Morgunblaðið - 21.12.1995, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Walesa fráfarandi forseti Póllands leggur fram skjöl „sem ógna öryggi ríkisins“
Varsjá. Reuter.
Oleksy sakaður
um njósnir
fyrir Rússa
LECH Walesa, sem lætur af emb-
ætti forseta Póllands á laugardag,
kveðst hafa undir höndum skjöl sem
svipti hulunni af alvarlegri „ógnun
við öryggi ríkisins“ án þess að skýra
frekar frá efni skjalanna. Pólsk út-
varpsstöð hafði eftir ónafngreindum
heimildarmönnum að skjölin sýndu
að Jozef Oleksy forsætisráðherra
hefði haft samskipti við leyniþjónustu
Sovétríkjanna og Rússlands frá árinu
1983 og þar til hann varð forsætis-
ráðherra fyrr á þessu ári. Pólska rík-
isútvarpið hafði síðar eftir einum af
saksóknurum hersins að skjölin fjöll-
uðu um meintar njósnir hátt setts
embættismanns sem ekki var nafn-
greindur. Vestrænir stjórnarerind-
rekar sögðu ljóst að skjölin væru um
Oleksy.
Pólska stjórnin kom saman í gær
og neitaði því að Oleksy hefði gerst
sekur um njósnir. Heimildarmaður
tengdur stjórninni sagði að ásakan-
imar væru byggðar á „kunningsskap
Oleksys við mann sem bjó í Varsjá
og reyndist síðar rússneskur leyni-
þjónustumaður". Talsmaður rúss-
nesku leyniþjónustunnar neitaði því
að hún hefði haft samstarf við
Oleksy.
Jozef Oleksy sakaði Lech Walesa
og Andrzej Milczanowski innanríkis-
ráðherra, sem forsetinn skipaði, um
„lágkúrulega ögran“ þegar ásakan-
Barist um
Gudermes
RÚSSAR hafa haldið jippi stans-
lausri skothríð á Gudermes, aðra
stærstu borg í Tsjetsjníju, en hún
hefur verið í höndum skæruliða
frá því í síðustu viku. Hér er rúss-
neskur hermaður að hlaða
sprengjuvörpu en að sögn rúss-
neska sjónvarpsins í gær var loka-
sóknin gegn skæruliðum í borg-
inni hafin og barist á götunum.
Ný sendring af
rLuwa
Oessous i
irnar vora bornar undir hann. „Það
sem gert hefur verið sýnir að öryggi
ríkisins kann að hafa verið ógnað,
en af hálfu þeirra sem geta ekki lát-
ið af embætti með reisn.“
Wálesa og Milczanowski lögðu
skjölin fram á skyndifundi með for-
setum beggja þingdeilda, hæstarétt-
ar og stjórnlagadómstólsins í forseta-
höilinni í Varsjá í fyrrakvöld. í yfír-
lýsingu frá forsetaembættinu um
fundinn var ekki skýrt frá efni skjal-
anna.
Talsmaður ríkisstjómar vinstri-
flokkanna, Alaksandra Jakubowska,
kvaðst ekkert vita um málið umfram
það sem fram kæmi í fjölmiðlum. „Eg
tel að þetta sé aðeins enn ein tilraun-
in til að grafa undan stjórn Póllands."
Jakubowska sagði að Oleksy hefði
óskað eftir því að Walesa boðaði
DÆTUR Richards Nixons, fyrr-
verandi Bandaríkjaforseta,
gagnrýna harkalega kvikmynda-
leikstjórann Oliver Stone og
segja hann svívirða minningu
Nixons I nýrri mynd leikstjórans
er frumsýnd var í gær. Ljóst sé
að Stone noti tækifærið sem gef-
ist þar sem Nixon-hjónin séu nú
Iátin og geti ekki leitað réttar
síns hjá dómstólum.
Breski leikarinn Anthony
Hopkins leikur forsetann. Nixon
er lýst sem óöruggum manni, sí-
fellt gleypandi Iyf, hann hafi
verið heltekinn af dauða tveggja
bræðra sinna og tveggja póli-
tískra andstæðinga, Johns og
Roberts Kennedys.
Sagt er að Nixon hafi vitað af
ráðagerðum um að myrða Fidel
Castro Kúbuleiðtoga og gefið í
skyn að ráðabruggið hafi síðar
orðið kveikjan að morðinu á
Kennedy forseta 1963.
Stone vísar ásökunum gagn-
rýnenda sinna á bug. „Ég hygg
að þeir sem sjá myndina okkar
muni, hver sem skoðun þeirra
þegar í stað til fundar um málið hjá
Landvarnaráðinu, sem er skipað for-
setanum, forsætisráðherranum og
fleiri ráðherrum, forsetum þingdeild-
anna, og æðsta manni hersins.
