Morgunblaðið - 21.12.1995, Side 4

Morgunblaðið - 21.12.1995, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Miski en ekki fjár- hagslegt Qón HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær konu miskabætur vegna kostnaðar og óþæginda eftir umferðaróhapp, en sagði að þar sem litlar líkur væru á að aflahæfi hennar hefði skerst til frambúðar yrðu henni ekki dæmdar bætur vegna fjártjóns. í málinu lá fyrir mat lækna á því að tímabundin læknisfræðileg örorka konunnar hefði verið 100% í þijár vikur, en varanleg 20%, þar af 5% vegna þess slyss sem málið snerist um. { framburði læknis kom fram, að konan gæti unnið eftirvinnu eftir sem áður, en ekki erfiðisvinnu og ekki framreiðslustörf, sem hún hætti vegna slyss er hún varð áður fyrir. Annar læknir tók undir þetta og sagði, að tjón konunnar reiknaðist fremur sem miski en fjárhagslegt tjón. Féllst Hæstiréttur á það sjónar- mið. FRÉTTIR Hagfræðingur Þjóðhagsstofnunar um áhrif bandormsins Skerðir ekki tekjur ellilíf- eyrisþeg’a með lágar tekjur SIGURÐUR Snævarr, hagfræðingur Þjóðhags- stofnunar, segir að breytingar sem felast í band- orminum leiði ekki til skerðingar á heildartekjum ellilífeyrisþega sem lægstar tekjur hafa. Afnám ákvæðis um 15% skattaafslátt lífeyrisþega af lífeyrisgreiðslum leiði hins vegartil þess aðjaðar- skattar hækki umtalsvert hjá þeim sem fá stærstan hluta tekna sinna úr lífeyrissjóði. Hækkun á jaðarskatti Sigurður sagði að sú aðgerð stjómvalda að faíla frá fyrri ákvörðun um að halda lífeyrisbót- um almannatrygginga óbreyttum að krónutölu á næsta ári hefði mest áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra sem lægstar tekjur hefðu. Bæturnar hækka í samræmi við hækkun vísitölu og þess vegna myndu tekjur þessa hóps ekki rýma. Þó væri hægt að fínna sérstök afmörkuð dæmi um tekjusamdrátt hjá þessum hópi vegna bandorms- ins. Alþingi samþykkti um síðustu áramót að 15% tekna úr lífeyrissjóði yrðu frádráttarbær frá skatti en þetta hefur nú verið afnumið með breyt- ingu á lögum um tekju- og eignaskatt. Sigurður sagði að þetta leiddi til þess að jaðarskattur hækkaði talsvert, sérstaklega hjá þeim sem hefðu mestan hluta tekna sinna úr lífeyrissjóði. Tenging fjármagnstekna við almannatrygginga- bætur hefði einnig talsverð áhrif á jaðarskattinn. Bandormurinn gerir ráð fyrir að .50% fjár- magnstekna skerði almannatryggingabætur. Sigurður sagði að menn renndu blint í sjóinn með áhrifín af þessari tengingu. Takmarkaðar upplýsingar lægju fyrir um vaxtaberandi eignir einstakra aldurshópa. Samkvæmt útreikningi sem Sigurður vann fyrir heilbrigðisráðuneytið á áhrifum bandorms- ins á tekjur ellilífeyrisþega hækka greiðslur ein- staklings, sem hefur engar tekjur nema frá Tryggingastofnun, úr 50.334 krónur á mánuði í 51.618 krónur. Tekjur einstaklings sem hefur eingöngu tekjur úr lífeyrissjóði og frá Trygginga- stofnun fara að skerðast þegar tekjumar fara upp fyrir u.