Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEiMDAR GREINAR
N ordalsstofnanir
erlendis
STOFNUN Sigurðar
Nordals var komið á fót
14. september 1986.
Mun stófnunin því
minnast tíu ára afmælis
síns á næsta ári þótt
starfsemi Tiennar hafi
ekki hafist fyrr en í
ársbyijun 1988. Sam-
kvæmt reglugerð er
hlutverk Nordalsstofn-
unár að efla hvarvetna
í heiminum rannsóknir
og kynningu á íslenskri
menningu að fomu og
nýju og tengsl íslenskra
og erlendra fræði-
manna á því sviði.
Stofnunin er þjónustu-
stofnun á sviðum íslenskra fræða og
íslenskrar menningar. Hlutverk
hennar er því svipað og Goethestofn-
unar, sem hefur höfuðstöðvar í
Munchen, og Sænsku stofnunarinnar
í Stokkhólmi.
Fjárveitingar til
stofnunarinnar
Úlfar Bragason
inni verið fengin umsjón
með íslenskukennslu
erlendis ■ og umsýsla
styrkja Snorra Sturlu-
sonar. Um leið hefur
verið klipið af því fé sem
stofnunin hefur til ann-
ars en fastra verkefna
sem tiltekin eru í fjár-
lögum.
í fjárlagafrumvarpi
fyrir 1996 eru 2.500
þús. kr. ætlaðar til ís-
lenskukennslu erlendis.
Þeirri ijárhæð er skipt
milli 14 sendikennara-
stóla við jafnmarga há-
skólá á Norðuriöndun-
um, í Þýskalandi,
Austurríki, Frakklandi og Bretlandi.
Þá er gert ráð fyrir 1.000 þús. kr.
ti! Snorrastyrkja í frumvarpinu.
Þyrfti að hækka þessi framlög ef
standa ætti við skuldbindingar varð-
andi sendikennsluna og framfylgja
reglum um styrkina. -
Samvinnuverkefni og styrkir
Þótt skipulagsskrá Stofnunar Sig-
urðar Nordals afmarki starfsvið
hennar er það fjárveitingarvaldið
sem hefur hingað til sett starfsemi
hennar skorður. Verkefnum hennar
hefur fjölgað stöðugt á undanfömum
árum eins og eðlilegt má telja þegar
um nýja stofnun er að ræða. Hins
vegar hafa fjárveitingar til hennar
ekki vaxið að sama skapi. í fjárlögum
fyrir 1991 hafði stofnunin 6.270
þús. kr. til að launa starfsmenn og
til annarra gjalda. Sambærileg tala
í ijárlagafrumvarpi fyrir 1996 er
5.700 þús. kr. Auknar fjárveitingar
til stofnunarinnar á undanfömum
áram stafa af því að verkefni hafa
verið flutt til hennar úr menntamála-
ráðuneytinu. Þannig hefur stofnun-
Til að auka athafnarými sitt hefur
Stofnun Sigurðar Nordals í auknum
mæli leitað eftir samstarfi við aðra
um þau verkefni sem hún hefur vilj-
að vinna að. Starfsemi hennar er því
nú að miklu leyti undir samstarfs-
vilja annarra komin. Um árabíl hefur
stofnunin séð um Alþjóðlegt sum-
amámskeið í íslensku við Háskóla
íslands en kennaralaunin eru greidd
af heimspekideild. Þá komst sagna-
þing það, sem stofnunin og heima-
menn stóðu að í Borgarnesi í ágúst
sl., á fyrir fjárhagslegan stuðning
ýmissa fyrirtækja og norrænna
sjóða. Er stöðugt leitað nýrra leiða
í þessu efni. Enda er nú Ijóst að stofn-
unin getur t.a.m. ekki minnst tíu ára
afmælis síns, eins og fyrirhugað er,
Með því að koma á
Nordalsstofnunum
erlendis, segir Ulfar
Bragason, má styrkja
tengslin við erlenda
fræðimenn sem sinna
íslensku máli og
bókmenntum.
með alþjóðlegri ráðstefnu um ís-
lenska málsögu og textafræði nema
fá stuðning annars staðar en úr ríkis-
sjóði ef íjárlagafrumvarpið, hvað
hana varðar, verður samþykkt í
óbreyttri mynd.
