Morgunblaðið - 01.11.1995, Side 18

Morgunblaðið - 01.11.1995, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ BRIMIÐ brýtur á Drangsnesbryggju. Foráttubrim skemmir bryggju og götu Drangsnesi - Mikið foráttubrim gerði á Drangsnesi á dögunum. Bryggjan var nánast á kafi í sjó og í mestu hviðunum gaf yfir bryggjumastrið svo ekki sást í það fyrir sjólöðrinu. Nokkrar skemmdir urðu á hafnarmann- virkjum og eins á rofvörn við þjóðveginn gegnum þorpið. Mikil hætta var á því um tíma að olíuafgreiðsluskúr Skeljungs á Drangsnesi, sem stendur á hafnarlóðinni, færi, en brimið var búið að rífa það mikið undan skúrnum að hann rambaði til þegar sjórinn gekk upp á hann í verstu hrinunum. Fóru menn því í það að bjarga öllu verð- mætu úr skúmum og flytja það í öruggt skjól. Mikið landbrot varð úr sjávar- Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir MIKLAR skemmdir urðu á þjóðveginum gegnum Drangsnes I foráttubrimi sem gerði á fimmtudag. Eins og sést á mynd- ' inni bendir fátt til þess að þarna sé vegur. kambinum fyrir utan Forvaða á Drangsnesi og mikil mildi að ekki yrðu stórskemmdir á fisk- verkunarhúsi sem þar er, en brimið hefur skolað öllum jarð- vegi frá hluta hússins og stendur sökkullinn undir öðrum gaflinum ber. Hluti af holræsakerfi þorps- ins hefur einnig orðið fyrir skemmdum vegna þessa, þar sem jarðvegur hefur sópast burt og skolprörin rifnað frá á kafla innst við Grundargötuna. Þótt oft blási stíft og geri mikið brim á Drangsnesi er þetta með því versta sem gert hefur a.m.k. síðustu ár. í nýlegri yfir- litsskýrslu um sjóvarnir á Is- landi, sem Vita- og hafnamála- stofnun gaf út, er ekki talin þörf á sjóvörnum við Drangsnes. Húsavík - Hlutafélagið Aldin hf. var stofnað á Húsavík 27. október. Hyggst það nota ódýra hitaorku úr vatni á Húsavík til þurrkunar á góðviði og markaðssetja hann bæði hér á landi og úti í Evrópu. Stofnendur telja heimsviðskipti með harðvið mjög mikil, ekki síst í Evrópu þar sem fyrirsjáanlegur er skortur á harðviði í náinni framtíð. Áformað er að flytja hráefnið inn óunnið og vinna það hérlendis, sögun og þurrkun sem mun í eðli slnu vera mjög umhverfisvænn iðnaður. Stofnendur eru Kaupfélag Þing- Viðarþurrkun áHúsavík eyinga, Kaupfélag Eyfirðinga, JxK í Reykjavík, Rekstur og ráðgjöf, Reykjavík, Norðurvík hf., Húsavík og Stefán Óskarsson, Rein. Stofnsetning fyrirtækisins byggist á samstarfi við aðila I ttjá- iðnaði í norðausturfylkjum Banda- ríkjanna, en þar er rótgróin þekk- ing á nytjun skóga og úrvinnslu trjáviðar. Fyrirtækið hyggst eiga samstarf við aðila sem leggja áherslu á umhverfisvæna nýtingu skóga og jafnframt endurnýjun. Þetta fyrirtæki á einnig að gefa nýja möguleika á nýtingu rekaviðar sem hlunninda en þeir möguleikar hafa verið mjög til skoðunar undan- farið. í stjórn hins nýja fyrirtækis voru kosnir Þorgeir B. Hlöðversson, Húsavík, formaður, Karl Ásmunds- son, Reykjavík, og Sigmundur Ófeigsson, Akureyri. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og framkvæmdastjórinn, Stefán Jónsson, áttu verulegan þátt í und- irbúningi að stofnun þessa félags. 10-70% afsláttur í örfóa daga!! Rýmum fyrir nýjum vörum í nokkra daga Frábær tilboð í gangi. Samfellur 990, toppar 500 og hinir vinsœlu undra brjóstahaldarar frá kr. 1.480 eða tveir fyrir 2.480, auk margra annarra tilboða ínýrri og stœrri verslun. Póstsendum Ég og þú Laugavegi 66 • Sími 551 2211 Handverks- fólkí Stykkis- hólmi hittist Stykkishólmi - Efling Stykkishólms heitir markaðsráð sem stofnað var hér í bæ í sumar. Fyrir stuttu boð- aði Efling í Stykkishólmi til fundar með þeim sem hafa áhuga og vinna við handverk í sínum frístundum. Á fundinn komu Guðrún Hannele Henttinen frá Handverki í Reykjavík og Elísabet Haraldsdóttir frá Hvann- eyri en hún er tengiliður við hand- verksfólk á Vesturlandi. Guðrún kynnti reynsluverkefnið Handverk sem er á vegum forsætisráðuneytis- ins. Hlutverk þess er að efla og bæta handverk í landinu, komast í samband við þá sem starfa að hand- verki og koma upp gagnabanka til að þjóna handverksfólki. Þetta er þriggja ára reynsluverkefni og hefur árangur orðið mjög sýnilegur. Bæði er að fleiri eru famir að stunda hand- verk og eins hafa gæði þess sem unnið er stóraukist. Elísabet greindi frá starfi sínu á Vesturlandi sem tengiliður Handverks en slíkir tengi- liðir eru í hveijum landsfjórðungi. Það vakti athygli hvað margir sóttu þennan fyrsta fund áhugafólks um handverk, rúmlega 40 manns, og greinilegt er að mikill áhugi er fyrir þessu málefni hér I Stykkis- hólmi. Fundarmenn ræddu um að stofa með sér samtök sem hefðu forystu í námskeiðahaldi og mark- aðsmáium. Skipaður var vinnuhópur til að undirbúa-.framhaldið. í þessum ferðamannabæ vantar aðstöðu fyrir að selja handunna muni sem hér eru búnir til og kom m.a. tillaga um að fá afnot af gömlu kirkjunni í miðbæ bæjarins til þess. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Gáfu blóðrann- sóknatæki Grundarfirði - Sjúkrasjóður Verk- stjórasambands íslands hefur nýlega gefið Heilsugæslustöð Grundarfjarð- ar tæki til blóðrannsókna. Tækið mælir ýmis efni, sem algengt er að nota við sjúkdómsgreiningar og eft- irlit með lyfjatöku. Með tilkomu tækisins fækkar mjög þeim blóðsýn- um, sem senda þarf til Reykjavíkur til rannsóknar og styttir verulega tímann sem sjúklingar þurfa að bíða eftir niðurstöðum. Myndin var tekin við afhendingu tækisins. Á henni sjást (frá vinstri) Óskar Mar formað- ur Sjúkrasjóðs Verkstjórasambands íslands, EIís Guðjónsson meðstjórn- andi í Verkstjórafélagi Snæfellsness, Þorbergur Bæringsson, formaður félagsins, og Hallgrímur Magnússon heilsugæslulæknir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.