Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 LEIFUR K. ERLENDSSON + Leifur K. Er- lendsson fædd- ist 12. júlí 1908 að Giljum í Fljótshlíð. Hann lést á Land- spítalanum 20. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 30. október. LEIFUR K. Erlendsson "•og kona hans Jóhanna Sighvatsdóttir, kölluð Hanna, urðu vinir okk- ar fyrir hartnær fimmtán árum þegar við gerðumst nágrannar þeirra á Bergþórugötu 37. Sambúðin stóð í tíu ár og fór aldrei styggðaryrði á milli okkar og þeirra Leifs og Hönnu. Börn okkar, Baldvin og Auður, hændust fljótt að grönnunum á efri hæðinni, enda tekið tveimur höndum í hvert sinn sem þau fóru í heim- sókn, sem var, því sem næst, á hverjum degi. Hjá Hönnu og Leifi voru alltaf til ótakmarkaðar birgðir af keki og kóki og stundum jafnvel »enn stórkostlegri kræsingar. Mestu skipti þó að þau höfðu alltaf ótak- markaðan tíma og athygli handa smáfólkinu. Hanna lést fyrir fjórum árum eft- ir erfið veikindi og nú er Leifur all- ur. Hann var óvenjulegur maður og vafalaust nokkuð sérlyndur. Hann var hins vegar svo skemmtilegur og alúðlegur við okkur að við kippt- um okkur aldrei upp við smáatriði eins og megna lykt í húsinu af soðn- ingu af ýmsu tagi, syo ekki sé minnst á lykt- ina af einum helsta eft- irlætisrétti Leifs, sem var fyll. Í kjallara hússins gekk og á ýmsu sem venjulegri nágranna en Leifur var hefði líklega ekki liðist. Verkstæði Leifs í kjallara hússins, þar sem hann dundaði sér löngum, fylgdi oft ærandi hávaði og stundum var verið að prufukeyra eða gera við utanborðsmótora úti í garði. Þá var Leif- ur haldinn söfnunarástríðu, sem á köflum hafði fyrirferðarmiklar af- leiðingar innan húss sem utan. Mest af þessari umfangsmiklu starfsemi snerist á einn eða annan hátt um suamrbústað þeirra hjóna við sunnanvert Þingvallavatn. Þar dvaldi Leifur mörgum stundum frá vori til hausts. Hann var þar meðal annars við veiðar enda maðurinn með sterka veiðináttúru. Eitt sinn þegar við hjónin vorum úti við um hádegi á laugardegi um haust birt- ist Leifur á tröppunum í kolsvörtum jakkafötum og voru þau Hanna að fara í jarðarför austur fyrir fjall. Við tókum eftir því að Leifur var með teppisstranga undir handleggn- um og stóð byssuhlaup út úr strang- anum. Við spurðum hversvegna hann ætlaði vopnaður í jarðarför og hann svaraði: „Það er aldrei að vita nema maður sjái eitthvað kvikt.“ Og í bæinn kom hann með gæs sem hann hafði lagt að velli á einhveiju FANNEY G UÐMUNDSDÓTTIR + Fanney Lilja Guðmundsdótt- ir var fædd í Reykjavík 16. októ- ber 1923. Hún lést á Landspítalanum 15. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jóns- son, kaupmaður frá > Grund á Akranesi, f. 1.9. 1888, d. 18.7. 1955, og Júlíana Sveinsdóttir frá Vífilsmýrum í Ön- undarfirði, f. 30.7. 1880, d. 14.11.1968. Börn þeirra auk Fanneyjar, sem var yngst: Ástríður Anna, f. 7.3. 1917, d. 18.2. 1944. Guðmundur Svavar, f. 11.5. 1918, d. 20.4. 1974. Kristín Þórey, f. 18.10. 1919. Aðalheiður Jóna, f. 2.6. 1922. Sveinn, f. 9.10. 1910, d. 9.11. 1977. Fanney giftist Rein- hard Lárussyni, 12. júní 1943, en þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Fanney Anna, f. 16.12.1943, gift Hafsteini Odds- syni. Böm þeirra eru Gunnar, Anna Lilja, Hildur Ósk og Haf- dís Perla. 2) Guðmundur Val- garð, f. 23.8. 1945, kvæntur Betty Ingadóttur. Börn þeirra eru Hilmar, Ásta Kristín og Rein- hard. 3) Auður, f. 22.2. 