Morgunblaðið - 24.11.1995, Page 34

Morgunblaðið - 24.11.1995, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR + Ágústa Gunn- laugsdóttir fæddist 1. ágúst 1895 á Stóru-Borg í Vestur-Hópi í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Hún lést á Akureyri 13. nóvember síðast- liðinn. Foreidrar hennar voru hjónin Gunnlaugur Sig- urðsson, f. 4. maí 1867, d. 2. október 1944 og Þuríður Bjarnadóttir, f. 26. febrúar 1876, d. 18. ágúst 1956. Börn þeirra voru átta og Ágústa elst. Árið 1920 giftist Ágústa Árna Valdemarssyni frá Þórisstöðum á Svalbarðsströnd í S-Þingeyjarsýslu. Þau bjuggu lengst af á Akureyri nema á árunum 1938 til 1950 þegar ALLT á sitt upphaf og sinn endi. Sama gildir um æviskeið manna. Fæðingin markar upphaf vegferðar, sem óhjákvæmilega lýkur fyrr eða síðar; stundum er ferðin stutt, hjá öðrum löng og misjafnlega gæfuleg, allt frá því að vera samfelld þrauta- ganga til farsældar, bæði fyrir við- komandi manneskju og einnig þá sem hún umgengst og hefur áhrif á á lífsleiðinni. Þegar Ágústa Gunnlaugsdóttir kvaddi þennan heim 13. nóvember sl. lauk um leið ævi konu, sem var ekki einasta yfir eitt hundrað ár að lengd heldur líka vörðuð mynd- ugleik, ósérhlífni og umhyggju fyrir velferð annarra. Þar fór m.ö.o. sam- an löng ævi og farsælt ævistarf, sem skilur eftir sig minningu um konu, sem samferðamenn litu upp til sakir mannkosta hennar. Og nú er hún horfin til annarra heima, sem hún efaðist ekki um að væru til; Árni var útibús- stjóri KEA í Ólafs- firði. Árni lést árið 1980. Þau Ágústa og Árni eignuðust sex börn og eru þau: Sverrir, járnsmiður á Akureyri, f. 22. júlí 1920, Ragnar, sjómaður á Akur- eyri, f. 2. október 1921, Emma, skips- þema og húsmóðir á Akranesi, f. 21. ágúst 1925, Hreinn, f. 17. ágúst 1929, d. 13. mars 1930, Haukur, tæknifræðingur á Hvammstanga, f. 28. janúar 1931, og Unnur Berg, heyrnar- tæluiir, f. 15. mars 1932. Útför Ágústu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. stúlkubamið, sem fæddist á Stóru- Borg fyrir röskum eitt hundrað árum, nýtti vistina hér betur en flestir aðrir til að láta gott af sér leiða og vera öðrum fyrirmynd til orð_s og æðis. • Ágústa var elst átta systkina og lifði þau öll. Hún tilheyrði þeirri kynslóð, sem upplifði slíkar breyt- ingar að með ólíkindum má telja. Ævi hennar spannaði líf í torfkofum þar sem hestar vom eina farartæk- ið til geimferða og fréttaflutnings í beinni útsendingu frá öðmm heimshlutum. Hún mundi því sann- arlega tímana tvenna. Foreldrar Ágústu fluttu frá Stóru-Borg um aldamótin til Sval- barðsstrandar og höfðu þá eignast fjögnr böm. Þau komu tveimur dætranna — Ólínu og Önnu — í fóstur í Húnavatnssýslu og ólust þær þar upp. Á Svalbarðsströnd bættust síðan fjórar dætur í hópinn, sem allar dóu ungar, þijár úr berkl- um og ein úr lungnabólgu. Hin systkinin, Ólína, Haraldur og Anna, náðu öll háum aldri. Ágústa sótti þann litla skóla, sem i boði var á þeim dögum. Þau vom ekki mörg bömin í skóla á Sval- barðsströndinni um þær mundir en þó vill svo skemmtilega til að ein skólasystir Ágústu frá þessum ámm, Elín Magnúsdóttir, náði líka að verða 100 ára á dögunum og dvöldu báðar