Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 18
Leður/loðfóöur
Stærðir 39-46
Svartir eða brúnir
Verð 4.990
Svört eða brún
Leður/loðfóðruð
Verð 9.500
Munið gjafabréfin!
SKÓVERSLUN
KÓPAVOGS
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
PLUS
EINI DJUPSTEIKINGARPOTTURINN
MEÐ HALLANDI SNÚNINGSKÖRFU:
* Olíunotkun aðeins 1,2 Itr. í
stað 2,5 Itr. í venjul. pottum.
* Styttri steikingartími, jafnari
steiking og 50% orkusparnaður.
* Einangrað ytrabyrði og
sjálfhreinsihúðað innrabyrði.
* Gluggi á loki og 20 mín.
tímarofi með hringingu.
VIÐSKIPTI
FALLEGUR FYRIRFERÐARLÍTILL FLJÓTUR.
Verð aðeins frá kr. 7.990,-
til kr. 13.990,- (sjá mynd).
/s=onix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Leður/loðfóður Q«
Stærðir 36-42 Q
Svartir eða brúnir S'IL
Verð 5.990 57
Bensínstöðvar Esso
með brauð ogmjólk
GEIR Magnússon, forstjóri Olíufé-
lagsins hf., segir ljóst félagið muni
í ríkara mæli selja matvöru á borð
við brauð og mjólk á bensínstöðvum
sínum í framtíðinni en verið hefur.
Með aðild sinni að innkaupafyrir-
tækinu Búri ehf., sem félagið stofn-
aði kaupfélögunum og Nóatúns-
verslunum í síðustu viku, hafí það
tryggt sér þessar vörur á hagstæð-
ara verði en ella.
Olíufélagið hóf sölu á mjólkur-
og brauðvörum í bensínstöð sinni
við Engihjalla í Kópavogi fyrir
skemmstu þegar hún var tekin í
notkun eftir gagngerar endurbæt-
ur. Jafnframt er þar á boðstólum
gæludýramatur svo dæmi séu tekin.
„Þar sést í hvaða átt við erum að
fara,“ sagði Geir. „Ég sé fyrir mér
að viðskipti á bensínstöðum færist
í það horf sem hefur verið við lýði
árum saman í Evrópu.
Hingað til hefur heilbrigðiseftirlit
meinað okkur að selja matvöru en
þetta er að breytast. Fólk vill fá
að kaupa mjólk og brauð á bensín-
stöðvum á leiðinni heim. Þá er það
orðin staðreynd að bensínstöðvar
eru orðnar með stærri sölustöðum
gosdrykkja. Við erum þeirrar skoð-
unar að það sé hægt að fá betri
kjör á slíkum vörum með hópi fyrir-
tækja innán Búrs en einir sér.“
Fjölgun
ferða-
manna 6%
ALLS komu liðlega 182 þúsund
erlendir ferðamenn hingað til
lands fyrstu ellefu mánuði ársins
og hefur þeim fjölgað um tæp-
lega 6% frá sama tíma í fyrra.
Er því orðið ljóst að þetta ár
verður enn eitt metárið í ferða-
þjónustu hvað fjölda snertir.
Að sögn Magnúsar Oddsson,
ferðamálasljóra, má gera ráð
fyrir að fjöldi ferðamanna verði
nálægt 190 þúsund á árinu í
heild. „Ég hafði gert mér vonir
um að ferðamenn yrðu um 200
þúsund talsins. Hins vegar kom
vorið mun ver út i fjölda en ráð
var fyrir gert.“
Hann benti ennfremur á að
aukningin í nóvember hefði verið
yfir 30% en það skýrðist að veru-
legu leyti af rúmlega 2 þúsund
gestum sem hingað komu í dags-
ferðir frá Bretlandi.
KÞ með 4
milljóna
hagnað
Húsavík. Morgunblaöið.
KAUPFÉLAG Þingeyinga skilaði
alls um 4 milljóna króna hagnaði
fyrstu átta mánuði ársins og er
það lakari útkoma en á sama tíma
í fyrra.
Þetta kemur fram í nýútkomnu
riti félagsins Boðbera K.Þ.. Þor-
geir B. Hlöðversson, kaupfélags-
stjóri, segir þar að útkoman í ár
sé önnur en í fyrra meðal annars
vegna þess að uppgjörið nú hafi á
margan hátt verið vandaðra en í
fyrra. Til dæmis hafi verið verulega
meiri varasemi viðhöfð í birgða-
mati mjólkurafurða og einnig í
mati kindakjötsbirgða með tilliti
til óvissu í afsetningi þeirra á
landsvísu. Afkoma í verslun og
framleiðslu hafi batnað milli ára
en afkoma þjónustu sé lakari í ár
og það eigi einnig við um mjólkur-
samlagið.
Kaupfélagið á útibú að Foss-
hóli, Laugum og í Mývatnssveit
og hefur leigt út tvö útibúin en
ætlar að yfirtaka rekstur þeirra
allra um áramótin.
Komur erlendra
ferðamanna til
landsins frá 1985
190 .....
180 þús.