1949. Seinni maður Fanneyjar var Tryggvi E. Guð- mundsson, en þau slitu samvistir. Fanney útskrifaðist frá Verzlunarskóla íslands 1941. Hún starfaði árum sam- an við skrifstofu- störf, hjá Verkfræð- ingafélagi íslands, Læknafélagi ís- lands og Vélum og verkfærum. Fanney lét málefni vangefinna mjög til sín taka á meðan heilsa og kraft- ar entust. Utför Fanneyjar hefur farið fram í þyrrþey. ÞRIÐJUDAGINN 24. október sl. var til grafar borin í nýja kirkjugarðinum í Gufunesi Fanney Lilja Guðmunds- dóttir, móðursystir mín, sem lést árla aðfaranætur sunnudagsins 15. október, daginn fyrir afmælisdaginn sinn, en hún hefði orðið 72 ára. Að ósk hennar fór útförin fram í kyrr- þey, en þar sem hún hafði aldrei bannað mér beinlínis að minnast sín Þetta er minningarkort Slysavarnarfélags íslands Skrifstofan sendir þau bæði innanlands og utan. Þau fást með íslenskum, enskum, dönskum og þýskum texta. Sími SVFÍ er 562 7000 Gjaldið er innheimt með gíróseðli. BARÐUR D. JENSSON MINNINQAR túninu á leiðinni. Á Þingvallavatni stundaði Leifur silungsveiði af mikl- um móð og naut þess að fylla gríðar- stóra frystikistu í þvottahúsinu á Bergþórugötunni með afla sumars- ins ásamt kynstrum öllum af sauð- íjárafurðum sem honum þótti því betri sem þær voru feitari. í tugi skipta skoðaði maður á vetrarkvöldum með Leifí sömu alb- úmin og myndirnar frá sumarbú- staðnum og Þingvallavatni, og alltaf kom sérstakur glampi í augu Leifs þegar minnst var á bústaðinn og spurt um fyrirætianir næsta sumar. Vorin fóru gjaman í að koma til trjágræðlingum í mjólkurfemum, fyrst inni í kjallara en svo úti í garði. Þaðan var haldið með sprotana aust- ur að Þingvallavatni, en við sumar- bústaðinn vann Leifur, miðað við aðstæður á staðnum, þrekvirki í trjárækt. Frá löngum kynnum við óvenju- legan persónuleika er margs að minnast og hér hefur einungis verið unnt að varpa upp myndbroti. Við hittum Leif síðast, öll fjölskyldan, í september síðastliðnum. Þá hafði hann nýlega gengist undir aðgerð vð langvarandi slæmsku í öðm hnénu og var heima í helgarfríi frá heilsu- hælinu í Hveragerði þar sem hann dvaldi sér til hressingar og endur- hæfingar eftir aðgerðina. Hann var kátur að vanda, en tæpum tveimur vikum síðar fréttum við að Leifur væri aftur lagstur á spítala og nú af allt öðmm ástæðum og væri alvar- lega veikur. Við sem höfðum, eftir að við hittum hann svo skömmu áður, enn og aftur talað um að Leif- ur yrði að minnsta kosti hundrað ára, óskuðum þess nú að hann þyrfti ekki að þjást lengi heldur fengi að fara fljótt, og gekk það eftir. Við kveðjum góðan vin með sökn- uði. Albert og Ása. að henni lokinni, langar mig að gera það með fáeinum orðum. Hún var seig, hún Fanney, frænka mín, og hafði lifað af mörg áföllin um dagana. Og svo var að sjá sem hún ætlaði h'ka að hafa sig upp úr síðasta hjartaáfallinu, sem yfir hana dundi, svo vel bar hún sig. En svo fór ekki, enda búin að fá nóg, sagði hún mér daginn áður en hún kvaddi þennan heim. Hún sagðist orðin svo þreytt, að sig langaði ekki að lifa lengur. Hvíldin var því kærkomin og viðskilnaðurinn í sátt og friði, andlát- ið hægt og átakalaust. Fanney var yngst barna foreldra sinna, sem við í fjölskyldunni köll- uðum jafnan ömmu Júlíönu og Guð- mund afa, og samofin lífi mínu eins og þau öll. Þau voru mér öll góðir vinir en systurnar þrjár þó sérstak- lega, því þær voru. mér allt í senn fóstrur, frænkur og vinkonur eftir að móðir mín lést frá þremur börn- um, 26 ára að aldri. Móðuramma mín leit tíðum á mig sem yngstu systur þeirra og þannig var ég henni í senn yngsta barn hennar og elsta barnabamið. Þegar andlát nákomins ættingja eða vinar rýfur hinn vanabundna hvunndag annríkis og streitu, hljót- um við að staldra við og hljóðna, jafnvel þótt fráfallið komi okkur ekki á óvart, jafnvel þótt við vitum, að hvíldin hafi verið kærkomin eftir