skólasysturnar þá á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Síðan settist Ágústa í Kvenna- skólann á Blönduósi, sem var tals- vert átak í þá daga og sýnir það vel að hún ætlaði sér, þrátt fýrir fátækt, að afla sér allrar þeirra menntunar, sem hún hafði tök á. Árð 1920 giftist Ágústa, með sérstöku leyfi Kristjáns konungs níunda, Árna Valdemarssyni frá Þórisstöðum á Svalbarðsströnd. Ámi hafði lokið námi frá Gagn- fræðaskóla Akureyrar (síðar MA), en það þótti ágætt veganesti í þá daga. Þessi ráðahagur var mikið gæfuspor fyrir þau bæði enda ríkti ávallt eindrægni á milli þeirra, virð- ing og reisn svo eftir var tekið. Ungu hjónin hófu búskap á Akur- eyri og byggðu fljótlega, í samvinnu með annarri fjölskyldu, húsið sem nú er Norðurgata 30. Fyrstu árin stundaði Ámi sjómennsku og Ág- ústa vann í síld á sumrin eftir því sem aðstæður leyfðu. Árni fór líka á síld á þessum árum og eitt sinn er hann kom heim af síldinni var Ágústa búin að vinna fyrir og láta leggja rafmagn í nýja húsið. Er það haft til marks um, að hún lét ekki sitja við orðin tóm heldur fram- kvæmdi hlutina án vafninga. Árni starfaði í nokkur ár hjá Kaupfélagi verkamanna, en árið 1938 óskaði Vilhjálmur Þór eftir að hann tæki að sér stöðu útibú- stjóra KEA í Ólafsfirði, sem þá var í miklum fjárhagserfiðleikum. Það varð úr að þau hjónin fluttust til Ólafsfjarðar og voru þar næstu tólf árin. Öfluðu þau sér þar fljótt álits og Ámi kom útibúinu á réttan kjöl. AGUSTA GUNNLA UGSDÓTTIR Ágústa var ákaflega mikils metin í bænum og liðsinnti mörgum, sem áttu um sárt að binda og saman settu þau sterkan svip á þetta litla samfélag. Á þessum árum fékk Ólafsfjörður kaupstaðarréttindi og var Árni fyrsti forseti bæjarstjómar fyrir réttum 50 árum. Þegar dvölinni í Ólafsfirði lauk fluttu þau hjónin aftur til Akur- eyrar og starfaði Árni hjá KEA til loka starfsævi sinnar. Þau bjuggu fyrst í Ránargötu, en lengst af áttu þau heimili á Byggðavegi 109. Þar eignaðist Ágústa loks garð, þar sem hún undi sér löngum stundum með tijám og fögrum blómum. Árið 1980 fluttu þau síðan í litla og fallega þjónustuíbúð í Dvalar- heimilinu Hlíð, en ekki höfðu þau verið þar lengi þegar Árni lést á 84. afmælisdegi sínum, 2. septem- ber það sama ár. Allt frá þeim tíma bjó Ágústa i Hlíð í litlu og snotru herbergi, sem gott var að koma í og rabba við gömlu konuna. Heimili þeirra Ágústu og Árna var sannkallað menningarheimili, bæði í andlegum og veraldlegum skilningi. Samheldni þeirra hjóna og smekkvísi, ásamt með virðuleika í allri framkomu, gerði allar heim- sóknir til þeirra að sérstökum hátíð- arstundum. Þangað söfnuðust líka afkomendurnir löngum og nutu gestrisni og hjartahlýju þeirra hjóna og treystu ættarböndin; þær stund- ir eru ógleymanlegar og verðmætar í minningunni. Þeim Ágústu og Árna varð sex barna auðið, eitt dó ungt, en fímm komust til fullorðinsára: Sverrir, Ragnar, Emma, Haukur og Unnur Berg. Auk þess ólst Hörður, sonur Sverris, upp hjá þeim og Ágústa Gíslína, dóttir Emmu, að nokkru leyti. Þegar Ágústa lést voru af- komendur hennar og Árna farnir að nálgast stórt hundrað. Á síðasta sumri átti Ágústa 100 ára afmæli. Var af því