Morgunblaðið - 21.12.1995, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.12.1995, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 29 AÐSENDAR GREINAR við viðskiptavinina vegna þess að SKÝRR er falin umsjá opinberra upplýsingakerfa. Þa^) kemur mál- inu einfaldlega ekki við hver velta SKÝRR er sem hlutfall af heildar- veltu í upplýsingaiðnaði. SKÝRR og fjárlögin Þorsteinn Garðarsson fullyrðir í grein sinni að SKÝRR sé ekki og hafi aldrei verið á fjárlögum ríkis- ins. Það er óumdeilt að í fjárlögum hefur um nokkurra ára skeið verið sérstakur fjárlagaliður undir ijár- málaráðuneyti, Skýrsluvélakostn- aður. Samkvæmt skýringum í fjár- lagafrumvörpum rennur þessi fjár- veiting til reksturs, viðhalds og nýsmíði stærstu upplýsingakerfa ríkisins. Þessi kerfi eru flest í umsjá SKÝRR. í ijárlagafrumvarpi fyrir árið 1996 eru áætlaðar tæp- lega 500 m.kr. undir þessum lið. Það eru því umtalsverðir fjármunir sem renna til SKÝRR á ári hveiju um þennan farveg. Til samanburð- ar má nefna að skv. upplýsingum í Fijálsri verslun nam velta SKÝRR rúmlega 700 m.kr. árið 1994. Að mínu mati skiptir ekki niáli hvort þetta heitir að vera á fjárlögum eða ekki, peningarnir koma þaðan engu að síður. SKÝRRog einkaleyfið Þorsteinn bendir á að SKÝRR hafi ekki einkaleyfi á neinu sviði. Þetta er hárrétt, enda held ég því ekki fram að SKÝRR njóti lög- bundinnar einokunar. Til að SKÝRR geti sinnt gagnavinnslu- verkefnum sínum fyrir eigendurna hefur verið byggt upp öflugt fyrir- tæki með gríðarlegri íjárfestingu í ýmiss konar tækjum og aðstöðu, hugbúnaði og þekkingu starfs- manna. Þessi staða þýðir í raun að SKÝRR er í einokunaraðstöðu gagnvart eigendum sínum og getur hagað verðlagningu sinni í sam- ræmi við það. Þessi mikla fjárfest- ing tryggir SKÝRR einnig yfir- burðastöðu á sviði upplýsingamiðl- unar á almennum markaði. SKÝRR og Internet-þjónusta Þorsteinn fullyrðir í grein sinni að SKÝRR veiti ekki Internet-þjón- ustu. Ef til vill veit Þorsteinn ekki betur. Internet-þjónustuaðilar veita aðgang að Internet og/eða vista upplýsingar viðskiptavina á veraldarvefnum. Það hefur ekki farið framhjá þeim sem láta sig Internetið varða að SKÝRR vistar heimasíður viðskiptavina á verald- arvefnum og hefur auk þess opnað þar þjónustu sem heitir Upplýs- ingaheimar. Hér nýtur SKÝRR áfram sérstöðu sinnar sem helsta gagnavinnslufyrirtæki hins opin- bera. Bæði er stór hluti fjárfesting- arinnar þegar til staðar og hjá SKÝRR eru varðveitt helstu upp- lýsingakerfi landsmanna sem draga að notendur. Upplýsingar úr þessum kerfum mynda síðan grunninn að heimasíðum Upplýs- ingaheima. Lokaorð Eg er eindregið þeirrar skoðunar að ríkið hafi hingað til fýlgt rangri stefnu í málefnum Pósts og síma og SKÝRR. Lögð hefur verið áhersla á að byggja upp þessi sterku opinberu fyrirtæki í stað þess að nýta kosti einkaframtaksins og stuðla að raunverulegri sam- keppni á sem flestum sviðum fjar- skiptaþjónustu og upplýsingaiðnað- ar. Starfsemi þessara fýrirtækja er ekki einn af grundvallarþáttunum í starfsemi ríkisins. Rekstur þeirra er hins vegar ágætt dæmi um hlið- arstarfsemi sem dregur athygli og starfskraft stjórnmálamanna og annarra frá fjölmörgum brýnum verkefnum sem eðli máls sam- kvæmt heyra undir opinbera aðila. Höfundur er rafmagnsverkfræð- ingur og framkvæmdastjóri Skímu ehf. Æ) BÚNAÐARBANKINN "Snæfinnur snjókarl, sniðugur meö krónurnar" -Traustur banki QLAN • AUGLÝSINGASTOFA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.