Morgunblaðið - 24.11.1995, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.11.1995, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KATRÍN opnar sýningu á vatnslitamyndum á laugardag. Vatnslitamyndir Katrínar í Fold Djasskvint- ett Paul We- eden í Hótel Hveragerði DJASSKVINTETT Paul Weeden mun leika í Hótel Hveragerði á vegum Tónlistarfélags Hveragerð- is og Ölfuss laugardagskvöldið 25. nóvember. Bandaríski gítarleikarinn Paul Weeden á að baki langan feril í djasstónlist. Weeden er alinn upp í Indianapolis þar sem hann átti samleið með verðandi frægðar- mönnum í djassheiminum. Ungur lagði hann land undir fót og fór og lék með kunnum djassleikurum. Hann hefur búið í Noregi síðast- liðin 20 ár en hefur leikið meðal annars með stórsveit Count Basie í þrjú ár. Hann kemur nú til lands- ins í áttunda skipti. Kvintettinn skipa auk hans þeir Sigurður Flosason sem leikur á alto- saxófón, Árni Scheving á vibrafón, Bjarni Sveinbjömsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Tónleikarnir standa frá kl. 20.30 til 22.30. Aðgangseyrir er kr. 800. Þess má geta að miðnæt- ursýning verður á Skjaldhömrum Jónasar Árnasonar og hefst hún kl. 23.30. ------» ♦ ♦------ RITHÖFUNDURINN Kazuo Ish- iguro hlaut fyrir skömmu heims- veldisorðuna bresku (OBE). Það var Karl prins sem afhenti Ishig- uro orðuna í viðurkenningarskyni fyrir þjónustu í þágu bókmennt- anna. SÝNING á vatnslitamyndum Katrinar H. Ágústsdóttir i Gall- erí Fold við Rauðarárstíg verður opnuð á laugardag kl. 15. Sýn- inguna nefnir listakonan Húsin þrjú - stjórnarsetrin. I kynning- arhorni gallerisins sýnir Ásdis Sigurþórsdóttir verk unnin úr pappír. Katrín stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, Kennaraháskóla íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík, auk þess sem hún hefur farið í námsferðir til Danmerkur og Finnlands. Katrín hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum hérlendis og erlendis. LISTIR Hún hefur fengið viðurkenning- ar og verðlaun fyrir liststörf sín. Á undanförnum árum hefur hún lagt stund á vatnslitamálun og textíl. Myndefnið sækir hún eink- um í húsaþyrpingar í Iteykjavík og íslenskt landslag. Katrín kennir listgreinar við Kvenna- skólann í Reykjavík. Ásdís Sigurþórsdóttir útskrif- aðist frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1980 með sérhæfingu í serigrafi. Á árunum 1994-95 nam hún við Ontario College of Art í Toronto í Kanada, en þar lagði hún stund á málun. Hún hefur haldið nokkr- ar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. REF Forsala vegabréfa er hjá Flugleiðum í Kringlunni og Samvinnuferðum - Landsýn í Austurstræti. í hvaða landi gilda þessi vegabréf? Fjölskylduhátíð jólasveinsins í Hveragerði hefst 1. desemher. Sankti Kláus fagnar því að hafafundið þarfjölskyldu sína eftir langan aðskilnað við þau Grýlu, Leppalúða og jólasveinana þrettán og býður allar íslenskar fjölskyldur velkomnar. Jólahœrinn er Ijósum prýddur, verslanir og þjónustufyrirtœki bjóða gott verðáhvers konar jólavörum og tívolíhúsið er orðið að risastóru Jólalandi ineð markaðstorgi, veitingahúsi, húsdýragarði, stœrsta jólatré á Islandi, skemmtidagskrá og ósviknu tívolíi frá Englandi. Hátíðin hefst 1. desemher. Tryggið ykkur vegabréfá vit ævintýranna! EIMSKiP FLUGLEIÐIR NNANLANDS Valdimar í Iðunni BOKMENNTIR Æ v i s a g a ÉG SKRIFAÐI MIG í TUGTHÚSIÐ Valdimar Jóhannsson bókaútgefandi segir frá. Eftir Gylfa Gröndal. For- lagið 1995 - 260 síður. FYRIR kemur að þegar lestri ævisögu iýkur hugsar maður eitt- hvað á þessa leið: Var nokkur þörf á að þessi saga væri sögð á prenti? Hveijum kemur hún við öðrum en skyldmennum og nánum vinum? Eða: Af hveiju var nú verið að skrifa þetta fyrst öllu var sleppt sem máli skipti? Ævisagan skilur mann eftir skilningsvana á þann sem um var fjall- að. Og svo er það viða- mesta spurningin: Stóð þessi maður undir ævi- sögu? Þessum vangaveltum kem ég að í upphafi máls til að leggja áherslu á að engar slík- ar vangaveltur þurfa að sækja að manni varð- andi ævisögu Valdimars Jóhannssonar. Valdi- mar