Blöð krefjast upplýsinga
Pólsk dagblöð kröfðust þess að
almenningur fengi að vita um allar
staðreyndir málsins og að það yrði
leitt til lykta áður en Aleksander
Kwasniewski sver embættiseið for-
seta á laugardag. „Þótt alvarlegar
sögusagnir breiðist út sem eldur um
sinu í Varsjá ríkir hér algjör óvissa,"
skrifaði Adam Michnik, ritstjóri Gaz-
eta Wyborcza. „Enginn veit neitt
með vissu um staðreyndir málsins."
Dagblaðið Zycie Warszawy sagði
að Walesa myndi bíða mikinn álits-
hnekki ef ekki reyndist fótur fyrir
hefur verið fyrir á manninum,
hafa öðlast meiri skilning á hon-
um, manni sem var holdtekja
allra andstæðnanna í landi okkar
og á öldinni... Það var ekki
ætlunin að sýna honum neina ill-
kvittni.“
Sögunni nauðgað
Stone leggur áherslu á að ekki
sé um heimildarmynd að ræða,
myndin sé „mitt á milli afþrey-
ingar og sagnfræði" og verið sé
að túlka staðreyndir á frjálsleg-
an og listrænan hátt.
Sagnfræðingar hafa áður
fundið að því hvernig Stone fer
með sögulegar staðreyndir, eink-
um hafa þeir hæðst að samsæris-
kenningum hans í myndinni JFK.
„Það er hægt að nauðga sögunni
og það hafa kvikmyndaverin í
Hollywood verið að gera. Gríðar-
leg ákefð Stone minnir mig á
mína eigin túlkun á atburðum
sögunnar þegar ég var í háskóla
- og þegar ég var marxisti,“
segir bandaríski sagnfræðingur-
inn Stephen Ambrose.
þessum ásökunum á hendur forsætis-
ráðherranum. Blaðið bætti hins veg-
ar við að ef fram kæmu sannanir
fyrir því að forsætisráðherrann hefði
gerst sekur um landráð yrðu Pólveij-
ar að spytja sig hvort þeir hefðu í
reynd losnað undan yfirráðum
Moskvustjórnar árið 1989, þegar
Samstaða bar sigurorð af pólsku
kommúnistastjórninni.
Walesa hefur sagt að hann verði
ekki viðstaddur þegar Kwasniewski,
sem er fyrrverandi kommúnisti, verð-
ur svarinn í embætti forseta. Sak-
sóknarar í Varsjá sækja nú fast að
Kwasniewski og óskuðu eftir því á
þriðjudag að þinghelgi hans yrði rof-
in til að hægt yrði að rannsaka meint
lögbrot hans vegna yfirlýsingar sem
hann lagði fram sem þingmaður um
íjárhagslega hagsmuni hans utan
þingsins. Kwasniewski lét þar hjá
líða að skýra frá fjárfestingum eigin-
konu sinnar í arðbæram hlutabréfum
í tryggingarfélagi.
Skattstofan þjarmar að Walesa
Embættismaður pólsku skattstof-
unnar skýrði frá því í gær að Walesa
yrði gert að greiða skatt af milljónar
dala greiðslu, jafnvirði 65 milljóna
króna, sem hann fékk árið 1990 frá
bandarísku kvikmyndafyrirtæki fyrir
réttinn til að gera kvikmynd byggða
á ævi hans.
Hæstiréttur í
Bretlandi
Grátandi
þingmaður
tapar meið-
yrðamáli
London. The Daily TelegTaph.
BRESKI íhaldsþingmaðurinn
David Ashby gæti orðið gjaldþrota
og því misst þingsæti sitt en hann
tapaði á þriðjudag meiðyrðamáli
sem hann höfðaði gegn The
Sunday Times. Blaðið fullyrti í
fyrra að Ashby væri hræsnari og
lygari, hann hefði hamrað á mikil-
vægi hefðbundinna fjölskyldugilda
en væri samkynhneigður og hefði
logið _að eiginkonu sinni. Meiri-
hluti íhaldsflokksins er svo tæpur
að talið er að flokkurinn muni ef
til vill bjarga Ashby frá gjaldþrot-
inu en breskur þingmaður verður
að segja af sér verði hann gjald-
þrota.
Málskostnaðurinn er alls um
350.000 pund eða um 35 milljónir
króna og fellur hann allur á Ash-
by. The Sunday Times sagði í jan-
úar í fyrra að Ashby, sem er 55
ára, hefði deilt rúmi með karl-
manni í sumarley.fi í Goa á Ind-
landi og átt í löngu ástarsambandi
við manninn, 32 ára gamlan lækni,
Ciaran Kilduff.
