Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 27 LISTIR Hreint ogklárt CHARLOTTE Skalegáard: Armskraut, stál silfur. LIST OG HÖNNUN Norræna húsið — a n (1 d y r i SEX GULLSMIÐIR Cecelia Johansson, Margareta Se- lander, Charlotte Skalegárd, Tore Svensson, Mona Wallström, Lars Ásling. Opið alla daga frá 9-19. Sunnudaga 12-19. Til 5. nóvember. Aðgangur ókeypis. ANDDYRI Norræna hússins prýðir um þessar mundir skart eftir sex listamenn á ýmsum aldri, sem allir lifa og starfa í Gauta- borg, sá elsti er fæddur 1939, en yngsti 1963, þannig að flestir eru á miðjum aldri. Hins vegar er meira mál að greina rétta aldurs- röð af verkum þeirra, því allir eiga það sameiginlegt að ganga út frá hreinum og klárum formum ein- faldleikans. Á stundum láta þeir sér nægja frumformin ein, sem þeir fella að flatarmálslegu jafn- vægi, þannig að minnir á „Neo- Geo“, eins og menn nefna nýja og mýkri tegund strangflatalistar. Leggja um leið áherslu á styrk og útgeislan efnis handa í millum, en rík tilfinning og virðing fyrir efnunum í sjálfu sér er þeim öllum sameiginleg. Aldursforsetinn, Cecilia Jo- hansson, gengur út frá gormlaga hringformum í gripum sínum og efnið er silfur, gull, títan, hvita- gull, demantar, smaragðar og rúbínar. Einfaldleikinn er sláandi og þá einkum í hinum form- og stílhreinu nálum þar sem gullið verður hreinlega að hátíð fyrir augað. Það er nokkur skyldleiki í hinum fíngerðu þokkafullu þráð- um Charlotte Skalegárd í stáli og silfri, en formin eru armskraut og vesti. Andstæða þeirra er Margareta Selender með sín hörðu blökku hringform sem hún þó mýkir með ávölu silfurformi til andstæðra skauta. Hálshrin- girnir eru sem tenging nútíðar við fortíð og hringlaga formin minna í senn á úrskífur og rás tímans. Tore Svensson telst næst „Neo- Geo“-stefnunni, og verk hans geta minnt á málverk Helmuts Federle, en er þó einungis um alþekktan leik að ræða innan formfræðinn- ar, sem sér t.d. stað í kennslu- fræði form- og litameistarans Jóa- hannesar Ittens. Verkin saman- standa af gylltu og silfruðu járni ásamt járni og Niob-gulli, og við- fangsefnin eru næiur, armbönd og hálsmen. Lars Ásiig vinnur á svipuðum grunni í viðhengjum sínum og nælum, formin eru þó mýkri og efnið er silfur, títan og plexígler. Sennilega er Mona Wallström einna næst því sem fólk þekkir hér undir heitinu skart, í öllu fallir eru verk hennar formrænt séð sígildust og skreyti- kenndin meiri en hinna, þótt aldr- ei sé farið út fyrir mörk einfald- leikans. Samsetningin er svo fag- leg, fjölþætt og flókin að naumast tekur því að telja hana upp. Hér er á ferð lærdómsrík sýn- ing og gott innleg í umræðuna um skartgripi almennt, og ættu leikir og lærðir að gæta þess að láta hana ekki fram hjá sér fara. Bragi Ásgeirsson þessu sinni, en samstarf þeirra Birgittu Reinhardt og Rósu Gísla- dóttur hófst í Bandaríkjunum, þar sem þær héldu tvær sýningar árið 1991, aðra á vegum Cornell-háskól- ans, og hina í State of the Art Gallery í íþöku, New York. Birgitta Reinhardt (f. 1959) er frá Basel í Sviss og stundaði nám við málunardeild Skóla formunar í Basel. Á árunum 1983-86 var hún dvalargestur við Cornell háskóla í íþöku og dvaldist hún vestanhafs til ársins 1991. Hún hefur haldið einkasýningar í Basel og tekið þátt í ýmsum samsýningum m.a. í Bandaríkjunum, Montreaux og listahöll Baselborgar. Rósa Gísladóttir (f. 1957) er frá Reykjavík og stundaði nám við MHÍ 1977-83, og við Listaakademíuna í Múnchen 1983-86. Dvaldist í íþöku á árunum 1989-93. Hún hefur hald- ið þrjár einkasýningar hér á landi m.a. á Kjarvaísstöðum sl. ár, og tekið þátt í samsýningum hér á land, í Þýskalandi, Ungveijalandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Birgitta sýnir lítil veggverk, sem eru eins konar blanda af samsetn- ingum og klippi, en satt að segja er inntak þeirra óljóst og vísanirnar svífandi. Lit- og formræn átök eru naumast merkjanleg og hið hug- myndafræðilega inntak kemur mér svo fyrir sjónir að vera mjög inn- hverft. Gólfverk Rósu Gísladóttur, sem hún virðist hafa steypt í gifs, eru mun markvissari, en þau vann hún í Krefeld