Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ BRIMIÐ brýtur á Drangsnesbryggju. Foráttubrim skemmir bryggju og götu Drangsnesi - Mikið foráttubrim gerði á Drangsnesi á dögunum. Bryggjan var nánast á kafi í sjó og í mestu hviðunum gaf yfir bryggjumastrið svo ekki sást í það fyrir sjólöðrinu. Nokkrar skemmdir urðu á hafnarmann- virkjum og eins á rofvörn við þjóðveginn gegnum þorpið. Mikil hætta var á því um tíma að olíuafgreiðsluskúr Skeljungs á Drangsnesi, sem stendur á hafnarlóðinni, færi, en brimið var búið að rífa það mikið undan skúrnum að hann rambaði til þegar sjórinn gekk upp á hann í verstu hrinunum. Fóru menn því í það að bjarga öllu verð- mætu úr skúmum og flytja það í öruggt skjól. Mikið landbrot varð úr sjávar- Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir MIKLAR skemmdir urðu á þjóðveginum gegnum Drangsnes I foráttubrimi sem gerði á fimmtudag. Eins og sést á mynd- ' inni bendir fátt til þess að þarna sé vegur. kambinum fyrir utan Forvaða á Drangsnesi og mikil mildi að ekki yrðu stórskemmdir á fisk- verkunarhúsi sem þar er, en brimið hefur skolað öllum jarð- vegi frá hluta hússins og stendur sökkullinn undir öðrum gaflinum ber. Hluti af holræsakerfi þorps- ins hefur einnig orðið fyrir skemmdum vegna þessa, þar sem jarðvegur hefur sópast burt og skolprörin rifnað frá á kafla innst við Grundargötuna. Þótt oft blási stíft og geri mikið brim á Drangsnesi er þetta með því versta sem gert hefur a.m.k. síðustu ár. í nýlegri yfir- litsskýrslu um sjóvarnir á Is- landi, sem Vita- og hafnamála- stofnun gaf út, er ekki talin þörf á sjóvörnum við Drangsnes. Húsavík - Hlutafélagið Aldin hf. var stofnað á Húsavík 27. október. Hyggst það nota ódýra hitaorku úr vatni á Húsavík til þurrkunar á góðviði og markaðssetja hann bæði hér á landi og úti í Evrópu. Stofnendur telja heimsviðskipti með harðvið mjög mikil, ekki síst í Evrópu þar sem fyrirsjáanlegur er skortur á harðviði í náinni framtíð. Áformað er að flytja hráefnið inn óunnið og vinna það hérlendis, sögun og þurrkun sem mun í eðli slnu vera mjög umhverfisvænn iðnaður. Stofnendur eru Kaupfélag Þing- Viðarþurrkun áHúsavík eyinga, Kaupfélag Eyfirðinga, JxK í Reykjavík, Rekstur og ráðgjöf, Reykjavík, Norðurvík hf., Húsavík og Stefán Óskarsson, Rein. Stofnsetning fyrirtækisins byggist á samstarfi við aðila I ttjá- iðnaði í norðausturfylkjum Banda- ríkjanna, en þar er rótgróin þekk- ing á nytjun skóga og úrvinnslu trjáviðar. Fyrirtækið hyggst eiga samstarf við aðila sem leggja áherslu á umhverfisvæna nýtingu skóga og jafnframt endurnýjun. Þetta fyrirtæki á einnig að gefa nýja möguleika á nýtingu rekaviðar sem hlunninda en þeir möguleikar hafa verið mjög til skoðunar undan- farið. í stjórn hins nýja fyrirtækis voru kosnir Þorgeir B. Hlöðversson, Húsavík, formaður, Karl Ásmunds- son, Reykjavík, og Sigmundur Ófeigsson, Akureyri. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og framkvæmdastjórinn, Stefán Jónsson, áttu verulegan þátt í und- irbúningi að stofnun þessa félags. 10-70% afsláttur í örfóa daga!! Rýmum fyrir nýjum vörum í nokkra daga Frábær tilboð í gangi. Samfellur 990, toppar 500 og hinir vinsœlu undra brjóstahaldarar frá kr. 1.480 eða tveir fyrir 2.480, auk margra annarra tilboða ínýrri og stœrri verslun. Póstsendum Ég og þú Laugavegi 66 • Sími 551 2211 Handverks- fólkí Stykkis- hólmi hittist Stykkishólmi - Efling Stykkishólms heitir markaðsráð sem stofnað var hér í bæ í sumar. Fyrir stuttu boð- aði Efling í Stykkishólmi til fundar með þeim sem hafa áhuga og vinna við handverk í sínum frístundum. Á fundinn komu Guðrún Hannele Henttinen frá Handverki í Reykjavík og Elísabet Haraldsdóttir frá Hvann- eyri en hún er tengiliður við hand- verksfólk á Vesturlandi. Guðrún kynnti reynsluverkefnið Handverk sem er á vegum forsætisráðuneytis- ins. Hlutverk þess er að efla og bæta handverk í landinu, komast í samband við þá sem starfa að hand- verki og koma upp gagnabanka til að þjóna handverksfólki. Þetta er þriggja ára reynsluverkefni og hefur árangur orðið mjög sýnilegur. Bæði er að fleiri eru famir að stunda hand- verk og eins hafa gæði þess sem unnið er stóraukist. Elísabet greindi frá starfi sínu á Vesturlandi sem tengiliður Handverks en slíkir tengi- liðir eru í hveijum landsfjórðungi. Það vakti athygli hvað margir sóttu þennan fyrsta fund áhugafólks um handverk, rúmlega 40 manns, og greinilegt er að mikill áhugi er fyrir þessu málefni hér I Stykkis- hólmi. Fundarmenn ræddu um að stofa með sér samtök sem hefðu forystu í námskeiðahaldi og mark- aðsmáium. Skipaður var vinnuhópur til að undirbúa-.framhaldið. í þessum ferðamannabæ vantar aðstöðu fyrir að selja handunna muni sem hér eru búnir til og kom m.a. tillaga um að fá afnot af gömlu kirkjunni í miðbæ bæjarins til þess. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Gáfu blóðrann- sóknatæki Grundarfirði - Sjúkrasjóður Verk- stjórasambands íslands hefur nýlega gefið Heilsugæslustöð Grundarfjarð- ar tæki til blóðrannsókna. Tækið mælir ýmis efni, sem algengt er að nota við sjúkdómsgreiningar og eft- irlit með lyfjatöku. Með tilkomu tækisins fækkar mjög þeim blóðsýn- um, sem senda þarf til Reykjavíkur til rannsóknar og styttir verulega tímann sem sjúklingar þurfa að bíða eftir niðurstöðum. Myndin var tekin við afhendingu tækisins. Á henni sjást (frá vinstri) Óskar Mar formað- ur Sjúkrasjóðs Verkstjórasambands íslands, EIís Guðjónsson meðstjórn- andi í Verkstjórafélagi Snæfellsness, Þorbergur Bæringsson, formaður félagsins, og Hallgrímur Magnússon heilsugæslulæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.