Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 22

Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ______________________________ERLEIMT_____________________________ Viðbrögð á Vesturlöndum við niðurstöðum þingkosninganna í Rússlandi RÚSSNESKAR konur tæma kjörkassa þegar talning atkvæða hófst í Moskvu skömmu eftir að kjörstöðuni var lokað í fyrrakvöld. Andstæðingiim Jeltsíns fjölgar tæpast á þingi Moskvu. Reuter. FRÉTTASKÝRENDUR í Moskvu telja að sigur kommúnista í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudag komi ekki til með að hafa miklar breytingar í för með sér. Þótt sýnt sé að kjós- endur hafi ákveðið að virða að vettugi ákall forseta Rússlands, Borís Jeltsíns, um að leiða ekki öfl fortíðarinnar til valda á ný þýði þessi úrslit ekki nauðsynlega að umbótastefna sú sem forsetinn hefur barist fyrir heyri sögunni til. Sterkt forsetavald Viðmælendur bentu í gær á að þess væri tæpast að vænta að fjendum Jeltsíns forseta á þingi myndi fjölga svo mjög. Þingmönnum kommúnista í neðri deildinni, Dúmunni, myndi að vísu fjölga en á móti kæmi að þjóðernis- sinnaflokkur Vladímírs Zhírínovskíjs fengi færri fulltrúa en áður. Þá þótti ýmsum sem flokkur Viktors Tsjemomyrdíns forsætisráð- herra, „Heimili vort Rússland" hefði fengið betri kosningu en almennt var búist við. Stjómarskrá Rússlands kveður á um sterkt forsetavald en ákvörðunum forseta getur þing- heimur aðeins hnekkt ef tveir af hverjum þrem- ur þingmönnum hið minnsta Ieggjast gegn til- skipunum hans. Ljóst þykir því að staða Jelts- íns forseta haldist óbreytt þrátt fyrir sigur kommúnista og allt bendir til þess að Tsjerno- myrdín leiði áfram ríkisstjórnina. Nokkrir stjórnmálaskýrendur bentu á að þessi úrslit kynnu að styrkja stöðu Jeltsíns forseta með tilliti til forsetakosninganna sem fram eiga að fara í júní á næsta ári. Rökin voru þá þau að ákvæði Jeltsín að fara fram í kosningunum gæti hann komið fram sem eini frambjóðandinn sem væri þess megnugur að koma í veg fyrir afturhvarf til einræðis og stjórnarhátta sovétkommúnismans. Baráttu- gleði forsetans væri einstök og vera kynni að hann myndi nýta sér til fullnustu tækifærið til að beija á kommúnistum. „Vera kann að Jeltsín nýti sér samsetningu Dúmunnar þannig að þessi úrslit verði til þess að þrýsta lýðræð- issinnum saman,“ sagði Mark Urnov, forstöðu- maður stjórnmálamiðstöðvar forsetaembættis- ins. Nikolaí Rybakov, formaður kjörnefndar, sagði síðdegis í gær að flest benti til þess að staðan á þingi myndi ekki breytast svo mjög. „Fyrstu tölur gefa einnig til kynna að stjórnar- andstaðan getur ekki gert sér vonir um auð- veldan sigur í forsetakosningunum næsta sum- ar,“ bætti hann við. Óbreytt efnahagsstefna Efnahagsfræðingar töldu ekki að þess væri að vænta að gerðar yrðu verulegar breytingar á þeirri umbótastefnu sem fylgt hefur verið í Rússlandi. „Ég tel að til lengri tíma litið fái kommúnistarnir engu breytt vegna þess að Dúman er í raun öldungis valdalaus,“ sagði einn þeirra. Ólíklegt er talið að tveir stærstu flokkarnir, Kommúnistaflokkurinn og þjóðernissinnaflokk- ur Zhírínovskíjs, nái samstöðu á þingi. Kemur það ekki síst til af því að leiðtogar beggja þessara flokka hafa hug á því að bjóða sig fram í forsetakosningunum í júní. Áhyggjur en ekk- ertfát London, Tallinn. Reuter. VESTRÆNIR ráðamenn hafa marg- ir áhyggjur af auknu fylgi kommún- ista í Rússlandi en ljóst er að menn eru ekki felmtri slegnir eins og fyrir tveim árum er þjóðernissinninn Vlad- ímír Zhírínovskíj fékk mun meiri stuðning en kannanir höfðu bent til. Mikil kosningaþátttaka þykir fram- för og einnig að kosningarnar virð- ast hafa verið fijálsar og lýðræðisleg- ar. Þýsk stjórnvöid sögðu að kosning- arnar væru „mikilvægt teikn þess að verið sé að byggja upp og treysta í sessi lýðræði í Rússlandi". Tals- menn Frakka tóku í sama streng. Ýmsir stjórnmálaskýrendur lýstu þó áhyggjum yfir því hver áhrif það hefði ef kommúnistar og þjóðemis- sinnar yrðu enn svo öflugir í forseta- kosningunum næsta sumar og um- bótasinnar áfram klofnir. Þingið í Moskvu hefur afar lítil völd í utanrík- is- og vamarmálum og ríkir því meiri eftirvænting utan Rússlands vegna forsetakjörsins en þingkosn- inganna. Nýja þingið getur þó valdið ríkis- stjórninni erfiðleikum á ýmsan hátt takist um það samstaða. Samskipti Vesturveidanna og Rússlands hafa stirðnað vemlega síðustu árin og ekki er talið að breyting verði til batnaðar á næstu mánuðum. Borís Jeltsín forseti og ríkisstjórn Víktors Tsjernomýrdíns forsætisráðherra hafa reynt að draga broddinn úr gagnrýni þjóðernissinna á þingi með því að sýna festu í samskiptum við Vesturlönd og gæta rússneskra hagsmuna af miklum ákafa. Líklegt má telja að Pólland og fleiri nýfijáls ríki Austur- og Mið- Evrópu noti úrslitin til að herða enn róðurinn fyrir því að Atlantshafs- bandalagið veiti þeim aðild, áhyggjur þeirra af viðgangi nýrrar, rúss- neskrar heimsvaldastefnu séu á rök- um reistar. Viðbrögð í Eystrasaltsríkjunum voru mjög varkár, bent á að ekki væri enn ljós hver samsetning nýja þingsins í Moskvu yrði, en margir nýir þingmenn eru óháðir stjórnmála- flokkunum. Formaður utanrík- ismálanefndar eistneska þingsins, Eino Tamm, sagðist ekki vera „mjög svartsýnn“ en hann hitti nýlega leið- toga rússneskra kommúnista, Gennadíj Zjúganov, að máli og ræddi um afstöðu Rússa til Eystrasaltsríki- anna. Zhírínovskíj snýr á slj ómmálaskýrendur Moskvu. Reuter. ÞVERT á fullyrðingar stjórnmála- skýrenda um að hann hefði tapað hylli náði þjóðernisöfgamaðurinn Vladímír Zhírínovskíj þeim árangri í þingkosningunum á sunnudag, að hann hefur styrkt stöðu sína með tilliti til forsetakosninganna í júní á næsta ári. Fylgi flokks Zhírínovskíjs, Fijálslynda lýðræðisflokksins, virtist þó í gærkvöldi aðeins ætla verða um helmingur þess sem flokkurinn vann í kosningunum 1993, eða um 11% en þá var kommúnistafiokkurinn enn í sár- um vegna upplausnar Sovétríkj- anna. Nokkrir af æðstu mönnum flokks Zhírínovskíjs lýstu ánægju með úrslit þingkosninganna og kváðust þess nokkuð vissir í gær, að leiðtogi þeirra ætti nú góða möguleika á sigri í forsetakosning- unum í júnf. Væru þær megin markmið flokksins, miklu fremur en þingkosningarnar. Zhírínovskíj hefur ráðist harka- lega á kommúnista og aðra flokka og þykir því ólíklegt að hann eigi eftir að ganga til samstarfs við þá, jafnvel þótt Gennadíj Tsjúg- anov, leiðtogi kommúnista, hafi lýst því yfir að úrslit kosninganna VLADÍMÍR Zhírínovsky víg- reifur við rússneska þinghús- ið í fyrrakvöld. Fylgi við flokk hans reyndist mun meira en kannanir bentu til að það yrði. jafngiltu vantrausti á umbóta- stefnu stjórnarinnar. Hefur Zhírínovskíj stært sig af því sérstaklega að hafa aldrei gengið til liðs við Kommúnista- flokk Sovétríkjanna, ólíkt nær öll- um öðrum frambjóðendum í kosn- ingunum á sunnudag. Stór hluti stuðningsmanna hans -allt frá hermönnum sem falla fyrir loforð- um hans um að endurreisa herinn til sígauna sem vita ekki hvaða skoðun hann hefur- segjast þá staðreynd að hann sé ekki komm- únisti höfða mjög til sín. Þrátt fyrir árangur hans í þing- kosningunum útilokuðu stjórn- málaskýrendur í gær, að Zhír- ínovskíj gæti farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum næsta sumar. Til þess fengi hann aldrei tilskilinn meirihluta. HAFNFIRÐINGAR OG NÁGRANNAR! Jólagjafirnar fást hjá okkur adidas JfíK^ RUSSELL ATHLETIC Miðbæ, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.