langa og stranga göngu. Tregi og sorg læsast um hugann, ekki síst vegna ótal minninga, sem á hann leita, og við sjáum skýrar en áður þá þætti, sem mynduðu samskiptavef okkar og þess, sem hefur horfið frá Sérfræðingar í blóniaskreytingum við öll ta‘kifu‘ri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstadastrætis, sími 19090 + Bárður Jensson, fyrrver- andi formaður _ verka- lýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík, fæddist í Ólafsvík 16. október 1918. Hann lést á Borgarspíta- lanum í Reykjavík 20. október sl. og fór útförin fram 28. októ- ber. MIG langar í örfáum orðum að minnast vinar míns, Bárðar D. Jenssonar frá Ólafsvík, en hann lést hinn 20. október sl. og fer útför hans fram frá Ólafsvíkur- kirkju í dag, laugardaginn 28. október. Bárður var einn af þeim mönn- um sem settu svip sinn á bæinn og maður tók jafnan eftir honum þar sem hann fór. Þegar ég var ungur strákur að alast upp í Olafs- vík man ég eftir Bárði sem mynd- arlegum og líflegum manni og mér fannst alltaf vera ákveðinn „sjarmi" yfir honum. Hann tók alla tíð mikinn þátt í félagslífi stað- arins, þar sem hann var meðal annars mjög virkur í starfi leikfé- lagsins í Ólafsvík á árum áður og þótti góður leikari. Hann tók alla tíð virkan þátt í umræðum um líf- ið og tilveruna og þar á meðal um stjómmál, hvort sem um var að ræða sveitarstjórnamál eða lands- pólitíkina. Hann gat verið óvæginn í slíkri umræðu, en hafði yfirleitt nokkuð til síns máls og það var oft gaman að verða vitni að því þegár hann var í ham í þeirri umræðu. Þá man ég eftir Bárði þar sem hann var áberandi meðal okkur. Því er það svo að fyrir augu mér renna myndir úr lífí Fanneyjar, hver af annarri, svo langt aftur í tím- ann, sem fyrstu barnsminningar mín- ar ná. Fanney ung verslunarskólastúlka í faðmi stórfjölskyldunnar á Baugs- veginum; það er kvöldverður, gluggarnir myrkvaðir, stríð og stormar geisa fyrir utan, en innan- dyra halda ungmennin uppi glaðværð og lífiegum samræðum. Jafnvel stríðsfréttirnar, sem allir hlýða á hljóðir, fá ekki bælt niður gleðina nema stutta stund. Ég sé hana fyrir mér nýtrúlofaða, myndarlegum manni, geislandi af hamingju og fullvissu um, að fram- undan sé framtíðin björt og fögur. En ég sé líka fyrir mér sára tog- streitu við skilnað þeirra þremur börnum seinna. Ég sé hana fyrir mér himinglaða með frumburðinn sinn, fallega og myndarlega stúlku og síðar dreng- inn, allt eins og átti að vera — en svo nokkrum árum síðar í örvænt- ingu að bíða eftir framför yngri telp- unnar sinnar og verða að horfast í augu við andlega fötlun hennar. Og ég sé, sem hefði það gerst í gær, botnlausa sorg hennar, þegar hún þurfti að láta telpuna frá sér, og baráttu hennar fyrir að fá gert fyrir hana það sem hægt væri, henni til framfara. Svo lengi sem henni entist heilsa vann hún að stuðningi við vangefna og lagði þar margt gott til mála þótt ekki færi hátt. Ég gæti haldið áfram, því þannig liðu árin, að á skiptust skin og skúr- ir. En þannig er jú lífíð hjá okkur flestum. Fullt upp af andstæðum, aðeins mismunandi miklum. Þeir, sem eru gæddir sterkum tilfinningum og ríku geði, sveiflast ætíð milli and- stæðna gleði og sorgar, hamingju og örvæntingar. Við lærum smám saman að meta gildi hinnar sáru reynslu eigi síður en hinnar ljúfu og skilja, að enginn má sköpum renna. Þegar sá skilningur er fenginn, getum við tek- ið okkur sjálf í sátt, sem og aðra og lífíð sjálft. Við lærum að skilja og meta margbreytileika manneskjunn- ar, hver sem hún er, og taka með vaxandi þolinmæði og umburðarlyndi því, sem að höndum ber. Mér var hún alltaf einstaklega góð, þessi kona, allt