Morgunblaðið - 19.12.1995, Page 76

Morgunblaðið - 19.12.1995, Page 76
Þrír vopnaðir menn rændu útibú Búnaðarbankans á Vesturgötu Beindu byssuhlaupi að höfði gjaldkerans ÞRÍR vopnaðir grímuklæddir menn rændu útibú Búnaðarbanka íslands við Vesturgötu í gær. Einn ræningj- anna beindi haglabyssuhlaupi að höfði eins gjaldkera bankans. Engu skoti var hleypt af í ráninu og eng- inn slasaðist. Ekki hefur fengist uppgefíð hversu miklu var stolið, en getum leitt að því að upphæðin "Tiafi verið um 1,5 milljónir. Aðalfé- hirðir Búnaðarbankans segist telja að ræningjarnir hafí orðið fyrir von- brigðum með feng sinn. Þrátt fyrir víðtæka leit hefur lögreglu ekki tek- ist að hafa upp á mönnunum. „Tveir mannanna stukku yfir af- greiðsluborðið og niður á gólf og sögðu öllum að leggjast í gólfíð. Sá sem hélt á byssu beindi byssunni að höfði eins gjaldkerans og hún sagði mér að hún hefði haldið að þeir ætluðu að skjóta sig,“ sagði Hanna Pálsdóttir, aðalféhirðir Bún- aðarbankans. Hnífur fannst í stolnum bíl Leifur Jósteinsson útibússtóri seg- ir að mennimir þrír hafí ruðst inn í bankann með fyrirgangi. „Þeir sögðu ákveðið svo ekki fór framhjá neinum: „Þetta er vopnað bankarán. Allir á gólfíð." Maðurinn með hnífínn sveifl- aði sér fyrst yfír borðið og annar strax á eftir honum. Byssumaðurinn stóð hins vegar fyrir framan og ógn- aði viðskiptavinum og starfsfólki með byssunni," sagði Leifur. Hann sagði að mennimir hefðu verið mjög skipulagðir og athafnað sig á ótrú- lega skömmum tíma. Mennirnir komu að útibúinu á stolnum bíl laust fyrir klukkan hálf- ellefu. Þeir voru í bláum vinnugöll- um með lambhúshettu á höfði. Mennimir skipuðu starfsfóiki og viðskiptavinum bankans að leggjast á gólfíð. Tveir þeirra stukku yfir afgreiðsluborðið og hirtu peninga úr kössum gjaldkera bankans. Að því búnu hlupu þeir út úr bankan- um. Þeir skildu bílinn, sem var í gangi framan við bankann, eftir en hlupu niður göngustíg bak við húsið og niður á Nýlendugötu. Lögreglan mætti fljótlega á stað- inn og leitaði þjófanna um hverfið með aðstoð sporhunds. Ennfremur var leitað í bílum í og við borgina, en árangurslaust. Lögreglan naut aðstoðar þyrlu við leitina. Undir kvöld fann lögreglan bíl við Ásvallagötu, sem talið er að þjóf- arnir hafi notast við. í honum fannst hnífur eins og starfsfólki útibúsins var ógnað með. Bílnum hafði verið stolið frá Sigluvogi. Bílnum, sem ræningjarnir skildu eftir fyrir utan bankann, var stolið í Kópavogi. Á báðum bílunum voru númeraplötur sem stolið hafði verið af bílasölu á Selfossi. Flóttabíll á Ásvallagötu Rannsóknin beinist m.a. að því hvort tengsl em milli þessa ráns og ránsins í Lækjargötu í febrúar fyrr á þessu ári þegar rúmum 5 milljón- um var stolið af starfsmönnum Skeljungs. Þá líkt og nú stálu ræn- ingjamir bíl og skildu hann eftir við Ásvallagötu. ■ Hnífur mannanna/38 ■ Rán við banka/2 Á gólfi bílsins sem talið er að ræningjarnir hafi notað á flóttanum fannst hnífur líkur þeim sem otað var að starfs- fólki bankans. ^ Morgunblaðið/Júlíus ÞRIR vopnaðir menn úr sérsveit lögreglunnar fylgdu manni með sporhund sem rakti slóð bankaræningjanna frá Búnaðarbankanum á Vesturgötu og um Vesturbæinn. Stjórnendur Sjúkrahúss Reykjavíkur segja 383 millj. vanta í rekstur næsta árs Fjöldauppsagnir og lok- anir deilda blasa við Heilbrigðisráðherra