Nordalsstofnanir í
öðrum löndum
Margir einstaklingar erlendis, sem
Stofnun Sigurðar Nordals er í sam-
bandi við og vinna að því að kynna
íslenska menningu, hafa orðað það
að þeir vildu' styðja starfsemi hennar
fjárhagslega eða á annan hátt. í
Bandaríkjunum tíðkast það að koma
á styrktarmannafélögum menning-
arstofnana. En styrktarmannafélagi
stofnunar, sem hefur sambönd víða
um lönd eins og Stofnun Sigurðar
Nordals, þyrfti að finna annað form.
í byrjun þessa árs var komið á
Dantestofnun hér á landi. Stofnun
þessi er Islandsdeild Dante Alighieri
stofnunarinnar í Róm. Meginmark-
mið hennar er að kynna ítalska tungu
og menningu á íslandi, efla menning-
artengsl milli íslands og Ítalíu og
styrkja bönd Ítalíuvina og ítalskra
borgara sem sest hafa að- á íslandi.
Stofnunin hefur þegar gefið Lands-
bókasafni ítalskar bækur. Þá efnir
hún til ítölskunámskeiðs nú í haust
og hún _mun styrkja íslendinga til
náms á Ítalíu.
Dantestofnuninni í Róm var komið
á fót á öldinni sem leið, þegar Ítalía
sameinaðist að nýju í eitt ríki, í þeim
tilgangi að efla ítalska menningu og
kynna hana erlendis. Dantestofnanir,
sem efnt er til í öðrum löndum, verða
að hljóta viðurkenningu frá móður-
stofnuninni og skuldbinda sig til að
vinna í samræmi við hlutverk henn-
ar. Ákveðinn fjöldi manna þarf að
standa að Dantestofnun utan Ítalíu
og gerð er krafa til þess að farið sé
að settum reglum við stofnun henn-
ar. Stjórn Dantestofnunar í Róm
getur leyst upp stjórn Dantestofnun-
ar í öðrum löndum ef sannast á hana
ávirðingar. Ársskýrslu og reikninga
Dantestofnana erlendis þarf að senda
til stofnunarinnar í Róm. Félagar að
Dantestofnun geta verið ævifélagar
sem greiða ævigjald, almennir félag-
ar er greiða árgjald og heiðursfélag-
ar sem unnið hafa mikilsverð störf
í þágu félagsins eða veitt því brautar-
gengi með einum eða öðrum hætti,
t.d. með einstökum ijárframlögum
eða annars konar gjöfum.
Sumar þjóðir hafa sjálfar komið
upp menningarmiðstöðvum erlendis.
Þannig hefur Goethestofnun reist
útibú víða um lönd. En slíkt er svo
kostnaðarsamt að fjölmennari þjóðir
en íslendingar hafa kinokað sér við
slíku. Sænska stofnunin hefur t.a.m.
aðeins eitt útibú sem staðsett er í
París. Það form, sem Dantestofnun
hefur á útibúum sínum, þarf hins
vegar ekki að hafa mikinn kostnað
í för með sér fyrir móðurstofnunina.
Hins vegar eru þess konar útibú
engu síðri vettvangur fyrir alla þá
sem vilja vinna að menningartengsl-
um og láta gott af sér leiða í þeim
efnum. Jafnframt era tengslin við
móðurstofnunina í Róm trygging
fyrir því að útibúin eða menningarfé-
lögin hafa gott samband við Ítalíu
og geta aflað sér upplýsinga hjá
henni um ítalska menningu og hver
þau kynningarverkefni sem þau
vinna að.
Slíkt fyrirkomulag mætti hugsa
sé? í sambandi við styrktarfélög
Stofnunar Sigurðar Nordals erlendis.
íslandsvinafélög gætu komið á Nor-
dalsstofnunum á erlendri grand og
hlotið viðurkenningu stofnunarinnar
hér á landi. Hún hefði eftirlit með
starfseminni og veitti upplýsingar og
fyrirgreiðslu eftir því sem unnt væri
en útibúin öfluðu fjár í heimalandinu
til að hlú að íslenskukennslu þar,
efla söfn íslenskra bóka, gangast
fyrir ráðstefnum og menningarkynn-
ingu og til að veita námsmönnum
styrki til íslenskunáms hér á landi,
m.a. til að taka þátt í sumarnám-
skeiðum sem heimspekideild og Nor-
dalsstofnun gangast fyrir. Á þennan
hátt mætti bæta tengsl Stofnunar
Sigurðar Nordals erlendis enn frekar
og veita þeim fjölmörgu, sem vilja
efla menningartengsl íslands og ann-
arra landa, starfsvettvang og vissu
fyrir því að samstarfi við þá verði
sinnt hér á landi.