Erlendir ferðamenn
í janúar-nóvember
1995
Fjöldi %
Breyt. frá
fyrra ári
1. Þýskaland 35.553 19,5 7,3%
2. Bandaríkin 26.794 14,7 11,2%
3.Danmörk 21.472 11,8 8,3%
4. Svíþjóð 18.309 10,0 ■4,7%
5. Bretland 16.880 9,3--<4%
6.Noregur.__13.í2í 7,5 -4,7%
7. Frakkland 9.006 4,9 0,1%
8. Sviss 7.274 4,0 55,8%
9. Holland 6.222 3,4 ■7,5%
10. Finnland 4.133 2,3 13,7%
Önnur 22.964 12,6 12,3%
Samtals 182.236 100,0 5,7%
Ericsson
selurAT
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSKA fjarskiptafyrirtækið LM
Ericsson AB hefur skýrt frá því að
deildin Ericsson Schrack AG muni
selja 50% hlut í Austria Telecomm-
unictions GmbH (AT).
Ericsson Schrack selur hlutinn
meðeigandanum Kapsch AG. AT
var stofnað upp úr 1980 þegar
austurrísk fjarskiptayfirvöld
ákváðu að koma á fót stafrænu
kerfi sem skipt var milli fjögurra
aðila.'
Schrack Telecom og Kapsch
framleiða og selja svokallaðan
DWS-kerfi frá Northern Telecom
og keppir við AXE-kerfi Ericssons,
sem ætlar nú að markaðssetja AXE
upp á eigin spýtur.
Hugbúnaðarfyrirtækið Oz auglýsir eftir 12 snillingum
Fjöldi starfsmanna.
mun nær tvöföldast
TÖLVUFYRIRTÆKIÐ Oz hf.
hyggst ráða til sín 12 nýja starfs-
menn og er hér um að ræða nær
tvöföldun á núverandi starfs-
mannafjölda fyrirtækisins. Að
sögn Guðjóns Más Guðjónssonar,
eins eigenda Oz, er verið að bæta
við starfsmönnum nú vegna auk-
inna verkefna hjá fyrirtækinu, en
eins og greint hefur verið frá í
fréttum hefur fyrirtækið gengið
frá nokkrum samningum erlendis
að undanförnu, m.a. við Microsoft
og tævanska fyritækið Dynalab.
Guðjón segir að ætlunin sé að
kanna hvaða hæfileikafólk kunni
að vera í boði hér á landi, en einn-
ig sé hugsanlegt að einhverjir
starfsmenn verði ráðnir í Japan
og Bandaríkjunum. Auglýst er
eftir fjármálastjóra og rekstrar-
stjóra auk kerfisfræðinga, forrit-
ara, hönnuða og tæknistjóra og
mun hluti þeirra starfsmanna sem
ráðnir verða hugsanlega starfa
við útibú fyrirtækisins í Tókýó.
„Við þurfum að senda 2-3
starfsmenn til Tókýó. Það er ekki
ljóst hver niðurstaðan verður með
starfsemina í Los Angeles, en það
er mjög líklegt að sú skrifstofa
verði fyrst og fremst mönnuð
bandarísku starfsfólki," segir
Guðjón. Hann segir að einn
rekstrarstjóri verði sendur utan
til Tókýó en auk þess vanti hönn-
uði sem muni starfa í nánum
tengslum við viðskiptavini fyrir-
tækisins þar í landi. Að auki sé
líklegt að einhverjir japanskir
starfsmenn verði ráðnir á skrif-
stofuna. Guðjón segir að skrif-
stofan verði opnuð í febrijar á
næsta ári og til að byrja með
muni einhveijir núverandi starfs-
manna fyrirtækisins starfa við
hana.
Seðlabankastjóri segir forsendur vaxta-
lækkana í Evrópu ekki eiga við hér
Engar vaxtalækk-
anir fyrirhugaðar
Y SENDING L DA
timmm
TRYGGÐU ÞER EINTAK ! JAPIS
ENGAR vaxtalækkanir eru fyrir-
hugaðar hjá Seðlabankanum í kjöl-
far vaxtalækkunarhrinu hjá evr-
ópskum seðlabönkum í lok síðustu
viku, að sögn Birgis Isleifs Gunn-
arssonar, seðlabankastjóra. í Gjald-
eyrismálum, fréttabréfi Ráðgjafar
og efnahagsspáa, er velt vöngum
yfir því hvernig Seðlabankinn muni
bregðast við þessari þróun, enda
hafi, lækkanirnar leitt til þess að
vaxtamunur miðað við útlönd hafi
aukist.
Birgir segir að tilgangur vaxta-
lækkana evrópsku seðlabankanna í
síðustu viku hafi fyrst og fremst
verið að reyna að örva efnahagslíf
þessara landa. Hér á landi séu for-
sendur fyrir slíkri lækkun hins veg-
ar ekki til staðar eins og er. „Þær
tölur sem við höfum séð að undan-
förnu benda kannski frekar í átt
til þenslu og óróa og við teljum því
ekki rétt að lækka vexti að svo
stöddu. Það verður einnig að hafa
í huga greiðslustreymi til útlanda,
sérstaklega á skammtímavöxtum.
Það hefur nú verið á þá leið undan-
farnar vikur að það hafa ekki verið
efni til neinna vaxtalækkana af
okkar hálfu,“ segir Birgir.
Þá segir Birgir að enn sé ekki
séð fyrir endann á þeim óróa sem
ríkt hafi á vinnumarkaði að undan-
förnu og erfitt verði að segja til
um hvaða áhrif hann muni hafa
fyrr en viðræður VSÍ og þeirra
verkalýðsfélaga sem sagt hafa
samningum sínum lausum séu af-
staðnar.