þ.b. 70 þúsund krónur á mánuði. Tekjur einstaklings sem hefur 100 þúsund krón- ur í tekjur úr lífeyrissjóði og frá Tryggingastofn- un lækka um rúmlega 5.000 krónur á mánuði með þeim lagabreytingum sem gerðar eru með bandorminum. Jaðarskattur þessa einstaklings hækkar úr 35,64% í 41,93%. Markmiðið að veija hag tekjulágra „Heildarbreytingin á högum ellilífeyrisþega með öllum þeim breytingum sem bandormurinn felur í sér leiðir til þess að þeir sem eru lægst launaðir, hafa tekjur upp að 68-70 þúsund krón- ur á mánuði, koma betur út eftir þessa breyt- ingu en fyrir. Það segir manni að kjör þeirra sem verst standa séu sæmilega vernduð með þessum breytingum sem verið er að gera, en það er eitt af markmiðum lagasetningarinnar," sagði Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, um bandorminn. Eldur frá jólaseríu skemmir jólahald í íbúð í Unufelli 23 ISÍÍÍK v fSsSS* RIS Alþingi samþykkir stækkun álversins ALÞINGI samþykkti í gær lög um samning um stækkun álversins í Straumsvík með 47 atkvæðum gegn einu en sex þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Hjörleifur Guttormsson þingmað- ur Alþýðubandalagsins var einn þingmanna á móti samningnum en þrír þingmenn flokksins, Ragnar Amalds, Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson sátu hjá, eins og allir þrír þingmenn Kvennalist- ans. Fjórir þingmenn Alþýðubanda- lags og óháðra, Margrét Frímanns- dóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Bryndís Hlöðversdóttir og Ögmund- ur Jónasson greiddu hins vegar at- kvæði með samningnum eins og allir þingmenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks Alþýðuflokks og Þjóðvaka. Bættur efnahagur Margrét og Ögmundur sátu hjá í atkvæðagreiðslu við 2. umræðu málsins. Margrét sagði við atkvæða- greiðsluna í gær að hjásetan hefði byggst þar sem hún hefði viljað að þingið afgreiddi tillögur flokksins um mótun framtíðarstefnu í orku- og stóriðjumálum og könnun byggðaáhrifa áður en hún tæki af- stöðu til málsins. Því miður hefði hefði þingið ekki samþykkt þær. Margrét sagðist vera mjög hugsi yfír afleiðingum byggðar í landinu, ef stofna ætti til annarra stjórfram- kvæmda á suðvesturhorni landsins. Þá sagðist hún ekki vera sátt við mengunarvamakröfur sem gerðar hefðu verið til álversins í Straums- vík. Á hitt bæri að líta að stækkun álversins myndi bæta afkomu Landsvirkjunar og efnahag landsins og draga úr atvinnuleysi á höfuð- borgarsvæðinu og að auki væru samningur um orkusölu til álversins og skattasamningur viðunandi. Þetta sagði Margrét ráða afstöðu sinni til málsins. Ögmundur færði svipuð rök fyrir sinni afstöðu. Morgunblaðið/Kristinn HÚSRÁÐANDI í Unufelli 23 týnir saman sótuga hluti úr íbúð sinni. Flugleiðir fundnir sekir um mismunun vegna aldurs Jólapakkarnir til- búnir inni í stofu Starfsmaður fái 16 millj- ónir króna í skaðabætur „ÞETTA er rosalegt áfall. Við vorum búin að setja upp jólaskraut í alla íbúðina og pakkarnir tilbún- ir inni í stofu. Það eina sem átti eftir að gera var að setja upp jóla- tréð og skúra,“ sagði heimilisfaðir fímm manna fjölskyldu, sem býr í íbúð á fjórðu hæð í Unufelli 23 í Breiðholti, sem kviknaði í í fyrra- dag. Allir íbúar voru að heiman þegar eldurinn kviknaði. Eldurinn virðist hafa kviknað út frá jólaseríu í stofunni og eldur læst sig í sófa. íbúðin er mikið skemmd af völdum elds og reyks. Geysilegur hiti hefur myndast. Plast hefur bráðnað og í herbergi lengst frá eldsupptökum hangir bráðnað skraut á veggjum. Sót er á öllum innréttingum og myndum á veggjum. Ekki lengi að gerast Þau geta þakkað það góðum hirslum að persónulegir munir eins og myndbandsspólur og myndaalbúm urðu ekki fyrir skemmdum „Þetta var lán í óláni, við hefð- um getað verið