Atkvæði í hæstarétti féllu 10
gegn 2, blaðinu og fyrrverandi rit-
stjóra þess, Andrew Neil, í vil. Er
niðurstaðan var kynnt grét Ashby.
Vitnisburður eiginkonu hans, Sil-
vana, var notaður gegn þingmann-
inum. Er hún reyndi að hugga
hann með faðmlögum og kossi
ýtti hann henni frá sér og sagði.
„Láttu mig bara í friði!“
Tæpur meirihluti
Síðast varð þingmaður að segja
af sér vegna gjaldþrots árið 1928.
Meirihluti Ihaldsflokksins er nú
aðeins fimm atkvæði í neðri deild-
inni og telja flestir öruggt að sæti
Ashbys myndi tapast ef efnt yrði
til aukakosninga í kjördæmi hans
í norðvesturhluta Leicestershire.
Einn af þingmönnum flokksins lést
nýlega og vinni stjórnarandstaðan
það færi meirihlutinn í þijú sæti;
falli sæti Ashbys einnig verður
stjórn Johns Majors með aðeins
eins atkvæðis meirihluta.
Unita-
menn í
flugslysi
FLUGVÉL frá Zaire, sem fórst
í Angóla á þriðjudag, var tekin
á leigu af Unita-skæruliðum,
að sögn. háttsetts embættis-
manns í Angóla í gær. Sagði
embættismaðurinn að vélin
hefði farist skammt frá
Jamba, þar sem hefur verið
eitt öflugasta vígi skærulið-
anna. 141 fórst með flugvél-
inni en tveir þeirra fimm sem
lifðu slysið af, létust af sárum
sínum í fyrrinótt. Neita tals-
menn Unita að flugferð
skæruliðanna hafi verið til
marks um það að fyrir dyrum
standi miklir liðsflutningar
þeirra í Angóla.
Kozyrev vill
verja sig
ANDREI Kozyrev, utanríkis-
ráðherra Rússlands, hugðist
veija hendur sínar fyrir rétti
í Moskvu í gær en fékk ekki
tækifæri til þess. Var ástæðan
sú, að kærandinn, Vladímír
Zhírínovskíj, leiðtogi þjóðern-
issinna, mætti ekki og það
gerði dómarinn ekki heldur.
Kozyrev kvaðst vera kominn
til að veija þann rétt sinn að
mega kalla fasista fasista en
fyrir það kærði Zhírínovskíj
hann fyrr á árinu.
Simpson af-
hendi gögn
um fjármál
DÓMARI í Los Angeles hefur
skipað O.J. Simpson að af-
henda fjölskyldum Nicole
Simpson og Ronalds Goldmans
gögn um fjármál sín. O.J.
Simpson var sýknaður af
ákæru um að hafa myrt þau
en Nicole var fyrrverandi eig-
ink'ona hans. Fjölskyldur hinna
myrtu hafa höfðað einkamál á
hendur Simpson, sem þær
saka um að bera ábyrgð á
dauða Nicole og Goldmans.
Fullyrt hefur verið að Simpson
hafi þénað um 3 milljónir dala,
tæpar 200 milljónir ísl. kr. á
meðan hann sat í fangelsi.
Díana ein um
jólin?
DÍANA prinsessa mun ekki
dvelja hjá bresku konungsfjöl-
skyldunni um jólin. Synir Dí-
önu og Karls prins munu eyða
jólunum með föðurfjölskyldu
sinni á setri Elísabetar drottn-
ingar í Sandringham og hafði
Díana ákveðið að vera hjá fjöl-
skyldunni. Hún hefur nú séð
sig um hönd en ekki hefur
verið upplýst hvar hún verður
um jólin.
Brotist inn
hjá bítli
BROTIST var inn á heimili
bítilsins Paul McCartney í
London er hann var hjá eigin-
konu sinni, Lindu, en hún ligg-
ur nú á sjúkrahúsi eftir að
hnúður var íjarlægður úr
bijósti hennar. Svo virðist sem
einhver hafi komið að húsinu
er þjófarnir athöfnuðu sig inn-
andyra og flúðu þeir á brott
án þess að taka með sér nokk-
uð fémæýt. Þeir ollu hins veg-
ar töluverðum skemmdum á
íbúð McCartneys.
Reuter
Ný kvikmynd um Nixon frumsýnd
Stone sakaður um
sögufölsun og róg
Los Angeles, Washington. The Daily Telegraph, Reuter.