Morgunblaðið - 01.11.1995, Side 56

Morgunblaðið - 01.11.1995, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÖLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fyrsti skóla- dagurí ^ yngri bekk KRAKKARNIR í yngri bekk Flat- eyrarskóla komu saman í gær í fyrsta skipti eftir hina hörmulegu atburði sem urðu í þorpinu í síð- ustu viku. Þeim verður kennt i bókasafninu og hefur bókum verið ýtt til hliðar og bókastæðurnar þiljaðar af með pappa. Hér eru börnin ásamt kennara sínum Hörpu Jónsdóttur. Uppbyggingar- starf á Flateyri er í fullum gangi og innan 10 daga á að flytja þang- að allt að 20 sumarbústaði til þess að leysa brýnasta búsetuvanda. ■ Flateyrarfréttir/2,4,13. Morgunblaðið/Þorkell Nefnd leggur til úrræði til að draga úr vanlíðan fólks á 13 þéttbýlisstöðum Afallalij álp efld við þá sem búa við snjófióðahættu Borgarafundir um viðbúnað o g fræðsla um streituviðbrögð NEFND um áfallahjálp hefur, að beiðni Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra, sett fram til- lögur um sérstök úrræði heil- brigðisþjónustunnar til að draga úr vanlíðan fólks sem býr við óör- yggi og ótta við náttúruhamfarir. Ingibjörg segist ætla að beita sér fyrir að tillögunum verði hrundið í framkvæmd. Gerir nefndin að tillögu sinni að úrræðin nái til alls 13 staða sem eiga það sameiginlegt að íbúar þar hafa ítrekað þurft að yfirgefa ^ heimili sín vegna snjóflóðahættu. ' Er m.a. lagt til að ráðinn verði sálfræðingur eða geðlæknir á hvem þessara staða, að minnsta kosti yfir vetrarmánuðina, sem kæmu viku- eða hálfsmánaðarlega á hveija heilsugæslustöð eftir þörf- um á hveijum stað. Aðalverkefni þeirra verði ráðgjöf og stuðningur við heilbrigðisstarfsfólk á svæðun- um og að sinna einstaklingum sem heilbrigðisstarfsfólk vísar til sér- stakrar meðferðar. Heilbrigðisráðherra óskaði eftir tillögum nefndarinnar í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri fyrir sein- ustu helgi. Ingibjörg fór til Flateyr- ar á mánudag og kynnti sér að- stæður. Hún segir ljóst að efla þurfi sjúkrastofnanir alls staðar þar sem fólk býr við ótta og óör- yggi við náttúruhamfarir. Hún segir að unnið verði að úrræðunum í samvinnu við fagfólk á viðkom- andi stöðum. Nefndin leggur til að haldnir verði almennir borgara- fundir á sérhveijum þessara staða. Verði fundirnir boðaðir í nafni heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins, embættis landlæknis, Almannavarna ríkisins og heilsu- gæslu á viðkomandi stöðum. Þar verði útskýrt hvaða viðbúnaður sé á hveijum stað og hjá almanna- vörnum til að tryggja öryggi íbúa á hættutímum. Jafnframt verði fræðsla um algeng streituviðbrögð þeirra sem búa við óöryggi og hættuástand. Loks leggur nefndin til að hald- in verði námskeið um áfallastreitu og áfallahjálp fyrir fagfólk sem starfar innan heilbrigðisþjón- ustunnar, félagslegrar þjónustu, skóla og kirkju og hittir í störfum sínum þolendur áfalla. Haldin verði tveggja daga námskeið á hveijum stað og er lagt til að gert verði átak í því nú fyrir jól. Auk þessa verði haldin nám- skeið fyrir björgunarsveitarmenn, lögreglu, slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenn, almannavarna- nefndir og hjálparliða Rauða kross- ins og aðra hjálparmenn á hveijum stað. Úrræðin eiga að ná til Patreks- fjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, ísafjarðar, Hnífsdals, Súðavíkur, Suðureyrar, Bolungarvíkur, Siglufjarðar, Seyð- isfjarðar og Neskaupstaðar. Isafjarðardjúp Mesta seiðagengd í 15 ár ÓVENJU mikið er nú um þorsk- og ýsuseiði í ísafjarðardjúpi og hefur upphafí rækjuvertíðar í Djúpinu því verið frestað um óákveðinn tíma. í nýafstöðnum leiðangri Hafrann- sóknastofnunar á rækjuslóðina í Djúpinu og Jökulfjörðum kom í ljós að meira var um þorskseiði en síð- ustu 15 ár. Talsvert fannst af rækju og er hún stærri en í fyrra. Hjalti Karlsson, forstöðumaður útibús Hafrannsóknastofnunar á ísafirði, segir