Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Oðal
skiptir um
eiganda
GUÐJÓN Sveinsson þjónn hefur
keypt veitingastaðinn Óðal við
Austurvöll af Magnúsi Valssyni.
Upp í kaupverðið, sem Guðjón
vildi ekki gefa upp hvert væri,
gengur matsölustaðurinn Svarta
pannan við Tryggvagötu sem var
í eigu Guðjóns. Hann segir full-
snemmt að fjölyrða um hvemig
rekstri Óðals verði hagað en hann
kveðst hlakka til að takast á við
þetta verkefni.
Reksturinn í svipuðum dúr
„Ég ætla þó að hafa þetta í
svipuðum dúr og verið hefur og
hafa skemmtanahald í miðbænum.
Þetta er vinalegur og fjölbreytileg-
ur skemmtistaður,“ segir Guðjón.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vamarliðið og Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins
Framkvæmdir meiri á
næsta ári en undanfarið
FRAMKVÆMDIR fyrir varnarliðið
og á vegum Mannvirkjasjóðs Atl-
antshafsbandalagsins verða meiri
hér á landi á næsta ári en í ár. Gert
er ráð fyrir að framkvæmdir fyrir
vamarliðið nemi 48 milljónum
Bandaríkjadala eða rúmum 3,1 millj-
arði króna, en til viðbótar er gert
ráð fyrir framkvæmdum á vegum
Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbanda-
lagsins fyrir 20-25 milljónir Banda-
ríkjadala eða á bilinu 1.300 til 1.600
milljónir íslenskra króna.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að um lítilsháttar samdrátt
milli ára væri að ræða á hefðbundn-
um framkvæmdum fyrir varnarliðið
eða um 5%, en í ár nema fram-
kvæmdir á vegum varnarliðsins um
55 milljörðum króna. Framkvæmd-
imar á næsta ári eru þó heldur
s
meiri en bæði árin 1993 og 1994
og sagði Halldór að þetta gæti ekki
talist mikil breyting frá því sem ver-
ið hefði.
Endurbætur á flugskýli
Til viðbótar er gert ráð fyrir að
útboð fari fram á vegum Mann-
virkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins
fyrir 20-25 milljónir Bandaríkjadala,
en þar er um að ræða endurbætur
á flugskýli á Keflavíkurflugvelli.
Fram fer alþjóðlegt útboð en hluti
þess verður hér á landi.
Halldór Ásgrímsson sagði að
gengið hefði verið frá þessum mál-
um fyrir stuttu. íslensk viðræðu-
nefnd hefði nýlega verið á ferð í
Norfolk í Bandaríkjunum, þar sem
ákveðið hefði Verið hvernig fram-
kvæmdum á vegum varnarliðsins
yrði háttað.
Koma af
fjöllum
HEIL jólasveinafjölskylda er kom-
in til byggða rúmum sjö vikum
fyrir jól, og búin að koma sér fyr-
ir í glugga íslenzks heimilisiðnað-
ar I Hafnarstræti. Hróin eru þess-
leg að vera nýkomin af fjöllum,
nokkuð horuð, og reyna væntan-
lega að krækja í einhveija óþekka
krakka í soðið. Hjálmtýr Erlands-
son, sex ára, kom til fundar við
fjölskylduna, hvergi banginn, og
hefur gfreinilega enga óþekkt á
samvizkunni.
Ríkisútvarpið
Afnota-
gjöld verði
bundin við
íbúðir
RÍKISENDURSKOÐUN leggur til í
stjórnsýsluendurskoðun á rekstri
Ríkisútvarpsins að kannaður verði
sá kostur að afnotagjöld einstaklinga
verði bundin við íbúðir og þau inn-
heimt með opinberum gjöldum. Telur
Ríkisendurskoðun að núgildandi inn-
heimtukerfí afnotagjalda sé bæði
erfitt og óskilvirkt í framkvæmd, en
með ofangreindu fyrirkomulagi ætti
afkoma RÚV að batna um 210 millj-
ónir króna á ári.
Ríkisendurskoðun telur eðlilegt að
afnema beri allar beinar undanþágur
frá greiðslu afnotagjalda, þar á með-
al elli- og örorkulífeyrisþega, en und-
anþágumar hafa um 200 milljóna
króna tekjumissi í för með sér á ári.
■ Allar undanþágur/12
Tæplega 2.000 Akureyringar minntust
látinna Flateyringa
Kertaljós loguðu á
Ráðhústorgi fram á nótt
Morgunblaðið/Kristján
VEL á annað þúsund manns tók
þátt í göngu sem framhaldsskóla-
nemar á Akureyri stóðu fyrir í
gærkvöldi, en þar var minnst þeirra
sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri
í fyrri viku.
