Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Oðal skiptir um eiganda GUÐJÓN Sveinsson þjónn hefur keypt veitingastaðinn Óðal við Austurvöll af Magnúsi Valssyni. Upp í kaupverðið, sem Guðjón vildi ekki gefa upp hvert væri, gengur matsölustaðurinn Svarta pannan við Tryggvagötu sem var í eigu Guðjóns. Hann segir full- snemmt að fjölyrða um hvemig rekstri Óðals verði hagað en hann kveðst hlakka til að takast á við þetta verkefni. Reksturinn í svipuðum dúr „Ég ætla þó að hafa þetta í svipuðum dúr og verið hefur og hafa skemmtanahald í miðbænum. Þetta er vinalegur og fjölbreytileg- ur skemmtistaður,“ segir Guðjón. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vamarliðið og Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins Framkvæmdir meiri á næsta ári en undanfarið FRAMKVÆMDIR fyrir varnarliðið og á vegum Mannvirkjasjóðs Atl- antshafsbandalagsins verða meiri hér á landi á næsta ári en í ár. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir fyrir vamarliðið nemi 48 milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 3,1 millj- arði króna, en til viðbótar er gert ráð fyrir framkvæmdum á vegum Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbanda- lagsins fyrir 20-25 milljónir Banda- ríkjadala eða á bilinu 1.300 til 1.600 milljónir íslenskra króna. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra, sagði í samtali við Morgun- blaðið að um lítilsháttar samdrátt milli ára væri að ræða á hefðbundn- um framkvæmdum fyrir varnarliðið eða um 5%, en í ár nema fram- kvæmdir á vegum varnarliðsins um 55 milljörðum króna. Framkvæmd- imar á næsta ári eru þó heldur s meiri en bæði árin 1993 og 1994 og sagði Halldór að þetta gæti ekki talist mikil breyting frá því sem ver- ið hefði. Endurbætur á flugskýli Til viðbótar er gert ráð fyrir að útboð fari fram á vegum Mann- virkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins fyrir 20-25 milljónir Bandaríkjadala, en þar er um að ræða endurbætur á flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Fram fer alþjóðlegt útboð en hluti þess verður hér á landi. Halldór Ásgrímsson sagði að gengið hefði verið frá þessum mál- um fyrir stuttu. íslensk viðræðu- nefnd hefði nýlega verið á ferð í Norfolk í Bandaríkjunum, þar sem ákveðið hefði Verið hvernig fram- kvæmdum á vegum varnarliðsins yrði háttað. Koma af fjöllum HEIL jólasveinafjölskylda er kom- in til byggða rúmum sjö vikum fyrir jól, og búin að koma sér fyr- ir í glugga íslenzks heimilisiðnað- ar I Hafnarstræti. Hróin eru þess- leg að vera nýkomin af fjöllum, nokkuð horuð, og reyna væntan- lega að krækja í einhveija óþekka krakka í soðið. Hjálmtýr Erlands- son, sex ára, kom til fundar við fjölskylduna, hvergi banginn, og hefur gfreinilega enga óþekkt á samvizkunni. Ríkisútvarpið Afnota- gjöld verði bundin við íbúðir RÍKISENDURSKOÐUN leggur til í stjórnsýsluendurskoðun á rekstri Ríkisútvarpsins að kannaður verði sá kostur að afnotagjöld einstaklinga verði bundin við íbúðir og þau inn- heimt með opinberum gjöldum. Telur Ríkisendurskoðun að núgildandi inn- heimtukerfí afnotagjalda sé bæði erfitt og óskilvirkt í framkvæmd, en með ofangreindu fyrirkomulagi ætti afkoma RÚV að batna um 210 millj- ónir króna á ári. Ríkisendurskoðun telur eðlilegt að afnema beri allar beinar undanþágur frá greiðslu afnotagjalda, þar á með- al elli- og örorkulífeyrisþega, en und- anþágumar hafa um 200 milljóna króna tekjumissi í för með sér á ári. ■ Allar undanþágur/12 Tæplega 2.000 Akureyringar minntust látinna Flateyringa Kertaljós loguðu á Ráðhústorgi fram á nótt Morgunblaðið/Kristján VEL á annað þúsund manns tók þátt í göngu sem framhaldsskóla- nemar á Akureyri stóðu fyrir í gærkvöldi, en þar var minnst þeirra sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri í fyrri viku. Safnast var saman við íþrótta- höllina þar sem seld voru kyndlar og kerti til styrktar söfnuninni Sam- hugur í verki. Gengið var niður Eyrarlandsveg, niður kirkjutröpp- urnar og út göngugötuna í Hafnar- stræti á Ráðhústorg. Þar kveiktu fulltrúar skólanna á 20 kertum sem mynduðu kross. Ásta Hrönn Björg- vinsdóttir, nemi í Háskólanum á Akureyri, las úr ritningunni, Lýður Ólafsson gítarleikari og Jón Jósep Snæbjömsson úr Menntaskólanum á Akureyri fluttu lagið „Til eru fræ“ við ljóð Davíðs Stefánssonar og Martha Ömólfsdóttir, nemi í Verk- menntaskólanum á Akureyri, las ljóð Snorra Hjartarsonar, Ferð. Loks flutti Hanna Þórey Guð- mundsdóttir hugvekju. Þátttakendur í göngunni tendr- uðu friðarljósin á Ráðhústorgi þar sem þau loguðu hundruðum saman fram á nótt. Flugleiðir segja upp um- boðsmönnum úti á landi FLUGLEIÐIR hafa sagt upp öllum umboðsmönnum sínum á landsbyggð- inni og er þetta hluti af endurskipu- lagningu fyrirtækisins vegna aðskiln- aðar millilanda- og innanlandsflugs fyrirtækisins, að sögn Páls Halldórs- sonar, forstöðumanns innanlands- flugs Flugleiða. Páll segir að verið sé að endur- skipuleggja sölukerfí félagsins og sé ætlunin að selja farmiða í millilanda- flugi eingöngu á söluskrifstofum fyr- irtækisins og ferðaskrifstofum í fram- tíðinni, en umboðsmenn hafa m.a. séð um farmiðasöiu í millilandaflugi fram til þessa. Hann segist hins vegar gera ráð fyrir því að stærstur hluti þeirra verði endurráðinn þar sem þeir gegni áfram mikilvægu hlutverki í frakt- flutningum félagsins. Að sögn Páls er stefnt að því að endurskipulagning- unni verði lokið áður en 3ja mánaða uppsagnarfrestur umboðsmannanna rennur út og þá muni skýrast hversu margir verði endurráðnir. ■ Endurskipulagning/20 Hjörtur Gíslason frétta- sqóri sjávarútvegsmála HJÖRTUR hefur verið ráðinn fréttastjóri sjávarút- vegsmála við Morgun- blaðið frá og með deg- inúm í dag. Hann hefur verið umsjónarmaður sj ávarútvegsfrétta blaðsins og sérblaðsins Úr verinu frá 1990 er það hóf göngu sína. Hjörtur Gíslason er 43 ára að aldri. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri 1973 og stundaði nám í ís- li;f. lenzku og almennum J bókmenntum við Háskóla fslands 1975-1980. Hjörtur starfaði meðal annars við kennslu, knatt- spymuþjálfun og íhlaupastörf við físk- vinnslu og á sjó áður en hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu árið 1980. Hann hefur sér- hæft sig í skrifum um sjávarútvegsmál og meðal annars skrifað viðtalsbæk- umar Aflakóngar og aflamenn I-III, auk þess sem hann rit- stýrði og skrifaði að hluta bókina Trillukarlar. Gíslason Einar Falur Ingólfs- son myndstjóri EINAR Falur Ing- ólfsson hefur verið ráðinn myndstjóri Morgunblaðsins frá og með deginum í dag. Einar Faiur er 29 ára. Hann lauk stúd- entsprófi af fjöl- miðlabraut í Fjöl- brautaskóla Suður- nesja 1986, BA-prófí í almennri bók- menntafræði frá Há- skóla íslands 1990 og MFA-gráðu í ljós- myndun frá School of Visual Arts í New York árið 1994. Einar Falur Ingólfsson námi. Hann var blaðamaður og ljós- myndari við sérblað- ið Menningu/listir 1990-1992. Hann hefur skrifað um ljósmyndun í blaðið frá 1990 og ritdæmt bækur frá árinu 1991. Hann starfaði með ljósmyndurun- um Mary Ellen Mark og Patrick Demarch- elier í New York á árunum 1992-1995 Einar Falur var fréttaritari Morgunblaðsins í Keflavík og íþróttaljósmyndari 1981-1986 og sumarafleysingamaður á Ijós- myndadeild frá 1986 og með 1994. Hann hefur haldið einka- sýningar á ljósmyndum í Reykja- vík og New York og tekið þátt í samsýningum í Svíþjóð og Þýzka- landi. og ljósmyndabóka- hönnuðinum Yol- anda Cuomo árið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.