Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI 160 ár liðin frá fæðingu Matthías- ar Jochumssonar Dagskrá í Sigurhæðum í TILEFNI af því að 160 ár verða liðin frá fæðingu sr. Matthíasar Jochumssonar 11. nóvember næst- komandi verður dagskrá í Sigur- hæðum á afmælisdegi skáldsins. Þá verða tekin í notkun hljóm- flutningstæki sem frú Einhildur Sveinsdóttir hefur gefið í minningu eignmanns síns, Marteins Sigurðs- sonar, en hann var einn af for- göngumönnum Matthíasarfélags- ins, sem stofnað var árið 1958 í því skyni að koma upp safninu á Sigurhæðum. Tekin hefur verið saman á snældu dagskrá úr verkum Matthí- asar sem til eru í eigu Ríkisútvarps- ins og verður hún flutt fímm sinnum í Sigurhæðum á afmælisdeginum. Sr. Matthías var gerður að heið- ursborgara Akureyrar á1S5 ára af- 'mæli sínu árið 1920, en hann lést viku síðar. ? ? ? Listasafnið Irskri sýningu að ljúka SENN lýkur sýningu á írskum listaverkum í Listasafninu á Akur- eyri. Sýningin er hluti af írskri menningarhátið sem staðið hefur yfir í októbermánuði. Sýningunni hefur verið vel tekið og fjölmargir lagt leið sína í Lista- safnið til að kynna sér hvað fram fer í írskri myndlist. Verk á sýn- ingunni eru eftir Jackie Standley, Guggi Rowan, James Hanley og The Curfew Press. Listamennirnir hafa allir fært Listasafninu á Akureyri raunsnarlegar gjafir í formi listaverka sem eru á sýning- unni. Sýningunni lýkur 5. nóvember næstkomandi, en Listasafnið er opið frá kl. 14 til 18. Framkvæmdastjóri Akoplasts hf. Morgunblaðið/Kristján BERGÞÓR Páll Aðalsteinsson, prentari, t.v. og Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Akoplasts hf., við plastprentvél fyrirtækisins. Samningurinn við SH mikilvægur fyrirtækinu FYRIRTÆKIÐ Akoplast hf. sér- hæfír sig í framleiðslu á plastum- búðum úr polyethelyn og þá aðal- lega filmur og poka. Nýtt hlutafé- lag var stofnað um reksturinn í sumar og í framhaldi af því var gerður viðskiptasamningur við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um framleiðslu á fiskumbúðum. Daníel Árnason, framkvæmda- stjóri, segir hér um mjög stóran samning að ræða, sem skipti rekstur Akoplasts miklu máli. „Það er allt útlit fyrir að SH verði okkar stærsti einstaki við- skiptavinur en að auki seljum við umbúðir til verslana víðs vegar um land, bæði heimilispoka og burðarpoka, einnig sorppoka og fleira. Við erum líka að framleiða mikið fyrir matvælaiðnaðinn, bæði kjötiðnaðinn og fiskiðnaðinn." Árið 1991 keyptu þeir Daníel Árnason, Eyþór Jósepsson og Jó- hann Oddgeirsson, fyrirtækið Akoplast af Sjálfsbjörg en í sumar var stofnað nýtt hlutafélag um reksturinn og á Plastprent hf. í Reykjavík helmings hlut í fyrir- tækinu á móti fyrri eigendum. Starfsemin aukist jafnt og þétt Frá árinu 1991 hefur starfsemi fyrirtækisins aukist jafnt og þétt og þá sérstaklega eftir að nýja hlutafélagið var stofnað í sumar. Fyrirtækið er til húsa á Tryggva- braut 18-20, í um 1.800 fermetra húsnæði og þar starfa nú 16-17 manns. „Ég sé fyrir mér að starfsemi fyrirtækisins eigi enn eftir að auk- ast en þó ekki í sama mæli og verið hefur. Það hefur verið vöxtur í iðnaði á Akureyri og sjávarút- vegurinn heldur vonandi áfram að bæta sinn hlut. Hér eru mörg sterk og traust fyrirtæki og við höfum notið góðs af því," segir Daníel. Aukin áhersla á gæðamál Akoplast hefur verið að leggja aukna áherslu á gæðamál fyrir- tækisins, m.a. með því að bæta prentdeildina með nýjum vélum og búnaði og nú er verið að taka inn áprentun og sölu á límböndum. „Allt þetta skapar aukin við- skipti og við erum með þessu að mæta kröfum markaðarins. Við teljum okkur vera samkeppnis- hæfa og ætlumst ekki til að Norð- lendingar versli við okkur vegna nálægðarinnar, heldur vegna þess að við erum samkeppnishæfir á þessu sviði," sagði Daníel. Niðurstaða könnunar atvinnumálanefndar á atvinnuleysisskráningu NIÐURSTAÐA könnunar sem at- vinnumálanefnd Akureyrar hefur gert bendir til að ekki vanti eins mörg störf í bænum og atvinnuleys- istölur gefa til kynna. Alls voru um 300 manns á skrá viku af október- mánuði og kom fram í könnuninni að þessi hópur óskaði eftir samtals 243 störfum. Fjórðungur í hlutastörfum í sambærilegri könnun sem gerð var og miðaði við atvinnuleysisskrá um mánaðamótin ágúst og septem- ber, þegar rúmlega 400 manns voru á skrá, kom í ljós að tæpur fjórðung- ur þeirra sem á skránni voru var í hlutastörfum. Misjafnt var hvert starfshlutfall fólks var, allt frá 20 og upp í um 80%. Þá voru um 15% þeirra sem á