Safnast var saman við íþrótta-
höllina þar sem seld voru kyndlar
og kerti til styrktar söfnuninni Sam-
hugur í verki. Gengið var niður
Eyrarlandsveg, niður kirkjutröpp-
urnar og út göngugötuna í Hafnar-
stræti á Ráðhústorg. Þar kveiktu
fulltrúar skólanna á 20 kertum sem
mynduðu kross. Ásta Hrönn Björg-
vinsdóttir, nemi í Háskólanum á
Akureyri, las úr ritningunni, Lýður
Ólafsson gítarleikari og Jón Jósep
Snæbjömsson úr Menntaskólanum
á Akureyri fluttu lagið „Til eru fræ“
við ljóð Davíðs Stefánssonar og
Martha Ömólfsdóttir, nemi í Verk-
menntaskólanum á Akureyri, las
ljóð Snorra Hjartarsonar, Ferð.
Loks flutti Hanna Þórey Guð-
mundsdóttir hugvekju.
Þátttakendur í göngunni tendr-
uðu friðarljósin á Ráðhústorgi þar
sem þau loguðu hundruðum saman
fram á nótt.
Flugleiðir segja upp um-
boðsmönnum úti á landi
FLUGLEIÐIR hafa sagt upp öllum
umboðsmönnum sínum á landsbyggð-
inni og er þetta hluti af endurskipu-
lagningu fyrirtækisins vegna aðskiln-
aðar millilanda- og innanlandsflugs
fyrirtækisins, að sögn Páls Halldórs-
sonar, forstöðumanns innanlands-
flugs Flugleiða.
Páll segir að verið sé að endur-
skipuleggja sölukerfí félagsins og sé
ætlunin að selja farmiða í millilanda-
flugi eingöngu á söluskrifstofum fyr-
irtækisins og ferðaskrifstofum í fram-
tíðinni, en umboðsmenn hafa m.a. séð
um farmiðasöiu í millilandaflugi fram
til þessa. Hann segist hins vegar gera
ráð fyrir því að stærstur hluti þeirra
verði endurráðinn þar sem þeir gegni
áfram mikilvægu hlutverki í frakt-
flutningum félagsins. Að sögn Páls
er stefnt að því að endurskipulagning-
unni verði lokið áður en 3ja mánaða
uppsagnarfrestur umboðsmannanna
rennur út og þá muni skýrast hversu
margir verði endurráðnir.
■ Endurskipulagning/20
Hjörtur Gíslason frétta-
sqóri sjávarútvegsmála
HJÖRTUR
hefur verið ráðinn
fréttastjóri sjávarút-
vegsmála við Morgun-
blaðið frá og með deg-
inúm í dag. Hann hefur
verið umsjónarmaður
sj ávarútvegsfrétta
blaðsins og sérblaðsins
Úr verinu frá 1990 er
það hóf göngu sína.
Hjörtur Gíslason er
43 ára að aldri. Hann
lauk stúdentsprófí frá
Menntaskólanum á
Akureyri 1973 og
stundaði nám í ís- li;f.
lenzku og almennum J
bókmenntum við Háskóla fslands
1975-1980.
Hjörtur starfaði
meðal annars við
kennslu, knatt-
spymuþjálfun og
íhlaupastörf við físk-
vinnslu og á sjó áður
en hann hóf störf
sem blaðamaður á
Morgunblaðinu árið
1980.
Hann hefur sér-
hæft sig í skrifum
um sjávarútvegsmál
og meðal annars
skrifað viðtalsbæk-
umar Aflakóngar og
aflamenn I-III, auk
þess sem hann rit-
stýrði og skrifaði að hluta bókina
Trillukarlar.
Gíslason
Einar Falur Ingólfs-
son myndstjóri
EINAR Falur Ing-
ólfsson hefur verið
ráðinn myndstjóri
Morgunblaðsins frá
og með deginum í
dag.
Einar Faiur er 29
ára. Hann lauk stúd-
entsprófi af fjöl-
miðlabraut í Fjöl-
brautaskóla Suður-
nesja 1986, BA-prófí
í almennri bók-
menntafræði frá Há-
skóla íslands 1990
og MFA-gráðu í ljós-
myndun frá School
of Visual Arts í New
York árið 1994.
Einar Falur
Ingólfsson
námi. Hann var
blaðamaður og ljós-
myndari við sérblað-
ið Menningu/listir
1990-1992. Hann
hefur skrifað um
ljósmyndun í blaðið
frá 1990 og ritdæmt
bækur frá árinu
1991.
Hann starfaði
með ljósmyndurun-
um Mary Ellen Mark
og Patrick Demarch-
elier í New York á
árunum 1992-1995
Einar Falur var fréttaritari
Morgunblaðsins í Keflavík og
íþróttaljósmyndari 1981-1986 og
sumarafleysingamaður á Ijós-
myndadeild frá 1986 og með
1994. Hann hefur haldið einka-
sýningar á ljósmyndum í Reykja-
vík og New York og tekið þátt í
samsýningum í Svíþjóð og Þýzka-
landi.
og ljósmyndabóka-
hönnuðinum Yol-
anda Cuomo árið