Morgunblaðið - 01.11.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.11.1995, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reykjavíkurborg: Hefur greitt 21 þúsund fyr- 7"^ ir snyrtivörur borgarstjóra Þú raátt líka alveg fá rakvélina okkar og spæsið á fótleggina, Sólrún mín... Brot úr silfurpeningi í Þórisárkumli BROT af silfurpeningi er meðal gripa, sem fundist hefur í Þórisár- kumli við Þórisá í landi Eyrarteigs á Skriðdal. Peningurinn er talinn vera frá tímum Aðalsteins konungs í Englandi, en hann var konungur á árunum 926 til 940. Halldóra Ásgeirsdóttir, forvörður á Þjóðminjasafninu, hefur unnið við rannsókn á þeim hlutum sem fund- JÁRNSTYKKI, svokallað prófíljárn, losnaði af flutningabíl á Suður- landsvegi á föstudag og féll á fólks- bíl. Lögreglan biður ökumann flutn- ingabílsins að hafa samband. Toyota fólksbíl var ekið Suður- landsveg til Reykjavíkur og skamnít fyrir ofan Litlu kaffístofuna mætti fólksbíllinn Ijósum flutningabíl. Um ust í Þórisárkumlinu en það er kennt við Þórisá, sem rennur skammt frá þeim stað, sem kumlið fannst. Tek- in var röntgenmynd af moldar- köggli, sem fylgdi þeim munum sem fundust í kumlinu og kom þá í ljós brot úr gamalli silfurmynt. „Þetta er svona rúmlega einn fjórði úr heilum peningi," sagði Halldóra. Sagði hún að hugsanlega leyndist leið og bílarnir mættust kastaðist járnstykkið af flutningabílnum, lenti á fólksbílnum og skemmdi hann. Ökumaður flutningabílsins, eða aðrir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík. meira í kögglinum sem kæmi í ljós þegar hann hefur verið unninn. Á röntgenmyndinni hafi sést hluti af peningnum en í kögglinum er einn- ig blýmet, sem notað var í stað lóða og var eitt brotið undir því og sást því ekki á röntgenmynd. Krossar á báðum hliðum Tveir krossar eru á annarri hlið peningsins og stafurinn R sem lík- lega er fyrir REX en á hinni stend- ur ERE og kross. „Brotið er líklega frá tíð Aðalsteins konungs í Eng- landi, sem var konungur á árunum 926 til um 940,“ sagði Halldóra. „Það hefur fundist héma svona peningur áður, en það er sjaldgæft að finna peninga í svona kumli.“ Að öllum líkindum hafa þessir hlut- ir verið í pyngju sem haugbúinn hefur borið ásamt tveimur molum af tinnu. Járn af einum bíl á annan Matvæladagur 1995 Menntunarstigið hæst í kjötiðnaði, brauð- og kökugerð Guðmundur Stefánsson MATVÆLA- og nær- ingarfræðingafélag íslands gekkst fyrir matvæludegi sl. laugardag. í félaginu eru um 120 meðlim- ir. Markmið dagsins var að vekja athygli á manneldis- málum og mikilvægi mat- vælaiðnaðar í landinu og kynna störf þeirra sem starfa við matvælaframleiðslu. I til- efni dagsins var haldin sér- stök ráðstefna undir yfir- skriftinni Menntun fyrír mat- vælaiðnað. Þátttakendur voru 120 en þeirra á meðal voru m.a. fulltrúar matvæla- iðnaðarins og menntastofn- ana, auk skólanema. Áhersla var lögð á að gefa yfirlit yfír þá menntun sem í boði er á öllum stigum frá grunnskóla og upp á háskólastig og leit- ast var við að meta hvernig mennt- unin nýtist matvælaiðnaði og hvað mætti betur fara. Dr. Guðmundur Stefánsson vár í undirbúnings- nefnd matvæladagsins. -Stendur menntun fyrír mat- vælaiðnað til boða á öiium skóla- stigum? „Já, það má segja að það sé lagð- ur ákveðinn grunnur að náminu í grunnskólunum með heimilisfræð- um og þess háttar greinum. Þegar kemur á hærri skólastig er margs- konar námsefni í boði eins og til dæmis í Fjölbrautarskólanum í Breiðaholti, þár sem kennd er mat- arfræði og svo má nefna starfs- námið sem fram fer í Iðnskólanum. Nú stendur til að flytja það í Verk- menntaskólann í Kópavogi og að þar verði undir einu þaki bakara- nám, kjötiðnaðarnám auk Hótel og veitingaskólans. Á ráðstefnunni var fjallað um hversu miklu máli