í Þýskalandi nú í sumar í tengslum við menningarhátíðina í Norðurrín Vestfalíu. Um er að ræða vísanir til ýmissa skreytikenndra tákna og forma, en satt að segja eru þau hálfumkomulaus á gólfinu. hefðu þurft markvissari umhverfi og innsetningu, því þau eru ekki alveg í rétta umhverfinu. Bragi Ásgeirsson FRÁ sýningu þeirra Birgittu Reinhardt og Rósu Gísladóttur. A vegg og gólfi MYNPLIST L i s t h ú s B i r g i s MYNDIR/ SKÚLPTÚR Birgitta Reinhardt, Rósa Gísladóttir. Opið á fimmtudögum frá 14-18. Til 16. nóvember. Aðgangur ókeypis. MYNDLISTARMAÐURINN Birgir Andrésson lætur ekki deigan síga um framkvæmdir í listhúsi sínu á horninu að Vesturgötu 20, en það hefur þá sérstöðu að vera einungis opið einu sinni í viku. Þetta er þann- ig eins konar fágæti í myndlistar- flórunni en á sér hliðstæðu í útland- inu, og mega menn þakka fyrir að listhúsið er á jarðhæð þannig að áhugasamir þurfi ekki að klöngrast upp á fjórðu eða fimmtu hæð eins og til er í dæminu. Þetta er þannig helst fyrir innvígða, en með þeim sýningarskrám og gögnum sem frammi liggja, má allt eins gera ráð fyrir að það verði hin þekkilegasta tilbreytni að staldra þar við er tímar líða og fastagestum fjölgar. Það er tormelt list sem hefur verið til sýnis í rýminu, og er enn einu sinni tilefni að minna á mikil- vægi þess að koma til móts við gesti með skilvirkum upplýsingum um stefnumörk sýnenda, - gjarnan með hugleiðingum frá þeim sjálfum. Það eru góðvinir sem sýna að Nýjar hljómplötur • ÚT er komin geislaplatan Ser- pentyne með rokkhljómsveitinni XIII. Á plötunni eru 13 rokklög eftir gítarleikarann, trommarann og söngvarann Hall Ingólfsson. Bassaleikarinn Jón Ingi Þorvalds- son og gítarleikarinn Gísli Már Siguijónsson leika með honum á plötunni en fjórði meðlimurinn, trommuleikarinn Birgir Jónsson, bættist í hópinn fyrir skemmstu. Serpentyne er önnur plata XIII, en fyrsta platan Salt kom út í fyrra hér á landi. Salt er einmitt að koma út í Evrópu núna hjá Koch International. Þegar eru farnir að birtast dómar um Salt í evrópskum rokkblöðum og má geta þess að belgíska tímaritið Mindview gaf plötunni 92 stig af 100 mögulegum, sem er hæsta einkunnagjöf blaðsins á þessu ári. Serpentyne var hljóðrituð í Gijótnámunni í maí ogjúní síðast- liðnum og stýrði Ingvar Jónsson tökkunum, en Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson annaðist hljóðblöndun ásamt Ingvari og Halli. Tónjöfnun annaðist Oskar Páll Sveinsson í Sýrland. Umslag plötunnar annaðist Hallur Ingólfsson í félagi við Stef- án Mána, en sérstaka aðstoð veitti Björgvin Smári Haraldsson. ■ Það er Spor hf. sem gefur Serp- entyne út og fæst geislaplatan í öllum helstu hijómfangaversiunum landsins og kostar kr. 1.999. >■ á iit pcnasitir aui'tWLíJii U11LLIU IhlflBBBH □E r. LL rm. Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 fEVestfrost Frystikistur Staðgr.verð HF 201 72 x 65 x 85 45.768,- HF 271 92 x 65 x 85 50.946,- HF 396 126 x 65 x 85 59.170,- HF506 156x65 x85 69.070,- Frystiskápar FS205 125 cm 62.092,- FS 275 155 cm 74.314,- FS 345 185 cm 88.194,- Kæliskápar KS 250 125 cm 58.710,- KS315 155 cm 62.933,- KS 385 185 cm 71.055,- Kæli- og frystiskápar KF 285 155 cm 88.524,- kælir 199 ltr frystir 80 Itr 2 pressur KF 283 155 cm 77.472,- kælir 199 Itr frystir 80 ltr 1 pressa KF 350 185 cm 103.064,- kælir 200 ltr frystir 156 ltr 2 pressur KF 355 185 cm 97.350,- kælir 271 Itr frystir 100 Itr 2 pressur 1 rccn i Faxafeni 12. Sími 553 8000 < Toyota Hilux double cab, diesel, árg., '91, ek. 125 þ. km, Ijósblár, 5 gíra, 4ra dyra. 31" dekk. Verð 1.500 þús. BÍLASALAN, BÍLDSHÖFÐA 3 Subaru Legacy st. 2,2, árg. '92, ek. 73 þ. km, gullsans, 5 gíra, 5 dyra. Verð 1.480 þús. VW Golf GL, árg. '95, ek. 8 þ. km, vínrauður, 5 gíra, 5 dyra. Verð 1.250 þús. Chevrolet Blazer S-10, árg. '84. ek. 190 þ. km, hvítur, 5 gíra, 3ja dyra. Góð grkj. Verð 595 þús. VW Golf Gti, árg. '87, ek. 114 þ. km, hvítur, 5 gíra, 3ja dyra. Góð grkj. Verð 540 þús. 0333 Daihatsu Charade TS, árg. '91, ek. 61 þ. km, hvítur, 4ra gíra, 3ja dyra. Verð 530 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.