Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 34

Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MEIMNTUN Framhalds- nám verði markvissara * I umræðunni um aukna hagræðingu og skil- virkni í þjóðfélaginu hefur skólakerfíð ekki verið undanskilið. Hildur Fríðríksdóttir gluggaði í tillögur sem menntamálaráðu- neytið hefur lagt fram til umræðu um skip- an náms á framhaldsskólastigi og skoðaði skilgreininguna á orðinu kjamaskóli. í MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU er þess vænst að búið verði að safna saman öllum athugasemdum varð- andi kjamaskóla síðar í þessari viku. í framhaldi af því verði hægt að he§a úrvinnslu gagna, en ráðuneytið sendi fyrr í haust út tillögur til að fá fram umræðu um hvemig skipta megi skólum niður í kjarnaskóla. I greinargerð með tillögunum, eins og þær voru sendar til umsagnarað- ila, segir að í frumvarpi til laga um framhaldsskóla sé gert ráð fyrir að hugmyndinni um kjamaskóla verði hrundið í framkvæmd. Jafnframt er bent á að þær tillögur sem ráðuneyt- ið leggur fram miðist við framboð náms á framhaldsskólastigi eins og það er nú, en vangaveltum um hugs- anlegar nýjungar sé sleppt. Hvað er kjarnaskóli? í greinargerðinni er „kjamaskóli" útskýrður sem skóli er veiti „grunn- menntun til undirbúnings starfa í viðkomandi starfsgrein og hefur með höndum endurmenntun í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Kjama- skóli hefur forgöngu um að þróa með markvissum hætti námsefni, náms- skipan, kennsluaðferðir og námsmat. Hann aðstoðar aðra skóla sem að ein- hvetju leyti veita menntun á sama sviði og leiðbeinir þeim um skipulag náms, námsefni og kennsluhætti." í greinargerðinni kemur fram að núverandi skipan náms á framhalds- skólastigi hafi mótast smám saman á síðustu tveimur áratugum, aðallega að frumkvæði skóla, en markviss umfjöllun um námsskipanina í heild og inntak náms á einstökum náms- brautum hafi ekki farið fram. í framhaldsskólafrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að nám að loknum grunnskóla sé skipulagt á mismunandi námsbraut- um. Og að markmið með námi á öll- um brautum verði að veita almenna og sérhæfða menntun, sem sé mark- viss undirbúningur fyrir frekara nám og/eða störf í þjóðfélaginu. Lítið eftirlit í tillögunum er greint frá því að rétt þyki að fækka námsbrautum til stúdentsprófs frá því sem nú er, en í núverandi námskrá eru þrettán slík- ar skilgreindar. Þá er bent á að eftir- lit með starfi framhaldsskóla sé lítið ef undan sé skilið eftirlit með fjár- málum skólanna. „Einu samræmdu prófin eru sveinspróf, sem þó geta ekki talist vera skólapróf," segir þar. Sú skoðun virðist almennt ríkjandi að vænlegri kostur sé að fara í tiltölu- lega stóran skóla, sem hefur fjöl- breytt námsframboð, heldur en minni skóla þar sem námsframboð er ekki eins margbreytilegt. Hafa nemendur Morgunblaðið/Ámi Sæberg VERIÐ er að undirbúa nýjar námsbrautir við Borgarholtsskóla í Grafarvogi sem komast í gagnið þegar skólinn verður fullbyggður. utan af landi því sótt mjög í að kom- ast í skóla í höfuðborginni. Síðustu ár hafa þeir átt erfitt með að fá skólavist þar sem skólamir hafa átt fullt í fangi með að taka við nemend- um höfuðborgarinnar. Hvert svæði ein eining Segir í tillögunum að því beri að athuga hvort ekki sé rétt að koma á náinni samvinnu eða sameiningu milli skóla á tilteknum svæðum. Það feli m.a. í sér að litið verði á hvert svæði fyrir sig sem sjálf- --------- stæða einingu. Að náms- framboð hvers svæðis verði ákveðið sameigin- lega af þeim skólum sem hlut eigi að máli. Að kennsluáætlanir verði Rétt þykir að fækka náms- brautum til stúdentsprófs sameiginlegar fyrir alla skólana og að próf verði þau sömu. Ennfremur er bent á þann möguleika sem felst í fjarkénnslu. I greinargerðinni er vikið að hús- næði skólanna og bent á, að á undan- fömum árum hafí verið tiltölulega mikið byggt af húsnæði fyrir fram- haldsskóla, einkum