Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR1.NÓVEMBER1995 35 AÐSENDAR GREINAR Að láta réttsýni ráða HIN hálfs ára gamla ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur vissulega í ýmsu að snúast og ekki skal lítið gert úr vandamál- um þeim er glíma þarf við. Ekki skal heldur úr því dregið, að þörf sé uppstokkunar á ýmsu, svo og að að- halds og sparnaðar sé gætt sem allra víðast. Hins vegar ber fjár- lagafrumvarpið nú ýmis alvarleg einkenni þess, að ekki sé mönn- um of ljóst hvar aðhalds sé helzt þörf, m.a.k. hygg ég fáir hafi reiknað með að kjörorðið: Fólk í fyrirrúmi þýddi að í fyrirrúmi skyldi skerðing til þess fólks sem hélzt þarf á að halda kjarabót í þessu þjóðfélagi. Það að háfa þá helzta tilburði í sparnaði að hafa af lífeyrisþegum 985 milljónir króna, sem að óbreyttu áttu til þeirra að renna, það fellur ekki undir mína skil- greiningu á því að hafa fólk í fyrir- rúmi. Það að ætla ekki að skila lífeyrisþegum kjarabótum á al- mennum launamarkaði er undarleg réttlætisgerð að ekki sé meira sagt. Að ætla að byrja skattlagningu fjármagnstekna á skerðingu bóta- greiðslna til lífeyrisþega getur vart verið lýsandi um jafnræði eða hvað? Væri ekki nær að ganga frá Helgi Seljan heildarframkvæmd sem til allra næði áður en öryrkjar og ellilíf- eyrisþegar eru skatt- lagðir með þessum hætti sem boðaður er? Um þetta er ég spurð- ur dag hvern af okkar fólki hér og ég vísa þessari spurn óhikað til þeirra er virðast ætla að láta mál ganga svo fram. Hvað um þá jafn- ræðisreglu sem til réttlætingar lækkun heimildabóta er nýtt, hvað um að hafa hana einnig í heiðri hvað varðar svo grimma skattlagningu fjármagns- tekna sem þarna virðist vera ráð fyrir gert? Lækkun heimildabóta um millj- arðsfjórðung kemur þar harðast niður sem helzt er leiðréttingar þörf á hin veginn og bætist því við aðra hremmingar. Sannleikur- inn enda sá að heimildabætur þessar hafa oft bjargað því sem bjargað varð, að naumir endar hafa náð saman, þó öðrum sé óskiljanlegt í raun hvernig unnt er. Lækkun þeirra á einn eða ann- an veg leiðir af sér verulega vá fyrir margra dyrum. Því hversu mjög sem menn vilja nú spara og sýna aðhald þá skyldu menn gæta þess að slíkt má aldrei koma þar niður sem sízt skyldi. Það er vitað að víða má lteita Heimildabætur, segir Helgi Seljan, hafa oft bjargað því, sem bjarg- að varð. fanga bæði við fjáröflun til hins opinbera svo og þar sem aukið aðhald gæti sársaukalaust leitt til verulegs sparnaðar. Enginn er að segja að auðvelt sé en allra leiða á til þess að leita, svo okkar um margt ágæta velferðarkerfi megi áfram veita öryggi sem bezt til handa þeim sem þar á treysta. Enn skal ekki trúað að svo fari mál fram sem frumvarpið lýsir, því það þýddi mikla alvöru fyrir alltof marga sem ekki eru of vel settir fyrir. Ásamt láglaunafólki í landinu hafa lífeyrisþegar sannar- lega tekið á sig sinn skerf þjóðar- sáttar, svo upp mætti aftur byggja og bæta kjör. Stjórnvöldum skal ekki trúað til þess að þau láti lífeyrisþega gjalda þess að í stað verðugrar umbunar þegar upp hefur rofað. Því er skor- að á alla sem að koma að skila þessum tæpa milljarði nú aftur til þeirra sem áttu og eiga til hans rétt, ef réttsýni fær að ráða. Þeirr- ar réttsýni krefst ég af þeim sem með völd fara hverju sinni. Höfundur er félagsmálafulltrúi ÖBÍ. Hversvegna hærra kaupgjald í Danmörku? FÁAR fregnir hafa vakið meiri athygli og raunar furðu en sú, að Danir greiði fisk- vinnslufólki tvöfalt hærri laun en greidd eru hérlendis. Menn hafa sett fram ýmsar skýringar, sem fá þó ekki staðist. Þannig hefur