tilefni efnt til veglegrar hátíðar á Svalbarðs- eyri og þar bauð afmælisbarnið öll- um viðstöddum til veislu í skólahús- inu. Þar voru fluttar ræður og ljóð ættmóðurinni til heiðurs. Þarna sat hún í öndvegi með sama virðulega yfirbragðið eins og ávallt og lét ekkert hagga sér. í fátæklegum orðum, sem undir- ritaður létt falla við þetta tækifæri um ömmu sína, var nokkuð fjallað um mikilvægi þess að setja sér markmið um gott og fagurt líferni og leita fyrirmynda, sem hollt væri að taka mið af. Þar væri sem betur fer af nokkru að taka, en þó var „ein sú kona, sem mér fannst í æsku ávallt vera utan og ofan við öll þessi viðmið — eins konar álf- kona, sem laut sínum eigin lögmál- um og lét sig einu gilda hvað öðrum fannst, því hún miðaði við einhveij- ar enn strangari og göfugri reglur en aðrir reyndu af veikum mætti að tileinka sér. En þrátt fyrir þessa óskilgreindu fjarlægð gat ég ekki betur séð en áhrifa hennar gætti hjá öllum, sem ég umgekkst; andi hennar sveif yfir vötnum og sá andi var bæði sterkur, göfugur og sjálfum sér samkvæmur. Að ganga gegn hugsun hennar og vilja var sama og hefja baráttu á móti því sem var rétt og satt, heilbrigt og skynsamlegt ... Hún var í mínum huga hin dæmigerða fyrirmynd, sem ekkert gat hrinið á, hvað sem á gekk og raunar kafli út af fyrir sig í hinni fjölbreyttu flóru manns- lífsins." Þannig minnist ég ömmu minnar frá því í æsku, þannig var hún fyr- ir mér þegar ég óx úr grasi og á sama hátt veit ég um marga sem drógu lærdóm af lífshlaupi hennar, sem var ekki einasta langt og að sumu leyti strangt heldur jafnframt innihaldsríkt og gefandi fyrir sam- ferðamenn hennar. Blessuð sé minning Ágústu Gunnlaugsdóttur. Ingólfur Sverrisson. Hvíl þig móðir, hvíl þig, þú varst þreytt, þinni hvíld ei raskar framar neitt. Á þína gröf um mörg ókomin ár ótal munu falla þakkartár. (Jóhann Bjamason.) + Anton G. Axels- son fæddist í Reykjavík 12. júlí 1920. Hann lést í Landspítalanum föstudaginn 17. nóv- ember sl. Móðir Ant- ons var Jónína Kristjánsdóttir, f. 3. desember 1893, , d. 2. desember 1965, frá Kumlá í Grunna- víkurhreppi í N-ísa- fjarðarsýslu. Jónína átti ættir að rekja til Sveinseyrar í Dýrafirði og til Leiru og Hrafnsfjarðar í Jökul- fjörðum. Faðir Antons var Axel H. Samúelsson málarameistari, f. 13. september 1890, d. 30. október 1953, fæddur í Reykja- vík. Axel átti ættir að rekja að Stóra-Kambi í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi og til Bitru/Ólafsdal í Dölum. Systkini Antons eru Sig- ríður, d. 16. júní 1995, og Stein- ar. Anton giftist Jennýju Jóns- dóttur, f. 5. mars 1922, þann 21. júní 1947. Foreldrar Jennýjar voru Valdís Jónsdóttir og Jón Helgason. Börn Antons og Jennýjar eru: 1. Valdís, f 18. júní 1948, hjúkrunarfræðingur, var gift Jóni Heimi Sigurbjörns- syni flautuleikara, börn Valdís- ar eru Jenný Arnadóttir, f. 13. ágúst 1970, og Arnar Heimir Jónsson, f. 14. nóvember 1973. Jenný er í sambúð með Guð- mundi Pálmasyni og eiga þau einn son, Árna Erlend, f. 28. maí 1991. 2. Úlfar, f. 16. júlí 1949, vatnalífræðingur/ deild- arstjóri, kvæntur Siv M. Oscars- son hjúkrunarfræðingi. Börn þeirra eru Páll Jóhann, f. 14. október 1978, og Jómar Axel, f. 24. mars 1981. 