sofandi. Eldri stelpan okkar fór út rétt fyrir kl. fjögur og síðan er eldsvoðinn til- kynntur um kl. sjö. Ég ráðlegg fólki eftir þessa lífsreynslu að taka alltaf allt rafmagnsjólaskraut úr sambandi þegar íbúðin er yfirgef- in, hversu stuttan tíma sem um er að ræða. Þetta er ekki lengi að gerast," sagði húsbóndinn. Hann sagði jafnframt að hann hefði lokað öllum gluggum um morguninn vegna kulda og hefði hann ekki gert það hefði eldurinn auðveldlega getað teygt sig í þak- skeggið og breiðst yfír í nærliggj- andi íbúðir. Innbúið var allt tryggt. Talið er að það taki um tvo mánuði að koma íbúðinni í samt lag aftur. Á meðan hefur fjölskyldan fengið inni í orlofshúsi Sjómannafélags Húsavíkur í Reykjavík. KVIÐDÓMUR í Bandaríkjunum dæmdi fyrirtækið Flugleiðir á þriðju- dag til þess að greiða einum starfs- manna flugfélagsins 250 þúsund Bandaríkjadollara (rúmlega 16 millj- ónir íslenskra króna) í skaðabætur vegna þess að honum hefði óviljandi verið mismunað vegna aldurs og lið- ið „andlegan sársauka og þjáningar" fyrir þær sakir. Dómurinn var kveðinn upp í airík- isdómstól í New York-ríki. Steinn Logi Bjömsson, starfsmaður Flug- leiða í Baltimore, sagði í gær að Flug- leiðir hefðu ákveðið að nýta þann rétt að leita til dómara í því skyni að fá upphæðina, sem kviðdómurinn úrskurðaði manninum, lækkaða. Búist er við því að dómarinn komist að niðurstöðu innan tveggja vikna, en Steinn Logi sagði að sennilega yrði málinu þá lokið af hálfu Flug- leiða vegna þess að málarekstur væri dýr í Bandaríkjunum. Að sögn Steins Loga voru ákæru- atriði mörg, en þegar kom til kasta kviðdómsins að skera úr um það hvort starfsmanninum hefði verið mismunað hafði dómari dregið þau saman í fimm atriði. Spurt var hvort honum hefði verið mismunað vegna aldurs eða þjóðernis, hvort það hefði verið viljandi, hvort hann hefði sætt ofsóknum af hálfu félagsins í gegn- um tíðina eða gripið til hefndarráð- stafana eftir að málaferlin hófust. Skorið úr um fimm kæruatriði Niðurstaða kviðdómsins kom fram fyrir helgi og var sú að mann- inum hefði verið mismunað á grund- velli aldurs, en það hefði verið óvilj- andi. Því varð að úrskurða hvort manninum bæri að greiða skaða- bætur. Sá úrskurður var eins og áður segir kveðinn upp á mánudag. Maðurinn færði rök að þvi að hann hefði beðið mikið heilsutjón af völd- um Flugleiða, væri orðinn hjartveik- ur og þjáðist af Parkinson-veiki. Steinn Logp sagði að kviðdómur- inn hefði hafnað því að maðurinn hefði orðið fyrir heilsutjóni, en hann hefði beðið andlegt áfall og það bæri Flugleiðum að bæta honum með 250 þúsund dollurum. Upphæð geðþóttaákvörðun „Þessi upphæð er geðþótta- ákvörðun kviðdómsins,“ sagði Steinn Logi. „Lögfræðingar hans fóru fram á eina milljón doliara fyr- ir andlega tjónið og 750 þúsund dollara fyrir heilsutjón. Kviðdómur- inn staðfesti að orðið hefði formlegt brot, en ekki þannig að verið væri að ná sér niðri á manninum. Það sést Iíka á því hvað upphæðin er lág miðað við kröfu, þótt við teljum hana háa miðað við fordæmi í málum af þessu tagi.“ Mál þetta hófst árið 1991 þegar umræddur starfsmaður, Alfred Shea, var fluttur til í starfí og íslendingur fór í starf hans. Shea var þá 64 ára. Hann hefur starfað hjá Flugleiðum í 39 ár og er enn starfsmaður flugfé- lagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.