utan höfuðborg- arinnar. „Miðað við þann fjölda nem- enda sem sækir framhaldsnám í Reykjavík er aðstaðan í skólum þar í mörgum tilvikum þó langt frá því að vera góð,“ segir þar. Ennfremur að þess beri þó að geta að í bygg- ingu sé nýr skóli í borginni, Borgar- holtsskóli í Grafarvogi, sem bæti úr þessu ástandi. Tillögur ráðuneytisins Ekki verður hér tilgreint í smáatr- iðum hvemig lagt er til að einstaka skólar starfi heldur verður getið þeirra skóla sem lagt er til að verði kjarnaskólar, svo og nokkrar aðrar breytingar. Lagt er til að Fjölbrautaskólinn í Breiðholti sérhæfi sig til að sinna námi á sviði lista, einkum myndlist- --------- ar, en bjóði einnig upp á víðtækara námsframboð. Þó er lagt til að kennslu í bygginga- og tréiðn- greinum, málm- og rafiðn- greinum verði hætt. ““Miðað er við að haldið verði áfram að þróa Pjölbrautaskól- ann við Ármúla sem kjamaskóla fyr- ir heilbrigðisgreinar en starfrækslu íþróttabrautar verði hætt. Lagt er til að starfsemi Tannsmíðaskóla ís- lands verði felld undir Ármúlaskóla, en skólinn tekur aðeins inn íjóra nemendur á ári. Námsframboð skól- ans verði einnig víðtækara. Lagt er til að Iðnskólinn í Reykja- vík verði kjarnaskóli fyrir bókiðn- greinar, bygginga- og tréiðngreinar, hársnyrti- og rafiðngreinar. Ákveðið hefur verið að hætta kennslu f bíl- greinum og matvælagreinum í skól- anum, en skólinn sjái um kennslu í ýmsum greinum sem ekki er ætlaður staður annars staðar. * Endurskoðun á námi sem tengist sjávarútvegi Lagt er til að úttekt verði gerð á Stýrimannaskólanum og Vélskól- anum, svo og að fiskvinnslunám við Flensborgarskóla verði endurskoðað en lög um námið eru orðin úrelt. Þá er lagt til að reglugerð um Stýri- mannaskólann í Vestmannaeyjum verði felld úr gildi og skólinn samein- aður Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum, þannig að stýrimanna- nám verði í boði þegar nemendafjöldi gefur tilefni tii. Ákveðið hefur verið að leggja Hótel- og veitingaskóla íslands niður og flytja starfsemi hans í Mennta- skólann í Kópavogi þegar bygginga- framkvæmdum þar er lokið. Enn- fremur er lagttil að MK verði kjama- skóli fyrir matvæla- og ferðamála- greinar. Námsframboð verði einnig víðtækara. Gert er ráð fyrir að Verkmennta- skólinn á Akureyri verði miðstöð starfsnáms á Norðurlandi og að framhaldsdeild sem starfrækt hefur verið á Ólafsfírði verði skilgreind sem hluti Verkmenntaskólans. Starfsemi skólans verði að öðru leyti svipuð og hún er nú. Varðandi Hússtjómarskólann á Hallormsstað kemur til greina að kanna hvort hagkvæmt sé að sameina hann Menntaskólanum á Egilsstöðum. Nýir skólar Þá er í undirbúningi að stofna Uppeldisháskóla og færa það nám sem fram fer í Fósturskóla íslands og Þroskaþjálfaskóla íslands undir hann. Verið er að byggja nýjan fram- haldsskóla í Grafarvogi, Borgarholts- skóla. Er starfsemi hans í undirbún- ingi og m.a. unnið að því að móta nýjar námsbrautir. Miðað er við að þar verði boðið upp á bóknám sem ljúki með stúdentsprófi, bíliðngrein- ar, málmiðn- og rafiðngreinar, svo og fomám. Einnig er miðað við að í skólanum verði komið upp aðstöðu fyrir fatlaða nemendur. Þá er unnið að því að skipuleggja eins til tveggja ára starfsnám í skólanum á þremur sviðum: • Maður/umhverfi, sem er undir- búningur fyrir störf við umönnun og uppeldi, umhverfísvernd, ræktun, landvernd o.fl. • Miðlun/þjónusta, sem er undir- búningur fyrir störf í verslun, skrif- stofum, bönkum og til frekara náms. • Tækni, sem er undirbúningur fyr- ir störf í framleiðslu og á tæknisviði. Tillaga nefndar sem fjallar um ákvæði grunnskólalaga Skólamálaskrifstofur þjóni ákveðnum svæðum NEFND, sem menntamálaráðherra skipaði til að vera Sambandi ís- lenskra sveitarfélga til ráðuneytis um fyrirkomulag þeirrar þjónustu sem fræðsiuskrifstofur hafa annast til þessa, hefur lagt fram tillögur sínar. Fyrirhugað er að leggja fræðsluskrifstofur niður í þeirri mynd sem þær eru nú. Leggur nefndin til að stofnaðar verði skóla- málaskrifstofur sem þjóni ákveðn- um svæðum á svipaðan hátt og fræðsluskrifstofur gera nú. Lagt er til að kennarar og skólastjórar eigi fulltrúa á fundum skólamála- skrifstofu með málfrelsi og tillögu- rétt. Hafa nú þegar verið stofnaðar nokkrar skólaskrifstofur úti á landi. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að verkefni skólaskrifstofu yrðu í stórum dráttum þau sömu og fræðsluskrifstofur höfðu umsjón með. Verkefnin yrðu í megindrátt- um tvíþætt, þ.e. rekstur og sér- fræðiþjónusta. Ekki er skólaskrif- stofum þó ætlað að hafa eftirlit með námi og kennsiu, sem verður framvegis hjá menntamálaráðu- neyti. Hins vegar bætast við eftirfar- andi verkefni: „Ráðgjöf og stuðn- ingur vegna skólanámskrárgerðar og matsaðferða." „Umsjón með daglegum rekstri, eignum og eigna- breytingum grunnskóla.“ Svo og „Öflun og miðlun upplýsinga". Sérfræðiþjónusta Frá 1. ágúst 1996 er öllum sveit- arfélögum sem reka grunnskóla skylt að sjá honum fyrir sérfræði- þjónustu. Ef hún er ekki til staðar er sveitarstjórn skylt að semja um hana við aðra sem hana veita. Lagt er til að skólamálaskrifstofu verði falið að annast sérfræðiþjón- ustu skóla, en henni er ætlað að stuðla að því að kennslufræðileg og sálfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi. í skýrslunni kemur fram að kenn- urum og skólastjómendum skuli standa til boða ráðgjöf og stuðning- ur sérfræðiþjónustu vegna almenns skólagtarfs. Starfsmenn sérfræði- þjónustu skuli vinna að forvamar- starfi með kennslufræðilegum og sálfræðilegum athugunum og greiningu á nemendum sem eiga í erfiðleikum. Varðandi kennslu fatlaðra nem- enda leggur nefndin mikla áherslu á að viðbótarkostnaður sé metinn eftir kennsluþörf en ekki tegund fötlunar. Önnur verkefni sérfræðiþjónustu eru m.a. námsráðgjöf, forganga um umbætur í skólamálum, endur- og símenntun kennara og ráðgjöf um stofnun og starfrækslu skólasafna. Með grunnskólalögunum fellur núverandi skipting landsins í fræðsluumdæmi úr gildi. Er því bent á í skýrslu nefndarinnar að það geti orðið sveitarfélögum hvati til að endurskoða skiptingu landsins í skólahverfí og stuðla að aukinni samvinnu milli sveitarfélaga, t.d. um rekstur skólamálaskrifstofu eða einstaka þætti í starfsemi þeirra. J öfnunaraðgerðir Nefndin bendir á að til þess að sveitarfélög geti staðið við skuld- bindingar sínar samkvæmt grunn- skólalögum þurfí sérstakar jöfnun- araðgerðir úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga. Nefndin bendir á að móta þurfi skýrar reglur um úthlutun. í skýrslunni kemur fram að jöfn- unaraðgerða er þörf a.m.k. vegna kennslu nýbúa, kennslu í norsku og sænsku, sérkennslu, sérskóla/ „ Morgunblaðið/Þorkell MEÐ NYJU grunnskólalögunum færist eftirlit með námi og kennslu yfir til menntamálaráðuneytis. sérdeilda, námsleyfa/endurmennt- unar, forfallakennslu, kennsluaf- sláttar og mismunandi kennslu- kostnaðar. Yfírlit yfir tillögur nefndar • Sveitarfélög stofni skólamála- skrifstofur sem taki við verkefnum núverandi fræðsluskrifstofa eftir því sem við á. • Skólamálastjóri stjómi og beri ábyrgð gagnvart sveitarstjómum á rekstri skólamálaskrifstofu á svæð- inu. • Skólamálaskrifstofa þjóni að lágmarki 1.500-2.000 nemendum. • Lágmarksfjöldi stöðugilda á skólamálaskrifstofum verði sjö. • Verkefni skólamálaskrifstofu verði í megindráttum tvíþætt, þ.e. rekstur og sérfræðiþjónusta. • Sveitarfélög geta falið skóla- málaskrifstofu að hafa umsjón með framkvæmd og skipulagi sér- kennslu. • Verði skólamálaskrifstofu falið að annast fleiri málaflokka fjölgi stöðugildum á skólamálaskrifstof- um. • Núverandi sérskólar verði starf- ræktir áfram í sömu sveitarfélög- um. • Settar verði reglur um sérstakar jöfnunaraðgerðir vegna ákveðinna málaflokka í rekstri grunnskóla. • Kjarasamningagerð og túlkun kjarasamninga verði á einum stað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.