Morgunblaðið - 19.12.1995, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.12.1995, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 11 FRÉTTIR Landsáætlun um gigtarvarnir leggur til að stofnuð verði gigtarrannsóknarstofnun Fræðsla og rannsóknir verði stórlega efldar I LANDSAÆTLUN um gigtarvarnir er lagt til að rannsóknir á gigtarsjúkdómum hér á landi verði stórefldar og að stofnuð verði sér- stök gigtarrannsóknarstofnun. Einnig er lagt til að fræðsla um gigtarsjúkdóma og varnir við þeim verði aukin. í tilefni af norræna gigtarárinu árið 1992 var samþykkt þingsályktunartillaga um að fela heilbrigðisráðherra að móta tillögur um eflingu rannsókna á gigtarsjúkdómum og auka for- varnir og fræðslu um sjúkdóminn í samráði við Gigtarfélagið. Skipuð var nefnd sem skilað hefur skýrslu, Landsáætlun um gigtarvarnir. Þar kemur meðal annars fram að gigtarsjúk- dómar eru meðal algengustu sjúkdóma hér miðað við Norðurlönd. Arðbærar forvarnir Ekki liggur ljóst fyrir hver kostnaður þjóðfé- lagsins er vegna þeirra en ljóst að þeir kosta heilbrigðiskerfíð nokkra milljarða á ári. í frétt frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að er- lendar rannsóknir sýni að hver króna sem fer til gigtarlækninga skili sér margfalt til baka. Forvarnir gegn sjúkdómnum eru eitt af arð- bærustu forvarnaverkefnum sem hægt er að sinna. Formleg ákvörðun um gigfarskor í Landsáætlun um gigtarvarnir, er lagt til að meginmarkmið' íslenskra gigtarrannsókna verði að gera þær gjaldgengar á erlendum vettvangi en það er. forsenda þess að erlendir fjármunir fáist til slíkra rannsókna hér á landi. Ahersla skal lögð á sérstöðu landsins til erfða- rannsókna og bent er á að brýnt sé að efla samtímis faraldsfræðilegar rannsóknir gigtar- sjúkdóma en aðstæður hér til slíkra rannsókna eru ákjósanlegar og betri en víðast hvar í heim- inum. Morgunblaðið/Þorkell ERNA Jóna Arnþórsdóttir sjúkraþjálfari þjálfar hönd gigtarsjúklings. Lagt er til að Gigtarfélagi Islands verði fjár- hagslega gert kleift að auka enn frekar upplýs- inga- og fræðslustarf fyrir gigtsjúka og að á vegum félagsins 'verði miðstöð á því sviði. Bent er á að vísir sé að gigtarskori á Land- spítalanum og mikilvægt sé að aðstaðan verði styrkt í sessi. Til þess að svo megi verða þurfi að koma formleg ákvörðun frá heilbrigðisyfir- völdum um að innan Lyflækningasviðs Landspítalans skuli starfa sérstök gigtarskor. Vinna þurfi að því innan læknadeildar Háskól- ans að koma á prófessorsstöðu til frambúðar í gigtarsjúkdómum og að eðliiegt sé að faralds- fræði gigtsjúkdóma verði tengd stöðunni fyrst um sinn. Stytta biðtíma Fram kemur að brýnt sé að stytta biðtíma eftir bæklunaraðgerð og að mikilvægt sé að náin samvinna verði milli gigtarskors Land- spítalans, bæklunardeildar spítalans og bækl- unarlækna á Borgarspítala. Vinna skal skipulega að eyðingu biðlista fyrir gigtarsjúklinga sem þurfa að komast í endurhæfingu. Mikilvægt sé að gigtarsjúkl- ingar eigi kost á stuðningi félagsráðgjafa og sálfræðinga. Stuðla skal að starfsendurhæf- ingu einstaklinga sem verða fyrir barðinu á gigtarsjúkdómum og eiga á hættu að missa starf sitt. Gigtarráð í áætluninni er gert ráð fyrir að skipa sér- stakt gigtarráð og hefur það verið gert. í ráð- inu eiga sæti Arnþrúður Karlsdóttir alþingis- maður, sem er formaður, Kristján Steinsson gigtarlæknir, Halldór Jónsson heilsugæslu- læknir, Júlíus Valsson gigtarlæknir, Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir og Emil Thor- oddsen framkvæmdastjóri Gigtarfélags ís- lands. 8 fyrirtæki flytja inn 57 tonn af osti Borga 5,2 milljónir fyrir til- boðin ÁTTA fyrirtæki skiluðu tilboðum í tollkvóta á innfluttum osti. Heimilað- ur var innflutningur á 57 tonnum á lágmarkstollum. Meðaltal tilboða í innflutning á osti til almennra nota var 98 krónur á kíló. Tekjur ríkis- sjóðs af tilboðunum eru um 5,2 millj- ónir króna. Landbúnaðarráðherra gaf út reglugerð um innflutning á ostum 16. nóvember sl. og í kjölfarið var auglýst eftir umsóknum. Tíu fyrir- tæki sóttu um innflutning á 147,3 tonnum, en reglugerðin heimilar ein- ungis innflutning á 57 tonnum af osti á lágmarkstollum. Þess vegna ákvað framkvæmdanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara að óska eftir tilboðum í tollkvótana. Tilboð bárust frá átta fyrirtækjum um innflutning á 70.700 kílóum. Meðaltal tilboða 98 krónur Tilboð um ost til almennrar notk- unar bárust frá sjö fyrirtækjum um innflutning á samtals um 52.700 kílóum, en úthlutað var 39.000 kíló- um og var meðaltal tilboða 98 krón- ur á kíló. Fyrirtækin eru Hagkaup hf., Kísill hf., Kostur hf., Osta og smjörsala sf., Ostahúsið, Innnes hf. og heildverslunin Bergdal. Þqú fyrirtæki sendu tilboð um innflutning á osti til iðnaðar og/eða matvælagerðar. Samtals var sótt um 18.000 kíló og fengu öll fyrirtækin tollkvóta í samræmi við óskir. Meðal- tal tilboða var 80 krónur á kíló. Fyrir- tækin eru Innnes hf., Osta og smjör- salan og List hf. Innflutningsleyfín gilda til 1. júlí nk. en þá verða gefin út ný leyfí. Göngubrúm vígð HALLDÓR Blöndal sam- gönguráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri, klipptu á borðann þeg- ar göngubrúin yfir Kringlu- mýrarbraut var opnuð fyrir gangandi og hjólandi vegfar- endur á sunnudag. Reykjavíkurborg sá um framkvæmdina en Vegagerð- in greiðir allan kostnað, sem er 50 milljónir. Fram- kvæmdatíminn var 102 dag- ar en tilboð voru opnuð 17. ágúst. Línuhönnun hf. sá um burðarþol, Studio Grandi sf. um útlit og Garðar Lárusson hannaði lýsingu. Verktaki var S.R. Sigurðsson hf., und- irverktakar voru Þorgeir og Ellert hf. og Loftorka hf. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. sá um eftir- lit. Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.