3. Nína, f. 1. maí 1952, tækniteiknari, í sambúð með Gunn- ari Viðar Hafsteins- syni flugvirlqa, börn Anton Gunnar Gunnlaugsson, f. 30. júní 1973, og Sif Gunnarsdóttir, f. 19. júlí 1994. 4. Jón Axel, f. 5. júní 1956, flugmaður, kvæntur Magnfríði Halldórs- dóttir hjúkrunar- fræðingi. Börn þeirra eru Úlfar Örn, f. 21. febrúar 1980, Elsa Fanney, f. 21. september 1987 og Jenný, f. 11. desember 1994. Anton stundaði námi við flug- skóla Konna Jóhannessonar í Winnipeg í Manitoba-fylki í Kanada og við Spartan School of Aeronautics í Tulsa í Okla- homa og lauk þaðan flugprófi 21. desember 1945. Hann lauk jafnhliða námi í listflugi frá sama skóla. Hann fékk síðar blindflugs- og kennararéttindi frá Erie Institute of Aeronautics í Bandaríkjunum. Að loknu námi starfaði Anton sem flugkennari í Reykjavík á TF-KAK og hjá fiugskólanum Cumulusi. Hann var skipaður verklegnr próf- dómari við flugpróf árið 1946. Hann starfaði hjá Flugfélagi íslands, síðar hjá Flugleiðum hf., frá 1. janúar 1947 til starfs- loka 12. júlí 1983 eða samtals í 37 ár. Hann var verklegur próf- dómari og eftirlitsflugmaður þjá Flugmálastjórn frá 1983 til 1990 þegar hann hætti störfum sökum aldurs. Anton flaug á atvinnuflugmannsferli sínum sem flugmaður/flugstjóri flugvélum m.a. af gerðinni DH-89A, Dragon Rapid, Nor- seman, Douglas DC-3A, Katal- ínu, Douglas DC-4, Vickers Viscount 759, Grumman Go- ose, DC-6, Boeing 727. Anton var léður til Slysavamafélags Islands vorið 1949 til að fljúga þyrlu sem var í eigu þess. Hann öðlaðist réttindi sem þyrlufiugmaður fyrstur Is- lendinga 16. ágúst 1949. Anton starfaði einnig um nokkra mánaða skeið hjá Loftleiðum árið 1964. Anton er einn af stofnendum FIA og var virkur í starfsemi félagsins og lífeyr- issjóðs flugmanna og sat í stjóm þeirra um tíma. Útför Antons fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ELSKU afi. Það er komið að kveðjustund, stund sem erfitt var að hugsa til. Þetta er stund þegar fram streyma allar góðu minningarnar sem ég átti mér þér. Glaðværð þín og góð- semi koma fyrst upp í huga mér, þú sem ávallt varstu reiðubúinn ef eitthvað bjátaði á, alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Mér er minnis- stætt þegar Árni litli var á spítalan- um og þú hafðir svo miklar áhyggj- ur, komst á hverjum degi til að sjá hvemig honum reiddi af, hafðir samband við Davíð, vin þinn, sem þér þótti svo vænt um, til að vita hvort hann gæti gert eitthvað fyrir litla Áma. Þetta lýsir þér svo vel og ekki hafði okkur órað fyrir að aðeins nokkrum mánuðum seinna yrðir þú greindur með krabbamein, þennan ógnvænlega sjúkdóm sem svo erfitt er að fást við. Það var svo erfitt að sjá þig veikjast, þú sem varst manns stoð og stytta í einu og öllu. Þú sem varst svo hjartgóð- ur og máttir aldrei neitt aumt sjá, alltaf boðinn og búinn að hjálpa enda kom það á daginn hve vin- margur þú varst, hversu vel vinir þínir hugsuðu til þín í veikindunum. En þú tókst þessu með æðruleysi. þú ætlaðir að ná heilsu og fara með elsku ömmu til Spánar. Elsku amma, sem misst hefur mikið, og við öll sem vorum þess aðnjótandi að njóta handleiðslu þinnar