Morgunblaðið - 19.12.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 19.12.1995, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný lög um að færa vald í snjóflóðamálum til umverfisráðherra og Veðurstofu Svæði ekki rýmd án sam- ráðs við heimamenn FRUMVARP til laga um að færa yfirstjórn snjóflóðavama frá félags- málaráðuneyti til umhverfísráðu- neytis og Veðurstofa íslands ákveði hvenær rýma skuli hættusvæði var samþykkt á Alþingi í gær. Um leið var samþykkt breytingartillaga við frumvarpið þar sem meðal annars er kveðið á um að ákvörðun Veður- stofu skuli ekki tekin fyrr en „að höfðu samráði við lögreglustjóra og almannavarnanefnd". Einar Oddur Kristjánsson, al- þingismaður Sjálfstæðisflokks á Vestfjörðum, sagði á borgarafund- um, sem haldnir-voru á Vestfjörð- um fyrir hálfum mánuði, að ábyrgð- in á ákvörðun um að rýma hættu- svæði yrði að vera hjá heimamönn- um. í umsögn umhverfísnefndar Al- þingis um frumvarpið lýsa nefndar- menn „efasemdum um réttmæti" þess að fela þetta einni stofnun. „Ábyrgð sem þessi verður vart lögð á einn aðila, og telja nefndarmenn að nauðsynlegt sé að heimamenn komi að þessari ákvörðun," sagði í áliti nefndarinnar, sem Einar Oddur Kristjánsson situr í. „Því er eðlilegt að haft verði sam- ráð við viðkomandi lögreglustjóra og almannavarnanefnd áður en gef- in er út viðvörun um yfírvofandi snjóflóðahættu eins og þegar hættu- ástandi er aflétt." í frumvarpinu kveður á um að Veðurstofan skuli „annast gerð hættumats . . . á grundvelli sér- fræðilegrar þekkingar á eðli og af- leiðingum snjóflóða" og umhverfís- ráðuneyti skuli setja reglur um „notkun á hættumati, flokkun hættusvæða og nýtingu þeirra, svo og gerð varnarvirkja . . . að höfðu samráði við Veðurstofuna". í nýju lögunum segir að þau skuli endurskoðuð á næsta ári. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir breskan sjómann Tólf mánaða fangelsi fyrir nauðgun í togara HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 22 ára breskan sjó- mann til 12 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað 41 árs konu um borð í togaranum Þerneyju í Reykjavfkurhöfn 8. október síðast- liðinn. Sekt mannsins, sem bar fyr- ir sig minnisleysi um atburðinn, þótti m.a. sönnuð með niðurstöðu DNA-rannsóknar. Fólkið hafði hist á veitingahúsi í Reykjavík og verið ásamt fleirum á pöbbarölti í Reykjavík. Bæði voru að sögn talsvert drukkin. Urðu þau tvö samferða vestur að Granda þar sem breskur togari, sem maðurinn var skipveiji á, lá. Konan segir að maðurinn hafí þar boðið henni físk til kaups. í því skyni að afhenda fískinn hafi hann fengið sig með um borð í togara sem lá í höfninni og inn í klefa fyrir vökvadælukerfi skipsins. Þar hafí hann nauðgað henni. Vaktmaður um borð í togaranum Þemeyju, þar sem verknaðurinn hafði verið framinn, hringdi á lög- reglu eftir að konan gaf sig fram við hann og skömmu síðar var sá dæmdi handtekinn í hópi skipsfé- laga sinna. Hann þekktist á lýsingu konunnar, sem auk þess hafði fram- vísað til Iögreglu eymarlokki sem maðurinn hafði gefíð henni en hann var með annan eins í eyranu. Konan var færð á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis. Að sögn lögreglumanna, starfsfólks neyðarmóttöku og lækna sem önn- uðust hana bar hún greinileg merki þess að hafa orðið fyrir losti. Að aukj voru á henni áverkar sem þóttu í samræmi við lýsingu hennar á atvikum. Þá fannst í dæluklefanum smokkur, sem sendur var til DNA- rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að innan við 0,1% líkur væm á að sæðið sem til rann- sóknar var væri úr öðrum manni en þeim sem konan taldi hafa nauðgað sér. Maðurinn kvaðst ekki muna vegna ölvunar hvað átt hefði sér stað í dæluklefanum. Hann sagðist telja að hefði hann haft samræði við konuna hefði það verið með hennar vilja enda væri hann ekki ofbeldisfullur maður. Samkvæmt frásögn hans hafði konan ítrekað lýst áhuga á kynferðislegu sam- neyti við hann um nóttina. Dómurinn taldi sekt mannsins sannaða, með vísan til framburðar konunnar, vitna og niðurstöðu DNA-rannsóknar. Frásögn manns- ins um minnisleysi um atvik í dælu- klefanum var ekki talin trúverðug enda virtist hann muna aðra at- burði næturinnar í smáatriðum. Refsing mannsins var talin hæfi- leg fangelsi í tólf mánuði