Menningarkynning
Efling kynningar og rannsókna á
íslenskri menningu er mikilvæg fyrir
samstarf okkar Islendinga við aðrar
þjóðir. Sjónarmið okkar fá hjóm-
grunn á alþjóðavettvangi þrátt fyrir
fámennið vegna menntunar og
menningar þjóðarinnar. Það litla íjár-
magn sem notað hefur verið til ís-
lenskukennslu erlendis hefur nýst
vel. Kennsla í íslensku máli, bók-
menntum og sögu við erlenda há-
skóla hefur um árabil veitt ijölda
stúdenta þá undirstöðu sem þeir hafa
síðan notað í störfum sínum til að
fræða aðra um ísland og íslendinga.
Þeir fræðimenn og þýðendur, sem
sinna íslensku máli og bókmenntum
erlendis og Stofnun Sigurðar Nordals
hefur samband við, hafa unnið ómet-
anlegt starf við að kynna íslenska
menningu. Gott samstarf við þá og
aðra, sem vilja beita sér fyrir því að
efla menningartengsl við Island, er í
raun forsenda fyrir því að íjármagn-
inu, sem varið er til menningarkynn-
ingar erlendis, sé ekki kastað á glæ.
Með því að koma á Nordalsstofnunum
erlendis væri samstarfi við þessa að-
ila skapaður ákveðinn vettvangur og
hæfíleg umgjörð.
Höfundur er forstöðumaður
Stofnunar Sigurðar Nordals.
Sjálfvirkir
ofnhitastillar.
Öryggi, sparnaður, þœgindi.
VATNSVIRKINN hf.
ÁRMÚLA 21, REYKJAVÍK
BOKHALDSKERFI
FYRIR N0VELL, NT 0G
WQRKGRQUPS NETKERFI
gl KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar
Þjónusta og úrræði í húsnæðismálum
Félagsmálastofnun
SUNNUDAGINN
22. október sl. var hald-
inn opinn dagur hjá
Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar með
yfirskriftinni: Þjónusta
og úrræði. Gestir og
gangandi, mest Reyk-
víkingar, komu og
skoðuðu þá umfangs-
miklu starfsemi sem
fram fer hjá stofnun-
inni og var þetta eflaust
mörgum fróðlegur dag-
ur. Áberandi þótti hvað
mikið var spurt um
húsnæðismál og get ég
tekið undir með einum
gesta sem taldi hús-
næðismálin þann málaflokk sem
skoða þyrfti sérstaklega á næst-
unni. En skoðum fyrst hvaða þjón-
ustu Félagsmálastofnun Reykjavík-
urborgar leggur nú fram í húsnæðis-
málum og nokkrar tölulegar stað-
reyndir.
Birgir Ottósson
Medisana
■luxur sem veita nudd og vinna á
ISIappelsínuhúð og staðbundinni fitu.
Kynning á fimmtudaginn 2. nóvember
frá kl. 14.00-18.00. "
15% kynningarafsláttur.
Kópavogs Apótek,
Hamraborg 11, Kópavogi
Leiguíbúðir og
staða leigutaka
Yfír 1100 borgar-
íbúðir era nú leigðar út
á vegum stofnunarinn-
ar, þar af era tæplega
400 íbúðir sérstaklega
ætlaðar öldruðum.
Flestir leígutakar eru
einstæðir foreldrar, ör-
yrkjar og ellilífeyrisþeg-
ar, svo og aðrir sem
vegna lágra tekna eiga
óhægt um vik við útveg-
un á húsnæði. Þessi
ijöldi leiguíbúða í eigu
sveitarfélags mun vera
með því mesta á Norð-
urlöndum, samanborið við höfðatölu.
I könnun sem gerð var nýlega kemur
í ljós að tæp 70% leigutaka era kon-
ur, tæp 40% leigutaka hafa búið í
borgarhúsnæði 10 ár eða lengur, era
þá ekki taldir með þeir leigjendur sem
búa í íbúðum aldraðra. Algengasti
búsetutíminn er 1-4 ár, en tæp 40%
hafa búið 4 ár eða skemur í borgar-
húsnæði. Af þessu má sjá að töluverð
hreyfing er á leigjendum en u.þ.b.
helmingur þeirra flytur í félagslega
eignaríbúð úr leiguíbúð borgarinnar.