um ára- bil. Enginn ræður örlögum sínum, nú er þjáningum þínum lokið og ég veit að þér líður vel. Megi guð vemda þig og varðveita þig um ókomna tíð. Minningin um elsku afa lifir í huga okkar allra. Jenný. Nú kemur afí ekki oftar til okkar í heimsókn, við heymm ekki oftar flautið í bílnum hans þegar hann rennir upp að húsinu. Og við förum ekki oftar í heimsókn til hans í Hlíðargerðið. Nú er amma þar ein. Við minnumst þess þegar við vorum á Homafirði í fyrra og afi og amma komu í heimsókn. Afi þekkti Hornafjörð vel, hann hafði svo oft flogið þangað og hann var búinn að fljúga svo víða. Þegar hann var ungur fór hann í ævintýra- legar ferðir til Grænlands og flaug farþegaflugvélum bæði innanlands og utan. Það var áður en við mun- um eftir honum. En við fórum í aðrar ferðir með honum. Við vorum með honum í Flórída og þá var allt í lagi þótt þyrfti að fá frí úr skólan- um, það sem afi kenndi á slíkum ferðalögum var jafn mikilvægt. Án hans hefðu þessar ferðir aldrei skil- ið jafnmikið eftir. Afi var sterkur persónuleiki og mat heiðarleika mikils. Hann var alltaf hress og kvikur, þótt hann ætti líka kyrrlátar stundir heima að lesa í bók eða hlusta á tónlist. Hann var umhyggjusamur, var mik- ið með hugann hjá börnunum sínum og okkur bamabörnunum. Þegar hann fór til útlanda færði hann okkur alltaf eitthvað og hugsaði ævinlega síðasfum sjálfan sig. Allt- af var hann reiðubúinn að hjálpa, alltaf var hægt að hringja í hann ef þurfti að láta skutla sér eitt- hvert. Hann hætti ekki farþega- flutningum þótt hann væri hættur að fljúga farþegaflugvélum. Gamli kennarinn hans í barna- skóla, Gunnar M. Magnúss, skrifaði einu sinni bók sem heitir Reykjavík- urbörn og notaði nemendur sína sem fyrirmyndir. Þar hét afi Bessi lipri. Alltaf var hann tilbúinn að gera greiða. „Hann lánaði jafnvel blýant úr höndum sér, þó að hann þyrfti sjálfur á honum að halda við teikningu eða skrift." í lok kaflans segir að nú sé hann orðinn einn af þekktum og traustum flugmönnum Islands. „Og það hefur sjálfsagt ekki verið tilviljun ein, sem réði, að hann var einn af þeim sem var valinn til að læra meðferð fyrstu björgunarvélar íslendinga." Kæri afi, við þökkum þér fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér og alla umhyggjuna sem þú sýndir okkur. Minningin um þig er góð. Úlfar Örn og Elsa Fanney. Við fráfall Tona frænda komu mér í huga ótal minningabrot og myndir frá liðinni bernsku. Reyndar var Toni frændi ekki eiginlegur frændi, heldur giftur móðursystur minni, Jennýju. Mamma og systur hennar tvær eru mjög samrýndar, með börn á svipuðum aldri, og var því oft glatt á hjalla i barnaboðum. Þegar þessi minningabrot eru skoð- uð sé ég Tona alltaf kátan og gjarn- an með vindil og flugstjórahúfuna. Bijóstsykur og tyggjó var ekki allra barna fyrir fjörutíu árum en því var þó oft gaukað að okkur í Hlíðar- gerðinu. Það var aldrei lognmolla í kring- um Tona, hann talaði mikið og kunni að krydda hversdagsleikann með alls konar sögum af sjálfum sér og öðrum sem voru örugglega aðeins ýktar. Hann hafði einnig gaman af að hjálpa öðrum. „Cap- ANTON AXELSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.