Morgunblaðið - 21.12.1995, Síða 9

Morgunblaðið - 21.12.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 9 FRÉTTIR Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um rekstrarvanda Ríkisspítalanna Útgjöld ríkisfyrirtækja ákveðin í fjárlögum SIGHVATUR Björgvinsson, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, segir að í fjárlögum séu lagðar línurnar varðandi útgjöld ríkisfyrirtækja og forsvarsmönnum Ríkisspítalanna hljóti því að hafa verið ljóst hver sá fjárlagarammi var sem þeim bar að halda sig innan. Menn sem hafi rekið ríkisfyrirtæki í mörg ár hljóti að vita að þeir eigi að fara eftir fjárlögum. „Afgreiðsla fjárlaga er sá rammi sem þeim er markaður," sagði Sighvatur aðspurður hvernig hægt sé að gera samning um sparn- að á Ríkisspítölunum án vitneskju stjórnenda spítalanna. Sighvatur segir að menn eigi að fylgja fyrirmælum Ijárlaga. Rík- isspítalar hafi farið út fyrir ramma íjárlaga á árinu 1994 og ekki náð þeim sparnaði sem þeim bar. I des- ember 1994 hafi verið gert sam- komulag við ijármálaráðherra um aukaljárveitingu til Ríkisspítalanna gegn því að þeir mættu hluta vand- ans með sparnaði á árinu 1995. Að auki hafi komið aukafjái-veiting að upphæð 80 milljónir um vorið, sem fullt samráð hafi verið haft um við forsvarsmenn Ríkisspítalanna að reyna að útvega þeim. Hljóta að vita um rekstrarumsvifin Hann sagði að eftir mitt ár 1994 þegar ljóst var að Ríkisspítalar færu fram úr fjárlagaheimildum hefði hann gengið í að reyna að útvega þeim viðbótarfjárveitingu til að mæta þessum vanda. Forsvars- menn Ríkisspítalanna hefðu vitað ósköp vel hvað hann var að reyna að gera og hann hefði sjálfur ekki vitað fyrr en undir lokin hvað fjár- málaráðherra yrði tilbúinn til þess að ganga langt. 80 milljónir hafi síðan komið til viðbótar um vorið, „þannig að halda því fram að þeir viti ekki hvað þeir eigi að gera; ég bara trúi ekki að nokkur stjórnandi ríkisstofnunar haldi slíku fram, að þeir viti ekki hvaða rekstrarumsvif þeir hafa,“ sagði Sighvatur ennfremur. Aðspurður sagði hann að sá sparnaður sem um hefði verið sam- ið í desember hefði farið inn á fjár- lög vegna fjárveitinga til Ríkisspít- alanna á árinu 1995. Og fjárlögin hafi ekki komið stjórnendum Ríkis- spítalanna neitt á óvart því þeir hafi sjálfir tekið þátt í að undirbúa þau. Forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Staðið verði við ákvarðanir um framlög til þjóðvega í ÁLYKTUN forsvarsmanna sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu er lýst vonbrigðum með áform ríkis- stjórnarinnar um að draga úr fram- lögum til framkvæmda við þjóðvegi í þéttbýli. Á síðasta ári hafi ríkis- stjórnin ákveðið í samráði við aðila vinnumarkaðarins að beita sér fyrir sérstöku framkvæmdaátaki í vega- málum. Áætlað var að framkvæma fyrir 3.500 milljónir króna á íjórum árum, þar af var áformað að veija 2.052 milljónum króna til þjóðvega á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1995 til 1998. Staðið verði við tímasetningar Skorað er á ríkisstjórn og þing- menn Reykjavíkur og Reykjanes- kjördæmis að standa við fyrri ákvarðanir um tímasetningu fram- kvæmda við þjóðvegi á höfuðborg- arsvæðinu. Fram kemur að mörg aðkallandi verkefni hafi setið á hak- anum um árabil og að nú stefni í óefni. Fyrirhugaður niðurskurður á nauðsynlegum framkvæmdum um þriðjung, aðeins ári eftir að samið var um átakið, muni leiða til röskun- ar á framkvæmdaáætlunum og valda drætti á brýnum úrbótum. Það Tímarit fyrir blinda BLINDRAFÉLAGIÐ, samtök blindra og sjónskertra