök vetrartilboð ásamt því að á föstudeginum verður vetrartískan sýnd í stórri sameigin- legri tískusýningu allra fataverslan- anna í húsinu. A laugardaginn koma ungar og efnilegar stelpur úr fím- leikafélaginu Björk og sýna gestum listir sýnar. KIN -leikur að lœra'. Vinningstölur 31. okt 1995 1 ®5 «6 ®9#19«*25 «26 Kldri lirslil á tlnnvara 568 I M 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.