Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 12

Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HAFNARFJÖRÐUR: Reglur um lækkun fast' eignaskatts hjá elli- og örorkulífeyrisþegum árið 1996 Ein- Hjón staklingur meö meö tekjur tekjur allt að, þús. kr. alltað 1996 1995 1996 1995 742 (742) 1.162(1.162) 100% 886 (886) 1.389 (1.389) 70% 1.136(1.136) 1.574(1.574) 30% hærri tekjur gefa engan afslátt Hjón séu bæði lífeyrisþegar’ Tekjuviðmiðun eru árstekjur árið áður. fær/fáí afslátt Hafnarfjörður Utsvar verði 9,2% LÖGÐ hefur verið fram í bæjarráði Hafnarfjarðar tillaga um að bæjar- stjórn samþykki að útsvar verði 9,2% árið 1996. Jafnframt er gert ráð fyrir 0,365% fasteignaskatti af íbúð- arhúsnæði, 1,25% af atvinnuhús- næði, 0,5% af hesthúsum og 1,25% af skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Tillagan gerir enn fremur ráð fyr- ir að lóðarieiga verði 1% af fasteigna- mati allra lóða. Þá er felldur niður fasteignaskattur ellilífeyrisþega af eigin íbúð (sjá töflu). Jafnframt er gert ráð fyrir að við mat á niðurfell- ingu fasteignaskatts af eigin íbúð 75% öryrkja skuli miðað við reglur ellilífeyrisþega. Sorpeyðingargjald verði 3.000 kr. á íbúð. Þjónustugjald á hesthús í Hlíðarþúfu, 5.000 kr. fyrir hús með 4 hestum og 7.500 kr. með 6 hestum. Köttur á fömum vegi HÆPIÐ er að þessi fallegi köttur sé nokkuð í ætt við jólaköttinn, en líklega verður kötturinn sá á ferðinni á næstunni eins og aðrar •furðuverur undanfarið. Yfirleitt sjást þessar verur ekki á öðrum tímum en í krÍMgum jól og ára- mót. Flestar gleðja þær mannfólk- ið, en jólakötturinn þykir þó held- ur leiðinlegur og ekki eftirsókn- arvert að lenda í honum. Alitsgerð lögfræðinga vegna fyrir- spurnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Tryggingavíxill verð ur ekki innheimtur BÆJARSJÓÐUR Hafnarfjarðar mun ekki geta innheimt 16 milljóna króna tryggingavíxil útgefinn af Jóhanni G. Bergþórssyni, segir í álitsgerð lögfræðinga, sem lögð hefur verið fram í bæjarráði Hafnar- fjarðar. Álitsgerðin er unnin vegna fyrirspurnar á fundi bæjarstjórn- ar um viðskipti bæjarsjóðs við Hagvirki-Klett hf. Morgunblaðið/Þorkell. Formaður Framsóknarflokksins bjartsýnn um að fjárlagahalla verði haldið niðri Bæði meirihluti og minnihluti bæjarráðs lögðu fram bókanir í bæjarráði í síðustu viku. í bókun þeirra Valgerðar Guðmundsdóttur og Árna Hjörleifssonar bæjarfull- trúa Alþýðuflokks, er bent á að niðurstaðan sé afdráttarlaus um að baktryggingar vegna viðskipta bæjarsjóðs og Hagvirkis-Kletts hf., frá Sjóvá-Almennum og Jó- hanni G. Bergþórssyni, séu fallnar úr gildi og óinnheimtanlegar. í bókun Magnúsar Gunnarsson- ar, Sjálfstæðisflokki, sem lagði fram fyrirspurnirnar, kemur fram að hann muni kynna álit sitt og afstöðu þegar hann hafi kynnt sér álit lögfræðinganna. Embættismenn skipt um skoðun í bókun Magnúsar Jóns Árna- sonar, Alþýðubandalagi, segir að umræddur 16 millj. króna víxill sé ekki hluti af verklokasamningi. Hann sé útgefinn af Jóhanni G. Bergþórssyni og samþykktur af honum. Bendir hann á að bæjar- lögmaður telji óheppilegt vegna vanhæfnisreglna sveitarstjórna- laga að hann fjalli um málið vegna persónulegra hagsmuna eins bæj- arfulltrúa og að bæjarráð hafí fall- ist á það sjónarmið. Sömu rök ættu miklu frekar að gilda fyrir fjármálastjórann vegna tengsla hans við málið. Gagnrýnir sljórnarandstöðu og segir harkalegra aðgerða þörf HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra beindi spjótum sínum að stjórnarandstöðunni á fundi á föstudag og sagði að ekki væri hægt að gera svo öllum líkaði og halda jafnframt í stöðugleikann, tiyggja hagvöxt og vinna á halla ríkissjóðs. Tak- ast yrði á við vandann nú, en ekki velta honum yfir á komandi kynslóðir. Halldór tók sérstaklega tii þess að ekki yrðu tekin upp innritunargjöld á sjúkrahús, en hins vegar gengi ekki að þeir, sem þyrftu á heilbrigðisþjónustu að halda utan sjúkra- húsa, þyrftu að borga, en ekki þeir sem lagðir væru inn á sjúkrahús. Halldór ræddi fjárlagafrumvarpið á fundi, sem fulltrúaráð Framsóknarfélaga í Reykjavík hélt á Hótel Sögu á föstudag, og sagði að sennilega yrði fjárlagahallinn á bilinu 4,0 til 4,4 milljarðar „þrátt fyrir allt“, en það yrði erfitt. Alltaf veikleikar í fjárlögum „Það eru alltaf veikleikar í fjárlögum,“ sagði Halldór og bætti við að heilbrigðisþjónustan yrði oft dýrari, en ráð væri fyrir gert. Starfsmenn