á íslandi, og Fróði, bóka- og blaðaútgáfa, hafa gert með sér samning um útgáfu tveggja tímarita Fróða fyrir blinda og sjónskerta. Útgáfan verður í rafrænu formi þannig að tölva Blindrafélagsins miðlar texta tímaritanna sjálfkrafa til áskrifenda úr röðum blindra og sjónskertra. Mað talgervli er les allt sem birtist á skjánum geta blindir og sjónskertir síðan lesið tímaritin af tölvum sínum. Þá er með einföldum hætti hægt að stökkva á milli greina, skoða efnis- yfirlit o.s.frv. Þau tímarit sem um ræðir eru Mannlíf og Nýtt líf og verða fyrstu útgáfurnar væntanlega í upphafi næsta árs. Þar með verða þau fyrstu íslensku tímariitin til að koma út með þessum hætti en útgáfa Morg- unblaðsins á rafrænu formi hófst hinn 10. desember á sl. ári. sé áhyggjuefni að slíkur niðurskurð- ur kunni að grafa undan þeirri víð- tæku samstöðu, sem náðst hafi um forgangsröðun framkvæmda við þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu. 350 milljóna króna lækkun Fram kemur að við afgreiðsiu fjárlaga fyrir árið 1996 sé rætt um að lækka heildarframlagið um 350 milljónir króna og að framlag til þjóðvegaframkvæmda á höfuðborg- arsvæðinu myndi samkvæmt því lækka úr 578 milljónum króna í 376 milljónir króna. Loks segir: „Ibúar höfuðborgar- svæðisins hafa lengi þurft að bíða eftir brýnum úrbótum í umferðar- málum. Fyrirhugaður niðurskurður framkvæmda um 35% á næsta ári veldur verulegu óhagræði og vax- andi slysahættu á svæðinu." Jólanáttfotin fást hjá okkur Ódýrust í bœnum, að okkur er sagt, snyrti- og gjafavöruverslun, Miðbæ - Háaleitisbraut 58-60, aðeins kr. sími 581 3525. 2.800-2.995 FONIX 60 ARA AFMÆLISTILBOÐ 10.000 KRÓNA AFSLÁTTUR GRAM KF-355E m/lúxuxinnréttingu 334 Itr. kæliskápur með 272 I. kæli og 62 I. frysti HxBxD = 174,2 x 59,5 x 60,1 cm (Verðlistaverð kr. 84.200,-) Nú aðeins kr. 69.990,- stgr. Afborgunarverð kr. 73.670,- RAFTÆKI OG INNRÉTTINGAR Á AFMÆLISTILBOÐI jFOnix HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI 562 4420 EURO og VISA raðgreiðslur, án útborgunar. FRÍ HEIMSENDING - og við fjarlægjum gamla tækið án aukakostnaðar. EMIDE NILFISK ©TURBO ASKO NettOL c Hjá Jenný færöu jólafötin Kjólar frá kr. 6.800. Samkvæmisjakkar, pils o.fl. Til jólagjafa t.d. inniskóna vinsæhi, sem má þvo í þvottavél. ýlecUCeya jólaAátoí! Opiö til kl. 21 fimnitud. og föstud. Laugard. kl. 10-23. • Aöfangadag kl. 10-12. Eiðistorgi 13, 2. hæð, yfir torginu, sími 552-3970. FOLKIÐ I FIRÐINUM Myndir og æviágrip eldri Hafnfirðinga. Þrjú bindi. Hver bók kr 1300. Vandað rit. Sölustaður: Austurgata 10, Hafnarfirði, s. 555 0764. TEXTI OG MYNDIR: ARNI GUNNLAUGSSON Eiginmenn, unnustar, ástfangnir... ...munið gjafakortin TBSS Opiö laugardag frá kl. 10-23 - Veríð velkomin - neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl.9-18. Undirfatnaðurinn frá /1443IE____)Q laðar fram kynþokkann Góð jólagjöf Laugavegi 4, sími 551 4473. Riflas Isklo undir hælum Stamur sóli Hlýtt loðfóður Gerviefni sem þolir slabb og bleytu Karlmannakuldaskór með rennilás og ískló undir hæl 2.990- Góðir vetrarskór með ískló i hæl og stömum sóla Bjóðum nú takmarkað magn af þessum svörtu loðfóðruðu kuldaskóm með rennilás í stærðum 40 til 46. Einnig aðrar gerðir á 3.990- og 5.980- Munið úrvalið af karlmannaúlpum, síðum og stuttum með og án hettu i mörgum stærðum - einnig stórum númerum. Opnum virka daga kl. 8. Opið á þorláksmessu til kl. 23 Grandagarði 2, Reykjavík, sími 55-288-55, grænt númer 8006288. Með ískló í hæl fwúirnaj

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.