kynnir nýjar upplýs- ingar um vanda spítalanna í ríkisstjórn SKYRGÁMUR HURÐA- 3DAGAR til jóla Bráðabani skákmanna 'jÁFNTEFLI varð í skák þeirra Hann- esar Hlífars Stefánssonar og Jóhanns Hjartarsonar í gær í fjórðu skák þeirra um íslandsmeistaratitilinn. Era þeir jafnir að stigum með tvo vinninga hvor og verður nú tefldur bráðabani þar sem sá verður íslands- meistari sem fyrr vinnur skák. Fimmta skák þeirra verður tefld í dag kl 17 og hefur Hannes Hlífar hvítt. STJÓRNENDUR Sjúkrahúss Reykjavíkur segja spítalann standa frammi fyrir miklum fjárhagserfíð- leikum á næsta ári. Skv. rekstrar- áætlunum fyrir 1996 vanti 383 millj- ónir króna til rekstur sjúkrahúss Reykjavíkur miðað við óbreytta þjón- ustu frá yfirstandandi ári. Heilbrigð- isráðherra ætlar að kynna nýjar skýrslur um fjárhagserfiðleika Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspít- ala á ríkisstjómarfundi í dag. „Staðreyndin er sú að fram- kvæmdastjóm spítalans stendur frammi fyrir því að taka ákvarðanir um fjöldauppsagnir starfsfólks og lokanir fleiri deilda. Þrátt fyrir gífur- legt aðhald á undanförnum 4 áram og hagræðingu í rekstri, virðist ekk- ert lát vera á kröfum um niðurskurð á sjúkrahúsunum. Afleiðingamar era þær að rúmum í notkun mun enn fækka, sjúklingum sem bíða eftir þjónustu mun fjölga og hraði inni á sjúkrahúsunum mun aukast. Hag- ræðing krefst stundum grunnút- gjalda, eins og til dæmis vegna flutn- ings deilda eða skurðstofa, en ekki er gert ráð fyrir slíkum fjárveiting- um,“ segir 1 yfírlýsingu stjómenda Sjúkrahúss Reykjavíkur en þeir áttu í gær fund með heilbrigðisnefnd Al- þingis. Hundruð milljóna vantar Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segist hafa fengið skýrslu um fjárhagserfiðleika Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir fáeinum dögum, og segir að vandinn sé meiri en hún hafí átt von á. Stjómendur Ríkisspít- ala hafa einnig sent ráðherra skýrslu um vanda þeirra. Ingibjörg segir Ijóst að hundrað milljóna vanti til að end- ar nái saman. Hún segir hins vegar jákvætt að svo virðist sem rekstur Sjúkrahúss Reykjavíkur verði halla- laus á þessu ári. „Ég tel mjög mikilvægt að þessi stóru hátæknisjúkrahús vinni meira saman en hingað til,“ segir hún. Sjúkrahús Reykjavíkur var stofn- sett við sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítalans. Stjórnendur sjúkrahússins benda á að ástæður fyrir miklum skorti á Ijárveitingum séu í fyrsta lagi að engin fjáveiting hafí fengist fyrir rekstri öldrunar- lækningadeildar á Landakoti, en þar vantar að mati þeirra 54 millj. kr. í öðra lagi sé ekki gert ráð fyrir verð- hækkunum í fjárveitingum til spítal- ans sem stjómendur meta til 46 millj. Þá sé gert ráð fyrir óskilgreindum sameiginlegum sparnaði sjúkrahús- anna í Reykjavík, samtals fyrir 71 millj. kr. og loks sé ekki gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu vegna rekstrarvanda spítalans á yfirstand- andi ári, samtals 100 millj. kr., að mati stjómenda. Þessu til viðbótar sé spítalanum gert að skera niður þjónustu til að spara 112 millj. kr. „Sá tími er kominn að horfast verður í augu við að ekki er hægt að taka ákvörðun um lækkun út- gjalda án þess að fyrir liggi hvaða þjónustu eigi að hætta að veita," segir í yfírlýsingu stjórnenda Sjúkra- húss Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.