sjúkrahúsa yrðu að gera sér ljóst að aðhalds væri þörf og einnig stæði til að breyta lögum um gjaldtöku til samræmingar. Hann sagði að ekki yrðu sett á innritunargjöld, en eitthvað yrði að gera og einhver þjónusta yrði hækkuð. Halldór nefndi sérstaklega þá mismunun, sem væri milli sjúklinga utan og innan sjúkrahúsa. Hann sagði að skuldasöfnun væri ekki vænleg rekstraraðferð. „Heimili verða gjaldþrota við slík- an rekstur og það sama gæti komið fyrir íslenska ríkið,“ sagði utanríkisráðherra. „Þótt aðgerðirnar séu harkalegar verður að grípa til þeirra." Halldór sagði að þeir, sem hefðu brotist í gegn- um kreppuna, „myndu hlæja að okkur . . . ef við erum ekki menn, íslendingar," til að taka á þessum vanda. Stjórnarandstaðan gagnrýndi, en þeir, sem hygðust leysa vanda allra, væru líkleg- astir til að missa tökin. Halldór vísaði þeirri gagnrýni, að Framsóknar- flokkurinn væri að svíkja kosningaloforð sín, á bug. Meginmarkmiðið hefði verið að ná hallanum niður og minnst 3% hagvexti. Þjóðhagsstofnun spáði nú 3,2% hagvexti og að atvinnuleysi færi niður í 4,5%. Ef hallanum yrði ekki haldið niðri myndu þessi markmið ekki nást nema til kæmi óvænt tekjuaukning. Markmið ríkisstjórnarinnar væri að auka tekjur landsmanna og skapa grund- völl fyrir aukinni velferð. Yfirlýsingar embættismanna Höfundar álitsgerðarinnar leggi áherslu á að hún grundvallist á yfirlýsingum embættismanna bæj- arins. Þá segir: „Sömu embættis- menn sem sögðu fyrir örfáum mánuðum að víxillinn væri í fullu gildi og kræfur um leið og lög- skiptum Hagvirkis-Kletts hf. væri lokið, ef þá komi í ljós að ekki næðust þeir fjármunir sem bærinn hefur gert kröfu um í búið. Emb- ættismenn, þ.m.t. fjármálastjóri, sem héldu þessu fram fyrir skömmu hafa nú skipt um skoð- un.“ Eftir standi víxillinn sem Jó- hann G. Bérþórsson gaf út per- sónulega og efinn um gildi hans. Efínn standi eftir vegna misvís- andi álita og úr þeim efa yrði ekki skorið nema látið yrði reyna á inn- heimtu. Kæra til Rannsóknarlögregl ríkisins vegna nektarmyndar Afhending' nektarmyndar algjörlega ónauðsynleg RANNSÓKNARLÖREGLU rík- isins hefur borist kæra vegna afhendingar nektarmyndar af sjúklingi til örorkumatsnefndar. Örorkumatsnefnd hafði verið fal- ið að gera einkaörorkumat vegna meintra læknamistaka eftir lýta- aðgerð. I kærunni kemur fram að Ás- dísi Frímannsdóttur kæranda þyki að afhending nektarmynd- arinnar hafi verið algjörlega ónauðsynleg, a.m.k. hafi mátt hylja kynfæri hennar. Hún telji að með þessu háttalagi hafi um- ræddur læknir brotið gegn frið- helgi einkalífsins. Hann hafi þar að auki brotið ákvæði læknalaga nr. 53/1988. í 15. gr. laganna sé boðið að læknum beri að gæta fyllstu þagmælsku um einkamál sjúklinga. Áskilinn réttur til miskabótakröfu Myndbirting af þessu tagi sé alveg augljóslega freklegt brot á greininni og öðrum greinum lag- anna sbr. 27 gr. sömu laga en þar sé leyfíssvipting eitt af viður- lögum vegna þessara brota. Þess er krafíst að málið verði rannsakað og umrædd mynd gerð upptæk hjá örorkumatsnefnd. Ef niðurstaða rannsóknarinnar leiði í ljós að brot hafi verið framið af hálfu umrædds læknis er þess krafist að hann verði kærður til refsingar. Áskilinn er réttur til að koma að miskabótakröfu á siðari stigum málsins auk greiðslu alls kostnaðar við málið. Sagt var frá máli Ásdísar í Morgunblaðinu 15. janúar og 12. nóvember sl. GARÐABÆR: Fasteignaskattur og holræsa- og rotþróar- gjald hjá elli- og örorku- lífeyrisþegum skulu lækka skv. þessum reglum árið 1996 Ein- Hjón staklingur með með tekjur tekjur f /fá allt að þús.kr. allt að 1996 (1995) 1996 (1995)** Garðabær * Utsvar verður óbreytt 8,4% BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt að vísa til bæjarstjórnar tillögu um að útsvar verði óbreytt, 8,4%, fyrir árið 1996. Jafnframt er lagt til að fasteignaskattur verði 0,75%. Þá er lagt til að sorphirðugjald verði 6.500 krónur og taðþróargjald 53.000 fyrir hvert hesthús. Vatns- skattur verði 0,15% af fasteignamati og holræsa- og rotþróargjald 0,07% af fasteignamati. Veittur er afsláttur af fasteigna- skatti og holræsa- og rotþróargjaldi tjl elli- og örorkulífeyrisþega (sjá töflu). Afslátturinn er fyrst veittur um þau áramót sem lífeyrisþegar eru orðnir 67 ára. Gjalddagar fasteignagjalda á ár- inu 1996 verða 15. janúar, 15. febr- úar, 15. mars, 15. apríl og 15. maí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.