Morgunblaðið - 19.12.1995, Page 6

Morgunblaðið - 19.12.1995, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Isafjörður Jarðgöngin opnuð fyrir umferð ísafirdi. Morg^unblaðið. JARÐGÖNGIN undir Breiðdals- og Botnsheiðar verða formlega opnuð fyrir almennri umferð á morgun, miðvikudaginn 20. des- ember, kl. 12.00. Það verður samgönguráðherra, Halldór Blöndai, sem opnar göngin formiega að viðstöddum þing- mönnum Vestfjarða, sveitarstjóm- armönnum, fuiltrúum Vegagerð- arinnar sem og fulltrúum verktaka og fleirum. Athöfnin fer fram við ganga- munnann í Breiðdal og hefst kl. 11. Endurskoðun skaðabótalaga lýkur ekki fyrir jól ENDURSKOÐUN á skaðabóta- lögum sem tóku gildi um mitt ár 1993 lýkur ekki á Alþingi fyrir jól, að sögn Sólveigar Pétursdótt- ur, formanns allshetjarnefndar. Sóiveig sagði að endurskoðun laganna væri flókið mál. Þeim fylgdu miklir útreikningar og nefndarmenn hefðu viljað fá betri tíma til að yfirfara og skoða mál- ið. Hún sagðist hins vegar leggja áherslu á að reyna að hraða vinnu í nefndinni og fundir í henni yrðu jafnvel haldnir í janúar áður en þing kæmi saman. Morgunblaðið/Þorkell Fífill springur út HALLGRÍMUR Hansson í Skaftahlíð 9 í Reykjavík varð heldur betur hissa í gær þegar hann uppgötvaði fífil sem var að springa út við húsið hans. Er það hlýindunum undanfarið að þakka. Hallgrímur hefur búið þarna í 48 ár en aldrei fyrr séð fífla springa út á þess- um árstíma. Aðsóknar- met á Bond 10.100 manns sóttu sýningar á nýjustu James Bond-myndinni, Golden Eye, um helgina. Önnur James Bond-mynd, A View to a Kill, átti fyrra aðsókn- armetið, 10.100 manns fyrstu sýn- ingarviku. Goldeneye er s ýnd í Bióhöll- inni, Bíóborginni og Háskólabíói. Sætaframboð er 1.800-1.900 sæti á hverri sýningu. Skiptar skoðanir í Alþýðubandalagi um stækkun álvers Flokkurinn þríklofinn í atkvæðagreiðslu ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalagsin þríklofnaði í afstöðu til staðfestingar- frumvarps um stækkun álversins í Staumsvík þegar atkvæði voru greidd á Alþingi í gær. Hjörleifur Guttormsson var á móti málinu, Ólafur Ragnar Grímsson og Bryndís Hlöðversdóttir voru með- mælt því, en hinir sex þingmenn flokksins sátu hjá í atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu um málið í gær. Það gerðu einnig þingmenn Kvennalista en þingmenn Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Þjóðvaka greiddu ailir atkvæði með frumvarpinu. Hjörleifur Guttormsson sagði við atkvæðagreiðsluna að stækkunar- samningurinn væri slæmur samning- ur sem fæli í sér útsölu á orku og skattar á íslenska álfélagið væru lækkaðir verulega. Þá væri umhverf- isþáttur samninganna óviðunandi. Ólafur Ragnar Grímsson sagði hins vegar að samningurinn væri á margan hátt mjög góður. Það orku- verð sem fengist hefði væri betra en hægt var að ætlast til miðað við aðstæður. Skattasamningurinn væri veruleg framför og þótt umhverfis- þátturinn hefði á margan hátt getað verið betri væri hann fyliilega viðun- andi. í heild væri um að ræða mjög jákvætt framlag til efnahagsþróunar á íslandi. Bryndís Hlöðversdóttir tók í sama streng. Sjálfbær þróun umhverfismála Afstaða meirihluta Alþýðubanda- Iagsins við atkvæðagreiðsluna byggðist á því, að ekki lá þá fyrir hvaða viðtökur • breytingartillögur flokksins við frumvarpið fengju. Margrét Frímannsdóttir hafði orð fyrir meirihlutanum og sagði að end- anleg grein yrði gerð fyrir afstöð- unni til málsins við 3. umræðu, sem væntaniega verður á Alþingi í dag. Tillögur Alþýðubandalagsins gerðu m.a. ráð fyrir að kosnar yrðu nefndir til að gera tillögur um eflingu alhliða atvinnulífs, með hliðsjón af áhrifum þess ef stórframkvæmdir næstu ára yrðu nær allar á sama svæðinu, og til að móta tiliögur um stefnu í orku- og stóriðjumálum á grundvelli sjálfbærrar þróunar í um- hverfismálum. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra YFIR 80 manns hafa með því að skrifa nöfn sín á undirskriftarlista óskað eftir að frain fari almennar prestkosningar í Staðarstaðarsókn. Ingiberg Hannesson, prófastur á Hvoli í Saurbæ, segist í fljótu bragði ekki sjá betur en undirskriftalistinn sé löglegur og fram fari kosningar eftir áramót. Um brauðið sóttu séra Bragi Benediktsson á Reykhólum og Guð- lagði til að breytingartillögurnar yrðu felldar, m.a. á þeirri forsendu að þegar væri unnið að úttektum um þessi efni. Tillögurnar voru síðan felldar með atkvæðum sjórnarflokk- anna, Alþýðufiokkur, Alþýðubanda- lag og Kvennalisti voru þeim með- mæltir en Þjóðvaki sat hjá. Kvennalistinn sat hjá í atkvæða- greiðslu um frumvarpið á þeirri for- sendu að margt væri við umhverfis- þátt álsamningsins að athuga og sagði Kristín Halldórsdóttir við at- kvæðagreiðsluna að stjórnvöld hefðu veitt afslátt af ýtrustu skilyrðum við mengunarvamir. En Kristín sagði að orkusamningurinn væri viðunandi og skattasamningurinn til bóta. jón Skarphéðinsson guðfræðingur í Kaupmannahöfn. Eftir að Guðjón hlaut bindandi kosningu í kjör- mannakosningu tuttugu og sjö sóknarnefndarmanna fyrir rúmri viku fór hins vegar að bera á óánægju í sókninni og fór svo að undirskriftarsöfnun með kröfu um að efnt yrði til almennra kosninga var hleypt af stokkunum. Farið fram á prestskosningu Guðmundur J. Guðmundsson hættir sem formaður Dagsbrúnar á næsta aðalfundi Tími til kominn að láta af þessu starfi GUÐMUNDUR J. Guðmundsson á baráttufundi í Dagsbrún þar sem hann hefur verið í forystusveit í 43 ár. GUÐMUNDUR J. Guðmundsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar í komandi kosn- ingum í félaginu. Hann hefur starf- að fyrir félagið í 43 ár, þar af for- maður frá 1982 og varaformaður í 21 ár þar á undan. Halldór Bjöms- son varaformaður Dagsbrúnar verður formannsefni á lista stjórnar og trúnaðarráðs félagsins við stjórnarkosningamar í janúar. Af- sögn Guðmundar J. breytir ekki áformum hóps manna sem undirbýr framboð gegn stjórninni. „Ég hef verið að hugleiða þetta mjög tvö til þrjú síðustu árin. Ég verð 69 ára í janúar. Kosið verður í þeim mánuði og ný stjórn tekur síðan væntanlega við á aðalfundi um mánaðamótin mars-apríl. Þetta er bindandi og mikið starf og tími til kominn að láta af þessu starfi," segir Guðmundur um þá ákvörðun sína að hætta. Hann segir að gagrnýni sú sem stjórnin hefur fengið á sig að und- anfömu, meðal annars nýlega á fundi í Bíóborginni, sé ekki ástæðan fyrir þessari ákvörðun. Þvert á móti hafi litlu inunað að hún hefði orðið til þess að hann hætti við að hætta. „Maður er orðinn svo sjóað- ur í kosningum og þessum slag,“ segir Guðmundur. Segist hann ekki efast um áframhaldandi stuðning Dagsbrúnarmanna ef hann hefði viljað halda áfram og bendir á að ekki séu nema þijú ár frá síðasta upphlaupi og kosningum. Halldór formannsefni stjórnar Guðmundur segist styðja Halldór Björnsson