og var þá litið til þess að um er að ræða erlendan ríkisborgara, sem sætt hafði farbanni í tvo mánuði meðan á meðferð málsins stóð. Til frádrátt- ar refsingu kemur að auki gæslu- varðhald í tólf daga. Þá var honum gert að greiða konunni 300 þúsund krónur I miskabætur. Hóteliðfærtí jólabúning SKREYTINGAR og jólaljós ber við augu hvert sem litið er í höfuðborginni þessa dag- ana og minna á náiægð jól- anna, en nú eru aðeins fimm dagar til jóla. Þessi starfs- maður lagði sig allan fram við að klæða Grand Hótel Reykjaví k j ólaskreytingu þegar blaðamaður Morgun- blaðsins átti leið þar um. Utboð FIB í trygging- ar sent út í dag ÚTBOÐ vegna ölýutækjatrygg- inga félagsmanna í Félagi ís- lenskra bifreiðaeigenda verða sendar til erlendra og innlendra tryggingafyrirtækja í dag. Run- ólí'ur Olafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir að vænta megi þess að um einn mánuður líði áður en tilboð verða opnuð. Þegar hafa sex erlend trygg- ingafélög lýst yfir áhuga á að taka þátt í úboðinu og auk þess hafa tryggingamiðlarar hér- lendis verið í sambandi við FÍB. „Við munum einnig kynna málið samtökum evrópskra tryggingafélaga og trygginga- félögum í Norður-Evrópu í gegnum bílaklúbba," sagði Runólfur. Auk þess má búast við að íslensku tryggingafélögin taki þátt í útboðinu. Runólfur segir að stefnt sé að því að ná niður iðgjaldi af ökutækjatryggingu um allt að 20%. 5. desember sl. voru 17.452 félagsmenn í FÍB. í út- boðinu er miðað við sérkjör á tryggingum sem aðeins standa félagsmönnum til boða. Bifreið ónýt eftir eldsvoða Akranesi. Morgnnblaðið. ELDUR kom upp í vöruflutn- ingabifreið í Hvalfirði í gær og skemmdist hann svo mikið að hann mun vera ónýtur. Bifreið- in var fullhlaðin fiski í körum og var hún á leið til Ólafsvíkur. Rétt fyrir ofan bæinn Kala- staðakot kom upp eldur í bif- reiðinni, líklega frá dekkjum hennar. Varð af mikið eldhaf og er eignatjón mjög mikið. Slökkvilið Akraness kom á vett- vang og náði að slökkva eldinn á skömmum tíma. Engin slys urðu á mönnum, en bílstjórinn var einn í bílnum. Umferð tafðist talsvert vegna slyssins. Bílvelta á Garðvegi Garði. Morgunblaðið. DAIHATSU-JEPPI valt í fyrra- kvöld á Garðveginum skammt frá golfskálanum í Leiru eftir að hálka, sem erfítt var að va- rast, hafði myndast á veginum. Ökumaðurinn var fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík og þaðan á Borgárspítalann. Hann mun ekki hafa slasast alvarlega. Vilja að sett verði lög um lán til bílakaupa STJÓRNARANDSTAÐAN vill að sett verði lög áður en þing lýkur störfum fyrir jól um heimild til Tryggingastofnunar að veita ör- yrkjum lán til bílakaupa. Áfgreiðslu umræddra lána var hætt í vetur og kom fram hjá heil- brigðisráðherra á þingi, að ekki væri lagastoð fyrir þessum lánveit- ingum. En meirihluti tryggingaráðs samþykkti í síðustu viku, að tilmæl- um heilbrigðisráðherra, að veita áfram bílakaupalán til öryrkja. Vextir lánanna voru jafnframt -"hækkaðir úr 1% í 4%. Svavar Gestsson þingflokksfor- maður Alþýðubandalags sagði að þessi samþykkt tryggingaráðs væri ekki nægileg að mati stjórnarand- stöðunnar. Hann sagði að gert hefði verið ráð fyrir því að heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis flytti frumvarp um málið en nú væri kom- ið í ljós að stjórnarflokkarnir væru ekki sammála um það. Búist er við að fram komi í dag frumvarp frá stjórnarandstöðunni um málið. Hálfrar aldar hefð Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði að hálfrar aldar hefð væri fyrir þessum lánum. Hún benti á að verið væri að endur- skoða almannatryggingalögin og hún tryði því ekki að stjórnarand- staðan gæti ekki beðið þess, því þessari lánafyrirgreiðslu yrði hald- ið áfram á meðan eins og verið hefði. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að umboðsmaður Alþingis hefði vakið athygli á því, að ýmsar ívilnandi aðgerðir af hálfu ríkis- valdsins kunni að hafa byggst á veikum lagagrundvelli. Hins vegar yrði breyting á slíkum ráðstöfunum ekki gerð nema með lögum. Því sagði Davíð engan vafa leika á að sú ákvörðun að halda bílalánunum áfram samkvæmt hefð stæðist fyllilega alla lögfræðilega skoðun og því væri heilbrigðisráðherra al- gerlega á réttu róli í málinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.