Umsækjendur og staða þeirra
Umsækjendur um leiguíbúðir
borgarinnar era nú um 450 taliins,
um helmingur þeirra eru einhleypir
öryrkjar, þar á eftir eru einstæðir
foreldrar eða rúm 30%. Flestir búa
við erfiðar aðstæður á almennum
leigumarkaði eða um 60% en um 20%
eru hjá aðstandendum. Algeng bið
eftir leiguíbúð hjá Félagsmálastofn-
Reykjavíkur leigir út
yfir 1100 íbúðir, segir
Birgir Ottósson, sem
hér fjallar um úrræði í
húsnæðismálum.
un eru 2-3 ár. Félagsráðgjafar á
hverfaskrifstofum stofnunarinnar sjá
að mestu um mat á félagslegum
aðstæðum umsækjenda, en einnig
er tekið mið af aldri umsóknar og
öðrum sérstökum aðstæðum við út-
hlutun á leiguíbúð, sbr. nýsamþykkt-
ar reglur um leigurétt.
Húsnæðisdeild
Sérstök húsnæðisdeild er starfandi
innan Félagsmálastofnunar. Helstu
verkefni hennar eru umsjón með við-
haldi og rekstri leiguíbúða stofnunar-
innar og tillögugerð um ráðstöfun
þeirra. Starfsfólk húsnæðisdeildar
býður upp á ráðgjöf um húsnæðismál
og hefur upplýsingar um hvaða mögu-
leikar bjóðast á húsnæðismarkaðinum.
Aðrir möguleikar
við húsnæðisútvegun
Það sem einkennir leigumarkaðinn
hérlendis er hvað lítið er af öruggu
leiguhúsnæði fyrir utan það sem
sveitarfélögin bjóða. Þetta stafar af
því að ekki þykir vænlegur kostur
að fjárfesta í húsnæði til útleigu.
Fleiri valmöguleikar eru þó í boði en
oft áður. Húsnæðisnefnd Reykjavík-
ur býður upp á félagslegar eignar-
íbúðir og kaupleiguíbúðir, þá hefur
Búseti yfir nokkrum fjölda íbúða að
ráða ásamt Öryrkjabandalagi Islands
og fl. Þá er rétt að nefna þá leið sem
flestir velja, en það eru kaup á íbúð
á fijálsa markaðinum með framlagi
úr húsbréfakerfinu. Félagsmála-
stofnun hefur átt ágæta samvinnu
við þessa aðila og í gangi er tilrauna-
verkefni þar sem Búseti sér um eig-
naumsýslu 100 borgaríbúða.
Húsaleigubætur
Reykjavíkurborg hefur að undan-
förnu tekið þátt í greiðsiu húsaleigu-
bóta. Ljóst er að þar er um verulega
kjarabót að ræða fyrir leigjendur á
almenna leigumarkaðinum. Þeir sem
rétt hafa á húsaleigubótum geta
fengið allt að kr. 21.000.- á mánuði
með tilliti til mismunandi leigufjár-
hæðar, tekna og barnafjölda. Fjöldi
bótaþega nú er 1.772 og meðalbætur
eru kr. 10.200.- á mánuði. Húsa-
leigubótadeild er starfandi innan
Félagsmálastofnunar, þangað geta
umsækjendur leitað og fengið mat á
því hvort þeir hafi rétt á bótum.
Stefna og straumar
í tillögum framkvæmdanefndar
um reynslusveitarfélag í Reykjavík
er gert ráð fyrir að kannaðir verði
möguleikar á að samræma á einum
stað mat á umsóknum um félagsleg-
ar kaup- og leiguíbúðir. Þá yrðu bið-
listar samræmdir og þar færi fram
éndanleg úthlutun íbúða. Opin um-
ræða um húsnæðismál er' til alls
fyrst. Öll feimni við að taka á þeim
staðreyndum sem blasa við í félags-
legum íbúðum ýtir eingöngu vand-
anum á undan sér. Félagslega hús-
næðiskerfið veltir miklum fjárhæð-
um, því sklptir miklu máli hvaða leið-
ir eru farnar bæði hvað varðar hag-
kvæmni og ekki síst í þeirri þjónustu
sem viðskiptavinum er veitt.
Höfundur er húsnæðisfuíltrúi hjá
Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar.