Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 1

Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 1
96 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 290. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR19. DESEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rúmlega 40% atkvæða í þingkosningunum í Rússlandi talin í gær Flokkur kommúnista er ótvíræður siffurvegari Skriður á Saríyevo. Reuter. SKRIÐUR komst í gær á liðsflutn- inga Bandaríkjamanna til Bosníu en þoka og slæmt skyggni hafði hamlað fiugi til Tuzla í fimm daga. I gær lenti fyrsta Herkúles-vél- in á vegum Bandaríkjahers og gert var ráð fyrir að á þriðja tug Reuter flutninga véla myndi fljúga til Tuzla í gær. Þá héldu bardagasveitir úr bandaríska hernum frá Króatíu yfir til Bosníu í gær. Myndin er af bandarískum hermönnum á flugvellinum í Tuzla. ■ Króatar hafa í hótunuin/25 Bandaríkj asij ór n lokar stofnunum Washington. Reuter. UM 260.000 bandarískir ríkis- starfsmenn héldu sig heima í gær en þær stofnanir, sem þeir vinna hjá, hafa verið greiðsluheimilda- lausar í þrjá daga. Hafa samninga- umleitanir Bills Clintons Banda- ríkjaforseta og meirihluta repú- blikana á þingi engan árangur borið. Clinton neitar Engar viðræður voru fyrirhug- aðar í gær en Leon Panetta, starfs- mannastjóri Hvíta hússins, ætlaði að ræða við þingleiðtoga demó- krata um hugsanlega lausn á deil- unni. Af 13 útgjaldafrumvörpum ríkisstjórnarinnar hafa aðeins sjö verið afgreidd sem lög. Clinton ætlaði í gær að beita neitunarvaldi sínu gegn nokkrum útgjaldafrumvörpum eins og þau koma frá hendi repúblikana og var ástæðan sú, að í þeim er kveðið á um niðurskurð, sem hann sættir sig ekki við. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild, sagði í gær, að ef hann, Clinton og Newt Gingrich, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, settust niður saman í einn dag gætu þeir leyst þessa deilu um afgreiðslu fjárlag- anna. Valdahlutföllin á þingi virðast þó svipuð og ekki búist við miklum breytingum á stjórnarstefnunni Moskvu. Reuter. KOMMÚNISTAR og leiðtogi þeirra, Gennadí Zjúganov, eru ótvíræðir sigurvegarar í þingkosningunum, sem fram fóru í Rússlandi á sunnu- dag. Fengu þeir tæp 22% atkvæða en næstur þeim með hálfu minna fylgi kom þjóðernissinnaflokkur Vladímírs Zhírínovskís. í þriðja sæti var Rússneska föðurlandið, flokkur Víktors Tsjernomyrdíns for- sætisráðherra, sem naut stuðnings Borís Jeltsíns, forseta Rússlands. Eru úrslitin mikið áfall fyrir Jeltsín og talin endurspegla óánægju kjós- enda með erfið kjör og samfélags- lega upplausn. Hafa þau vakið áhyggjur sumra á Vesturlöndum og í Austur-Evrópu en viðbrögðin eru þó minni en ætla mætti. Eru tölurnar miðaðar við rúmlega 40% atkvæða og geta því breyst nokkuð. Zjúganov sagði í gær, þegar ljóst var hvert stefndi, að úrslitin væru vantraust á ríkisstjórn Jeltsíns og þær vestrænu markaðsumbætur, sem hún hefði beitt sér fyrir. Sagði hann, að kosningarnar hefðu aðeins verið fyrri hluti sigurgöngunnar fyr- ir kommúnista, sá síðari yrði í for- setakosningunum í júní á næsta ári. Tilfærsla milli kommúnista og þjóðernissinna Zjúganov sagði það vera eitt af forgangsmálum kommúnista að reka burt Andrei Kozyrev utanríkis- ráðherra en að þeirra dómi er hann allt of hallur undir vestræn ríki. Raunar er búist við því, að Kozyrev segi af sér en hann náði kjöri sem þingmaður fyrir Múrmansk. A Vesturlöndum hefur úrslitum kosninganna verið tekið með miklu jafnaðargeði. Hafa margir fagnað mikilli kosningaþátttöku og tals- maður Hvíta hússins benti á, að sigur kommúnista væri aðallega á kostnað þjóðernissinna og því væru valdahlutföllin á rússneska þinginu nokkurn veginn þau sömu. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, flokkur Zhírínovskís, fékk rúm 11% og tapaði helmingi atkvæða frá því í kosningunum fyrir tveimur árum. Varar Jeltsín við Tsjernomyrdín forsætisráðherra sagðist í gær vera sáttur við úrslit- in þrátt fyrir sigur kommúnista en flokkur hans var með tæp 10%. Á hæla honum kom síðan Jabloko, flokkur umbótasinnans Grígoríjs Javlínskís, með 8,4%. Hann sagði í gær, að breytti stjórn Jeltsíns ekki efnahagsstefnu sinni og stöðvaði stríðið í Tsjetsjníju, myndi næsti forseti landsins koma úr röðum kommúnista eða.þjóðernissinna. Jeltsín, forseti Rússlands, lét ekkert eftir sér hafa um úrslitin í gær en talsmenn hans sögðu um- bótaflokkana geta sjálfum sér um kennt. Rússar treystu ekki þeim, sem gætu ekki staðið saman. Ymsir forystumenn flokka, sem ekki komust yfir 5%, náðu þó kjöri sjálfir í einmenningskjördæmum. Meðal þeirra voru hershöfðinginn Alexander Lebed, leiðtogi Rúss- neska samfélagsins; Sergei Shak- hraí, aðstoðarforsætisráðherra; Ní- kolaj Ryzhkov, forsætisráðherra í tíð Sovétríkjanna og Borís Uodorov, fyrrverandi fjármálaráðherra. ■ Andstæðingar Jeltsíns/22 Reuter „VIÐ kusum“ var fyrirsögnin í Moskovskíj Komsomolek. Á innfelldu myndinni er Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista. Kosið í Austurríki Schiissel neitar að g’efa eftir Vín. Reuter. WOLFGANG Schússel, utan- ríkisráðherra Austurríkis og leiðtogi Þjóðarflokksins, léði í gær máls á að hefja viðræður um stjórnarmyndun við jafnaðarmenn, sem báru sigur úr býtum í þingkosningunum á sunnudag. Schussel sagði þó ekki koma til greina að verða við kröfu jafnaðar- manna um að skattar yrðu hækkaðir til að minnka fjár- lagahallann í stað þess að skerða útgjöldin til velferðar- mála verulega. Franz Vranitzky, kanslari og leiðtogi jafnaðarmanna, kvaðst búast við því að geta myndað nýja stjórn með Þjóð- arflokknum, sem er mið- og hægriflokkur og kom næstur á eftir jafnaðarmönnum í kosningunum. Schússel viðurkenndi áð sér hefði ekki tekist að hnekkja veldi jafnaðarmanna sem stærsta flokks landsins en sagði að það þýddi ekki að Þjóðarflokkurinn féllist á hvað sem væri í viðræðunum. Schússel sleit stjórnarsam- starfi flokkanna tveggja í október vegna deilu um hvern- ig bregðast ætti við fjárlaga- hallanum og hann kvaðst ekki ætla að gefa eftir þrátt fyrir kosningasigur jafnaðar- manna. Skerða yrði útgjöldin til velferðarmála og engir nýir skattar kæmu til greina. Shcússel vildi ekki tjá sig um hvort hann léði enn máls á stjórnarsamstarfí við Frelsisflokk Jörgs Haiders, sem tapaði 0,6 prósentustiga fylgi í kosningunum. Þetta er fyrsta fylgistap flokksins frá því Haider varð leiðtogi hans árið 1986. ■ Hafna hægristjórn/24 Fjórir flokkar inni Moskvu. Reuter. YFIRKJÖRSTJÓRN í Rússlandi birti í gær úrslit kosninganna á sunnudag eins og þau voru þeg- ar taldar höfðu verið 27 milljón- ir atkvæða, um 40%, í 65 af 89 héruðum landsins. Alls buðu 43 flokkar fram en í gær höfðu aðeins fjórir fengið tilskilin 5% atkvæða til að koma manni á þing. Til samanburðar er fylgið í kosningunum 1993: Kommúnistaflokkurinn 21,9% (12,4%); Fijálsl. lýðræðisfl. 11,1% (22,9%); Rússneska föður- landið 9,6% (-); Jabloko 8,4% (7,9%). Þessir flokkar höfðu ekki náð 5%-þröskuldinum: Val Rússlands 4,8% (15,5%); Kvennaflokkurinn 4,5% (8,1%); Rússnesku samfélögin 4,3% (-) og Bændaflokkurinn 3,0% (8,0%). Á rússneska þingjnu, dúm- unni, sitja 450 menn og er helm- ingurinn kosinn af flokkslista en hinn í einmenningskjördæmum. Kosningaþátttaka var 65%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.