er tvímælalaust merkur maður, sem markað hefur þau spor í samtíma sinn að þess mun lengi sjá stað. Á miklum átakatímum var hann í forystusveit manna sem héldu fram ákveðnum þjóðmálaskoðunum. Og hann er einn örfárra íslendinga sem hafa orðið þess heiðurs aðnjót- andi að sitja í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Þá var Valdimar um langt skeið mikilvirkur bókaútgefandi. Um tíma sá stærsti hérlendis. Fjölmörg eru þau bókmenntaverk sem komið hafa út á hans vegum og auðgað íslenska bókmenningu. Því er full ástæða til að saga hans sé sögð og geymist á bók. Athyglisverð er þessi saga einnig á marga lund. Hún segir frá sveita- pilti úr Svarfaðardal, sem elst upp í fátækt, en hjá góðum foreldrum. Frá unga aldri er þessi drengur haldinn óslökkvandi lestrar- og fróðleiksþrá. Hvar sem hann veit af bókum í daln- um heijar hann þær út til lestrar og það þó að þær liggi ekki alltaf á lausu. Þessi drengur ætlaði sér vissu- lega að ganga menntaveginn. En þegar til átti að taka veiktist hann af berklum og varð að leggja menntaáform á hillu. Ekki lagði hann þó árar í bát. Hann kemst síðar í Kennaraskólann og enda þótt veik- indi og fjárskortur hamli lýkur hann kennaraprófi með glæsibrag. Hriflu- Jónas, sem þá var valdsmaður mik- ill, kemur fljótt auga á þennan unga Svarfdæling, alinn upp í Framsókn- aranda og býður honum kennslu við Samvinnuskólann. Þar kennir hann svo við góðan orðstír uns Jónas upp- götvar að þessi ungi maður hefur óþarflega sjálfstæðar skoðanir. Brátt taka við sviptingaár í blaðamennsku og stjórnmálum: Þjóðólfur - Þjóð- vörn - Fijáls þjóð - Þjóðvarnarflokk- ur. Og svo síðasti langi áfanginn: bókaútgáfa. Þar er hægt farið af stað, enda efni lítil sem engin. En með hagsýni og forsjálni búmanns- ins, hyggjuviti góðu og þrotlausri vinnu blómgast fyrirtækið og hann skilar því loks í hendur eftirkomenda sem stórveldi. Ferðinni lýkur þar sem hún hófst, hringur- inn lokast. Ungur drengur safnaði um sig bókum og las og las. Gamall situr hann í stól sínum með bókastafla allt í kringum sig og les. Síðasta setning ævi- sögunnar, hins sílesandi manns, er: ævi mín er ævintýr. Gylfi Gröndal er þrautþjálfaður atvinnu- maður um ritun ævi- sagna. Því var ekki ann- ars að vænta en að ævisaga sem hann færði í letur væri vel gerð. Sú er og raunin á, enda var honum fenginn góður efniviður í hendur. Þessi ævisaga er prýðilega vel rituð, skemmtileg af- lestrar og efnismikil. Efninu er vel fyrir komið og æviferill Valdimars þess eðlis að áhugi lesandans helst vel vakandi. Það sem mér fannst helst að er hversu fljótt er stundum farið yfir sögu. Og nú reyni ég (kannski af hálfgerðri stríðni, sem ég veit að Valdimar fyrirgefur mér) að setja mig í spor bókaútgefandans Valdimars Jóhannssonar, sem hefur næma tilfinningu fyrir hvað er frá- sagnarvert. Ég hefði þá líklega sagt þegar Gylfi hefði komið með handrit- ið: Ævisöguritun sem þessi þarfnast lengri tíma. Taktu þér eitt ár í við- bót. T.a.m. þarf töluvert meira að segja frá bókaútgáfuárunum. Þar er áreiðanlega frá mjög mörgu fróðlegu að segja. Mönnum sem Valdimar kynntist og hafði samskipti við. Merkum bókum sem hann gaf út. Ýmsum minnisstæðum atvikum. Og síðast en ekki síst: Hver var galdur- inn á bak við velgengni hans fram yfir marga aðra? Frá þessu er að vísu nokkuð sagt, en alltof lítið. Já, taktu þér lengri tíma. Valdimar í Iðunni stendur vel undir tveimum bindum! En eins og ég hef stundum áður sagt: Aðall góðra bóka er einatt sá að manni finnst þær of stuttar. Sigurjón Björnsson Valdimar Jóhannsson EITT verka Jóhanns, Undir bláum himni. Sýningu Jóhanns G. að ljúka MYNDLISTARSÝNINGU Jó- hanns G. Jóhannssoar myndlist- ar- og tónlistarmanns, í Spari- sjóði Hafnarfjarðar í Garðabæ og í Jakobsstofu, Argentínu steikhúss, lýkur nú á sunnudag, en þann dag verður sýningin opin í Sparisjóði Hafnarfjarðar í Garðabæ frá kl. 14-18. Lista- maðurinn verður viðstaddur. Jóhann sýnir um tuttugu myndir á hvorum stað. 1 r > \ > í i i i i i i i i i i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.