frá því að hún passaði mig smástelpu í Hljómskála- áhorfenda á knattspyrnuleikjum og hvatti okkur strákana í Víkingi óspart til dáða. Um árabil var Bárður ökukennari og hann kenndi mörgu ungu fólki á Snæfellsnesi að aka bifreið og það sem því fylg- ir. Ég var einn af þeim sem fékk bílpróf eftir eftirminnilega og skemmtilega meðhöndlun í Saabin- um hjá honum. Síðar kynntist ég Bárði betur þegar ég starfaði sem bæjarritari í Olafsvík og hann var formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafs- vík, en hann var um árabil forystu- maður verkafólks í Ólafsvík og gætti vel hagsmuna þeirra. Kynni okkar Bárðar voru ánægjuleg á þessum tíma og við bundumst vin- áttuböndum sem hafa haldist alla tíð síðan. Bárður var tónlistarunn- andi og hafði meðal annars gert nokkuð af því að leika fyrir dansi. Það kom reyndar fyrir að Bárður tók lagið með okkur á nikkuna. Síðustu árin bjó Bárður með Áslaugu, eiginkonu sinni, á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík, þar sem honum virtist líða vel að búa. Það mætti margt fleira segja um Bárð D. Jensson því margs er að minnast, en ég vil að endingu þakka Bárði fyrir samfylgdina og vináttuna meðan leiðir okkar lágu saman í lifanda lífi. Við Drífa, eig- inkona mín, sendum Áslaugu og fjölskyldu þeirra Bárðar okkar dýpstú samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að blessa minningu Bárðar D. Jenssonar. Magnús Stefánsson. garðinum, til hinsta dags. Heimili hennar stóð mér alltaf opið; margar ferðirnar man ég í sumarbústaðinn hennar við Hafravatnið; hún fór með mér í fyrstu útileguna; hún tók mig heim til sín, þegar leið að fæðingu fyrsta bamsins míns, sem ég beið ein þar sem eiginmaður minn var á sjó og við vorum saman við dánarbeð ömmu Júlíönu. Og þótt síðar meir liðu oft langar stundir milli funda okkar áttum við mörg löng símtöl þar sem við ræddum hin margvísleg- ustu mál, sum léttvæg, önnur alvar- leg og oft þungbær. Því að lífið var henni sannarlega enginn dans á rósum, eða þá að hún lenti á þyrnunum óþyrmilega oft. Og erfiðleikarnir settu sín merki á heilsufar hennar, merki, sem ekki var alltaf tekið mark á sem skyldi. Því verður væntanlega seint gleymt í fjölskyldunni, þegar hún fyrir u.þ.b. tuttugu árum var lögð af heimilis- lækni sínum hálf-lömuð inn á sjúkra- hús, send þaðan næstum um hæl með þeim úrskurði að um væri að ræða „hysteríska lömun“ og fékk svo skömmu síðar heilablóðfall, sem lam- aði hægri helming líkama hennar, eyðilagði hægri hönd hennar og tal- færi svo aldrei réðst bót á þrátt fyr- ir heilaskurð og áralanga þjálfun. Leiða má að því líkur, að sleggju- dómurinn sá hafí lagt líf hennar í rúst. Þessi hæfa og skarpgreinda kona, sem árum saman hafði unnið með ágætum fyrir sér og bömum sín- um og átti nú loks í vændum léttari lífsbaráttu, var ekki einasta svipt sjálfstæði sínu heldur varð hún að byrja sem ómálga bam frá grunni, læra að ganga að nýju, læra að beita þeim hluta líkamans sem enn hafði mátt til að hreyfa sig, læra að tjá sig, fyrst með annarri hendinni og svo smám saman að reyna að tala upp á nýtt. Það var þungbært upp á að horfa öllum sem þekktu Fanneyju Guðmundsdóttur. En hún vann að endurhæfíngunni af einbeitni og tókst smám saman að gera sig vel skiljan- lega. Hún var yfírleitt mjög skýr í hugsun og leysti sín mál af frábærum dugnaði. Síðustu árin sótti hún styrk í trú sína og í henni fann hún þann frið sem gerði henni fært að lifa nokk- um veginn í sátt við allt og alla og að horfast æðrulaust í augu við enda- lokin. Megi hún hvíla í friði. Margrét Heinreksdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.