að óvenju mikið hafi fundizt af þorskseiðum frá gotinu í vor. „Það er lítið hægt að segja um það, hvort þessi mikla seiðagengd skilar sér í einhveijum mæli inn í veiðistofn þorsksins, þegar þar að kemur. Mjög margt á eftir að drífa á daga þessa árgangs og afföll af fyrsta árgangi eru mikil," segir Hjalti. Hjalti segir að almennt séð hafí ástand rækjunnar í Djúpinu verið gott og rækjan stærri en í fyrra. ■ Mesta þorskgengd/Cl ----»-'■»-♦-- Vaxtalækk- un í Bún- aðarbanka BÚNAÐARBANKINN lækkar í dag kjörvexti af verðtryggðum útlánum um 0,25 prósentustig eða úr 6,2% í 5,95%. Jafnframt lækka vextir þriggja verðtryggðra innlánsreikn- inga um 0,1 prósentustig. Sólon Sigurðsson bankastjóri sagði að með þessu væri bankinn að bregðast við lækkunum á vöxtum á verðbréfamarkaði. Búast mætti við frekari lækkunum ef .yextir héldu áfram að lækka á markaði. Hins vegar hefði ekki þótt ástæða til að breyta vöxtum af óverðtryggðum útlánum en það yrði skoðað síðar. ■ Búist við/20 Morgunblaðið/Halldór 1.200 manns við minningarguðþj ónustu Félag íslenskra flugumferðarstjóra Oska eftir störfum í erlendu fagblaði 7-------------- Fyrsta útförín FYRSTA útför fómarlamba snjóflóðsins á Flateyri fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun kl. 15. Þá verða borin til grafar Sólrún Ása Gunnarsdóttir, Svana Eiríksdóttir og Halldór Svavar Ólafsson. 236 milljón- ir safnast ÞEGAR hætt var að taka við fram- lögum í landssöfnuninni Samhugur í verki í gærkvöldi höfðu 35.923 ^framlög borist símleiðis og inn á reikning söfnunarinnar, upp á alls 223.863.078 krónur. Einnig var efnt til landssöfnunar í Færeyjum í gær- kvöldi handa Flateyringum og um klukkan 23 hafði safnast um 1,1 milljón danskra króna eða um 12,87 milljónir íslenskra króna. Alls hafa því safnast tæpar 236 milljónir. ■ Safnað/12 og 28 RÚMLEGA 1.200 manns sóttu minningarguðþjónustu um Flat- eyringana 20, sem fórust í siyó- flóði á fimmtudag. Minningarat- höfnin var haldin í íþróttahús- inu á Torfnesi á ísafirði og voru forseti Islands, forsætisráð- herra, félagsmálaráðherra og þingmenn Vestfirðinga á meðal hinna 1.200. Hér votta Davíð Oddsson forsætisráðherra og frú Vigdís Finnbogadóttir for- seti syrgjendúm samúð sína við inngang íþróttahússins. ■ Fimm prestar/29 FÉLAG íslenskra flugumferðar- stjóra auglýsir eftir störfum fyrir 80 flugumsjónarmenn í fréttablað- inu Flight International sem kemur út í dag. 80 íslenskir flugumferðarstjórar sögðu upp störfum í byijun október sl. eftir að Félagsdómur kvað upp þann úrskurð að flugumferðarstjór- ar hefðu ekki verkfallsrétt. Samn- inganefnd ríkisins óskaði í gær eft- ir fundi með flugumferðarstjórum, að sögn Karls Alvarssonar, sem á sæti í samninganefnd Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra. í auglýsingunni í Flight Internat- ional, sem er eitt útbreiddasta fréttablað á vettvangi flugmála, er sótt um störf hvar sem er í heimin- um fyrir 80 fullþjálfaða flugumferð- arstjóra sem hafi víðtæka starfs- reynslu. Þeir geti hafið störf 1. jan- úar næstkomandi. Karl segir að ekkert sé að gerast í málum flugumferðarstjóra. „Eins og stóð til í upphafi ætluðum við að koma okkar félögum í vinnu annars staðar, ef ekkert gerðist í okkar málum, til þess að koma í veg fyrir að þeir stæðu uppi at- vinnulausir hér um áramótin. Við erum því byijaðir að auglýsa erlend- is eftir störfum og verðum ekki í vandræðum með að koma okkar fólki að, svo mikið er ljóst,“ sagði Karl. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að kjaradeilan sé í höndum ríkissáttasemjara og hann hafi ver- ið að undirbúa það. „Ég hef ástæðu til að ætla að það verði hreyfing á málinu núna á næstunni,“ sagði Þorgeir. Hann kvaðst hafa trú á því að þetta mál myndi leysast, ennþá væru tveir mánuðir til ára- móta og reikna mætti með að ýmis- legt gæti gerst á þeim tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.