varaformann sinn til for- mennsku I Dagsbrún. Halldór segist hafa fallist á að gefa kost á sér til starfsins. Hann hefur verið í stjórn Dagsbrúnar frá 1958 og varafor- maður frá því Guðmundur tók við formennsku. Hann hefur verið starfsmaður á skrifstofu Dagsbrún- ar í 26 ár. Halldór er 67 ára gamall og hef- ur verið að draga sig út úr ýmsum stjórnum, segist hafa viljað minnka við sig með aldrinum enda sé þetta erfitt og lýjandi starf til lengdar. Hann segir að þegar fyrir lá að Guðmundur hefði ákveðið að hætta hefði hann ekki getað skorist úr leik á sama tíma og fyrir sér vaki einkum að sjá til þess að tengsl Dagsbrúnar við félagsmenn rofni ekki. Hann segist vera að brúa ákveðið bil þar til nýir forystumenn taki við. Segist Halldór ætla að reyna að efla samstöðuna í félaginu, ef hann nær kosningu. Nauðsynlegt sé að menn vinni sameiginlega að lausn vandamálanna. Þá segist hann hafa hug á að athuga með sameiningu félaga verkafólks á höfuðborgar- svæðinu. Bendir hann á að tekist hafi að sameina lífeyrissjóði Dags- brúnar og Framsóknar og telur vænlegt til árangurs að sameina þessi félög og ef til vill fleiri. Ljóst er að talsverðar breytingar verða í stjórn Dagsbrúnar þótt listi núverandi stjórnar og trúnaðarráðs nái kosningu. Hátt í helmingur þeirra tíu sem skipa stjórn og vara- stjórn er að hætta. Þar á meðal eru Hjálmfríður Þórðardóttir ritari og Leifur Guðjónsson. Uppstillingar- nefnd er að störfum og skilar ekki af sér fyrr en á fimmtudag. Ekki liggur endanlega fyrir hvert verður varaformannsefni sitjandi stjórnar, en rætt hefur verið um að það verði kona og Sigríður Ólafsdóttir helst nefnd þar til sögunnar. Tvö öfl takast á Hópur óánægðra Dagsbrúnar- manna undirbýr mótframboð og segir Sigurður Rúnar Magnússon, varaformannsefni þeirra, að ákvörðun Guðmundar breyti engu um þeirra áform, frekar að hún styrki þá í trúnni. Fyrir löngu hafi verið kominn tími til að Guðmundur hætti en í kringum hann sé fólk með sama hugsunarhátt og ekkeft sem bendi til að eitthvað betra taki við. „Ef af þessum kosningum verður munu takast á tvö öfl í félaginu. Annars vegar gamla batteríið sem ræður verkalýðshreyfingunni, þar sem menn kjósa hver annan í stjórn- ir og ráð, og hins vegar venjulegir vinnandi verkamenn sem ofbýður hvernig ástandið er,“ segir Sigurður Rúnar. Formannsefni á stjórnarand- stöðulistanum er Kristján Árnason. Sigurður Rúnar segir að þeir sem standi að listanum vilji opna Dags- brún og auðvelda mönnum að hafa áhrif á málin. Það verði meðal ann- ars gert með því að deildaskipta félaginu eftir starfsgreinum svo að sérkjarasamningar verði til dæmis framvegis afgreiddir af viðkomandi verkafólki, en ekki öðrum. Ná kaupmætti hinna Noröurlandaþjóðanna Guðmundur J. segist ekki hætta afskiptum af málefnum Dagsbrún- ar þó hann hætti sem formaður. „Mér fínnst tvennt standa upp úr sem verkefni á næstu árum. Ég held að það ætti að athuga það að fækka félögum verkafólks á höfuð- borgarsvæðinu. Ég veit að það er erfitt en þau eru ekki nógu öflug. Síðan þarf að taka upp heiftarlega baráttu gegn atvinnuleysinu og ákveða bara að útrýma því, hvað sem það kostar. í öðru lagi þarf að þrælkynna sér hvemig kaup- máttur og kaupgjald er á Norður- löndunum og í öðrum hliðstæðum löndum og síðan þarf að setja sér það takmark að ná þeim kaupmætti í áföngum,“ segir Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.