matvælaiðnað- urinn skiptir okkur íslendinga. Útflutningur matvæla, sem er að lang stærstum hluta fískur, stend- ur undir um 80% af verðmæti alls útflutnings þjóðarinnar og skiptir okkur mun meira máli en flestar aðrar þjóðir,“ segir Guðmundur. „Samkvæmt lauslegri könnun sem gerð var á því hvernig fag- menntun er notuð í greinum mat- vælaiðnaðarins kom í ljós að menntunarstigið er hæst í kjötiðn- aði, brauð- og kökugerð og mjólk- uriðnaði eða um 20% af vinnuafl- inu. Hins vegar er hlutfallið mun lægra í fiskiðnaði, þar sem það er um 8-10%. -Hvaða skýring er á því? „Skýringin er hugsanlega sú að það hefur verið fastara form á þessum málum í kjötiðnaði og brauð- og kökugerð, þar sem fólk fer í starfsnám og aflar sér lög- verndaðra réttinda. í mjólkuriðnað- inum hefur einnig verið mjög löng hefð fyrir því að mjólkurfræðingar afli sér starfsmennt- unar, og hafa langflest- ir sótt sér menntun í Danmörku. í fiskiðnaðinum hefur aftur á móti ekki verið eins löng hefð fyrir starfsnámi. Fiskvinnslu- skólinn hefur þó útskrifað töluverð- an fjölda fólks sem hefur nýst fisk- iðnaðinum vel en þar er þó ekki um lögvemduð starfsheiti að ræða. Á ráðstefnunni var einnig kynnt nám í mafvælafræði við Háskóla íslands og talsvert var rætt um endurmenntun sem er farin að gegna veigameira hlutverki og býð- ur upp á námskeið tengd matvæla- iðnaði. Akureyringar komu fram með þær hugmyndir að hefla kennslu í matvælaframleiðslu við Háskólann á Akureyri og að nám í matvælagreinum á framhalds- ►Dr. Guðmundur Stefánsson er fæddur 21. mars 1964. Hann lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla íslands 1988 og doktorsprófi í matvælafræði frá University of Massachusetts 1994. Guðmundur starfar sem sérfræðingur hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins. Hann er kvæntur Þóru Völu Haralds- dóttur, verkfræðingi, og eiga þau eina dóttur, Ragnheiði Völu. skólastigi verði samræmt í hefð- bundnum greinum eins og kjötiðn og bakaraiðninni." -Fer menntun vaxandi á þessu sviði? „Já, það eru töluverðar breyting- ar í gangi. Starfsnámið er að flytj- ast undir einn hatt frá Iðnskólanum í Reykjavík yfir í Kópavoginn og á Akureyri eru uppi hugmyndir um að heQa matvælaframleiðslunámið, sem ég nefndi áðan, næsta haust. Það hafa líka orðið töluverðar breytingar á matvælafræðinni í Háskóla íslands, sem er orðin sjálf- stæðari eining en áður var. Fisk- vinnsluskólinn er einnig nýtekinn til starfa á ný í Hafnarfirði og á að starfrækja hann í meiri tengsl- um við iðnaðinn." -Á ráðstefnunni var einnig rætt um hvað mætti betur fara. Hvað kom fram um þetta efni? „Fulltrúar iðnaðarins héldu þrjú erindi eftir hádegi og fluttu nokk- urskonar reynslusögur. Þórarinn Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri KEA, taldi að ástandið væri nokkuð gott í mjólkuriðnaðinum, þar er menntastigið tiltölulega hátt. Hins vegar hefur verið erfíðara fyrir aðrar stéttir, en mjólkurfræðinga , eins og til dæmis mat- vælafræðinga, að hasla sér völl þar. Óskar Karlsson, frá Sölumið- stöð hraðfrystihúsinna, gerði grein fyrir mennt- un í fiskiðnaði og niðurlag hans var, að það þyrfti að vera góð sam- vinna á milli iðnaðarins og þeirra sem taka ákvarðanir í menntamál- um þegar verið er að byggja upp nám á þessu sviði, og að auká mætti samstarf þar á milli. Má segja að þetta hafi verið niðurlag ráðstefnunnar. Henni lauk svo með erindi sem Þráinn Þorvaldsson, frá fyrirtækinu íslenskt franskt hf., flutti um ný tækifæri sem eru að skapast í matvælaiðnaði, sérstak- lega í útflutningi. Þar er verið að flytja út fullunna vöru sem er oft vandasamt að framleiða og krefst tæknilegrar þekkingar og fagþekk- ingar.“ Góð og aukin samvinna nauðsynleg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.