t.d. verið sagt, að matar- og kaffihlé sé 1 klst. lengra hér en tíðkast í Dan- mörku. Slíkt dregur hins vegar ekki úr afköstum. Talið er að full afköst náist með 6 klst. vinnudegi. Ef unnið er leng- ur fer að draga úr afköstum. Vangaveltur af þessu tagi benda til þess að menn bókstaflega vilji ekki nefna hina raunverulegu orsök launamismunarins. Hann er nefnilega sá að vaxtakostnaður á íslandi er hærri en þekkist í ná- lægum löndum. Ekki er ýkjalangt síðan gerð var úrtakskönnun með- al íslenskra útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja, bæði þeirra sem rekin eru af hlutafélögum og bæj- Nýtt morgunútvarp Rásar I, Rásar 2 og fréttastofu Útvarps! „Á níunda tímanum" er fréttatengt útvarp sem sent er út á báðum rásum eftir kl. 8.00. i "íttvwtfUtucl Eggert Haukdal 4 © RÁSI, RÁS 2 OG FRÉTTASTQFA ÚTVARPS. arfélögum. Könnunin leiddi í ljós að vaxta- kostnaður fyrirtækj- anna var yfirleitt nán- ast jafnhár launa- kostnaði. Það gerir þeim ókleift að greiða sama kaupgjald og erlend fyrirtæki með langtum minni vaxta- kostnað geta leyft sér. Það er brýnt verkefni Þjóðhagsstofnunar að kanna þessi mál ofan í kjölinn. Skuldir íslenskra fyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu hafa hlað- ist upp í áratugi. Því ollu gengis- lækkanir, enda er drjúgur hluti lánanna í erlendum gjaldeyri. Enn meiri uppsöfnun skulda stafar af lánskjaravísitölunni. Hún hefur margfaldað útistandandi skuldir bæði fyrirtækja og heimila. Það er einmitt vaxtakostnaður stofnatvinnuveganna sem hefur gert þeim ómögulegt að borga mannsæmandi laun. ísland er komið í hóp láglaunalanda, eins og Ijóst-má vera af nýúkomnum bæklingi Fjáríestmgarskrifstofu íslands. Ríkisstjórn Davíðs, hin fyrri, reyndi að koma til móts við fyrirtæki með því annars vegar að lækka skatta þeirra. Þannig var tekjuskattur hlutafélaga færður niður í 33% og aðstöðugjald af- numið. Hins vegar var reynt að halda kaupkröfum niðri í sam- vinnu við ASÍ. Fyrirtækin hafa Verðtryggingu fjár- skuldbindinga ber að afnema, segir Eggert Haukdal, sem hér fjall- ar um þjóðmálin. bætt stöðu sína, en atvinnuleysið er viðloðandi. Með rífíegum kaup- hækkunum fyrirmanna í kerfínu - á sama tíma og nauðþurftatekjur eru skattlagðar - hefír ríkisstjórnin löðrungað verkalýðshreyfinguna. Ekki er unnt að spá um afíeiðing- ar þess. Verðtrygging fjárskuld- bindinga hefír verið hæggengari síðustu árin vegna tiltölulega lítill- ar verðbólgu. Þó hækkuðu matvör- ur sl. 3 mánuði um 4% og mun þess gæta í vísitölu neysluvöru- verðs, sem nú mælir verðbótaþátt vaxta. Ef verðbólgan kemst á skrið kann slíkt að leiða til algers hruns við ríkjandi skuldastöðu þjóðarinn- ar. Bankayfirvöld hafa tekið þá stefnu að draga úr verðtryggingu fjárskuldbindinga. Hana ber skil- yrðislaust að afnema, enda ekki fyrir hendi í viðskiptalðndum okk- ar. Afnám hennar hefir verið bar- áttumál mitt á Alþingi í áraraðir. Það naut vaxandi fylgis og vænt- anlegs meirihluta, en var kæft á síðustu dögum þingsins, eins og ég hef skýrt í annarri grein. Þá vekur það furðu, að í sama mund og strætisvagnafargjöld eru hækkuð og mest miðar fyrir aldr- aða, nota fjórir ráðherrar tækifær- ið til að fá sér nýja bfla, sem hver kostar yfir kr. 3 milljónir. HSfundur er bóndi og fyrrverandi alþingismaður. ^ yurmur meo borgarstjóra Ingibjörg Sólrúh Gísladóttir borgarstjóri heldur fund með íbúum Túna- Holta- Norðurmýrar- og Hlíðahverfis í Ráðhúsinu miðvikudaginn 1. nóvember kl. 20.00 Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundar- manna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.