Þriðjungur bótaþega í hlutastörfum skránni voru fólk á ellilífeyrisaldri, öryrkjar eða fólk með skerta starfs- getu. Guðmundur Stefánsson, formaður atvinnumálanefndar, sagði að í könnun sem gerð var nýlega og miðuð við atvinnuleysistölur viku af október hefði atvinnulausum fækkað um 100, en rétt rúmlega 300 manns voru þá á skránni. Niðurstaðan var m.a. sú að þriðjungur þeirra sem á skránni voru höfðu óreglulega vinnu eða voru í hlutastörfum. Óskir þeirra 300 manna sem á skránni voru á þeim tíma hljóðuðu upp á samtals 243 störf, þannig að margir kjósa að vinna hlutastörf. Enn verulegt atvinnuleysi „Það er alveg Ijóst að enn er veru- legt atvinnuleysi í bænum, eða eitt- hvað á milli 4 og 5% sem verður að teljast mikið. En ástandið er þó ekki eins slæmt og tölurnar gefa til kynna," sagði Guðmundur. Hann nefndi að verið væri að skoða nánar aldur og aðstæður þeirra sem á at- vinnuleysisskrá eru. „Vandi fólks sem er án atvinnu er flóknari en hægt er að lesa út úr atvinnuleysis- skránni, en markmiðið með þessum könnunum er að reyna að gera sér gleggri mynd af atvinnuleysinu," sagði Guðmundur. Hlutabréf Akureyrarbæjar í Skinnaiðnaði hf. til sölu Töluverður áhugi á bréfunum SALA á hlutabréfum Akureyrarbæjar í Skinna- iðnaði hf. er hafín og hafa þegar selst bréf fyrir um 2,5 milljónir króna að nafnvirði. Að sögn Sveins Pálssonar, hjá Kaupþingi Norður- lands, sem sér um hlutafjárútboðíð, seldust bréfin í byrjun á genginu 2,6 en nú síðast á genginu 2,9. Bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa keypt hlutabréf og segir Sveinn að áhugi fyrir bréfun- um sé nokkuð mikill, enda sé hér um fýsilegan kost að ræða. Þá er verið að ræða við stærri fjárfesta um kaup á hlutabréfum í fyrirtækinu. 011 hlutabréf Akureyrarbæjar í Skinnaiðnaði hf. eru til sölu en nafnvirði þeirra er rúmar 23,7 milljónir króna. Heildarhlutafé í Skinna- iðnaði er um 61 milljón króna að nafnvirði. Ákveðið hefur verið að auka hlutaféð um 10 milljónir króna og fer hlutabréfasalan í gang einhvern næstu daga. Bréfín verða seld á fyrir- fram ákveðnu gengi til að byrja með, sem þó hefur ekki verið ákveðið. „Verði hins vegar mikil eftirspurn eftir bréfunum, getur gengi þeirra hækkað eftir að salan hefst," segir Sveinn Pálsson. Þrjú tilboð í innrétt- ingu flug- stöðvar ÞRJÚ tilboð bárust í 3. áfanga við flugstöðina á Akureyrar- flugvelli, en tilboð voru opnuð í gær. Um er að ræða innrétt- ingu viðbyggingar við flug- stöðina og breytingar á flug- turni. Öll tilboðin voru frá verk- tökum á Akureyri og var það lægsta frá Hyrnu hf., um 23,3 milljónir króna, SJS-verktakar buðu 23,5 milljónir króna og SS-Byggir bauð rúmar 24,2 milljónir króna auk frávikstil- boðs upp á rétt um 24 milljón- ir króna. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tæplega 27,7 milljónir króna. Fyrirlestur um háskóla- kennslu GUÐRÚN Jónsdóttir, háskóla- kennari við Hegskulen í Sogn og Fjordane í Noregi, flytur opinn fyrirlestur við Háskól- ann á Akureyri annnað kvöld, fimmtudagskvöldið 2. nóvem- ber kl. 20.30. Hann verður fluttur í stofu 24 í húsi skól- ans við Þingvallastræti. Fyrirlestur Guðrúnar fjallar um háskólakennslu og mun sérstaklega taka til umræðu háskólakennslufræði og náms- árangur í háskólum t.d. hvort samhengi sé á milli tilhögunar kennslu og námsárangurs. Hún mun einnig fjalla um kvennakennslufræði. Guðrún lauk prófi í kennslu- fræði og þjóðfélagsfræði frá háskólanum í Tromso og kenn- ir nú uppeldis- og kennslu- fræði við háskólann í Sogn og Fjordane. Miðstöð fólks í at- vinnuleit MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit verður með samverustund í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju í dag, miðvikudaginn 6. september kl. 15.00. Séra Birgir Snæbjörnsson mun minnast séra Þórhalls Hös- kuldssonar í samverustund- inni. Veitingar verða á borðum og dagblöð Hggja frammi. Áheitasund til styrktar Flateyringum Grfmsey. SKÓLABÖRN í Grímsey, 14 talsins, syntu í gær áheitasund og söfnuðu þannig 16.100 krónum. í fyrstu var ætlunin að safna fyrir ferðasjóð nem- enda og átti að synda í síðustu viku, en þeim áformum var breytt í kjölfar hörmunganna á Flateyri og sundinu frestað. í gær tóku börnin ásamt kenn- urum sínum þá ákvörðun að gefa söfnunarféð í landssöfn- unina Samhugur í verki. Foreldrar og ættingjar barnanna fylgdust með börn- unum, sem alls syntu 7 kíló- metra, þannig að hvert barn hefur að meðaltali synt hálfan kílómetra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.