Morgunblaðið - 19.12.1995, Síða 54

Morgunblaðið - 19.12.1995, Síða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ *®K] CíTW Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár , • Ðömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 567 7878-fax 567 7022 ... Húsgagnagerð í 87 ár 1 Smiðjuvegi 2 ,Kópavogi 1 Sími 567 21 10 SIGURGEIR SIG URJÓNSSON + Sigurgeir Sig- urjónsson fædd- ist 5. ágúst 1908 í Hafnarfirði. Hann lést 6. desember síð- astliðinn. Sigurgeir var sonur hjónanna Sigurjóns Krislj- ánssonar og Hjálm- fríðar Marsibilar Krisljánsdóttur. Eftirlifandi eigin- kona Sigurgeirs er Regína Hansen. Þau eignuðust fjög- ur böm, sex bama- börn og eitt barna- barnabara. Utför Sigurgeirs hefur farið fram í kyxrþey. ÉG KYNNTIST Sigurgeiri og eftir- lifandi eiginkonu hans, Regínu Hansen, á heimili foreldra minna, þeirra Ragnars Ólafssonar lög- manns og Kristínar Ólafsson, á sjö- unda áratugnum. Þau voru í dans- klúbb ásamt Páli S. Pálssyni hrl. heitnum og eftirlifandi eiginkonu hans, Guðrúnu Stephensen, og Ág- úst Fjeldsted hrl. heitnum og eigin- konu hans. Þessi mektarhjón stund- uðu dansmennt af miklu kappi í kjallarasal í Hörgshlíð 28 þar sem foreldrar mínir bjuggu. Þetta var á sjöunda áratugnum og þau öll á besta aldri og léku á als oddi. Síðar meir átti ég eftir að kjmn- ast Sigurgeiri nánar eftir að ég var kosinn í stjóm Félags umboðs- manna vörumerkja og einkaleyfa árið 1983. Sigurgeir var þar for- maður og starfaði ég með honum í stjóminni þar til hann hætti þar árið 1988 en þá var hann gerður að heiðursfélaga. Hann var fundvís á aðalatriði hvers máls, átti auðvelt með að klæða í orð flókin lögfræði- leg viðfangsefni þannig að hver maður skildi, hann var röggsamur og skjót- ráður en þó varkár. Allt em þetta eiginleik- ar sem prýða góðan lögmann. Enda var Sigurgeir vel metinn í stétt lögmanna en hann starfaði við lög- mannsstörf alla sína starfsævi frá árinu 1936 eða samtals í.rúm 50 ár. Sigurgeir var fmm- kvöðull því hann hafði fmmkvæði að stofnun Félags umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa en það var stofnað á árinu 1964 og var hann samfleytt formaður félagsins til ársins 1984. Lögum samkvæmt verða vörumerkja- og einkaleyfa- eigendur sem búsettir eru erlendis að hafa umboðsmann á íslandi til hagsmunagæslu en þessi regla er alþjóðleg, það er hún gildir í öllum löndum. Sigurgeir sinnti vöm- merkja- og einkaleyfamálum vel enda urðu lögmannsstörf á þessu sviði brátt aðalstarfi hans. En Sig- urgeir var ekki aðeins þekktur fyrir þessi lögmannsstörf á íslandi. Á norrænum ráðstefnum um vöm- merkja- og einkaleyfamál sem ég hef sótt þekkja allir til Sigurgeirs og starfa hans að þessum málum. Þessar norrænu ráðstefnur em haldnar þriðja hvert ár og verður slík ráðstefna væntanlega haldin á íslandi árið 1999. Til gamans vil ég geta þess að í anddyri Einkaleyfastofunnar hangir á vegg ljósmynd af fyrsta einkaleyfisskírteininu sem tók gildi á íslandi en það var árið 1784. Það var hinn þjóðkunni merkismaður Sæmundur Magnússon Hólm sem fékk konunglegt einkaleyfí (privi- legium frá Danakonungi) til fram- leiðslu á gljápappír þeim, sem hann t Móðir okkar, MÁLFRÍÐUR EINARSDÓTTIR frá Hömrum, Þverárhlíð, sfðasttil heimilis á Droplaugarstöðum, lést sunnudaginn 17. desember. Jóna Gunnlaugsdóttir, Gyða Gunnlaugsdóttir, Ólína Guðmundsdóttir. KitchenAid DRAUMAVÉL HEIMILANNA! KM90: Verð frá kr. 29.830 stgr. .m/hakkavél. Margir litir. Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. #/// Einar mmm Farestveit&Co.hf. Borgartúni UffMI 2901 of 5*2 290« t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR HALLGRÍMSSON, Aðalstræti 19, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 16. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Hulda Jónsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Broddi Björnsson og dótturbörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI BÆRINGSSON, Hraunbæ 146, Reykjavík, lést mánudaginn 11. desember sl. