Morgunblaðið - 19.12.1995, Síða 27

Morgunblaðið - 19.12.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 27 TÓNLIST Á s k i r k j a KAMMERTÓNLEIKAR Kammersveit Reykjavíkur, undir stjóm Rutar Ingólfsdóttur, flutti kon- serta eftir Vivaldi, Marcello og J.S. Bach. Einleikarar voru Eríkur Öm Pálsson, Einar St. Jónsson, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Daði Kolbeinsson, Bryndis Halla Gylfadóttir, Inga Rós Ingólfsdóttir, Charles Harrison og Bemharður Wilkinson. Sunnudagurinn 17. desember, 1995. JÓLATÓNLEIKAR Kammer- sveitar Reykjavíkur hafa ávallt ver- ið haldnir í Askirkju og nú sem fyrr voru valin verk eftir barokkmeist- ara. Fyrsti konsertinn var fyrir tvo trompeta, fiðlu og strengjasveit. Það er sagt að Vivaldi hafi verið sérlega Njörður P. Njarðvík Ljóð dagsins Á NÝÁRSDAG hefst nýr þáttur í Ríkisútvarpinu, Rás 1, sem nefnist Ljóðár og er hann í umsjá Njarðar P. Njarðvík. í þættinum, sem verður á hveijum morgni kl. 8.50, munu tólf skáld, sex konur og sex karlar, lesa eitt ljóð á dag sem Njörður hefur val- ið. „Þetta eru bæði gömul og ný ljóð sem oft tengjast deginum sem þau verða lesin á,“ segir Njörður, „í fyrsta þættinum mun Þorsteinn frá Hamri til dæmis lesa ljóð sem tengist nýársdegi." Njörður mun lesa aðfaraorð að hveijum þætti þar sem hann leiðir lesandann inn í ljóðið sem á eftir kemur. „Þetta verða ekki kynningar á skáldunum enda verður sjaldnast sagt fyrirfram eftir hvern ljóðið er, menn kynnu að hafa gaman af því að geta sér til um hver sé höfundur íjóðsins en þeir munu ekki alltaf vera alþekktir.“ Njörður segir að svipaður þáttur hafi verið á dagskrá útvarpsins fyr- ir rúmum tuttugu árum. „Sá þáttur þótti of dýr og var honum því hætt. Við höfum fengið styrk úr Menning- arsjóði útvarpsstöðva til þessa þátt- ar í eitt ár en ég vona að hann fái að lifa áfram; einhver annar myndi þá velja ljóð í þáttinn á þarnæsta ári og svo koll af kolli.“ Auk Þorsteins frá Hamri munu eftirtalin skáld lesa upp í þáttunum; Árni Ibsen, Hjörtur Pálsson, Sigurð-' ur Pálsson, Sigfús Bjartmarsson, Þórður Helgason, Berglind Gunn- arsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Ragnhildur Ófeigsdóttir, Steinunn Sigurðar- dóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir. -----»■♦■■■♦- Lokatón- leikar A Cappella SÍÐUSTU opinberu tónleikar A Cappella kvintettsins verða haldnir á Sólon Islandus þriðjudaginn 19. desember kl. 20.30 og lýkur þar með átta ára ferli kvintettsins. A Cappella skipa Guðmundur Brynjarsson, Jóhann Guðmundsson, Elvar Guðmundsson, Þorsteinn Ól- afsson og Davíð Ólafsson. Á tónleik- unum munu einnig koma fram Garð- ar Thor Cortez og Anna Björg Jón- asdóttir. Aðgangseyrir verður 500 kr. og rennur ágóði tónleikanna óskiptur til styrktar heimili vegalausra barna Hátíð fer að höndum ein opinskár og aldrei hræðst einfald- leikann og honum tókst að gæða sitt einfalda tónmál ákveðinni spennu og tilþrifum er halda áhuga hlustandans vakandi. Þessa hreinu tónlist þarf að leika af lífi og glæsi- leika, sem þeir félagarnir Eríkur Öm Pálsson og Einar St. Jónsson gerðu svo sannarlega. Miðþátturinn, Grave, er hæglát íhugun, sem Sigur- laug Eðvaldsdóttir lék af þokka á meðan trompetarnir hvíldu sig. Annað verkið á efnisskránni var konsert í d-moll, fyrir óbó og strengjasveit, eftir Marcello, einleik- ari var Daði Kolbeinsson og svo undarlegt sem það kann að þykja, er þetta í fyrsta sinn sem Daði leik- ur einleikskonsert, þ.e. einleik með hljómsveit, og má segja að það sé vonum seinna, því Daði hefur verið mjög áberandi sem kammertónlist- armaður. Flutningur hans var hinn besti og ekki annað að heyra en Daði mætti hugsa sitt ráð og flytja þá óbókonserta sem til eru. í heild lék Daði mjög vel, sérstaklega fyrsta og síðasta þáttinn. Stíllega stendur hægi þátturinn svolítið á skjön við jaðarþættina, sérstaklega er varðar skreytingar, sem eru eignaðar J.S. Bach. Þriðja verkið var konsert fyrir tvö selló og strengjasveit eftir Vivaldi og þar léku saman Bryndís Halla Gylfadóttir og Inga Rós Ingólfsdótt- ir. Samleikur þeirra var í heild yfir- vegaður og báðar sýndu sitt besta og var leikur þeirra einkar skemmti- legur í síðasta kaflanum, sérstak- lega hjá Bryndísi Höllu, sem lék 1. selló. Lokaverkið var konsert í a moll fyrir sembal, flautu, fiðlu og strengjasveit, sem J. S. Bach umrit- aði eftir tveimur eldri verkum sín- um, orgelverkum sem merkt eru BWV 894 og 527. Ungur sembal- leikari frá Englandi, Charles Harri- son, lék sembaleinleikinn af glæsi- brag, einkum í þriðja þættinum en þar er hlutur flautunnar og fíðlunn- ar ákaflega einfaldur, nánast í auka- hlutverki á móti sembalnum. í öðr- um þættinum, þar sem hljómsveitin hvílir sig og er byggður á d moll tríósónötunni (nr. 3) fyrir orgel, eru einleiksraddirnar fléttaðar saman í einstaklega faliegum kontrapunkti, sem var mjög vel leikin af Harrison, Sigurlaugu og Bernharði. I heild voru þetta sérlega skemmtilegir tónleikar, leikur strengjasveitarinnar hreinn, hryn- fastur og lifandi, eins og t.d. í verk- um Vivaldis en hápuntur tónleik- anna var glæsilegur leikur Harri- sons í konsertinum eftir Bach. Með góða tónlist og frábæran flutning eru menn vel nestaðir til að fagna því, að Hátíð fer að höndum ein, hana vér altíð prýðum. Lýðurinn tendri ljósin hrein. Líður að tíðum. Líður að helgum tíðum. Jón Ásgeirsson í jólagjöf vil ég fá frið á jörð og bœft sam- skipfi á meðal manna Distans Beocom 2000 Motorola Fiare GSM Maxon 4S0i NMT Sanvo 980 þráðlaus Telia Magni Referens Telia KombiFazil Respons Ouno Kirk Lotus Telia Casall 10.993,- Beocom 1600 'Jfc % í(É *' - í I jjjd stfjö j jxjJi&J cyjjjJd j r ■* <- I r 24.980,- staogr PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 • Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, sími 550 6670 • Þjónustudeild Kringlunni, sími 550 6690 og á póst- og símastöðvum um land allt. 8.980,- 10.875,- \ y' 49.980,- staðgrT ^/59.850,- staðgr. 4.980, 4.204,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.