Morgunblaðið - 19.12.1995, Page 57

Morgunblaðið - 19.12.1995, Page 57
I MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 57 v i » I ' i i i i i i i # i # # # # # GUÐNY FRIÐRIKSDÓTTIR + Guðný Friðriksdóttir fæddist 10. ágúst 1908 á Stóra Ósi í Miðfirði. Hún lést á Hvamms- tanga 26. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 30. nóvem- ber. ÝMSAR góðar minningar hafa leitað á hugann þessa daga, sem liðnir eru frá andláti Guðnýjar Friðriksdóttur húsfreyju á Bjargshóli. Hún þurfti sem betur fer ekki að heyja langt sjúkdómsstríð, aðeins fáa daga, en fegin vildi ég hafa getað kvatt hana á sjúkrabeði fyrir hinstu förina. Hún hefur eflaust lagt glöð í það ferðalag eins og önnur um ævina, glöð og reist með tilhlökkun um endurfundi við gengna ástvini í huga og hjarta. Við fyrstu guðsþjónustu mannsins míns í Staðarkirkju í Hrútafírði 1989 eru mér tvær konur sérstaklega minn- isstæðar. Önnur var vinkona mín frá bamsaldri, Lára Pálsdóttir í Eyjanesi, en hin eldri, virðuleg kona, sem kom úr annarri sókn um nokkum veg til að sjá og heyra nýja nágrannaprest- inn. Það var Guðný á Bjargshóli og frá þeim degi tókst með okkur góð vinátta, þótt aldursmunurinn væri mikill, en í návist Guðnýjar var ekk- ert kynslóðabil til. Nú em báðar þess- ar konur horfnar af tilverusviði okk- ar, en ég minnist beggja þakklátum huga. Við frekari kynni okkar Guðnýjar, er ég heimsótti hana að Bjargshóli veturna mína að Laugarbakka, kom í ljós, að við vorum meira en andlega skyldar. Álfhildur Pálsdóttir, dóttir hennar, rakti bæði móður- og föður- ætt Guðnýjar saman við ættir móður- foreldra minna, þó miklu nær í Ból- staðarhlíðarætt Ingibjargar Þorvalds- dóttur og Guðrúnar Lárusdóttur. Um sumt vorum við jafnvel líkar og næg- ir þar að nefna ferðalögin. Við vomm innilega sammála um að koma nógu víða og dvelja hæfílega stutt, er við fómm að heimsækja Kristmann á Húki. Hann var ekki heima, en kom léttfættur yfír ána, er hann varð ges- takomunnar var. Og svo litum við inn á flestum bæjum í heimleiðinni! Á Bjargshóli átti Guðný indælt heimili í skjóli Eggerts, sonar síns, og Sigrúnar Einarsdóttur, konu hans, ERFIDRYKKJUR sími 562 0200 og bama þeirra, Einars Páls og Þór- unnar. Var gott að koma þar á báðar hæðir og gjarnan staðið lengi við, einkum niðri hjá Guðnýju, því að margoft þurfti að skoða og auðvitað þiggja kaffí og meðlæti í notalegu stofunni hennar. Þá er ég fegin, að henni tókst að koma í heimsókn hing- að að Prestbakka eins og lengi hafði staðið til, er hún kom með Félagi eldri borgara á Hvammstanga í vor, en í fyrra skiptið hafði hún verið bundin við annað og höfðum við báðar áhyggjur af því. Guðný lét sig ekki vanta á mannamót, einkum ef tónlist- in var meðal atriða. En böm hennar eru öll með fádæmum tónelsk og list- feng, og naut hún þess vel að sjá dætur sínar stjóma kórum og heyra synina og þær syngja og leika á hin ýmsu hljóðfæri og njóta barnabömin einnig hins dásamlega tónlistararfs hjónanna beggja, Páls og Guðnýjar. Eg kveð vinkonu mína og frænku og þakka henni uppörvun og hlýleika á samleiðinni og sé henni fagnað í jólagleði himinsins. - Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Guðrún L. Ásgeirsdóttir. Sími 555-4477 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um hclgar. Skrcytingar fyrir oll tilcfní. t Ástkær eiginmaður minn og faðir, ÞÓRIR JÓN GUÐLAUGSSON, Voðmúlastöðum, verður jarðsunginn frá Voðmúlastaða- kapellu, fimmtudaginn 21. desember kl. 14.00. Minningarathöfn verður í Akureyrar- kirkju miðvikudaginn 27. desember kl. 13.30. Anna María Guðmann, Þórey Lísa Þórisdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA ELÍSABET GUÐJÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtudaginn 21. desember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Akraness eða dvalar- heimilið Höfða. Ingólfur Helgason, Hjörtur Magnússon, Jóna Sigurðardóttir, Helgi Ingólfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Maggi Guðjón Ingólfsson, Sigrún Valgarðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, Stillholti 14, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 20. desember kl. 14.00. Emilía Ólafsdóttir, Kristbjörg Ólafsdóttir, Jón Sigurðsson, Finnur Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 flugœiðir IIÍTEL LðFTLEIIIE t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG S. DYRSET, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. desember kl. 13.30. Erna D. Holse, Jens Holse, Gunnar Dyrset, Silvia Garðarsdóttir, Sigrid D. Jónsson, Jón S. Jónsson, Ragnhild D. Ásheim, Max Asheim, Jórunn Dyrset, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR, Frakkastíg 24, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. desember kl. 15.00. Ásthildur Þorkelsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Guðjón Þorkelsson, Ingibjörg Jónsdóttir. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN JAKOBSDÓTTIR, Boðahlein 9, Garðabæ, lést laugardaginn 16. desember. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 22. desember kl. 13.30. Grétar Sveinsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Þórunn Grétarsdóttir, Sveinn Andri Sveinsson, Rannveig Grétarsdóttir, Sigmundur Jóhannesson, Sveinn Omar Grétarsson, Ása Jóhanna Pálsdóttir, Björg Sigmundsdóttir, Sara Sigmundsdóttir. t Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför minnar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, iangömmu og systur, AÐALHEIÐAR JÓNSDÓTTUR frá Kirkjubæ, Strembugötu 15, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til organista, kórs og Kvenfélags Landakirkju. Guð blessi ykkur öll. Maria Gunnarsdóttir, Runólfur Alfreðsson, barnabörn, barnabarnabarn, Svava Jónsdóttir, Andrés Magnússon. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar og systur, HRAFNHILDAR KRISTÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Arnarsmára 12, Kópavogi. Hrefna Sigurlaug Sigurðardóttir, Rakel Dögg Sigurðardóttir, Kristján Þór Einarsson, systkini og makar. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför INGÓLFSTH. GUÐMUNDSSONAR, Fornhaga 23, Reykjavík. Haukur Bachmann, Kristín Einarsdóttir, IngólfurTheodór Bachmann. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför STEFANÍU STEFÁNSDÓTTUR, Digranesheiði 11, Kópavogi. Sérstakar aðlúðarþakkir fær allt starfs- fólk deildar 11-E á Landspítalanum og séra Gunnar Sigurjónsson, prestur í Digranessókn, fyrir einstakan stuðning við okkur. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Árnason, Þorgerður Pétursdóttir, Kjartan Gunnarsson, Hrefna Sölvadóttir, Þorgerður Gunnarsdóttir, Ásgeir Grétar Sigurðsson, Anna María Gunnarsdóttir, Niels Moller-Jensen og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.