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey ' að ósk hins látna. Kristbjörg Guðbjörnsdóttir, Elín Anna Bjarnadóttir, Erlendur Kristjánsson, Sigriður Bjarnadóttir, Logi Vilberg Gunnarsson, Bæring Árni, Bjarni Þór og Páll Ingvi Logasynir. hafði fundið upp. Á sama vegg er gjafabréf Sigurgeirs til Einkaleyfa- stofnunarinnar dagsett 20. ágúst 1993 þar sem Sigurgeir tekur fram að einkaleyfi þetta hafi hann fundið í Ríkisskjalasafni Dana og fengið sent ljósrit af því og hann afhendi það Einkaleyfastofunni að gjöf. Mér þykir vænt um að hafa feng- ið að kynnast og vinna með sæmd- armanninum Sigurgeiri. Blessuð sé minning hans. Regínu og bömum þeirra hjóna votta ég mína dýpstu samúð. ^ Ólafur Ragnarsson hrl. Sigurgeir var fæddur í Hafnar- firði 5. ágúst 1908. Hann lést 6. þ.m. Foreldrar hans voru Siguijón Kristjánsson, vélstjori í Reykjavík, og kona hans Hjálmfríður Krist- jánsdóttir frá Veðrará í Önundar- firði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og cand. juris frá Háskóla íslands 1935. Héraðsdómslögmaður varð hann 1938 og hæstaréttarlögmaður 1941. Fyrstu árin eftir embættis- próf, 1936-42, vann hann sem fuli- trúi í lögmannsstofu Stefáns Jóh. Stefánssonar hrl. og Guðm. í Guð- mundssonar hrl. en stofnaði síðan lögmannsstofu i Reykjavík, þar sem hann vann allt til áramóta 1990- 1991, en þá hætti hann lögmanns- störfum fyrir aldurs sakir. Hann lagði sérstaka stund á vörumerkjafræði og einkaleyfi og hafði viðskipti um slík mál um allan heim og skrifaði ritgerðir um þau fræði, sem birtust í tímaritum bæði hérlendis og erlendis. Þá var hann ræðismaður og síðan aðalræðis- maður fyrir ísrael 1957-1973. Hann var formaður Orators 1931-32, í Verðlagsnefnd 1938-1942, einnig var hann með í stofnun ýmissa fé- laga svo sem Steypustöðvarinnar hf. og var oft formaður þeirra eða stjómarmaður. Hann var valinn í Mannréttindanefnd Evrópuráðsins 1962 til 1966, en þá tók hann sæti í Mannréttindadómstóli Evrópu- ráðsins til 1971. Kona hans var Regína Hansen, dóttir Jörgens Hansens, skrifstofu- stjóra í Reykjavík, og Ingu Skúla- dóttur Hansen húsfreyju. Þau áttu fjögur böm, einn son og þijár dætur. Hann fékk heiðursmerki Félags umboðsmanna vömmerkja og einkaleyfa og riddarakross Fálka- orðunnar 1969. Sigurgeir var sérstakur maður. Hann var glaðlyndur og gaman- samur, en mjög góður lögmaður, ábyggilegur og traustur. Kynni okkar vom orðin gömul. Við tókum báðir próf upp í 4. bekk Menntaskól- ans 1927 og vorum síðan í sama bekk til stúdentsprófs og síðan sam- tímis í Háskólanum. Fyrsta vetur- inn sem ég var í skóla í 4. bekk Menntaskólans bjó ég í sama her- bergi og Sigurgeir, leigði hjá móður hans og fékk þar líka fæði. Við urðum vinir og voram það alla tíð meðan báðir lifðu. Hann var mikið ljúfmenni og hefí ég oft sagt með sanni að hann hafí kennt mér að hlæja. Það var ánægjulegt að heim- sækja þau hjón, enda voru þau gestrisin með afbrigðum og heimili þeirra sérstaklega fallegt. Ég mun sakna Sigurgeirs svo lengi sem mér verður lífs auðið, slíkur öðlingsmað- ur sem hann var. Hann var búinn að vera sjúkur allmarga mánuði og hafði þjást mikið. Fyrir hann hefur því verið léttir að hverfa af sviðinu. Ekkja hans er sjúklingur en hún annaðist hann og hjúkraði meðan hann þurfti á að halda og meðan hún hafði krafta til enda er hún mikil drengskaparkona og hefur séð um fagurt heimili þeirra síðan þau giftust 16. október 1937 og annast með honum gestamóttökur á höfð- inglegan hátt. Þeim fækkar óðum vinum okkar hinna öldraðu, sem enn lifum, og er nú stórt skarð höggvið í þann hóp, sem ég get kallað vini mína þegar Sigurgeir er fallinn frá og svo mun um marga fleiri. Ég kveð hann klökkur í huga með þakklæti fyrir langa vináttu og alla góða hluti sem hann hefur fyrir mig gert og óska honum fararheilla. Friðjón Skarphéðinsson. ...................\ + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN DAGBJARTSSON, Ásgaröi 31, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 3. desember. Bálför hans fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Bryndfs Þorsteinsdóttir, Þóra Björg Þorsteinsdóttir, Sigurður Steingrfmsson, Tryggvi Eyfjörð Þorsteinsson, Helga Sigurgeirsdóttir og barnabörn. + RUNÓLFUR BJÖRNSSON frá Holti á Síðu, lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 16. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ættingjar og vinir. + Móðursystir mín, GUÐRÚN LOFTSDÓTTIR frá Haukholtum, andaðist á Droplaugarstöðum 18. desember. Fyrir hönd aðstandenda. Hulda Gunnlaugsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.